Þjóðólfur - 12.02.1909, Side 1

Þjóðólfur - 12.02.1909, Side 1
ÞJÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. febrúar 1909. JB 7. V erkf æravélar og- smíðatól. M & L Sclmahl, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Hundrað ára afmæli. CHarles Darwin og Aiiratiain Lincoln. 1809 — 12. febr. —1909. I dag eru einmitt liðin ioo ár frá fæðingu tveggja stórmenna ig. aldarinnar, hins stórfræga enska nattúrufræðings C. Danvins og göfug- mennisins Abrahams Lincoln Bandaríkja- forseta. Þeir fæddust báðir sama daginn 12. febrúar 1809, annar (C. Darwin) i Shrewsbury á Englandi, en hinn (A. L.) í fylkinu Kentucky ( Norður-Ameríku. Eins og kunnugt er, hefur Darwin orðið frægastur fyrir breytiþróunarkenning sína, er hann fyrst færði i vísindalegan bún- ing í hinni frægu bók sinni um »uppruna tegundanna«. Þar sýndi hann fram á með ljósum rökum, hver áhrif loptslagið, lands- lagið, fæðan og lifnaðarhættirnir hafi til að breyta tegundum dýra og jurta, sam- fara baráttunni fyrir tilverunni, vörninni gegn ytri árásum. Meðal alþýðu hefur Darwin verið kunnastur fyrir það, að hann hafi kennt, að mannkynið væri komið af öpum, en Darwin leiddi að eins líkur að því, að maðurinn eins og önnur dýr hefði smátt og smátt þróast og þroskast, verið í fyrstu á miklu ófullkomnara stigi, og aparnir væru sú dýrategund, er mest líkt- istmanninum, þ. e. a. s. aðallega ein apa- tegund, sem nú væri við lýði. Annars er óþarft að fara hér lengra út í þessa sálma, þvi að breytiþróunarkenning Darwins mun mörgum íslendingum kunn af ritgerðum þeim, sem um það efni eru til á íslenzku. Auk þess er stutt en greinileg æfisaga hans ásamt mynd af honum í Almanaki Þjóðvinafélegsins fyrir árið 189^. Darwin var ekki að eins frægur visindamaður, heldur og mesti ágætismaður á alla lund. Hann andaðist 73 ára gamall, ig. april 1882, og var grafinn á þjóðarinnar kostn- að í Westminster-kirkjunni við hliðina á Newton. En í þeirri kirkju er legstaður mestu stórmenna Breta, eins og kunn- ugt er. Abraham Lincoln er nafnkunnastur allra Bandarikjaforseta næst Washingtcn. Hann var forseti á tímum þrælastriðsins, og honum auðnaðist að sjá þrælahaldið afnumið í Suðurríkjunum. En nokkru eptir að hann var tekinn við forsetaembættinu í annað sinn var hann myrtur (skotinn til bana) í leikhúsins í Washington 14. apríl 1865 af æfintýramanni, er til þess ódæðis var fenginn af stóreignamönnum í Suður- ríkjunum, er mestan hnekki höfðu beðið við afnám þrælahaldsins, þvf að þessir menn hötuðu Lincoln. Það ber öllum saman um, að Lincoln hafi verið frábært göfugmenni, manna vitrastur, stjórnsam- astur og hófsamastur og flestum þeim kostum búinn, er mikinn og góðan mann mega prýða, enda má svo heita, að Banda- ríkjamenn tilbiðji minningu hans. Má ganga að því vísu, að þar verði mikið um dýrðir í dag á 100 ára afmæli þessa mikilmennis. Roosevelt forseti, sem enn gegnir embætti, mun ekki láta sitt eptir liggja, að heiðra minningu þessa fræga fyrirrennara síns. — Æfisaga Lincolns með mynd af honum, er í Almanaki Þjóð- vinafélagsins 1887. Erlend tíðindi. Balkanmálið. Eptir síðustu fréttum virðist friðnum á Balkanskaganum nú að fullu borgið. Seint í f. m. gaus sá kvittur upp i Búlg- aríu, að Tyrkir væru að þoka herliði sínu nær landamærunum norður á bóg- inn, og óðar gaf hermálaráðherra Búlg- ara út skipun um, að herinn skyldi halda af stað móts við Tyrki. En þá tóku stór- veldin þrjú, Frakkland, Þýzkaland og England sameiginlega svo alvarlega í strenginn, að utanríkisráðherrar þessara þriggja stórvelda tilkynntu sendiherrum Búlgaríu og Tyrklands í þessum löndum, að Evrópa væri fastráðin í, að koma i veg fyrir styrjöld, með þvi að loka pen- ingamarkaðinum fyrir þessum tveimur ríkjum, þangað til deilumál þau, sem fyrir liggja, séu útkljáð á friðsamlegan hátt. Tyrknesku stjórninni var alvarlega ráðið til að falla frá nýjum landakröfum og frekari skaðabótakröfum frá Búlgaríu, og er mælt, að hún hafi tjáð sig túsa til þess með því skilyrði, að Búlgarar stöðv- uðu herhlaup sitt. Og að þessu kvað Búlgaríustjórn hafa gengið, með því sjálf- sagða skiiyrði, að Tyrkir kölluðu aptur herflokka þá, er næst voru komnir landa- mærum Búlgaríu. Það má þvi ganga að því vísu, að ófriðarhættan sé nú um garð gengin. Að vísu láta Serbar og Svart- fellingar enn allófriðlega. En einir síns liðs fara þeir naumast að hefjast handa, nema ef þeir hefðu Rússann að bakhjarli, og gæti hann þó lítt hjálpað þeim um peninga, ef stórveldin hin lokuðu lind- inni. Loptfarir. Loptsiglingamaðurinn ameriski, Wil- bury Wright, hefur unnið hin frakknesku Michelin-verðlaun upp á 20,000 franka, fyrir að hafa flogið í flugvél sinni (stryk- lotu miklu lengri leið, en nokkur annar loptfari. Á gamlársdag síðastl. fór Wright upp i flugvél sinni á sléttunni hjá Auvours á Prakklandi ( návist Louis Barthou sam- göngumálaráðherra og margra annara. Um sólarlag hafði Wright flogið 123,2 kílómetra í samfleyttar 2 klukkustundir 18 mínútur, 33V4 sekúndur. Barthou ráð- herra hefur opt tekið þátt i loptsigling- um og lét í ljósi þá ósk sfna, að setjast i flugvélina hjá Wright, er hann kom nið- ur, og Wright fór þá óðar upp með hann og flaug með hann dálítinn spöl. Sven Hedin, hinn frægi, sænski landkönnuður, kom til Stokkhólms 18. f. m. úr Asiuför sinni, og var tekið með afarmikilli við- höfn. Er hann steig í land, ætluðu húrraópin fyrir honum aldrei að linna. Ók hann í konunglegum vagni frá höfn- inni beina leið til konungshallarinnar, gegnum fánum skreyttar götur, en sænsk- ir íþróttamenn stóðu í röðum beggja meg- in alla leiðina. Konungur þakkaði Hedin afrek hans í nafni sænsku þjóðarinnar og sæmdi hann stórkrossi Norðurstjörnuorð- unnar um leið og hann veitti honum pró- fessorsnafnbót. Hefur og margur hlotið þann titil fyrir minna. Hin síðasta rann- sóknarferð hans í Tibet, fellur i tvo hluta. Fyrst lagði hann upp frá bænum Leh í Ladak-héraði á Indlandi 14. ágúst igoó, með 25 manns og 120 hesta, og varð hann þá að fara yfir igooo teta há fjallaskörð, þangað til hann komst upp á Tíbethásléttuna, en þar hittu þeir langalengi enga mannabyggð fyrir og héldu austur yfir þau öræfi i heljarfrosti, hríð- um og sandroki, þangað til í desember- mánaðarlok, er þeir loks hittu fyrir tíbet- anska fjárhirða við Nyangtse-Tsovatn, og voru þá áburðarhestar Hedins að þrot- um komnir, þeir sem eptir lifðu. Svo hélt Hedin áfram ferðinni til suðausturs, og var frostið þá daglega um 350 C. En er minnst varði, kom flokkur ríðandi Tí- betinga á móti honum og skipaði hon- um að snúa við, þvi að hann mætti ekki stíga fæti sínum inn í »landið helga«. Eptir nokkurra daga bollaleggingar, hurfu riddarar þessir alt í einu og vissi Hedin ekki, hvað af þeim hafði orðið, en hann hraðaði þá leið sinni til suðurs, og fann þá áður ókunnan, geisimikinn fjallgarð, er hann skirði »Trans-Himalaya, og ligg- ur fyrir norðan Himalya i sömu stefnu, er um 1000 enskar mílur á lengd og um 120 á breidd; liggja þar samhliða hinir hæstu og hrikalegustu fjallgarðar i heimi. Litlu síðar fann Hedin upptök stórfljót- anna Indus og Bramaputra, er áður voru ókunn. I (ebrúar igo’j komst Hedin til Shigatse, sem er önnur helgust borg í Ti- bet, næst Lhassa, og er þar aðalaðsetur Tashi-Lama, er tók vel á móti Hedin, en kínverski landstjórinn þar vísaði honum burt úr landinu með allt sitt föruneyti. Og varð þá Hedin að halda heimleiðis, en lagði um leið krók á hala sinn og fór allt aðra leið, en hann hafði komið, og kynntist við það landinu enn betur, Um haustið (igoj) komst hann aptur til La- dak. En Hedin var ekki til fuils ánægð- ur með för þessa, vildi forvitnast um fleira, en sá, að engin leið var til þess önnur en að klæðast dulargerfi og leyna nafni sfnu, því að kfnverskir njósnarmenn fylgdu honum hvarvetna eptir, reiðubúnir til að láta hepta för hans, ef honum kæmi til hugar að halda aptur af stað. En hann blekkti öidungis þessa pilta, með þvi að segja upp öllum fylgdar- mönnum sínum, er með honum höfðu verið, ráða í laumi nýtt fólk í bænum Leh, og láta það undirbúa einskonar píla- grimsferð til Peking, en sjálfur fór hann til annars bæjar á meðan, eins og hann ætti engan þátt í þessari fyrirhuguðu ferð. Á þessu vöruðu njósnarmenn sig ekki, og þá er hann kom aptur til Leh 1. desem- ber, var hann klæddur eins og þar inn- bornir menn, og sótsvartur í andliti og á höndunum, svo að hann var óþekkjan- legur og enginn grunur félláhann. Lagði hann svo af stað 4. des, en hafði í þetta sinn ekki nema 12 menn og 40 áburðar- dýr (hesta og múlasna). Þessi ferð var enn erfiðari en árið áður, og áburðardýr hans drápust hvert á fætur öðru. í hríð- um og harðviðri komst hann þangað, sem hann hafði orðið að snúa aptur fyrra ár- ið, og fór þá veðrið versnandi dag frá degi: blindhríðar dag og nótt, og var Hedin farinn að örvænta um, að hann mundi hafa það af. Kól hann þá á báð- ár fætur til nokkurra muna, en eptir 64 daga óútmálanlegar þrautir, hittu þeir Hedin og förunautar hans, mjög aðfram- komnir, hinar fyrstu lifandi verur á allri þessari ferð, nokkra veiðimenn, er veittu þeim Hedin nýtt antílópu- og sauðakjöt. Þá í janúarmánuði varð frostið -4-38° Celsius, og var það mestur kuldi á allri ferðinni. Optast var Hedin aptastur manna sinna til að dyljast sem bezt, þá er tfbetanskir höfðingjar rákust á lest hans, enda tókst honum það með þvf að vera ýmist ( smalamannabúningi eða hrossa- kaupmanna, en samt sem áður lá stund- um nærri, að upp kæmist um strákinn Tuma. Eptir miklar hættur og mann- raunir lauk Hedin þessari annari ferð sinni í september f. á., og hélt skömmu síðar áleiðis heim til Svíþjóðar.' Þykir hann nú einhver frægast landkönnuður í heimi. Látnir merkisraenn erlendis eru : Ernst v. Wildenbruch, nafnfrægt þýzkt leikritaskáld, 64 ára gam- all; Ernst Reyer, frakkneskt tónskáld, 85 ára gamall og Constant Coqu- e 1 i n (eldri) nafnfrægur frakkneskur leik- ari, er ferðaðist víða um lönd og sýndi list sína, 68 ára gamall. Látinn er og Roshdejstvensky, rússneski aðmír- állinn og höfuðforingi rússneska flotans í ófriðnum við Japana, 60 ára gamall. Hann særðist í sjóorustunni miklu í Thushima-sundinu 27.—28. maí 1^05, og var handtekinn af Japönum. Upp frá því hafði hann engin völd í rússneska hern- um, en slapp þó betur en Stössel og Nebogatoff, sem dæmdir voru til dauða, en náðaðir til fangelsisvistar. Castro lýðveldisforseti ( Venezúela, sem kunnur er fyrir erjur þær og illdeilur, sem hann hefur átt i við flest riki Norðurálfunnar, er nú loks, eptir g ára ríkisstjórn oltinn úr sessi og farinn af landi burt. Seint í nóvembermánuði lagði hann á stað til Evrópu til þess að leita sér lækninga hjá sérfræðingi í Berlín. Á leiðinni kom hann tíl Frakklands, en ekki fékk hann þar betri viðtökur en það, að honum var gefið í skyn, að honum mundi tafarlaust vísað úr landi, ef hann hefði þar nokkra viðdvöl, enda hefur hann áður átt í all- miklum brösum við Frakka. 1 Berlín hefur aptur á móti ekkert verið amazt við honum og heldur hann sig þar ríkmann- lega með fjölskyldu sinni og fylgdarliði í veitingahúsi einu.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.