Þjóðólfur


Þjóðólfur - 05.03.1909, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 05.03.1909, Qupperneq 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 5. marz 1909 J* 10. Forsetar alþingis boð- aðir á konungsfund. Sunnudagskveldið 28. f. m. fékk ráð- herrann frá hans hátign konunginum svo- látandi hraðskeyti: y>Dimissionen modtaget med stor Beklagelse. Beder Dem fungere til Efterfölger udnœvnt og bedes Allbingets Prœsidenter d’ Herrer Redaktör Björn Jónsson, Justit- iarius Kristján Jónsson og Redak- tör Hannes Thorsteinsson snarest komme herned for at forhandle med mig om Situationen. Frederik R. Þetta er á íslenzku: Lausnarbeiðnin veitt, þótt mér þgki það mjög leitt. Bið gður gegna embœtlinu þangað til eptirmaður gðar er skipaður, og eru forsetar alþingis, þeir herrar Björn rit- stjóri Jónsson, Kristján háyfirdóm- ari Jónsson og Hannes ritstjóri Por- steinsson beðnir að koma hingað sem fyrst og rœða við mig um á- standið. % ífí ifí Konungsboðskapur þesssi kom mönn- um að vísu nokkuð óvænt, en er í sjálfu sér mjög eðlilegur og réttmætur. Mun hann beinlínis stafa af því, að ekki var sinnt þeirri orðsendingu eða ósk kon- ungs, er ráðherrann flutti, að meiri hlut- inn tilnefndi þrjá menn, sem ráðherra- efni, er konungur gæti svo valið á milli. Að það var ekki gert, mun hafa verið sprottið af ótta sumra við það, að þá yrði það í rauninni hinn fráfarandi ráð- herra, er því réði, hver eptirmaður hans yrði, og yrði þá fyrir valinu ef til vill sá, er sízt skylui frá flokksins sjónarmiði. En í raun réttri var ótti þessi ástæðulít- ill, ef tilnefndir voru þeir menn, sem flokkurinn gat sætt sig við, hvern sem var. Og vitanlega hefðu aðrir ekki verið tilnefndir. Það er allsennilegt, að kon- ungi hafi þótt sér misboðið með þessu og forréttindum sfnum traðkað með þvf að fá aðeins einn tilnefndan. Um þetta hafa töluverðar ráðstefnur oiðið ytra, því að 25- m' var konungi tilkynnt til- nefningin um leið og ráðherrann beidd- ist lausnar, en 28. s. m. kemur fyrst svarið á þessa leið, að ráðherra sé að v<su veitt lausn, en í stað þess að boða þá á sinn fund hinn tilnefnda eptirmann hans, Björn ritstjóra Jónsson einan, eru allir þrír forsetar þingsins boðaðir á kon- ungsfund til samtals við hann um ástand- ið (»Situationen«) og er þar auðvitað ekki að eins meint allt það, er stendur í sambandi við ráðherraskipunina, heldur einnig með tilliti til sambandsroálsins, um væntanlega afstöðu þingsins gagnvart þvl máli. Forsetarnir eru því boðaðir á konungsfund eingöngu sem fulltrúar þings- ins, er tali við konung fyrir þess hönd um það, hver leysing verða muni heppi- legust í þessum efnum, bæði með ráð- herraskipun og annað. Þetta er þvl mjög eðlileg ósk frá konungs hálfu, og fullkominn réttur sem hann hefur sem þingbundinn konungur að kveðja til við- tals við sig aðalfulltrúa löggjafarþings þjóðarinnar, sem í þessu falli eru forset- ar þingsins, þ. e. að segja út á við eða gagnvart konungi. Þetta á ekkert skylt við »utanstefnur« hinna fornu Noregs- konunga, eins og sumir hafa heyrzt vitna í. En þeir eru víst fáir, sem 1 fullri al- vöru gera engan mun á þessu. Hinir eru miklu fleiri og óhætt að segja nær allir, er sjá það rétt, að það væri ekki að eins hin stakasta ókurteisi og ósvinna gagn- vart konungi landsins að sinna að engu þessum tilmælum hans, heldur gæti slík neitun einnig haft mjög athugaverðar af- leiðingar í för með sér. Það er því almennt álit allra athugalla manna, að forsetar þingsins geti alls ekki og megi aUs ekki láta ferð þessa undir höfuð leggjast, enda er hún nú að fullu ráðin (með »Sterling« 21. þ. m.) Að halda því fram, að flokkstjórn geti með sfmskeytum »parlamenterað« við konung eða konungur fari að ræða stórpólitisk mál- efni á þann hátt, er hreinn og beinn barnaskapur. Sumir voru þeirrar skoðunar, að fresta ætti fundum þingsins, gera þinghlé, með- an forsetarnir eru 1 utanförinni, með því að önnur deildin (efri deild) verði ann- ars svo skipuð, að konungkjörna liðið geti fellt þar allt, er því sýnist (með 6 atkv. gegn 6). En það virðist óþarfur geigur, þvl að stórmál þau, er nokkru máli skipta, þurfa alls ekki að koma undir úrskurð deildarinnar á þeim tíma, og auk þess eru slík mál svo fá, auk sambandsmálsins, að hætta þessi virðist harla lltil. En það hefur mikinn auka- kostnað í för með sér að fresta þinginu, því að það verður að standa því lengur sem þessu þinghlé svarar, og alþingis- menn og starfsmenn þingsins verða að fá laun sín þann tfmann, sem þingfundum er frestað. Að vísu gætu menn unnið að nefndarstörfum meðan þetta fundarhlé stæði yfir, en hvíldartími yrði það eigi að sfður fyrir flesta, og ættu menn ekki að gera sér leik til þess að óþörfu, enda ályktaði meirihlutinn á flokksfundi í morgun,að krefjastekki þingfrestunar með- an forsetarnir væru f utanförinni. ord um búnaðnrfélögin og lniirt- sjóðsstyrkinn til þeirrn, Eftir Þorf. Þórarinsson. í októberblaði »Freys« IV. árg. ritaði Guðjón sál. Guðmundsson ráðunautur grein um sjarðabæturbúnaðar- félaga og 1 a n d s j ó ð s s t y r k i n n t i 1 þ e i r r a «. Þar eru leidd skýr rök að því, að mest af unnum jarðabótum hér á landi hin síðustu ár séu búnaðarfélögunum að þakka, en þau eigi aptur tilveru sína að þakka styrk þeim, sem þau hafa notið úr land- sjóði. Ekki minnist eg þess, að hafa séð eða heyrt neitt hrakið í áðurnefndri grein í »Frey«. Það er því ekki henni til varnar, aðj eg hreyfi þessu máli nú, og ekki heldur til að hrekja hana. Eg ætla að , eins að árétta hana með nokkrum orðum og yngja hana upp, til að halda málinu vakandi, og ef unnt væri, að vekja at- hygli hinna nýkosnu þingmanna á þvf, áður en þeir greiða atkvæði um það á þinginu f vetur. Allir, sem nokkuð hafa kynnzt lífi og starfi búnaðarfélaganna, og hafa haft af- skipti af þeim, vita, að þau lifa mest- megnis á landsjóðsstyrknum, og að tilvera þeirra er honum tengd, að minnsta kosti með því fyrirkomulagi, sem nú tíðkast á þeim víðast hvar. Flest búnaðarfélög, þar sem eg þekki til, verja landsjóðsstyrknum til að kaupa fyrir vinnu, sem svo er útbýtt meðal fé- laganna. Þessari vinnu má að eins verja til jarðabóta. Eins og kunnugt er, hefur vinna hækk- að mjög í verði hin sfðari ár, eða réttara sagt: peningar hafa fallið í verði gegn vinnu. Fyrir 8—10 árum var hér auð- velt að fá menn til jarðabótavinnu fyrir 1 kr. til x kr. 25 au. kaup um daginn, auk fæðis. Þau ár mun landsjóðsstyrkur- inn hafa verið hér um bil 25 aurar á dagsverk, eða sem svarar J/«—*/s af þeirri upphæð, sem dagsverkið kostaði, að frádregnu fæði vinnandans. Nú er kaup við sömu vinnu helmingi hærra, eða 2 kr. til 2 kr. 25 au. á dag. Til þess því að búnaðarfélögin gætu keypt eins mikla vinnu og fyrir 10 árum, þyrfti landsjóðs- styrkurinn að hafa hækkað upp í 50 au. á dagsv., en svo heíur nú ekki orðið, og því hafa félögin orðið að draga sam- an seglin til muna, hvað vinnuframlög snertir. Lengi vel fór samt styrkurinn til bún- aðarfél. hækkandi, eptir því, sem vinnan varð dýrari og kröfurnar til félaganna urðu meiri og fjölbreyttari. Síðasta þing sneri aptur á móti við blaðinu, eins og kunnugt er, og lækkaði styrkinn, eptir tillögu fjárlaganefndar neðri deildar, um 1000 kr. fyrra ár og 2000 kr. síðara ár fjárhagstímabilsins. Meiri hluti nefndar- innar með framsögumanninn í broddi fylkingar gefur í skyn, að rétt sé, að fjár- veiting þessi fari lækkandi úr þessu. Þangað til hvenær? Víst þangað til styrk- veitingin er horfin. Þessi lækkun á fjárveitingunni til búnaðarfél. er nú þegar komin í ljós við þau í lágum styrk næst- liðið ár, svo lágum, að hann hefur aldrei verið jafnlágur: rúml. eyrir á dagsv., eða sem svarar J/ii—*/i3 af því, sem dag- kaup er á vorin — og þó er von á enn lægri styrk þetta ár. Nú skal eg stuttlega víkja að ástæðum þeim, sem tjárlaganefndin færir fyrir rétt- mæti þess, að lækka fjárveitinguna til búnaðarfél., og er aðalkjarni hennar á þessa leið : »Með því að nú er svo komið. að flest búnaðaríélög landsins standa í sam- bandi við Búnaðarfélag íslands eða Rækt- unarfélag Norðurlands eða Búnaðarsam- band Austurlands og Vesturlands, og fá þannig margskonar aðstoð og leiðbein- ingar til starfa sinna og framkvæmda, þá virðist ásíæða til, að fjárveiting til bún- aðarfélaga fari minnkandi úr þessu. . . .« Við þetta er að athuga: 1. Búnaðarfélögin standa ekki í neinu öðru sambandi við Búnaðarfélag íslands eða Ræktunarfélag Norðurlands en þvf, að þau eru mörg félagar í þeim félögum og hafa félagaréttindi. »Aðstoð« eða »leiðbeiningar« fá þau heldur ekki úr þessum áttum frekar en einstakir menn. Hitt er aptur rétt og augljóst, að starf- semi þessara félaga er til 1 e i ð b e i n - i n g a r búnaðarfél. sem öðrum, er vinna að búnaðarbótum, en þau fá ekkert frá þeim sérstaklega, til að koma leiðbein- ingunum 1 framkvæmd; til þess er landsjóðsstyrkurinn. 2. Búnaðarsamböndin eru vaxin upp af búnaðarfélögunum. Búnaðarfél. eru rótin og stofninn, samböndin: brumið og blöðin. Verði búnaðarfél. svipt landsjóðs- styrknum, eða hann rýrður til muna frá því sem er, þá efast eg ekkert um, að þau leysast í sundur og líða undir lok; og þá sé eg ekki, hvernig búnaðarsam- böndin eiga að haldast saman; þau hljóta einnig að leysast í sundur, visna eins og jurt, sem slitin er af rótinni. Og þótt búnaðarfélögin lifi og búnaðarsamböndin haldist saman, þá hafa búnaðarfélögin engar beinar tekjur frá samböndunum, heldur. bein gjöld, tillögin. Eg hef nú sýnt, að ástæða tjárlaga- nefndarinnar er æði laus í sér og ófull- nægjandi, til að réttlæta það, sem hún á að gera. Og eg vænti þess fastlega, að næsta þing beri í bresti fyrirrennara sfns 1 þessu efni og hækki aptur styrkinn til búnaðarfélaganna, til þess er næg ástæða og full þörf, eins og að framan er sýnt. Styrkurinn ætti aldrei að fara niður úr 25 au. á dagsverk; það er ekki hátt, en þó líklega nægilegt til uppörfunar og til að halda búnaðarfél. saman. Styrkurinn yrði þá sem næst x/8—V10 af dagkaupi vinnandans, miðað við það kaup, sem nn tíðkast hér um sveitir. Eg er þess llka fullvíss, að fjárveitingu 1 þessa átt er vel varið, því hún kemur að almennum og varanlegum notum. Blettir þeir, sem ræktast fyrir þessa tiltölulega litlu upphæð, greiða þjóð- inni þetta fé aptur 1 nútíð og framtíð með margföldum vöxtum. Mér er sárt um búnaðarfél. af því, að eg hef séð, hve drjúgan og hollan þátt þau eiga í jarðabótum þeim, sem unnar hafa verið og árlega þokast í framfaraátt. Og ennþá er þó mikið óunnið. Enn er mikið og vont þýfi í mörgu túninu, og móarnir í kringum þau bíða eptir því, að mannshöndin leysi frjóefni þeirra úr læðingi með ræktuninni. Og ræktunina styðja og auka búnaðarfélögin, ef þau fá fé til að starfa lfkt og undanfarið—; það er á valdi næsta þings. Þetta er talið smámál, og gleymist þvi optast, þegar rætt er um þingmál; en

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.