Þjóðólfur - 05.03.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.03.1909, Blaðsíða 3
rjOÐOLFUR 39 og voru kosnir Björn Jónsson, Sigurður Gunnarsson, Björn Kristjánsson, Jón Por- kelsson, Jón í Múla, Stefán Stefánsson og JónJónsson, Hvanná. Vér birtum frumv. 1 heild sinni hérí blaðinu, eins og það var lagt fyrir þingið, svo að menn sjái nú þegar, hvernig þetta stórmál Ktur út. En vitanlega verður því allmjög breytt í þing- inu og forlög þess enn mjög óviss. €rlenð símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 36. febr. Serbar láta ófriðlega. Ráðherra - tiln efn in g in. í „Berlingi" er skeyti frá Austurlandi að Björn Jónsson sé tilnefnt ráðgjafaefni. Blaðið illskast. # * * Það hefur verið símað héðan úr Reykja- vík til Austfjarða (Seyðisfjarðar) um ráð- herratilnefninguna og skeyti þá þegar sent þaðan til danskra blaða. Vonzkunnií „Ber- lingi" þarf enginn að furða sig á, eptir því sem það blað hefur lagttil málavorra nú upp á síðkastið, og mun Svenn Poulsen, er var í konungsförinni og eigandi Bræðra- tungu ráða mestu um þau vingjarnlegu(l) afskipti blaðsins í vorn garð. Kaupm.höfn h. marz kl. 6,45 e. h. Skýringar Berlins á sambands- lagauppkastinu. Knud Berlin heýur ritað grein um ísland í „Dannebrog", segir Uþpkastið rangþýtt víða, gagnstætt Dana tilœtl- un. Island verði ekki fullvalda ríki, heldur „Del“ (þ. e. hluti) af „det samlede danske rige". Frá Serbíu. Stjórn Serba felur þrætuna stórvelda- gerð [þ. e. leggur hana undir úrskurð stórveldafundar, og er þá ófriðarhættunni á Balkanskaganum með því að fullu af- stýrt]. Ummæli Berlins um Sambandskga- uppkastið þurfa engra skýringa við. Þau sýna það ljósast, hversu íslenzku nefndar- mennirnir hafa látið blekkjast, og hversu mótmælendur Uppkastsins hér heima höfðu rétt fyrir sér í því höfuðatriði, að ísland væri alls ekki fullvalda ríki eptir Upp- kastinu, heldur að eins innlimaður hluti úr danska ríkinu. Að Berlin telur Upp- kastið víða ranglega þýtt, þvert á móti því sem Danir ætluðust til, er í fullu samræmi við það, sem frumvarpsand- stæðingar sýndu svo ómótmælanlega fram á í upphafi. JarOskjálftar miklir urðu f Persíu 23. janúar og eyddust þar að öllu eða nokkru leyti 60 þorp, en 5—6000 manna biðu bana. Jarðskjálpta hefur orðið til muna vart á Tyrklandi. Ungverjalandi og 1 Portúgal, °g 1 Messína og grenndinni hafa komið harðir jarðskjálptakippir við og við allan janúar- og febrúarmánuð. Einn dag í f. m. voru 205 lfk jörðuð þar, og er það hæsta tala á einum einasta degi. Talið er, að um 200,000 manns sé enn stór- lega hjálparþurfandi á Sikiley og Suður- Ítalíu. Sum jarðskjálptahéruðin f Kala- bríu, er afskekktust liggja, hafa að miklu eða öllu leyti farið á mis við alla hjálp enn þá. Fjúrbeiðslur þessar til alþingis hafa komið fram: 1. Beiðni um ellistyrk frá Gísla Guð- mundssyni, Ananaustum Reykjavík. 2. Beiðni frá Birni Jakobssyni um 1000 kr. styrk til leikfimisnáms. 3. Beiðni frá sýslunefnd Skagafjarðar- sýslu um fé til flutningsbrautar frá Sauð- árkrók fram Skagafjörð. 4. Beiðni frá Sigurði bóksala Erlends- syni í Rvík um 1400 kr. styrk. 5. Beiðni frá stjórn búnaðarskólans á Eiðum um 1000 kr. styrk til að stofna kvennadeild við skólann. 6. Beiðni frá stjórn búnaðarskólans á Eiðum fyrir sína hönd og sýslunefnda Múlasýslna um 9000 kr. styrk með þeim skilyrðum sem beiðnin greinir. 7. Erindi frá hreppsnefnd Breiðdals- hrepps um að fá veittar 8000 kr, til vega- gerðar frá Tinnudalsárbrú til Asmundar- staða. 8. Beiðni frá Jóhanni skáldi Sigurjóns- syni í Kaupmannahöfn, um 1000 kr. árl. styrk til þess að geta fullgert leikrit, er hann hafi í smíðum. 9. Beiðni frá Sigurði Jónssyni lækni 1 Kaupmannahöfn um 1000 kr. árJ. styrk 1 2 ár til að afla sér frekari sérþekkingar í sjúkdómafræði. 10. Beiðni frá Birni Pálssyni á Tví- skerjum í 0ræfum um 400 kr. styrk árl. til að geta haldist við á býlinu og veitt ferðamönnum fylgd og fararbeina. 11. Beiðni frá Jónasi Eiríkssyni á Breiðavaði um 1000 kr. styrk í 2 ár til að halda uppi undirbúningsskóla fyrir unga pilta. 12. Beiðni frá Iðnaðarmannafélagi Seyð- firðinga um 400 kr. árl. styrk til að halda kvöldskóla fyrir iðnnema. 13. Beiðni frá Bindindissameiningu Norðurlands um 1000 kr. styrk. 14. Beiðni frá Skriðuhreppi um 8000 kr. lán til skólahússbyggingar. 15. Sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu biður um 12000 kr. lán úr viðlagasjóði, til að koma sér upp embættisbústað. 16. Beiðni frá A. J. Johnson, Winnipeg, um 7500 kr. styrk á næsta fjárhagstíma- bili til að efla innflutning Vestur-íslend- inga til Islands. 17. Askorun frá Skúla Thoroddsen, þm. Norður Isfirðinga, til alþingis um að veita nægilegt fé til að hlaða vörður á Þorskafjarðarheiði. 18. Beiðni um 400 kr. álag á Viðvíkur- kirkju með vöxtum frá 30. júní 1862. 19. Beiðni frá Jóni Ófeigssyni cand. mag. um 1000 kr. styrk í næstu 2 ár til að semja þýzk-íslenzka orðabók, 20. Erindi frá prestinum 1 Tjarnar- prestakalli um að 350 kr. skuld, sem hvíli á prestakallinu falli niður. 21. Beiði frá Iðnaðarmannafélaginu á Akureyri um 1000 kr. styrk á ári í 2 ár til þess að halda uppi iðnaðarrnannaskóla á Akureyri. 22. Beiðni frá Þorkeli Þorkelssyni um 1000 kr. styrk til rannsókna á hverum á Islandi. 23. Beiðni frá Jónínu Sigurðardóttur um 2000 kr. styrk til þess að halda áfram hússtjórnarskóla. 24. Beiðni frá Leikfélagi Akureyrar um 800 kr. styrk á ári í 2 ár til þess að geta haldið uppi leikjum á Akureyri. 25. Erindi frá kvennaskólanefnd Aust- urlands til þingm. Múlasýslna. 26. Beiðni frá héraðslækninum á Ak- ureyri um 600 kr. styrk til að kaupa sótt- hreinsunarofn handa sóttvarnarhúsinu á Akureyri. 27. Beiðni frá Benedikt Bjarnasyni um 700 kr. styrk í 2 ár til unglingaskólans á Húsavík. 28. Beiðni frá Jóhannesi Jósepssyni um ríflegan styrk til íþróttakennslu og íþrótta- iðkana hér á landi. 29. Beiðni frá Brynjólfi Björnssyni tann- lækni um 1000 kr. árl. styrk til þess að veita fátæklingum ókeypis tannlæknis- hjálp. 30. Beiðni frá mótorbátafélaginu „Stíg- andi« í Borgarnesi um io.oco kr. styrk í 2 ár til ferða um Hvítá og Norðurá. 31. Beiðni frá stjórn Sláturfélags Suð- urlands um 60,000 kr. lánveitingu. 32. Beiðni frá Ólafi Jónssyni um 1800 kr. styrk í 2 ár til þess að læra að búa til myndamót. 33. Beiðni frá Vilhjálmi Finsen um 1500 kr. styrk næsta ár til fullnaðarnáms í lopt- skeytaaðferðum. 34. Beiðni frá Iðnaðarmannafélagi Isa- fjarðar um að minnsta kosti 600 kr. styrk um næstu 2 ár til að geta haldið uppi kvöldskóla. 35. Beiðni frá Guðm. G. Bárðarsyni um 1200 kr. styrk á ári til náttúrufrœðis- rannsókna. 36. Beiðni frá Guðm. Hávarðarsyni um 2500 kr. uppbót á símstauraflutningi 1906. 37. Askorun til alþingis frá 163 kjós- endum í Rangárvallasýslu um að veitt verði úr landsjóði nægilegt fé til að brúa Ytri-Rangá á Ægisfðuhöfða, 38. Beiðni frá Böðvari Jónssyni pósti um 100—200 kr. árlegan ellistyrk. 39. Beiðni frá hreppsbúum Neshrepps utan Ennis um fé til að gera Krossavík við Hellissand að bátakví. 40. Erindi frá forstöðumanni Forngripa- safnsins um aukin fjárframlög til forn- menjaverndunar og Forngrip asafnsins. 41. Beiðni frá Einari Hjörleifssyni um 2000 kr. styrk í 2 ár til ritstarfa. 42. Símskeyti til þingmanna Múlasýsla um 2000 kr. styrk til mótorbátakaupa á Lagarfljót. 43. Beiðni frá Karli Sveinssyni um 300 kr. styrk í næstu 2 ár til að stunda raf- magnstræði. 44. Beiðni frá Lárusi Bjarnasyni um 700 kr. styrk til þess að stunda nám i kenn- araskóla. 45. Beiðni frá Höfðhverfingum um 1000 kr. styrk til að byggja sjúkraskýli í hér- aðinu. 46. Kaupfélagið Ingólfur á Stokkseyri sækir um 100,000 kr. lán, er afborgist á 10—15 árum. (Niðurl.). Miltill afli. í „Ægir“ er skýrt frá vertíðarafla á botnvörpuskipinu »Jóni forseta" 1 fyrra. Var hann 1500 skippund af þurrum fiski og þar af iico skpd. þorskur, eða 75,000 kr. að því er blaðið telur. Síldarafli skipsins var 1 fyrra 19,000 kr, og nýr fiskur seldur á árinu fyrii 5000 kr. Til Englands fór skipið 5 ferðir á árinu og seldi í þeim ferðum fisk fyrir 40,068 kr. Allur afli skipsins hefur því á árinunumið ■ rúml.i39,oookr. I janúarmánuði síðastl. seldi skip þetta afla í Englandi fyrir 17,460 kr. og mun það vera hinn verðmætasti farm- ur af nýjum fiski, er nokkurt íslenzktskip hefur nokkru sinni haft innanborðs. „Jón forsesti" er nýtt skip að kalla má, smíðað- ur í Englandi fyrir skömmu og ernúeign félagsins „Alliance" (P. J. Th. & Co.), er Thor Jensen kaupmaður veitir forstöðu. Skipstjóri er Halldór Þorsteinsson (bróðir Þorsteins kaupmanns í Bakkabúð), en Kolbeinn bróðir hans stýrimaður, báðir mjög ötulir og heppnir aflamenn. Umsækjendur um annað prestsembættið við dóm- kirkjuna 1-Reykjavík eru alls 10: séra Bjarni Hjaltested aðstoðarprestur, Bjarni Jónsson háskólakandídat (frá- Mýrarholti). séra Guðmundur Einarsson í Ólafsvík, séra Hafsteinn Pétursson, séra Haraldur Níelsson, settur prestaskólakennari, Hauk- ur Gíslason háskólakandfdat (frá Garði l Fnjóskadal), séra Ólafur Ólafsson frí- kirkjuprestur, séra Pétur Jónsson áKálfa- fellsstað, séra Richard Torfason og séra Skúli Skúlason 1 Odda. Embsettispróf f freknisfræði við háskólann hefur tekið Valdimar Erlendsson með 1. einkunn. „Laura" kom hingað frá útlöndum 1 gær. Far- þegar D. Östlund og frakknesk hjúkrun- arkona. Mannalát. I f. m. andaðist danski efnafræðingur- inn Júlíus Thomsen, einhver hinn allra nafnfrægasti vísindamaður Dana, 83 ára gamall, forseti danska vísindafélags- ins og sæmdur mörgum tignarmerkjum, innlendum og útlendum. Um sama leyti andaðist H. E. Hörring, er um eitt skeið (frá 1897—1900) var forsætisráð- herra Dana, og þá um tíma jafnframt ráð- gjafi fyrir Island (1899—1900). Hann var 66 ára gamall, er hann lézt. Látinn er 1 f. m. C a t u i 1 e M e n d é s, frakkneskt Ijóðskáld og leikritaskáld, er allmikið orð fór af, 68 ára gamall, og ennfremur C. A. Stöcker, fyrrum hirð- prestur í BeiKn og stofnandi hinnar kristilegu jafnaðarmennsku á Þýzkalandi. Hafði hann um tíma mikil og víðtæk á- hrif, en gengi hans hnignaði mjög eptir að Bismarck fór frá völdum. Misprentað 1 greininni um „Kaupfélagið „Ingólfur““ 1 síðasta blaði: „Þar af lagt í varasjóð 15 þús. kr.“ á að vera „1500 kr.“. Veðurskýrsluiígrip frá 30. febr. til 4. marz 1909. febr. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 20. + 3-° + 0,6 + i,5 -r 26 + 3.2 -*- 4-3 21. + 3.6 + 2,8 + 4.5 + 5-5 + 2,4 + 10,8 22. + 1.5 + 1,1 + o,5 + 1,2 +- 1,0 + 0,4 23 + 2,5 -U 58 + 9,5 + 8.1 + 3,' + n,5 24 + 1.5 -r 0,9 + 2,0 + 5,4 + 2,6 + 12,0 25. + 1-5 + 2,2 T- 0.2 + 0.5 0,0 + 2,1 26. + 3.6 1,0 -r- 0,2 + 0,2 + 0,2 + 6,0 27. + 2,6 — 2,6 -r- 1,0 = 0.5 -f- 1,0 +- i,7 28. + i,3 -T- 6.4 + 4,6 +- 3,2 + 5,0 + 1,4 I. + 0,5 -f- 2.5 +- 2,4 -r 1.2 + 6,0 —f” 2,0 2. + 3,7 -r 3.7 + 47 + 5.5 ~rIO,o + 7,1 3- + 7-0 ~T“ 9,0 + 7,5 + 7,5 +12,4 + 7,0 4- + 7,5 -f- 9,4 + 8,5 -f-10,0 +1+6 + 6,7 Rv. = Reykjavík, íf. == ísafjörður, Bl. — Blönduós, Ak. = Akureyri, Gr. = Grfms- staðir á Fjöllum, Sf. = Seyðisfjörður. DI |» er ómótmælanlega bezta og langódýrasta A 11 líftryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir s/ó- menn. AJlir ættu að vera liftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. I). 0STLUND. ilvik. Sjómenn. Gleymið ekki að liftryggja yð- ur, áður en þér leggið út á sjó. Það er skylda yðar gagnvart yð- ar nánustu. í seinni tið hefur lifsábyrgðar- félagið DAN, útborgað margar þúsundir króna til vandamanna eptir látna, islenzka sjómenn, enda er það félag bið lang-ódýrasta og frjálslegasta lítsábyrgðartélag, sem starfar á Norðurlöndum. Það hefur áunnið sér almenningshylli þau ár, sem það hefur starfað hér, og fengið margfalt meiri út- breiðslu en önnur félög á sama tima. Vér segjum enn einu sinni: Sjómenn, gerið alvöru úr þvi að tryggja yður, áður en þér farið út. Aðalumboðsmaður þessa félags er Davíð Dstlund, Þingholts- stræti 23.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.