Þjóðólfur - 05.03.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.03.1909, Blaðsíða 2
3« ÞTOÐOLFUR það er í raun og veru stórmál, sem gríp- ur inn í starf flestallra jarðabótabænda á landinu. Og þessvegna þykir mér og mörgum fleirum miklu máli skipta, hverja framtíð búnaðarfélögin eiga. Hvað ætlar næsta þing að leggja til þessa máls? Eptir svarinu bíð eg með óþreyju, og þó 1 von. Alþingi. IH. Frv. um lögaldur. Flm. Sig. Stefánsson og er farið fram á, að karlar og ógiptar konur verði fullráða fjár síns 21 árs að aldri. Hálfráðir fjár verða menn eigi hér eptir. Nefnd: Ari Jónsson, L. H. Bj., Sig. Stef. Frv. um heiti d allsherjarstofnunum og störfum d íslandi, flutti Jón Þorkelsson, en var felt í Nd. i. þ. m. Frv. um s/ökkvilid i Hafnarjirdi. Flm. Jens Pálsson. Frv. um vidauka við lög 22. nóv. K)OJ um bœjarstjórn í Hafnarfirði- Flro. Jens Páls- son. Frv. um sölu d pjóðjörðinni Kjarna í Fyjafirði. Flm. Sig. Hjörleifsson. Nefnd: Sig. Hj.. Jul. Hav. Ari Jónsson. Frv. um að leggja jörðina Naust í Hrafna- gilshreppi undir /ögsagnarumdcemi og bœjar- félag Akureyrarkaupstaðar. Flm. Sig. Hjör- leifsson. Frv. um breyting d lögurn 16. nóv. iQoy um skipun prestakalla. Flm. Sig. Sigurðs- son o. fl. Frv. um verzlunatbœkur. Flm. Jón 01- afsson og Jón Jónsson (S.-M.) Frv. um útsölustaði kaupmanna. Flm. Jón Ól. Jón J. (S.-M ). Þingsdlyktunartillögu um afnám eptir- launa, er getið var um 1 síðasta blaði, var vlsað til nefndarinnar í sambandsmálinu og stjórnarskrármálinu. Þingsd/yktunartillögu flytja Sig. Stef. Kr. Dan. og Ari Jónsson um að skora á stjórn- ina, að undirbúa á næsta fjárhagstímabili stofnun gagnfræðaskóla á ísafirði, og leggja það frv. fyrir næsta reglulegt þing. Nefndir: Lífsdbyrgðarnefnd (N. d.): Jón Þork., P. Jónsson, M. Bl., Bjarni frá Vogi, Stef. Stef. Lœkmshéraðanefnd (E. d.): Kr. Dan., Stgr. J., Ari Jónsson. Tollhœkkunarnefnd (E. d.): Gunnar Ól.. Ág. Fl., Kr. Dan., Stgr. J. (skrifari), Sig. Stef. (form.). Frumvarp til laga um aðflutningsbann á áfengi. Flutningsmenn: Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson, Sigurður Gunnarsson og Stefán Stefánsson 2. þm. Eyf. 1. gr. Eptir það er lög þessi hafa öðl- ast gildi, má engan áfengan drykk flytja til íslands til annara nota en þeirra, sem getið er um í 2. grein, og farið sé með eptir reglum þeim, sem settar eru í lögum þessum. En það er áfengur drykk- ur eptir lögum þessum, sem í er meira en 2i/4% af vínanda (alkóhóli) að rúm- máli. Dupt, kökur og annað, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva og í sér hafa fólgið slíkt áfengi, skal telja áfengan drykk, 2. gr. Heimilt skal stjórnanda eða eiganda iðnaðarfyrirtækis eða efnarann- sóknarstofu eða annars þvílíks fyrirtækis, að flytja frá útlöndum vínanda eða ann- að áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stofnuninni. Svo skal og heimilt að flytja til landsins vínanda, sem ætlaður er til eldsneytis, en þó því að eins, að hann sé blandinn því efni, sem að áliti landlæknis gerir hann óhæfan til drykkj- ar. Lyfsölum skal og heimilt að flytja til landsins vínanda þann og annað á- fengi, sem lyfsölum er skylt að hafa til læknisdóma samkvæmt hinni almennu lyfjaskrá. Loks skal próföstum fyrir hönd eigenda eða forráðamanna kirkna heimilt að flytja messuvtn það, þó áfengt sé, er að þeirra áliti er nauðsynlegt í prófasts- dæminu handa altarisgöngufólki, en kaupa þó eigi meira ár hvert, en birgðir til þess árs. Sama rétt eiga og forstöðumenn annara kirkjudeilda 1 landinu. 3. gr. Allt áfengi, sem flutt er til lands- ins frá útlöndum samkvæmt lögum þess- uut, skal fyrst flytja á land í Reykjavík. Þar skal landstjórnin skipa sérstakan um- sjónarmann áfengiskaupa, og hefur hann á höndum umsjón og eptirlit með áteng- iskaupum, svo sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum. Umsjónarmaður hefur að launum 600 kr. á ári, er greiðast úr landsjóði. Svo fær hann og ókeypis húsnæði fyriráfeng- isbirgðir, burðargjald bréfa og alla nauð- synlega aðstoð. 4. gr. Nú hefur maður heimild til á- fengisflutnings frá útlöndum eptir lögum þessum, og vill hann neyta þessarar heim- ildar sinnar, og skal hann þá 1 tæka tíð segja umsjónarmanni áfengiskaupa til um það, hverskonar áfengi oghvemikið hann vill að flytja og frá hverju verzlunarhúsi, svo og með hverri ferð frá útlöndum. Hann skal og skýra honum frá um leið, til hvers hann ætli að nota áfengið. Svo skal og fylgja beiðninni flutningskostnað- ur til Reykjavlkur. Umsjónarmaður sendir þá pöntunina því verzlunarhúsi eða þeim vínsölumanni, sem hún er stíluð til, og beiðist þess, að áfengið sé sent til sín. Skal umsjónarmaður, þegar er áfengið kemur til hans frá útlöndum, tryggja sér með rannsókn, að áfengissendingin sé eigi önnur eða meiri en um var beðið. Skal hann þa merkja það með innsigli sínu og segja eiganda til. Eiganda skal þá heimilt að vitja þess, en gjalda skal hann þá um leið þann sérstaka kostnað, er af aðflutningnum kann að hafa leitt, þó ekki húsnæðisgjald í Reykjavík (sbr. 3. gr.). Nú hirðir sá ekki áfengið, er pantað hefur, áður en 3 mánuðir eru liðnir frá því er hann fékk tilkynningu umsjónar- manns um aðflutning áfengisins, og er umsjónarmanni þá heimilt að hella niður áfenginu og selja umbúðir þess. Allan ógreiddan kostnað, er leitt hefur af að- flutningnum, má þá taka lögtaki hjá þeim, er áfengið hefur pantað, samkvæmt lög- um 16. desember 1885. Umsjónarmaður ber enga ábyrgð á greiðslu andvirðis fyrir það áfengi, sem aðflutt er. 5. gr. Skylt er hverjum skipstjóra, er frá útlöndum kemur, að tilkynna lögreglu- stjóra um leið og hann sýnir skipsskjölin, hvort hann hafi nokkurt áfengi til flutn- ings fyrir aðra menn, og þá hve mikið. Hann skal og skýra frá, hvort og hve mikið áfengi hann hafi meðferðis sem skipsforða, en óheimilt skal honum, með- an hann er í höfnum inni eða í land- helgi við ísland, að veita eða selja, eða á annan hátt láta af hendi eða láta aðra skipverja láta af hendi nokkuð af því á- fengi, er til skipsforða er ætlað, til ann- ara manna en þeirra, sem eru lögskráðir skipverjar. Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef út af biýtur. Nú hefur skipstjóri meðferðis áfengi, sem ekki er ætlað til skipsforða, og skal lögreglustjóri þá á hinni fyrstu höfn, er skipið kemur til, setja innsigli sitt á hin aðfluttu áfengisílat, og ábyrgist skipstjóri, að innsiglin séu ekki brotin eða úr flát- unum tekið fyr en skipið er farið alfarið burt frá landinu. 6. gr. Nú strandar skip hér við land og hefur meðferðis áfengi, annaðhvort til flutnings eða það er skipsforði, og skal strandgæzlumaður þá þegar taka áfengis- ílátin til varðveizlu og gæta þess, að ekki sé í þau farið. Hann skýrir þegar 1 stað lögreglustjóra frá, en lögreglustjóri setur innsigli sitt fyrir ílátin og kemur þeim til geymslu á óhultum stað. Áfengi þetta má lögreglustjöri ekki selja eða á annan hátt láta af hendi til annara manna, en skýra skal hann með tyrstu ferð réttum eiganda strandmunanna frá björgun áfeng- isins og senda honum það til ráðstöfunar á hans kostnað, nema hann kjósi heldur að því sé hellt niður. Nú er ókunnugt um eiganda strandgóss, Og skal þá, eptir að lögskipaður auglýs- ingafrestur er liðinn og eigandi hefur ekki sagt til sín, hella því áfengi niður, er finnast kann meðal strandmunanna. 7. gr. Engan áfengan drykk roá flytja um landið hér innanlands, hvorki á sjó né landi, annan en þann, sem annaðhvort er merktur innsigli umsjónarmanns áfeng- iskaupa, svo sem fyrir er mælt í 4. grein laga þessara, eða þá þann drykk, sem um getur í 5. og 6. grein, og merktur er með innsigli lögreglustjóra þess, er í hlut á. 8. gr. Hverjum þeim manni, sem heim- ilaður er aðflutningur áfengis samkvæmt lögum þessum, skal óheimilt að veita, gefa, selja eða láta á annan hátt af hendi til annara manna nokkuð af því áfengi, er hann hefur aðflutt. Þó mega lyfsalar láta áfengi af hendi eptir skriflegri læknis- forskript, og þó að eins einu sinni eptir sama læknisseðli (recept). Svo er og um alla dropa, dupt, kökur eða lyfjabland- anir, sem hafa í sér fólgið meira en 2^/4% af vínanda. Heimilt er að deila mönnum messuvín við altarisgöngu. g. gr. Yeifingamenn og vlnsölumenn, þeir sem leyfi hafa til vínsölu hér á landi samkv. lögum nr. 26, 11. nóv. 1899, um verzlun og veitingar áfengra dryk.kja, mega ekkert selja hér á landi, gefa, veita eða láta af hendi á annan hátt til annara manna af áfengisbirgðum þeim, er þeir hafa, þegar lög þessi öðlast gildi. Skulu lögreg'ustjórar, hver í sínu umdæmi, skyldir til að rannsaka áfengisbirgðirnar og innsigla þær. Áður en 8 vikur eru liðnar, skulu eigendur áfengisins skyldir að flytja birgðirnar eða láta flytja þær burt af landi, og skulu lögreglustjórar hafa strangt eptirlit með, að svo sé gert. Öllu því áfengi, sem þá er ekki útflutt, skal tafarlaust hella niður án nokkurs endur- gjalds til eiganda. Ákvæði þessarar greinar um óheimild til sölu, gjafa eða veitingu áfengis, nær Og til annara einstakra manna, er áfengis- birgðir kunna að hafa í sínum vörzlum, er lög þessi öðlast gildi. 10. gr. Ef nokkur maður er grunaður með rökum um óleyfilegan aðflutning eða óleyfilega sölu eða veitingu áfengis, þá skal gera heimilisrannsókn hjá honum, ef það er talið nauðsynlegt til þess að komast fyrir málið. Skal rannsóknin gerð af lög- reglustjóra þeim, er 1 hlut á. Komi það í ljós við heimilisrannsókn- ina, að áfengi sé í vörzlum þess, errann- sakað er hjá, skal hann skyldur að sýna vottorð um, hvaðan honum eru komnar birgðirnar. 11. gr. Hvenær sem hafin er ákæra út af ólöglegri sölu eða veitingu áfengis, má stefna kaupanda eða þeim, sem veitt er, til vitnisburðar um málið, ef engir meinbugir eru annars á, og er rétt, að hann staðfesti framburð sinn með eiði, ef krafizt er. 12. gr. Hver sá, sem dæmdur er sek- ur um brot á ákvæðum þessara laga, skal auk lögboðins málskostnaðar greiða kær- anda og vitnum allan þann kostnað, er þau hafa haft af málinu. Hvernig sem ástatt er, skal dómari skyldur að taka mál, er rísa út af brot- um á lögum þessum, til meðferðar, svo fljótt sem verða má, og eigi síðar en 2 mánuðum eptir að fyrir honum hefur verið kært. 13. gr. Heimilt skal að leiða hvern þann mann fyrir dómara, er sést ölvaður eptir að lög þesssi öðlast gildi, og skal hann skyldur að skýra frá, hvar hann hefur fengið áfengi það, sem hann var ölvaður af, sæti ella fésektum allt að 100 kr. eptir málavöxtum. 14. gr. Biot gegn 1. gr. laga þessara varða sektum eigi minni en 300—5000 kr. Brot í annað sinn varðar ekki minna en 8 mánaða fangelsi. Brjóti nokkur optar gegn ákvæðum þessarar greinar, varðar það betrunar- hússvinnu. Við broti á grein þessari skal hið að- flutta áfengi ávallt gert upptækt, og því hellt niður. 15. gr. Nú sannast það á skipstjóra, að hann skýrir lögreglustjóra vísvitandi rangt frá um áfengi það, er hann hefur meðferðis, og skal hann þá sekur um 500—2000 kr., ef ekki liggur þyngri hegning við samkvæmt lögum. Brot gegn þeim ákvæðum í lögum þessum, er óheimila að veita, gefa, selja eða á annan hátt láta af hendi áfengi til annara manna, varða sektum, 200—1000 kr., ef ekki liggur þyngri hegning við að lögum. Ef brot er ítrekað, varðar það allt að 8 mánaða fangelsi. Sama hegning liggur og við þvl, ef lyfsali lætur áfengi af hendi án skriflegr- ar læknisforskriptar eða optar en einu sinni eptir sama læknisseðli. 16. gr. Brot gegn 7. gr. laga þessara varða sektum 50—-1000 kr., og skal hið flutta áfengi ásamt ílátum gert upptækt og því hellt niður, svo skulu og flutnings- tæki þau, er áfengið er flutt á, ef aðflutn- ingurinn var áfengi, gert upptækt, nema hafskip sé, og skal andvirði íláta og flutn- ingstækja renna í landsjóð. 17. gr. Nú verður læknir sannur að sök um að hafa látið af hendi læknis- seðil um áfengi, til þess að það sé notað til einhvers annars en sem læknislyf, og skal hann þá seknr um 200—2000 kr. í fyrsta sinn, og skal sektin tvöfaldast, sé brotið endurtekið. Lækni þann, er í hlut á, má og svipta læknisleyfi hér á landi 2—10 ár, eða að öllu, ef miklar sakir eru. 18. gr. Hver sá embættismaður, sem skyldur er að hefja rannsókn út af brot- um gegn lögum þessum og vanrækir það, skal sekur eptir því sem ákveðið er í lögum þessum, svo sem hann hefði sjálfur brotið. Nú sýnir hann sig optar en einu sinni í vanrækslu eða verður sjálfur sekur eptir lögum þessum, og varðar það þá embættis- missi. 19. gr. Allar sektir eptir lögum þessum renna að hálfu í landsjóð, en að hálfu til uppljóstrarmanns. 20. gr. Með brot gegn lögum þessum skal farið sem almenn sakamál. 21. gr. Lög þessi skal prenta á íslenzku, dönsku, þýzku, ensku og frönsku, og svo mörg eintök, að nægi til að senda dönsk- um verzlunartulltrúum í öðrum löndum. 22. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. jan. 1912, og eru með þeim numin úr gildi lög nr. 26, 11. uóv. 1899, um verzlun og veitingar áfengra drykkja, svo og öll önn- ur lög og tilskipanir, er koma 1 bága rið lög þessi. Aðflutningsbann áfengls var til 1. umr. í nd. 27. f. m., og urðn um það alllangar og snarpar umræður með og móti. Meðal mótmælendanna var ræða ráðherrans veigamest og má telja hana eina meðal hinna beztu af þingræð- um hans. Jón frá Múla og dr. Jón Þor- kelsson mæltu og eindregið gegn frum- varpinu, dr. Jón þó vægar, og fann frum- varpinu helzt til foráttu, að það væri ómannúðlegt og ofstækislullt, og álitamái, hvort þaö kæmi ekki beint í bága við stjórnarskrána, með því að ganga of nærri eignarrétti einstakra manna t. d. vínsala og veitingamanna, er einkaleyfi hefðu. Meðmælendur frumvarpsins auk aðalflutn- ingsmansins Björns Jónssonar voru þeir séra Eggert Pálsson, Jón Ólafsson, Stefán Stefánsson (Eyf.) og Sig. Sigurðsson.Nefnd var kosin í málið að loknum umræðum

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.