Þjóðólfur - 29.01.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 29.01.1909, Blaðsíða 2
ÞJOÐULFUR iS engu síður klæðleysi og vatnsskortur en hungur, er svarf að mönnum. Hafasumar ættir orði aldauða í þessum hörmungum, og aðrir, er voru miljónaeigendur, eru nú félausir, því að bankahúsin hrundu einnig og bækur þeirra glötuðust, þótt nokkru yrði bjargað. Það varð ekki komizt yfir að grafa líkin t. d. í Messina, og var þeim þá hleypt ofan í jarðsprungurnar og hellt klórkalki yfir. En þá er nályktin íór að verða óþolandi 1 borgarrústunum, var hellt yfir þær karból- vatni, en samt sem áður var loptið óþol- andi vegna rotnunarþefsins, auk þess sem eitraða gufu lagði upp úr jarðsprungunum. Þykir mesta furða, að drepsótt skuli ekki hafa brotizt út meðal björgunarliðsins í Messina og annara, sem þaðan hafa ekki flúið. Líklega verður bærinn endurreistur á sama stað, og sömuleiðis Reggio hinu- meginn sundsins (( Kalabríu), þótt sumir mæli á móti þvf. En þá er talið sjálfsagt, að húsin verði byggð úr tré, ekki hærri en tvílypt, því að háu húsunum er vitan- lega miklu hættara í jarðskjálptum, en hinum lágu. Og hættulegastar eru múr- steinsbyggingarnar, eins og flestar bygg- ingarnar voru á ítalska jarðskjálptasvæðinu. Það er sjálfsagt nokkuð orðum aukið, að um'200 000 manna eða fleiri, hafi far- izt í jarðskjálptum þessum. Mun það sönnu næst um manntjónið, er »Times< segir 8. þ. m. eptir hraðskeyti frá Neapel. Þar er talan þessi: í Messina 108,000 (meir en */3 allra íbúanna), 1 Reggio 31,000 (meiren helmingur lbúanna). Palmi 4,500 (rúmur þriðjungur), Melito 2,300, Bagnara 800, Villa San Giovanni 3 700, Pallaro 3 300, Scylla 2,800. Þetta verður samtals 166,400, og fellur meira en '/3 þeirrar tölu á Messina eina. Er það feikna manntjón, svo að ekki eru dæmi til ann- ars eins. Allar þjóðir hafa keppzt við að votta Ítalíu hluttekningu sfna 1 þessari miklu þjóðarógæfu, ekki að eins 1 orði, heldur einnig f verki, og má heita að gjafir til til hinna bágstöddu hafi komið hvaða- næfa úr heimi. Sambandsþing Banda- manna hefur veitt 2,880 000 kr. f þessu skyni, og »Times« segir 8. þ. m., að Kanadaþingið ætli að veita 360,000 kr., og svo muni fylkjaþingin fylgja á eptir. Torontobær gaf 18 000 kr., en í Ástra- líu: Nýja Suður-Wales 90 000, Queens- land 18 000, Suður-Ástralía 9,000, og Nýja Sjáland 90 000; eyjan Malta 4 500. Segir »Times* 8. jan. að samskotin f Amerfku muni að líkindum þá vera oiðin alls 9 milj- ónir kr. Þing Grikkja hefur veitt 72000 kr., Argentina 158,400 kr., Btilgaría 36,000. Serbía 43,200, Spann 64 800 og borgin Madrid 14.400. Bæjarstjórnin í París hefttr gefið 21,600 kr., raðaneytið 9,000 og Falliéres forseti 1800 kr. En frakk- neska stjörnin hefur látið efna til sérstaks hjálparsjóðs með almennum samskotum, og eru hinar þrjár síðastnefndu upphæðir í honum fólgnar. Á Englandi hefur borgarstjórinn f Lundúnum (Lordmayor) stofnað til samskotasjóðs, og var hann, eptir því sem »Timesc segir 15. þ. m., orð- inn þá yfir i*/* miljón kr. (1,656000 kr.). Meðal einstakra gefenda er þar getið Jjt- varðar konungs með 9 500 kr, drottning- ingarinnar og prinsins af Wales með 4.800 kr. hvort o. s. frv. Sum vetzlunarhús ensk hafa gefið 18 000 kr., og blöðin »Tímes« og »Daily Mail« 9,000 kr. hvort. — Austurrfkiskeisari hefur gefið 36 000 kr., og Tyrkjasoldán einnig allmikið fé. — Á fundi, er helztu borgarar í Japan héldu hjá Komura barón utanrfkisráð- gjafa var ákveðið að senda 81.000 »yenc (þ. e. 145,800 kr.) til ítalfu. — Viktor Emanuel konungur gafþegar f stað 144,000 kr. af eigin fé, og bætti síðar við um 400,000, en rausnarlegastur hefur þó páfinn verið. Hann gafí fyrstn 72,000 kr., en bætti sfðar við 720,000. Af þessu sést, hve feikimikil hluttekn- ing hefur verið um heim allan f þessari þjóðarógæfu ítala. Er þó samskotunum hvergi nærri lokið, og sennilegast, að þau skipti nokkrum tugum miljóna, áður en lýkur. Rækilegar ráðstafanir kvað nú vera gerðar til þess af hálfu ítölsku stjórnarinnar, að gjafafénu verði í raun og veru varið til hjálpar hinum bágstöddu, en fari ekki aðrar leiðir, eins og kvartað var um út af jarðskjálftasamskotunum til Kalabrfu- búa 1905. Áskorun. Kæru landarl Yður er öllum kunnugt um hina miklu jarðskjálpta, er um áramótin gengu yfir Ítalíu. Eru þeir hinir ógurlegustu og af- drifin hin voðalegustu fyrir land og lýð, er mannkynssagan veit af að segja. Viðs- vegar um allan hinn menntaða heim gangast menn nú fyrir samskotum í þarfir hinna bágstöddu, svo og hér í Danmörku. Væri nú ekki rétt, að einnig íslendingar réðust f þetta mikla mannúðarverk, er aldrei hefur áður verið jafnmikil þörf á. Auðvitað eru Islendingar fámenn þjóð og hafa ekki af jafnmiklu að miðla sem stórþjóðirnar, en hér er ekki eingöngu um fé að ræða. Án efa mun það gleðja, hughreysta og hvetja hina bágstöddu, er þeir sjá, að jafnvel hin fjarlægustu þjóð- félög hlaupa undir bagga með þeim, er á ríður. Engu sfður er það víst, að íslendinga mun getið með sóma og virðing, er það spyrst, að þeir hafi tekið þátt í þessum samtökum. Ritstjórar, embættismenn og aðrir góð- ir menn munu sjálfsagt fúsir á, að veita fé móttöku og senda áleiðis. Vilji nokkur senda mér, skal eg fús lega veita þvf viðtöku og koma þvf til ítalska sendiherrans f Höfn. Skal þá sfðarmeir gerð skilagrein f fslenzkum blöðum fyrir gjöfunum. Vonandi að önnur fslenzk blöð taki góðfúslega upp þessa áskorun og mæli með málinu. Með vinsemdarkveðju. Adolph Niclassen, sóknarprestur. Norup pr. Otterup, Fjóni, Danmörk. * * * Athugas. ritstj.: Séra Adolph Niclassen f Norup er að vísu danskur að ættemi, en fluttist á barnsaldri með for- eldrum slnum hingað til lands og ólst hér upp (á ísafirði), gekk f lærða skól ann og útskrifaðist þaðan 1885 Hann hefur jafnan verið mjög fslenzkur í anda og samskotaáskorun hans sýnir, að hon- um er umhugað um, að ídendingar sker- ist ekki alveg úr leik í þessu mannúðar- verki, er nær allar menntaðar þjóðir láta til sfn taka. í privatbréfi til ritstjóra þessa btaðs, tekur hann beinlfnis fram. að hann vilji að það sjáist, að gjafirnar komi frá íslendingum og séu þvf ekki sendar samskotanefnd þeirri, er Danir hafa mynd- að og verzlunarráðherrann veitir forstöðu, því að þá kynni að veiða litið svo á, segir hann, að gjafimar kæmu frá Dön- um. Sýnir þetta, að áskorunin er ekkí miðuð við danskan hugsunarhátt, heldur af íslenzkum hvötum sprottin. Vér höf- um því birt áskorun séra A. N. með á- nægju, en um Jeið er ekki að dyljast þess, eptir samskotareynslu hér, að lítið eða ekkert útlit er fyrir, að fé safnist á þennan hátt, svo nokkru nemi, og yrði oss þá til minnkunar að senda það, auk þess sera þetta gengi svo óhæfilega seint. En hinsvegar er oss naumast v a n s æ m d a r 1 a u s t að sitja að- gerðarlausir hjá og hafast ekkiað, er jafnmikil stórslys bera aðhöndum, og oss er það því skyldara, þótt fátækir séum og smáir, að vér höfum opt fengið gjafir víðsvegar að, er jarðskjálptar eða brunar hafa borið oss að höndum, Ennfremur er þess að gæta, að það skiptir ekki svo litlu fyrir oss, að vekja eptirtekt á oss sem sér- stöku þjóðfélagi út á við. Og það mund- um vér gera með því, að leggja dálítinn skerf til þessara alþjóða-samskota. Og beinasti vegurinn til þess að gera það fljótt og sómasamlega, er vitanlega ekki hin seinfæra samskotaleið, heldur sú leið- in, er margar þjóðir nú hafa valið (sjá annarstaðar hér í blaðinu), að þingin veita ákveðnar upphæðir í þessu skyni. Með því að svo heppilega vill til, að al- þing kemur nú bráðlega saman, gætu þingmenn þegar samþykkt ákveðna fjár- veitingu, eða veitt stjórninni heimild til fjárgreiðslu (með upptöku síðar á fjár- aukalög 1908—9) og látið senda féð þegar. Það væri sómastryk og mundi hvarvetna mælast vel fyrir. Upphæðin þyrfti ekki að vera svo há, að landsjóð munaði nokkuð verulega um það. En vér ynnum tvennt: yxum í augum ann- ara þjóða um leið og vér legðum skerf af fátækt vorri til líknar þeim aumingj- um, er berjast eiga við svo mikla eymd og volæði, að vér getum ekki gert oss nokkra hugmynd um það. »Það sem þér viljið að mennirnir geri yður, það skuluð þér og þeim gerac. Þessi uppástunga vor er til athugunar fyrir alþingi. Hún er jafnréttmæt fyrir það, hvort henni verður að nokkru sinnt eða ekki. En það d að taka málið frá þessari hlið. Þetta er eina leiðin, sem vér getum farið, þvf að samskotaleiðin mun torsótt reynast. En vitanlega væri það ágætt, ef Reykvíkingar o. fl. í nágrenn- inu hjálpuðu eitthvað til með samskota- framlögum. Viðtal rið hr. Lárus Pálsson hómopata um aðflutningsbannið. Æfinlega heill og sæll, Lárus læknir Palssonl Vegna þess, að við erum kunn- ingjar, þá ætla eg að skrifa þér nokkrar Ifnur, bæði f gamni og alvöru, þvf satt að segja er mér nauðsyn á, að mæla við þig nokkur orð f mesta bróðerni um mál það, sem við biðir höfum heitið æfilangri tryngð og starfi ; það er bindindismalið, sem við hljótum baðir að telja að minnsta kosti annað stærsta málið, sem nú er á d 'gskrá ístenzku þjóðartnnar. Mér finnst, að þú, því miðtir, þratt fyrir öfluga mót- stöðu(?), hafir hrasað á bindindisbrautinni, enda hefur þú orðið svo óheppinn, að alpast þangað, sem hálkan var mest. Þú áttir að vita það, að ekki er heiglum hent, að hefja opinbera mótstöðu gegn bindindisbaráttu nútfmans, þótt maigt kunni að mega segja um einstök atriði hennar. En öllum er við falli hætt, en bót er það í máli, að flestir, að þeim undanteknum, sem lengst eru leiddir, ná jafnvæginu aptur fyrir orð og stuðning vina sinna, og svo vona eg einnig að verði með þig- Hafðu mínar beztu þakkir fyrir allar þfnar greinar um aðflutningsbannið, úr þvl þú' ert orðinn svona sinnaður á ann- að borð, því þótt eg sé þér ósamdóma um flest það, sem þú heldur þar fram, þá er það ofur-nattúrlegt. Það kemur til af því tvennu, að eg er góðtemplar og hef því n ú ekkert annað fyrir augum í þvf máli, en aðflutningsbann. Eg álít, að þingið hafi fengið ótvíræða skipun þjóðarinnar í þessu máli, og dettur ekki í hug að efast um, að það taki hana fyllilega til greina; hin ástæðan er satt að segja sú, að greinar þínar eru þannig skrifaðar, að eg er alls ekki viss um, hvað þú meinar, Eg held samt, að þær eigi að skoðast þannig, að þú sért á móti aðflutningsbanni, og út frá því geng eg. En ef eg hef misskilið þig, bið eg.af- sökunar og mun hún auðfengin. Þú vitnar í Stúart Mill og Gladstone til stuðnings þínu máli, en þar grípur þú óþægilega í tómt, og undrar mig þar fá- fræði þín í þessu efni; eða gazt þú enga fundið, sem fjarri voru bindindishugsjón- inni, en þessa tvo ágætismenn, sem báðir voru bindindis- og frelsishetjur síns tíma ? Eg er þér samdóma um, að sjálfsagt sé að nota ummæli útlendra ágætismanna, sem hafa haft reynsluna fyrir leiðarstein, til þess að rökstyðja mál sitt, en ummælin ætti maður helzt að lesa, áð- ur en þau eru tilfærð. Hvernig eru þá ummæli ýmsra lækna, vfsinda- og stjórn- málamanna þeirra, sem þekktir eru um allan hinn menntaða heim fyrir þekkingu sína og skörungskap ? Látum okkur sjá, hvernig þér og þeim kemur saman um ýms atriði. Þú heldur þvf fram, að vér íslending- ar mundum í staðinn fyrir lof verða tald- ir með skrælíngjtim og Eskimóum, ef lög- leitt yrði aðflulningsbann hjá okkur. Hvað segir Gladstone? Hann segir: »Drykkju- bölið er á vorum dögum meira böl og andstreymi en styrjaldir, drepsóttir og hallæri, a 111 til samansc. Þú heldur því fram um þennan mann, að hann hafi verið á hærra stigi en svo, að hann vildi lögleiða aðflutningsbann 11 Þeir, sem fullt skyn bera á orð og framkomu þessa látna stórmennis. munu ekki verða á þínu máli. Bandarfkjaforsetarnir hver fram af öðr- um hafa verið eindregnir bannlagamenn, þar á meðal núverandi forseti Taft og einnig Bryan keppinautur hans um for- setastólinn. Viltu nú halda því fram í fullri alvöru, að ef þessum mönnum skyldi fyr eða sfðar auðnast að fá máli sínu framgengt, að Bandarfkjamenn yrðu fyrir þá sök af öðrum þjóðum taldir meðal skrælingja? Þú segir, að lögin gætu jafnt bannað þér að lifa sem að hafa vfn á borði þínu II Þetta hefur þú sagt í gamni, því ótrúlegt er, að þú álftir þig jafnmikinn skað- semdargrip f mannfélaginu sem vínið, en þú um það. Sjáðu að eins eitt dæmi upp á afleiðingar þess. Konungleg nefnd, sem skipuð var á Englandi fyrir nokkrum árum, lýsir spillingu og afleiðingum áfeng- isnautnarinnar þar f landi á þessa leið : 1. Niu tfundu hlutar allrar fátæktar. 2. Þrlr tjórðu hlutar allra glæpaverka. 3. Helmingur allra sjúkdóma. 4. Þriðjungur allrar geðveiki. 5. Þrír fjórðu hlutar af spillingu barna Ok unglinga. 6. Þriðjungur allra slysa á sjó oglandi. Sýnist þér nú, ef þú athugar það ró- lega, sama að banna þann hlut, sem heggur jafn-hryllileg spor meðal þjóðanna, sem að banna meinlitlum mönnum að draga andann? Þúefar, að löggjafarvald þjóðarinnar hafi vald(H) til að samþykkja bannlög. Hefur það aldrei komið lyrir fyrri, að mál hafi öðlazt fullt lagagildi, þótt nokkrar hjá- róma raddir hafi haldið sig mótfallnar? Lestu sjálfs þfns ummæli þessu viðvfkj- andi, þar sem þú vitnar f Stúart Miil í fyrirlestri þfnum 6. febrúar 1887, bls. 14 og 15 og segðu mér svo, hvers þú hefur orðið vfsari. Þú álftur, að öll löggæzla verði gagns- laus, ef aðflutningsbann yrði lögleitt. Með þvf áliti þínu gefur þú laglega stétt þeirri utanundir, sem þú, að mér virðist, ótil- kvaddur, hefur verið að reyna að tala fyrir. Því þar hef eg meira traust á lög- gjafarvaldinu, að það láti ekki viðgang- ast, að lögin séu fótum troðin, þegar þau eru komin í gildi, enda hvílir skylda á öllum bindindismönnum til öflugrar að- stoðar. Eg vona þvf, að fylgt verði dæmi því, sem hér fer á eptir, hvað strangleik- ann og röggsemina snertir:

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.