Þjóðólfur - 12.03.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 12.03.1909, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFU R. 61- árg. Reykjavík, föstudaginn 12. marz 1909. •» 11. Verkfæravélar og* smíðatól. Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Seyðisjjaríar-kosningin. Séra Björn Þorláksson kosinn. Or. Valtyr Guðmundsson faliinn. Svo fóru leikar við þingkosninguna á Seyðisfirði 9. þ. m., að kosningu hlaut séra Björn Þorláksson á Dvergasteini með 67 atkv. Dr. Valtýr Guðmundsson fékk 54 atkv. og 8 atkvæðaseðlar urðu ógildir. Kosn- ingin í þetta sinn er því ótvíræð, og þingmennsku dr. Valtýs lokið um sinn. Hefur hann haft miklar áhyggjur og mikil umsvif út af þessu öllu saman, og allt árangurslaust. Og liggur við, að honum sé vorkunn að verða fyrir jafnsárum von- brigðum og hrakföllum. Hann hefði átt að halda þetta pólitiska bindindi, er hann þóttist genginn í næstl. sumar, er hann hröklaðist úr Gullbringu- og Kjósarsýslu, og hefði hvergi átt að bjóða sig fram. En nú er sannarlega ver farið en heima setið, og ætti þetta að vera næg aminn- iug tyrir hann að hugsa ekki til þing- mennsku hér fyrst um sinn, og snúa nú bakinu við Islenzkri pólitík, en fara að leggja meiri stund á vísindaiðkanir sínar sem danskur embættismaður, eins og hann sagði fregnrita »Politiken« í sumar, að hann ætlaði að gera. Hefðihinn pólitiski skjöldur hans verið hreinni og fágaðri en hann er, og þar hefðu verið færri svartir blettir frá liðnum árum, þá mundi dr. V. ekki hafa orðið jafnhart úti, eins og hann nú hefur orðið, svo að þetta eru að nokkru leyti sjálfskaparvíti, en þau svíða optast sárast. Annars virðist oss, að hinir gömlu flokksmenn hans — Þjoðræðismenn — ¦hafi tekið á honum fullhörðum höndum, •en þeim, sem stöðugt hafa barizt gegn pólitík Valtýs frá upphafi vega, eins og t. d. ritstjóra þessa blaðs, getur auðvitað ekki þótt öðruvísi en vænt um, að augu hinna ákófustu fylgismanna hans hafa loksins opnazt fyrir réttri og heilbrigðri skoðun á pólitiskri starfsemi dr. Valtýs Guðmundssonar fyr og síðar, því að betra er seint en aldrei. Síðan dr. V. varð þingrækur, hefur hann dvalið á Seyðisfirði, og er sagt að »Prospero« hafi beðið kosningaúrslitanna Þar 2 daga, til þess að flytja doktorinn til Reykjavíkur sem nýkjörinn þingmann. En þar fór allt á annan veg. Nú verður það kjörbréf séra Björns, sem skipið flyt- ur hingáð. Séra Björn hefur haldið kyrru fyrir hér syðra síðan í þingbyrjun. Verð- ur miklu ánægjulegra fyrir hann að taka nú sæti á alþingi, eptir þennan sigur á doktornum, heldur en áður hefði verið með nokkuð tvísýnum rétti, að sumra áliti. En nú verður réttur hans til þing- setu ekki rengdur, og var kosning hans samþykkt í sameinuðu þingi í gær sam- kvæmt símuðu bráðabyrgðar-kjörbréfi. Frumvarpsandstæðingar á þingi verða því 25 eptir þessa kosningu. Hinir 15 að hinum konungkjörau meðtöldum. Hlut- fallið s/8 (frumvarpsandstæðingar) og 3/s (frumvarpsmenn). Frumvarpsandstæðingar hafa einmitt */4 hluta þingsins (10 þing- menn) umfram hina. Það ætti að vera góður meiri hluti, ef samhent forræði, samúð og samheldni fylgdist að í þeirri sveit. Alþingi. IV. Varabiskup. Nefndin 1 því máli hefur klofnað. Meiri hlutinn (Sig. Gunn. og Egg. Páls- son) vilja samþ. frv. og lata kalla hann vlgslubiskup, en minni hlutinn (J. Þork.) vill fella það, og kemur með frv. um að endurreisa Hólabiskupsdæmi og láta biskup þar hafa 4000 kr. laun. En þar til það fyrirkomuiag kemst á, vill hann láta vera tvo officiales sinn i hvoru biskupsdæmi, er nefnast vígslubiskupar og skulu þeir vera kosnir af prestum og hafa biskupsvígslu.—Hólabiskup felldur í Nd. f fyrra dag, við 2. umr., en tveir officiales samþykktir. — Frv. um einn varabiskup því í raun réttri fallið. — Varabiskupsnefndin flytur frv. um að land- sjóður kaupi Skálholt jafnskjótt og sú jörð fæst til kaups. gera samþykktir fyrir einn hrepp eða fleiri innan sýslu viðvíkjandi korntorða- búrum til skepnufóðurs. Sala kirkjujarða. Stef. Stefánsson (Eyf.) flytur breyting við þau lög 16. nóv. 1907, um að heim- ild ráðherrans skuli einnig ná til hjá- leigna þeirra, sem eru sérstakt ábýli. Löggilding verzlnnarstaða við Skaptárós og Kúðaós flytur Gunnar Ólafsson. — Nefnd: Gunnar Ól., Ág. Fl. og Sig. Stef. Klettsvík í Neshreppi innan Ennis. Flm. Sig. Gunnarsson. Hjallanes í Staðarfellslandi og Skarfs- staðanes við Hvammsfjörð. Flm.: Bjarni frá Vogi og Ben. Sveinsson. Skipnii læknahéraða. Skúli Thoroddsen vill skipta ísafjarðar- læknishéraði í tvö læknishéruð: ísafjarð- arhérað og Nauteyrarhérað. Viðaukatillaga frá Eggert Pálssyni og Einari Jónssyni um, að stofnað verði sér- stakt læknishérað, er nefnist Eyjafjalla- hérað, og nái yfir Eyjafjöll og Landeyj- ar, og sé læknissetur sem næst Markar- i fljóti. Nýtt læknishérað, er nefnist Norðfjarðar- hérað, viljaþeir fájónjónss. S-M. og Jón Ól. Kosningarréltur og kjörgengi. Skúli Thoroddsen flytur frv., er fer fram á, að ákvæði laga 22. nóv. 1907, að þvl er kemur til kosningarréttar og kjör- gengis o. fl. 1 bæjarmálum í Reykjavík og Hafnarfirði skuli og gilda í öðrum kaupstöðum landsins, sem og 1 hrepps- félögum hér á landi. Vinnuhjú skulu og hafa kosningarrétt, ef þau að öðru leyti fullnægja þeim skilyrðum, sem þar eru sett, að þvl er snertir karla og konur, sem eigi eru öðrum háðir sem hjú. Fræðsla barna. Dr. Jón Þorkelsson flytur frv. um breyt- ing þeirra laga frá 22. nóv. 1907. Vís- að til kennslumálanefndar. Fiskiveiðar á opnnm skipnm. Jón Magnússon flytur frv. um, að á- kvæði laga 14. des. 1877 og 10. nóv. 1905 nái einnig til þiljaðra mótorbáta, sem gangi 1 Vestmannaeyjum, og eru ekki stærri en 15 smálestir. Fuglaveiðasamþykkt í Yestmannaeyjum. Jón Magnússon flytur frv. um breyting þeirra laga 13. apríl 1894. Ráðherra-eptirlaun. Frv. þeirra dr. Jóns Þork. og Bjarna frá Vogi, er getið var um 1 9. tbl. Þjóð- ólfs, hefur komið fram í breyttri mynd og er nú farið fram á, að eptirlaun ráð- herrans verði 1000 kr. og megi ekki hærri vera. Prentnn Þingtíðindanna. Björn Jónsson, Björn Kristjánsson, Hálf^ dan Guðjónsson, Sig. Gunnarsson og Bjarni Jónsson flytja frv. um að nema 49. gr. Þingskapanna úr gildi, er fyrirskipar prentun Þingtíðindanna. — Nefnd: Björn Jónss., Jón Ól. og Bjarni Jónss. Bankavaxtabréf. Eiríkur Briem flytur frv. um, að veita landsbankanum heimild til að gefa út þriðja flokk (seríu) bankavaxtabréfa. Nefnd: Gunn. ÓL, Eir. Br., Ari Jónss. Kornforðabúr til skepnnfóðnrs. Frv. flytja Sig. Sigurðsson og Þorleifur Jónsson, er heimila sýslunefndum að Úrskurðarvald sáttanefnda. Frv. frá nefndinni um verzlunarmál og atvinnumál. 1. gr. í skuldamálum, er nema eigi meiru en 50 krónum, skal sáttanefnd, ef skuldheimtumaður krefst þess, kveða upp fnllnaðarúrskurð: a. Þegar kærði þrátt fyrir löglega birt- ingu fyrirkallsins mætir ekki og sátta- nefndin hefur eigi ástæðu til að ætla, að hann hafi lögleg forföll, er hindri hann frá að mæta eða láta mæta fyrir sig. b. Þegar skuldunautur eptir áskorun sáttanefndar um að gefa skýlaus svör um skuld þá, sem hann er krafinn um, við- urkennir afdráttarlaust, að hann sé skyld- ur að borga hana, eða skrifleg viður- kenning liggur fyrir, en hann vill þó eigi sættast, eða eigi er auðið að koma á sætt milli málsaðila um aukaatriði, svo sem borgunartíma, vexti og þóknun til skuidheimtumanns fyrir ómök og kostnað við málið. Sáttanefndin ritar 1 sáttabókina og les upp fyrir málsaðilum kröfur skuldheimtu- manns, viðurkenning skuldunauts og mót- mæli hans, svo og sáttaboð þeirra beggja. 2. gr. Akvæði 1. gr. gilda þó eigi: a. Þegar skuldheimtumaður hefur, til að tryggja kröfu sína, beitt kyrsetning eða banni, sem mótmælt er af skuldu- naut. b. Þegar fleiri en einn hafa verið kærðir fyrir sáttanefndinni um sömu skuld, og allir kannast eigi við að hún sé rétt. Þjóðjarðir. Björn Kristjánsson vill veita ráðherran- um heimild til að selja ábúendum jarð- irnar Hólm og Lambhaga í Kjósarsýslu. Fellt í nd. í fyrradag. Sóknargjöld. Flm.: Jósep Björnsson, Stgr. Jónsson og Aug. Flygenring. Nema skal úr gildi bæði preststíund og kirkjutíund af fast- eign og lausafé o. s. frv., en í þess stað skal hver maður, sem er 15 ára aðaldri, hvort heldur er karl eða kona og telst til þjóðkirkjunnar, greiða 1 kr. 50 a. ári í prestlaunasjóð. En jafna skal niður á hvern mann, sem er 15 ára eða eldri, kirkjugjöldum. — Allir teljast til þjóð- kirkjunnar nema þeir, sem eru 1 því kirkjufélagi, er hefur prest eða forstöðu- mann, sem hefur fengið konungsstaðfest- ingu. Hæstiréttnr. Jón Þorkelsson flytur frv. um, að stofna hæstarétt í Reykjavík. Skulu þar vera dómstjóri með 5,500 kr. launum og 4 meðdómendur með 3,600 kr. byrjunar- launum, er hækka um 400 kr. á hverj- um 4 árum, þar til þau eru orðin 4,800 kr. — Enginn getur orðið dómandi nema hann hafi tekið lagapróf með 1. eink. — Þegar lög þessi ganga f gildi, skallands- yfirrétturinn Iagður niður. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Stefán Stefánsson kgk. þm. flytur frv. um, að kennarar skólans verði 4: skóla- meistari roeð 3000 kr. launum, fyrsti kennari 2,200 kr., annar 2,000 kr. og þriðji 1,800 kr. Nemendur, sem hafa heimavistir, skulu greiða 5 kr., en allir aðrir nemendur 1 kr. árlega í skólasjóð, er varið skal skólanum til stuðnings og eflingar, Kennaraskólinn. Sig. Sigurðsson flytur þá breytingu við lög hans, að námstími skuli byrja fyrsta vetrardag og enda síðasta vetrardag. (íeðveikrahælið. Jón Magnússon flytur frv. um, að við geðveikrahælið skuli skipa sérstakan lækni með 2,700 kr. launum, auk ókeypis bú- staðar, eldsneytis og Ijósmetis. Auklækn-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.