Þjóðólfur - 26.02.1909, Page 1

Þjóðólfur - 26.02.1909, Page 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 26. febrúar 1909. JK 9. V erkf æravélar og smíðatól. Fá á i. Schinail, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Alþing’i. II. Frv. til námulaga flytja þeir Björn Krist- jánsson og Sig. Gunnarsson. Allmikill bálkur í 3Q greinum. Nefnd: Björn Kr., Jóh. Jóh., Ben. Sv. Sig. Gunn. og Jön Ól. Frv. um pjóðmenjasafn íslands flytur Jón Þorkelsson; er þar farið tram á, að forngripasafnið og önnur söfn, er viðjþað hafa bætzt, eða kunna að bætast, verði nefnt einu nafni „Þjóðmenjasafn Islands". Nefnd: Jón Þork., Einar Jónsson og Hálf- dan Guðjónsson. Frv. um skoðun á sítd er flutt í efri deild af Sigurði Hjörleifssyni. Frv. um breyting á skipun læknahér- aða flytur Kristinn Daníelsson. Vill skipta Þingeyrarhéraði í tvö læknahéruð: Þing- eyrarhérað (Auðkúlu-, Þingeyrar- og Mýra- hreppar; læknissetur á Þingeyri) og Flat- eyrarhérað (Mosvalla og Suðureyrarhrepp- ar; læknissetur á Flateyri). Frv. um breyting á lögum 19. febr. 1886 um lýsingar á undan borgaralegu hjónabandi. Flm. Jón Ólafsson o. fl. Frv. um stœkkun verzlunarlóðarinnar í fsafjarðarkaupstað. Flm. Sig. Stef. Frv. um sérstaka dómpinghá í Kefla- vik. Flm. Jens Pálsson. Frv. urn breyting d lögum um kosningar til alpingis frá J- okt. igoj. Flm. Jón Þorkelsson og M. Blöndahl. Um að flytja kjördag til io. okt. Frv. um lifsdbyrgð fyrir sjómenn d ís- lenzkum pilskipum. Flm. Jón Þorkelsson og M. Blöndahl. Frv. um breytin? d lögum um aðra skip■ un d œztu umboðsstjórn íslands frd j. okt. igoj. Flm. Jón Þorkelsson og Bjarni Jónsson frá Vogi. 1. gr. Ráðherra íslands skal hafa að launum 10,000 kr. á ári á meðan hann gegnir embætti, auk 2000 kr. þeirra, sem honum eru ætlaðar til risnu og 2000 kr. til húsaleigu, á meðan hann hefir ekki embættisbústað. Eptirlaun hefir hann engin. — 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi, sem þau eru staðfest af konungi. Frv. um aðflutningsbann diengis er lagt fram í n. d. Flm. Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson, Sigurður Gunnarsson og Stefán Stefánsson. Er ætlast til að lögin gangi í gildi 1. janúar 1912. Þings&iyktunartlllögur: Auk þeirra, er getið var í síðasta blaði, hafa þessar komið fram í N. d.: 5. Um að skipa fimm manna nefnd til þessjað íhuga og gera tillögur um, hvem- ig greiðast og haganlegast verði bætt úr hinum almennu peningavandræðum í land. inu. Flm. Jón Þork. o. fl. Nefnd : Magn- ús Blöndahl, Jón Magnússon, Bjarni Jóns- son, Þorleifur Jónsson og Jón Jónsson S.- Múl. 6. Um að skipa 5 manna nefnd til að íhuga landbúnaðarmálefni þjóðarinnar og koma fram með tlllögur þar að lútandi. Flm. Sig. Sigurðsson og fleiri. Nefnd: Hálfdan Guðjónsson, Pétur Jónsson, Sig. Sigurðsson, Jón Jónsson N.-Múl. og Stef- án Stefánsson. 7. Ólafur Briem og Pétur Jónsson flytja tillögu um, að fela nefndinni í bráða- birgðarhækkun á aðflutningsgjaldi, að taka jafnframt til íhugunar tillögur um skatta- mál íslands. Samþ. 1 neðri deild I fyrra dag. 8. Um að skipa 5 manna nefnd til að íhuga og gera tillögur um allsherjar kjör- dæmaskipan á landinu. Flm. Jón Þork. o. fl. Nefnd : Sig. Sig., Einarjónss., Sig. Gunn., Jón. Jónss. N.-MÚl.':0g Jón Ól. 9. Um að skora á landstjórnina að leggja fyrir næsta alþingi frv. til laga um vátrygging gegn slysum tyrir verkamenn og frv. til laga um almenn sjúkrasjóðslög. Flm. Jón Þork. o. fl. Samþ. 1 N. d. í gær. í 10. Að skora á landsstjórnina að und- irbúa og leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um afnám eptirlauna allra em- bættismanna í landinu, svo og að gera ráðstatanir til þeirrar skipanar á launum þeirra, er virðast mætti nauðsynleg og sanngjörn í sambandi við það, að öll eptirlaun félli niður. Flm. Jón Þorkelsson og Bjarni Jónsson. Nefndir í þingsályktunartillögur þær, er getið var í síðasta blaði: Verzlunar- og alvinnulöggjöf: Bj. Kr., Jón Ól., M. Bl., Ól. Br., Jón J. S.-Múl. Samgöngumál: Bj. Kr., Einar J., Þorl. J., Ben. Sv., Jóh. Jóh., Bj. Sigf., Ól. Br. Kennslumál: Björn J., Bjarni J., Jón Magn., Hálfd. Guðj., Egg. Pálss., Jón J. N.-Múl. Stef. Stef. Fiskiveiðamál: Jón Þ., Stef. Stefi, Ben. Sv., Jón Sig., Pétur J. Fellt frumvarp. Frumvarp Reykjavíkurþingmannanna um að bæta einum þingmanni við Reykja- vík, en fella burtu Seyðisfjörð, sem sér- stakt kjördæmi var fellt í N. d. 23. þ. m. Þlngmannskosnlng á Seyðisfirði er fyrirskipuð al stjórninni 9. marz. Dr. Valtýr, er þangað fór með »Ceres« 17. þ. m., býður sig aptur fram, og situr þar til kosningarúrslita. Séra Björn Þorláksson býður sig einnig fram, og dvelur hér syðra fram yfir kosningu. Væntanlega verður hann doktornum hlut- skarpari. Sjálfsagt verða frambjóðendur þar ekki fleiri en þessir tveir. Fyrir hönd meiri hlutans í neðrideild báru 5 þingmenn, þeir Skúli Thoroddsen, Björn Jónsson, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarsson, og Bjarni Jónsson frá Vogi upp svolátandi tillögu til þingsályktunar: „Ráðherra íslands hefir lagt allt kapp á að koma fratn „frv. til laga um ríkisréttar- samband Danmerkur og íslands, — sem mik- ill meiri hluti pjóðar og pings telur lögfesta ísland í danska r'ikinu. Hann leggur frv. petta fyrir pingið nú og mælir enn fastlega með pví óbreyttu, Hann heflr og gengið pvert í móti vi/ja íslenzkra kjósenda, er hann valdi siðast konungkjörna pingmenn. Enn er pað, að pjóð og ping telur ýmsar sijórnarrdðstafanir hans vítaverðar. Fyrir pví dlyktar deildin að lýsa yfirpvi, að vegna samvinnu ráðherrans við pingið og tptir sjdlfsögðum pingrceðisreglum vœnti hún pess, að hann biðjist pegar lausnar". Þingsályktun þessi var til umræðu í Nd. á þriðjudaginn var (23. þ. m.) og urðu um hana afar-langar og snarpar umræður á tveimur fundum frá kl. 12—3 og 5—9, eða 7 klukkustundir alls og lá þó við sjálftað frestað yrði fundi til næsta dags. Aðalflutningsmaður tillögunnar, Skúli Thoroddsen, tók fyrstur til máls, og fór jafnvel þyngri orðum en þurft hefði um sum atriði. Urðu því allar umræður harð- ari en ella mundu orðið hafa og lengri miklu, á báða bóga. Hrutu þar af beggja hálfu ýms miður þinghæf orð, er forseti neyddist stundum til að átelja, þótt fleiru værisleppt óátalið. Varauðsættaðmikill hiti varí hvorutveggjaflokknumundirniðri, ekki sízt í minni hlutanum. Ráðherrann talaði fremur stillilega að vanda og varði gerðir sínar við hóf. Auk aðalflutningsmanns tillögunnar (Sk. Th.) töluðu úr meirihlut- anum: Björn Jónsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Sigfússon, Jón á Haukagili, Magnús Blöndahl og Sigurður Sigurðsson, en úr minni hlutanum allir auk ráðherra, nfl. Eggert Pálsson Einar Jónsson, Jóh. Jóhannesson, Jón Magnússon, Jón í Múla, Jón Ólafsson, Pétur Jónsson og Stefán Stefánson. Loks var tillagan samþykkt með 15 atkv. gegn 8 að viðhöfðu nafna- kalli og greiddu atkvæði með henni: Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Björn Sigfússon, Hálfdan Guðjónsson, Jón Jónsson 1. þm. N. M., Jón Sigurðsson, Jón Þorkelsson, Magnús Blöndahl, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarson, Sigurður Sigurðsson, Skúli Thoroddsenjog Þorleif- ur Jónsson, en í móti: Eggert Pálsson, Einar Jónsson, Jóh. Jóhannesson, Jón Jónsson 1. þm. S-M., Jón Magnússon, Jón Ólafsson, Pétur Jónsson og Stefán Stef- ánsson þm. Eyf. Hannes Hafstein greiddi ekki atkv. Að þeirri atkvæðagreiðslu lok- inni lýsti Björn Jónsson, formaður meiri hluta flokksstjórnarinnar yfir því, samkv. fyrirspurn frá ráðherra, að meiri hlutinn í efri deild væri samþykkur þessari at- kvæðagreiðslu, og lýsti þá ráðherrann yfir því, að hann skoðaði þá kominn fram yfir- lýstan vilja meirihluta þingsins, að hann (ráðherrann) beiddist lausnar, er hann kvaðst þegar mundi gera. Jafnframt var þá lýst yfir fyrir hönd meiri hlutans (af Birni Jónssyni) samkvæmt fyrirspurn ráð- herra, að sambandslagafrumvarpið mundi koma til umræðu í efri deild, að líkindum gerbreytt að vísu, en mundi ekki verða fellt í Nd. Vantraustsyfirlýsingin, er leggja átti fyrir Ed. og var samhljóða Nd. ályktuninni var því tekin þar út af dagskrá í fyrra dag. Ágrip af ræðum Skúla Thoroddsens og ráðherra í neðri deild 23. þ. m. Skúli Thoroddsen: Ráðherranum hefir ekki þóknazt að taka þann kostinn, að biðjast lausnar strax eptir að kosningar- úrslitin urðu kunn, þó það hefði verið heppilegra, að komandi stjórn hefði get- að undirbúið málin fyrir þingið og þá hefðu þau vafalaust orðið veigameiri. Hann hefði afsakað þetta með því að frumvarpsandstæðingar á þingi væri svo sundurleitir, en fyrir þeim söguburði ráð- herrans væri ekki minnsti flugufótur, og stæði flokkurinn allur sem einn maður. I þingbyrjun hefði allur vafi átt að hverfa og þá hefði hann átt að biðjast lausnar þegar, en hann hefði sjálfur óskað eptir þessari tillögu, og mætti því sjálfum sér um kenna, þó hér kynnu þau orð að falla, sem honum félli miður. Öllum sé kunn- ugt það mikla kapp, er ráðherrann hafi lagt á það, að þetta sambandslagafrv. gengi fram, en honum hefði ekki tekizt að sannfæra þjóðina, því árangurinn, sem betur fór, varð sá sem raun gaf. — I þessu mikla máli væri skoðun ráðherr- herrans gagnstæð skoðun meiri hluta þings og þjóðar, og væri það skoðunar- munurinn í þessu máli, er væri því vald- andi, að stjórnin yrði að fara frá. Ókostir uppkastsins svo miklir, eins og t. d. að binda utanríkismál og hermál j um aldur og æfi við Dani, nema með j samþykki þeirra, óljósu ákvæðin: að sá maður er héldi því fast fram væri með öllu óhæfur milligöngumaður milli Islend- inga og Dana. Við val konungkjörnu þingmannanna hefði ráðherrann farið þvert á móti vilja þjóðarinnar, og hefði hann notað vald sitt, til að fjölga þeim mönnum á þingi er berðist á móti vilja hennar í þessu máli. Um það að tillagan teldi stjórnarráðstaf- anir hans sumar vftaverðar, þá lægi ekki önnur meining í þvíorði, en aðfinnsluverðar eða ámælisverðar, og notaði yfirrétturinn opt þetta orð í þeirri merkingu, er hann telur einhverja embættisathöfn manns vítaverða, gagnstætt því að maðurinn sæti sekt eða ábyrgð. Leiðinlegt væri það að vísu, að þurfa að ýfa upp ýmsar gerðir ráðherrans og mætti vísa til fyrri alþingistíðinda, en hjá því yrði samt ekki komizt.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.