Þjóðólfur - 05.02.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.02.1909, Blaðsíða 1
61- árg. Reykjavík, föstudaginn 5. febrúar 19 09. M 6. Frá útlöndum. Tyrkneska þingið •er nú aptur sezt á laggirnar eptir rúml. 30 ára hvlld. Skömmu eptir að Abdul Hamid var orðinn soldán, gaf hann þegnum slnum stjórnarskrá (i des. 1876), en ekki kom hún til framkvæmda nema í nokkra mánuði, því að upphafsmaður hennar, Midhat pasja, sem þá var yfir- ráðgjafi soldáns (stórvesír) og stutt hafði hann til valda, féll brátt í ónáð og var gerður útlægur. Stjórnarskránni var nú ekki lengur fram fylgt, þó að hún væri ekki beinlínis numin úr lögum, og þing- ið var ekki kallað saman nema einu sinni, heldur ríkti soldán upp frá því sem ein- valdur, þangað til að stjórnarbylting sú, sem Ungtyrkir gerðu i sumar sem leið, neyddi hann til að láta stjórnarskrána aptur ganga í gildi og kalla þingið sam- an á ný. Kosningarnar fóru fram í haust, og x 7. •des. var þingið sett með mikilli viðhöfn af soldáni sjálfum. Þann dag var Mikligarður í hátíðabúningi. Hvar- vetna blöstu við fánar með hálfmánanum. Hermenn stóðu i löngum röðum eptir götunum, þar sem soldán átti að fara um frá höllinni til þinghússins, en út frá þeim stóð maður við mann allt upp að húsunum, og sumstaðar langt inn í hliðar- göturnar, og í gluggunum á húsunum og uppi á þökunum blöstu alstaðar við björt kvennaandlit, sem í þetta skipti höfðu kastað blæjunni. I kringum þinghúsið var mannþröngin auðvitað mest. Þar höfðu menn klifrað upp á sjálfa Sófíu- kirkjana, sem stendur andspænis þing- húsinu, og var fullt af fólki uppi á þök- unum á útskotum hennar. Litlu fyrir hádegi tóku þingmennirnir að safnast að þinghúsinu, og var það all- mislitur hópur, því að á þinginu eiga sæti allar þær þjóðir, sem búa í ríki Tyrkja- soldáns, en þær eru margar og mjög ó- líkar, bæði að ætterni, trúarbrögðum og siðum. Margir þingmennirnir voru i þjóð- búningum sfnura, og voru þeir margir einkennilegir og fallegir á að líta. Nokkru eptir hádegi kom soldán sjálfur. Löngu áður en auga varð kornið á hann, heyrðist í fjarska ómurinn af fagnaðar- ópunum, sem kváðu við umhverfis hann. Fyrst kom i Ijós lífvarðarsveit soldáns, sfðan fimm riddarasveitir á gráum fákum, því næst 12 þjónar í einkennisbúningum og skínandi söðlum. þá flokkur af að- stoðarforingjum og loks vagn soldáns sjálfs, dreginn af fjörum jörpum hestum; í vagninum sat, auk soldáns, stórvesfrinn (Kiamil pasja) og sonur hans; var vagn- inn ekki nema hálfopinn, svo að lítið sást af soldán sjálfum, en óðar en fólkið kom auga á vagninn. glumdu við fagn- aðarópin og soldánssöngurinn. Þingið var sett með hásætisræðu, en soldán las hana ekki upp sjálfur, heldur einkaritari hans. Byrjaði hún á því, að minnast á, að framkvæmd stjórnarskrár- innar hefði »um stundarsakir« verið frest- að og þingið ekki verið kallað saman, vegna þess að þjóðin hefði ekki verið komin á nógu hátt stig, til þess að færa sér þessi gæði f nyt, en sfðan hefði verið unnið ótrauðlega að menningu þjóðar- innar, og nú hefði hún öðlazt þann þroska, að soldán hefði ekki hikað við, þrátt fyrir andmæli ýmsra, að láta stjórnar- skrána aptur ganga í gildi og kalla sam- an þingið til þess að treysta og efla heill landsins í framtíðinni. Þá minntist sol- dán á mótgerðir Búlgaríu og Austurríkis við 'I'yrkland, og fór um þær allhörðum orðum. Loks fór hann nokkrum orðum uro þær umbætur, sem stjórninni væri mest annt um: að bæta fjárhaginn, fjölga skól- um og bæta þá, og efla herinn og flot- ann. Þá er lokið var upplestri hásætisræð- unnar, las æzti prestur Tyrklands (Sheik- ul-Islam) bæn, en að því búnu stóð sol- dán sjálfur upp, studdi hendinni á sverðs- hjöltin og sagði nokkur orð, kvaðst gleðj- ast af þvf að sjá fulltrúa þjóðarinnar saman komna og óskaði að starf þeirra mætti verð? blessunarríkt fyrir land og lýð. F.n hann talaði svo lágt, að ekki heyrðu nema þeir sem næstir voru, hvað hann sagði. Héldu þvf ýmsir, að hann hefði verið að vinna eið að stjórn- arskránni. En þegar þeir komust að þvf, að svo var ekki, vildu margir þeirra ekki vinna hollustueiðinn. Það varð þó úr, að þingmenn unnu eiðinn allir í einulagi, en þó var sleginnsá var- nagli í eiðstafnum, að eiðurinn væri að eins bindandi meðan soldán héldi stjórn- arskrána. Um kvöldið var öll borgin uppljómuð og gleðin og ánægjan yfir stjórnfrelsinu var feikileg. Skömmtt sfðar hélt soldán þingmönnum veizlu í höll sinni (Yildiz Kiosk) og var ræða hans til þingmann- anna lesin upp af einkaritara hans eins og við þingsetninguna. Bað hann guð um, að þeir mættu öðlast marga slíka samfundi framvegis, og bætti því næst við þessum orðum: »Eg hef helgað mig því starfi, að vernda með guðs hjálp ákvæði stjórnarskrárinnar og tryggja þegnum mínum þau helgu réttindi. og sem andlegur og veraldlegur lánardrottinn yðar mun eg sýna hverjum þeim fullan fjandskap, sem reynir að tálma því«. Tyrkneska þíngið er f tveimur deildum. Öldungadeildin er öll kjörin af soldáni, en í fulltrúadeildinni eru rúml. 220 þjóð- kjörnir þingmenn. 3/4 hlutar hins nýkosna þings eru Múhameðstrúar. Af þeim ertt Tyrkir flestir, um 110 eða helmingur allra þingmanna, þá Arabar 40 og Albanar rúml. 20. Af kristnum mönnum eru Grikkir flestir, 23, Armeningar eru 10, en Búlgarar ekki nema 4. Eru bæði Grikkir og Búlgarar óánægðir með úr- slitin, og þykjast að réttu lagi hafa átt að hafa fleiri fulltrúa. Ixiks eru í þing- inu nokkrir Gyðingar og fulltrúar fleiri þjóða, er senda einungis einstaka eða ör- fáa þingmenn. Talið er, að Ungtyrkir muni hafa allntikinn meiri hluta þingsins sér fylgjandi, flestalla Tyrki, og auk þess Albani og Araba, Armeninga og Gyðinga. Ungtyrkir vilja breyta stjórnarskránni á þá leið, að 2/3 hlutar öldungadeildarinnar verði þjóðkjörnir, og allir borgarar yfir tvítugt hafi kosningarrétt. Tyrknesku vilja þeir láta vera embættismál alstaðar og hér- aðasjálfstjórn vilja þeir auka. Ennfremur vilja þeir stofna skóla á rfkis kostnað og gera tyrknesku að skyldunámsgrein í öll- um alþýðuskólum. Landvarnarskyldu Mú- hameðstrúarmanna og þeirra, er aðra trú hafa, vilja þeir gera jafna, og mörg fleiri nýmæli hafa þeir á prjónunum. Sjónleikar. Nú er Leikfélagið hætt að leika »Bónd- ann á Hrauni«, og byrjað á gömlu dönsku léttmeti: »Æ fintýri á göngu- för«, eptir Hostrup, sem opt hefur ver- ið leikið hér áður, optast nær með mik- illi aðsókn. Um leikenduma er ekki margt að segja. Skripta-Hans (Arni Ei- rfksson) og Kranz birkidómari (Kr. Ó. Þorgrímsson) eru Reykvíkingum kunnir. Leikur þeirra hefur ekkert breytzt. Frú Kranz (frú Efemía Waage) ber mjög af manni sínum á alla lund, eins og hún auðvitað á að gera, en hún er full ung- leg og skarar bæði fram úr Jóhönnu og Lauru að ytra útliti á leiksviðinu, en leikur hennar er ekki að sama skapi til- komumikill. Vermundur (Herbert Sig- mundsson) talar stundum nokkuð óskýrt, einkum framan af. En þó getur hann ekki talizt illa leikinn. Stúdentarnir (Jens Waage og Þorst. Jónsson banka- assistent) eru allgóðir. Er Herluf (Þ. J.) nokkuð fljótmæltur og mikill á lopti og mannalegur, og snýst eins og snælda kringum kvenfólkið á leiksviðinu, ogþyk- ir fólki gaman að honum. Er ekki ósennilegt, að hann gæti orðið allgóður leikari, sem »fírugur« elskandi. Jóhanna (frú Stefanfa Guðm.) og Laura (frk. Guðrún Indriðad.) eru leiknar liðlega, en frekar ekki. Svale assessor (Friðf. Guð- jónsson) er í lakara lagi. Það lítur svo út, sem »Æfintýrið« sé ódrepandi á leiksviði hér, og er það ekki svo mjög vegna efnis þess, sem vfða er haria léttvægt og lítilsháttar, heldur vegna lífsfjörsins, lífsgleðinnar, sem gengur eins og rauður þráður gegnum allt leikritið, samfara sól og sumri, sem hvílir yfir öllu. Það er þessi sumarbúningur, sem gert hefur »Æfintýrið« svo aðlaðandi og líf- seigt á leiksviði. En það er samt orðið of kunnugt hér til þess, að það geti feng- ið afarmikla aðsókn f þetta skipti. Kappglíma um silfurskjöld þann, er glímufélagið »Ár- mann« hefur gera látið til heiðurs mesta glfmumanni Reykjavíkur, var haldin hér f Tðnaðarmannahúsinu 1. þ. m. F.r svo ákveðið, að glíma skuli um skjöld þenn- an 1. febrúar ár hvert. Handhafi skjald- arins varð í fyrra hr. Hallgrfmur Bene- diktsson. En nu bjuggust 11 beztu glímu- menn bæjarins til að ná honum fr.l Hall- grfmi. Þessir voru: Ágúst Ö. Sædal, Bjarni Þórðarson, Einar Halldórsson, Guðbrandur Magnússon, Guðmundur Sig- urjónsson, Guðmundur Stefánsson, Gunn- ar Sigurðsson, Kristinn Pétursson, Ólafur Gunnarsson, Sigurjón Pétursson og Sig- urður Sigurðsson. Áður en glfmunni var lokið, gengu þó tveir frá vegna meiðsla (Ágúst Ó. Sædal og Sigurður Sigurðsson) Af þeim 9, er þá voru eptir, voru þeir glímukapparnir Guðm. Stefánsson og Sig- urjón Pétursson skæðastir mótstöðumenn Hallgríms, og leit út fyrir um eitt skeið, að Sigurjón mundi vinna skjöldinn. Var svo jafnt á komið með þessum þremur, að í fyrstu umferð stóðu þeir jafnt að vígi, höfðu allir fallið einu sinni (Hallgr. fyrir Sigurjóni, Sigurjón fyrir Guðmundi og Guðmundur fyrir Hallgrími). í 2. umferð, er þeir glímdu saman varð hlut- fallið alveg hið sama og í fyrstu umferð- inni, en í þriðju atrennunni tókst Hall- grfmi að leggja þá Sigurjón og Guð- mund báða að velli, og hélt því skildin- um. En þessar þríteknu úrslitaglfmur milli þessara þriggja glfmumanna sýna ljósast, hve jafnir þeir eru, eins og tekið var fram í Þjóðólfi fyrir skömmu, að það væri jafnvel tilviljun ein, hver hæstan hlut bæri þeirra þriggja í það og það skipti. En Hallgrímur er þó einna lipr- astur. Húsfyllir var af fólki að horfa á kappglímur þessar, er voru hin bezta skemmtun. Auk glímukappannafyrnefndu glímdu bezt: Einar Halldórsson (frá Kárastöðum), Guðbrandur Magnússon (einna liðugastur þeirra allra), Guðmund- ur Sigurjónsson og Kristinn Pétursson (heit. pjátrara), bezta glímumannsefni, að því er virðist. Vidtal við hr. Lárns Pálsson hóraopata um aðflutningsbannið. (Niðurl.). Tuttugu og eitt ár er nú lið- ið síðan þú ritaðir kafla þann, sem eg hef nú tilfært úr fyrirlestri þínum, og því óskiljanlegri er framkoma þín nú sem öll- um er vitanlegt, að 1887 var bindindis- málið hér á landi mjög skammt á veg komið, og er því hrósvert, að þú þá skyldir vera fremri mörgum samtíðar- mönnum þínum með skilning á málinu, því eg efast ekki um, að orð þau, sem þú þá lést falla, hafi verið byggð á lækn- islegri þekkingu þinni(?), og því sorglegra er til þess að vita, að þú skulir, eptir margra ára lífsreynslu, vera svo þröng- sýnn, að sjá ekki, hvað bindindismálið hefur rutt sér til rúms hjá þinni eigin þjóð, og það einmitt á tveimur sfðustu áratugum. Það hefur d jafnfáum árum brotið af sér flest bönd hleypidóma og vanþekkingar, svipað stóru vatnsfalli í vorleysingum, sem sprengir af sér hapt vetrarins svo engin mótstaða dugar; breytingin er svo stórfelldlega ánægju- leg, að t. d. læknar og aðrir embættis- menn, sem voru áður þversum í götunni, hafa nú sökum þekkingar á málinu, gerzt öflugir stuðningsmenn þess, enda eru nú vlsindin beittasta vopnið í höndum bind- indismanna í þeirra sigursælu baráttu. Eptir allar framfarirnar og þekkingu al- mennings á umgetnu árabili, kemst þú nú,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.