Þjóðólfur - 26.02.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.02.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 3 5 Hann gaf svo opt og stórum, að fáir mundu trúa, enda duldi hann mjög gjafir sínar og góðgerðir. Engin prestsekkja fór gjafalaus frá hans dyrum, og stórfé var það á ári hverju, sem hann útbýtti öðrum þurf- endum. Frú hans var og rausnarkona, eins og hún átti kyn til, en gaf lítið hversdagslega. Tvo menn aðra hef eg þekkt með líkri rausn og manngæðum, eins og Pétur biskup; annar var mágur biskups, Brynjólfur í Flatey, en hinn Sig- urður á Skúmsstöðum. Pétur biskup lá vel við mannlýsingum forfeðra vorra, hinum beztu. Mundu þeir hafa lýst hon- um á þessa leið: Hann var höfðingi mik- ill og gjarn til metorða, og þó mánna hógværastur, klerkur hinn ágætasti og forvitri; hann var stórmannlegur sjónum og gildlegur að karlmennsku, rammur að afli, skapstór, en kunni betur að stjórna geði sínu en flestir menn aðrir; hann var forsjáll og auðugur, og þó manna örastur á fé, og mátti eigi aumt sjá. — Á þennan eða svipaðan hátt, mundi Snorri Sturlu- son hafa lýst Pétri biskupi. Eða mundi hér í vera mikið ofmælt? Að vísu skorti hann, eins og önnur mikilmenni, einhver stig til hámarksins, þvf að í einhverju er hver afbragðsmaður meðalmaður eða miður. En ekki var Pétur biskup einn þeirra stórmenna, sem gekk úr sér með aldri eða metorðum. Um báða þá bræður, hann og Jón, mátti segja, að bezt sómdu sér, eða mest þótti að báðum sópa á efri árum þeirra. Fegri öldunga átti Island ekki í þá daga. Um Btynjólf bróður þeirra var það almæli, að hann hefði verið ennþá meiri glæsimaður en bræður hans, en hann dó vart miðaldra, í mestum upp- gangi sínum, landi og lýð til mikillar sorgar; dó því eigi með honum sá morg- unroði, sem vanur er að fylgja minning ungra afbragðsmanna inn 1 musteri mann- orðsins. Hinum fylgir kvöldroðinn, og er hann einnig fagur. Og vfst slær minning hinna þriggja bræðra fögrum kvöldroða hinnar liðnu aldar yfir óðul og ættstöðvar þeirra, ekki. sízt yfir Skagafjörð og Víðivelli. Hvar ólust á einu bóli þrír synir f sveit- um þessa lands efnilegri og auðnudrýgri en þeir ? Eða raundi það meir en maklegt, að hver bóndi í Skagafirði, sá er þingfarar- kaupi á að gegna (o: er í skiptitíund), keypti æfisögu Péturs biskups með litlu lambsverði ? Matth. Jochumsson. Stjörnuhröp. Von er þótt mér væri’ í nöp við Völund reikistjarna, að stöðva’ ei svona stjörnuhröp — stjarnan ein féll þarna. Áðan stjarna inndæl skein, en er nú horfin sýnum og núna steyptist enn þá ein af ástarhimni mínum! Opt og títt á einan mig hún augum sínum renndi, og þegar hún féll um sjálfa sig sviðastings eg kendi. Lkki get eg ámælt þeim Adams veiku börnum, sem nota þennan nægtaheim og njóta góðs hjá stjörnum! Eg undrast þeirra augnavald — en ekki er það hentugt börnum, og ólíkt minna uppáhald eg hef á fastastjörnum! Einar P. Jónsson. Háaldraðir feðgar. Hinn 24, f. m. andaðist í Norfolk á Englandi T. W. C o k e Leichesterjarl hinn 2. í röðinni og Cpke greifi að nafn- bót, á 87. aldursári, fæddur á 2. jóladag 1822, og var þá faðir hans 68 ára gam- all, (fæddur 1754.) Voru því full 154 ár frá því faðirinn fæddist og þangað til sonur hans dó, og er það afar sjaldgæft. Þá var það og alleinkennilegt og allfátftt, að 52 ára aldursmunur var milli elzta og yngsta barns gamla Cokes, er dó 1842, 88 ára, en 49 ára aldursmunur milli elzta og yngsta barns sonar hans, þessa nýlátna öldungs, er var tvfkvæntur og átti 18 börn (10 syni og 8 dætur) og eru 14 lif- andi. Hann bjó jafnan á búgarði sfnum, kunni bezt við sveitalífið og var mesti búforkur, en tök fremur lltinn þátt í al- mennum málum. jEptir »Times* 29. jan.]. Kaupjélagið „3ngóljur“. Herra ritstjóri Þjóðólfs! I slðasta blaði yðar sé eg getið um, að kaupfélagið s>Ingólfur« á Stokkseyri og Eyrarbakka hafi haldið aðalfund sinn ný- lega við Þjórsárbrú. Af því að þetta er mér vitanlega fyrsta kaupfélagið, sem stofnað hefur verið hér sunnanlands með innborguðu hlutafé — stofnfé —, þá get eg ímyndað mér, að lesendur blaðs yðar fýsi að heyra eitthvað meira um það, og vil eg hér í fám orðum drepa á nokkur atriði kaupfélagsskap þessum viðvíkjandi, ef þér vilduð ljá því því rúm 1 blaði yðar. —Fé- lagið seldi á síðastliðnu ári, til 3°/u ’o8, að reikn. félagsins voru gerðir, útlendar vörurfyrir 278 þús. krónur ogkeyptiinn- lendar vörur fyrir liðlega 100 þús. krónur. Hreinn ágóði af verzlun þessari var lið- lega 25 þús. kr. Þar af lagt í varasjóð tæp 15 þús. kr., hluthöfum úthlutað 8IÁ°/o af hlutabréfum, og 8% gekk til skuld- lausra félagsmanna af viðskiptamagni þeirra i söludeild félagsins; i pöntunar- deildinni fengu félagsmenn vörurnar með engu álagi öðru en beinum kostnaði. — Ágóði félagsins í ár er nokkru minni en síðastliðið ár, er aðallega stafar afhinum háu vöxtum, sem félagið eins og aðrir lánþegar, hefur orðið að borga á sfðastl. ári af veltufé sinu, sem að miklu leyti er lánsfé; svo hefur félagið haft litilsháttar tap á innl. vörum: fiski og ull, og að siðustu hafa félagsmenn, er skipta við fé- lagið, ekki allir sýnt þvi eins góð skil, eins og vonast mætti eptir, þar sem þetta er þeirra eigin stofnun; það er eins og mönnum sé það ennþá ekki ljóst, að þeir gera sjálfum sér mestan skaða með því, að standa ekki f skilum við félagið, því þeim mun minni verður árságóði fé- lagsins i árslokin, eptir því sem ver er staðið í skilum við félagið; en þetta lag- ast vonandi smámsaman, eptir því sem menn reyna og sjá, hvað svona lagaður félagsskapur er þeim hollur, þar sem all- ur arðurinn af viðskiptum þeirra rennur til þeirra sjálfra. Utsöluverð félagsins á útlendum vörum í söludeildinni hefur verið eins og pen- ingaútsöluverð við hinar stærri verzlanir i Reykjavík. En í pöntunardeildinni lægra en það var nokkursstaðar annarstaðar, að þvi er eg veit bezt; t. d. má geta þess, að öll matvara, að einni teg. undanskildri, er var með svipuðu verði, var x—2^ eyri ódýrari pundið, en i pöntun Stokks- eyrarfé). Þetta gerir 2—5 kr. á tunnuna, og munar um þó minna sé. — Hlutafé — stofnfé — félagsins er ennþá ekki nema um 60 þús kr., sem er náttúrlega allt of lítið til þess að reka með svo stórfellda Sjóvátrygging. Undirritaður umboðsmaður sjóvátryggingafélagsins y>De private Assu- randeureri. í Kaupmannah'ófn tekur í ábyrgð fyrir sjóskaða allar inn- lendar og útlendar vörur, er fluttar eru hafna á milli hér á landi eða til útlanda. Sömuleiðis geta útgerðarmenn þilskipa og botnvörpu- veiöasKipa fengið trygðan afla og annan útjferðarKostnaö skipanna. Pétur B. Hjaltested, Suðurgötu 7. verzlun, eins og hér er um að ræða, og hefur félagið því orðið að taka lán til vörukaupa, sumpart erlendis og sum- part í bönkum hér, en við það verður arður félagsverzlunar þessarar, sem gengur til félagsmanna, ekki eins mikill og ef félagsmenn sjálfir legðu fram allt veltuféð. Félag þetta er nú áð eins tveggja ára gamalt, og má þvf búast við, að veltuféð smámsaman vaxi, er stundir lfða, svo að því takmarki verði náð, að veltuféð verði alfarið innlent og eign félagsmanna; en meðan því takmarki er ekki náð, að fé- lagsmenn sjálfir geti lagt fram veltuféð að fullu, ætti landsjóður að leggja fram veltu- fé handa þannig löguðum kaupfélögum gegn fullri tryggingu f sjálfskuldarábyrgð félagsmanna. Þetta sýnist að minnsta kosti liggja nær fyrir landsjóðinn að gera, held- ur en að kaupa gamlar verzlunarskuldir, eins og stungið var upp' á hér í einu blaði í sumar. Virðingarfyllst p. t. Reykjavík, 15. febr. 1909. Ólafur Árnason. Sjóvótrygging. Vekja viljum vér athygli að auglýsingu hr. P. B. Hjaltested hér í blaðinu, því mikil nauðsyn er á því að geta tryggt vörur sínar, er sendar eru með skipum. Sérstak- lega ættu útgerðarmenn að gæta þess, að tryggja afla og annan útgerðarkostnað skipa sinna. Margir hafa beðið mikið tjón af því, að hafa haft vörur sínar og afla óvátryggðan. og 9. Dagobert Hansson, Stóru-Hellu. — Hér af er ófundið enn þá llkið af nr. 7. — Af þessum mönnum voru þeir nr. 4, 5 og 9 bræður og móðir þeirra gipt kona á lffi. Vel sölf uð Síld, mfög gott skepnu/óður, fœst hfá Reykjavík. Leikfél. Reykjavlkur. -Æfintýri á g'öng'uför yerður leibið í Iðnaðarmanna- húsinu Snnnudaginn 28. þ. m. í síðasta sinn. Drukknun. Undan Jökli er ritað 15. þ. m: Hinn 9-þ. m.varð hérsorglegurbátsskaðií Keflavík í lendingunni á þann hátt, að þegar báturinn ætlaði að róa upp í lendinguna, lenti hann of mikið austur á við og rann með ólaginu, sem undir hann reið, upp á svonefnt »höfuð« (0: sker eða klöpp sem farið er ávalt meðfram upp í lend- inguna) og hvolfdist um leið og ólagið dró undan honum útaf klöppinni yfir alla mennina og niður í rennuna, sem bátarnir fara eptir og drukknuðu þar allir menn- irnir 9 að tölu. Sagt er að flestir þeirra muni hafa rotast um leið og bátnum hvolfdi yfir þá, þvf mörg af líkunum báru óræk merki þess. Fjórir bátar voru lentir klakklaust en þetta var sá 5.; þá voru 2 bátar eptir úti á sjó, en þeir sneru báð- ir frá höfninni, eða réttara sagt var bent úr landi að snúa frá og lentu úti á Sandi, og gekk vel. — Vindur stóð á norðaustan með foráttubrimi í Keflavík. Mennirnir, sem drukknuðu voru þessir: 1. Loptur Loptsson, Bjölluhól formaður á bátnum og eigandi, 2. Krist- ján Jónsson frá Vörðufelli, 3. Kristján Guðmundsson í Dyngju, 4. Hjörtur Magn- ússon frá Bervík, 5. Sigurður Magnússon, Ásgrímsbúð, 6. Þorkell Guðbrandsson, Fáskrúð, 7. Guðjón Nikulásson, Melbúð, 8. Guðmundur Hákonarson, Stóru-Hellu Grand Ilotel Milson, Köben- havn, mælir með herbergjum sin- um með eða án fæðis í veitinga- húsinu fyrir mjög vægt verð. NB. íslenzkir ferðamenn fá sér- staka ívilnun. D1 H er ómótmælanlegn bezta og langódýratta A ll líftryggingarfélagiö. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir tjó- menn. ættu að vera liftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. O. 0STLUND. Rvik. SjómQnn! Munið þið það, að Sjófötin frá honum Jóni Jónssyni frá Vaðnesi hafa ætíð reynst vel. Svo sem: gaddavír, sléttan vír, girðingastólpa, þakjárn, gas- og vatnsleiðslupípur, stangastál, til allskonar smíða o. fl., út- vegar Stefán 13. Jóns- son, í stórheildum frá Ame- ríku með lægra verði en allir, svo að nemur allt að 30—30%.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.