Þjóðólfur - 12.03.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 12.03.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 43 bindindishreyfingarinnar, eru bindindismenn þeir, sem gerzt hafa bannmenn, og er það eitt gott til marks um það, hvað kappið getur blindað menn. Til þess að koma fram blindu kappsmáli, víla þessir menn ekki fyrir sér að vega að sínu eigin áhuga- máli, enda sannar það öllu betur, að bann- menn eru banamenn bindindishreyfingar- innar; það lítur bara út fyrir, að morðið sé „yfirvegað". Annars er það víst fátt, sem bannmenn hafa „yfirvegað". Þeim hefur eflaust aldrei komið til hugar að íhuga það, hvenær og undir hvaða kringumstæðum bannlög gætu verið til verulegs gagns, og hvenær þau eru öldungis óþörf og þá til ógagns. Því er rétt að íhuga þetta nú". Þetta er að eins miðkaflinn úr ritgerð höf., en hann nægir til að sýna aðalþráð- inn 1 henni. Að lokum skorar hann á þingmenn að fella aðflutningsbannslögin, og hrapa ekki að úrslitum þess á sama hátt í þinginu, eins og gert hafi verið hjá þjóðinni. Væntir hann, að þingmenn stuðli að því, að »þjóðin þroskist svo og mannist, að hún nái að sigrast á áfenginu, en verði ekki þræll þess«. Leiðinlegur misskilningur, sem ekki má standa óleiðréttur, kemur fram í grein með fyrirsögninni »Beklag- else« í »Fjallkonunni« 6. þ. m., þar sem verið er að finna allalvarlega að því, að konungur segi í símskeyti til Hannesar Hafstein, að hann hafi smed stor Be- klagelse« veitt lausnarbeiðni hans við- töku. Blaðinu þykir óskiljanlegt, hvern- ig konungur geti talið það »beklageligt«, að minni hluta ráðherra fari frá völdum, og leggur töliivert út af því, að konung- ar eigi ekki að vera flokksmenn, og eng- inn viti til, að konungur sé í heimastjórn- arflokknum Islenzka o. s. frv., allt mjög óviðkunnanlega Og óskynsamlega orðað af jafnskynugum manni, sem ritstjórinn eflaust er. Sannleikurinn er sá, að þessi ummæli konungs í skeytinu — að honum þyki mjög leitt, að H. H. fer frá — eru ekkert annað en eðlileg og sjálfsögð kurt- eisi við fráfarandi ráðherra, enda að vorri hyggju almennt orðalag, þá er konungur veitir þvt ráðaneyti eða einstökum ráð- herra lausn, er ekki hefur gert á hluta konungdómsins, eða orðið fyrir sérstakri ónáð konungs. Þetta er hvorki annað né meira, en vottur þess, að ráðherra fari frá að óskertri konunglegri hylli, og að konungi hafi geðjazt vel að embættisfærslu hans. Og þess vegna er það svo fjarri öllu lagi, að telja þessi ummæli konungs sem »hnútu eða slettu« til meiri hluta <sl. þjóðarinnar, eins og »Fjallk.« segir, að það er alveg óskiljanlegt, hvernig blað- ið hefur getað komizt að þessari niður- stöðu. Það er móðgun við konung, sem hann á alls ekki skilið af oss Islending- um, enda ekkert vit í, að draga slfkt út úr ummælum skeytisins. Þjóðólfur hefur talið það skyldu sína, að leiðrétta þenn- an leiðinlega misskilning eða fljótfærnis- legu vangá blaðsins, ekki sízt vegna þess, að hér á í hlut konungur landsins, sem blöð vor alls ekki mega né eiga að veit- ast að í pólitík, enda venjulegra, að póli- tiskar örvar séu sendar f aðrar áttir en að hásæti konungs. Yér erum sannfærð- ir um, að þegar ritstj. »Fjallk.« er bent á þetta, hlýtur hann að kannast við, að hann í ógætni og af misskilningi hafi mælt þau orð í garð konungs, er miður sómdi, og að hann telji það »beklage- ligt«. finnska þingið kom saman 18. f. m., en var leyst upp 4 dögum síðar (22.) af keisaranum. Orsök- in til þess voru ummæli forseta, þegar hann svaraði þingsetningarboðskap keis- ara fyrir þingsins hönd. Ræða forseta hljóðaði þanuig; „Þegar þing Finnlands tekurnú til starfa er þjóðin áhyggjufull af tilhugsuninni um það, að finnsk mál skuli enn vera flutt fyrir vorn tignarlega keisara á annan hátt en lögFinnlands mæla fyrir um, og skað- legar afleiðingar hefur í för með sér. I trausti þess, að hinar auðmjúku tillögur, sem þingið og finnska stjórnin hefur áð- ur látið uppi, verði náðarsamlega athug- aðar, biður þing Finnlands landstjórann að flytja hans keisaralegu tign keisaranum og stórfurstanum heitorð þingsins um auð- mjúkustu lotningu og trúnað. Aður en þingið var sett hafði landstjórinn skýrt forseta frá þvf,að það væri ósk keisara, að hann minntist ekki á annað í ræðu sinni heldur en á hollustu þingsins við keisara, eins og tyrir væri mælt í þing- sköpunum. En með því að þar er ekkert ákvæði, er bannar að taka fleira fram í svarinu afréð forsetinn að láta í Ijósi á- hyggjur þjóðarinnar útaf því, að keisari hef- ur neitað að taka til greina umkvartanir þær, sem gerðar hafa verið um að rússneska ráðgjafasamkundan hefur verið að blanda sér í löggjöf Finnlands. Meiri hluti rússnesku blaðanna segir, að nauðsynlegt hafi verið að leysa upp þingið vegna þess að það hafi hvað eptir annað mótmælt því, að þau lög, sem snertu hag keisaradæmisins væru fyrirfram athuguð í sameiningu af Finnlandsráðgjafa og ríkisráðgjöfunum. En annars segja þau, að það sé ekki tilgangur Rússlands að skerða í neinu rétcindi Finnlands. Finnska stjórnin hefur nú sagt af sér. Sjónleikar. Leikfélag Reykjavfkur er nú byrjað á nýjum sjónleik eptir þýzkt leikritaskáld all-frægt Ernst v. Wildenbruch, er andað- ist 16. janúar síðastl. 64 ára gamall , (sbr. 7. tbl. Þjóólfs 12. febr.). Leikrit þetta heitir á þýzku „Die Ra- bensteinerin" (á íslenzku „Hrafnabjarga- tnœrin'‘) og mun vera síðasta leikrit höf- undarins (prentað 1907). Wildenbruch var í miklu áliti sem sjónleikaskáld og líktu margir honum við Schiller. En rit hans hafa ekki náð mikilli útbreiðslu utan Þýzkalands, þvf höf. er of mikill Þjóðverji til þess. Leikrit hans flest eru lofsöngur þýzkrar herfrægðar, hreysti og ættjarðar- ástar að fornu og nýju, svo það varengin furða, þótt Þjóðverjum féllu þau vel í geð. Þau voru hold af þeirra holdi og bein af þeirra beinum að þessu leyti. Leikrit þetta, »Hrafnabjargarmærin", er í riddarasögubúningi, efnið sótt til mið- aldanna, þá er ræningjaforingjar í af- skekktum og víggirtum köstölum rændu vegfarendur fé og fjörvi og héldu nágrenn- inu í heljargreipum, svo að enginn gat um frjálst höfuð strokið nema með sér- stöku leyfi foringjanna. Það er naumast hægt að ætlast til þess að Leikfélagið geti til fulls ráðið við svona lagaðan leik, sem einmitt er saminn fyr- ir þaulvana leikendur með öllum þeim leiksviðs útbúnaði, er beztu leikhús stór- þjóðanna hafa tök á. Má nærri geta, að sllkur leikur nýtur sín betur á þann hátt, en hann getur notið sín hér, þar sem flest þau skilyrði vanta, er til þess út- heimtast, að hann takist þolanlega. En samt má segja Leikfélaginu það til hróss, að því tekst furðanlega með leik þennan, eptir þeim föngum sem það hefur. Efni leiksins virðist óþarft að rekja. Þeir sem eiga kost á að sjá hann þurfa þess ekki við og þeir sem ekki sjá hann, hafa ekk- ert gagn af því. Ætti að nefna nokkur sérstök hlutverk, er svo vel hafi tekizt að orð sé á gerandi, eru þau að vísu harla fá, en meðal þeirra mætti þó geta Hrafnabjarga- mærinnar sjálfrar, er ungfrú Gúðrún Ind- riðadóttir leikur. Það er aðeins á stöku sfað, sem leikur hennar verður óeðlileg- ur, en yfirleitt má hann góður kallast. Jens Waage leikur og allvel unga kaup- manninn Bartolomeus Welzer (yngra) og ungfrú Emilia Indriðadóttir leikur eink- ar vel hina dramblátu, þóttafullu Úrsulu Melber. En andlitsmálningin á henni er ekki rétt góð. Það ber t. d. of mikið á því að hún hefur „falsnef". Þjóðborg gamla er vel leikin af frú Efemíu Waage, og af sveinum Hrafnabjargarriddarans er Úlfur (Jónas H. Jónsson) beztur og yfir- leitt vel leikinn. Bartolomeus Welzerhinn eldri (Árni Eiríksson) minnir of mjög á „Bóndann á Hrauni", í útliti og limaburði. Það þyrfti að breyta gerfi þessa kaup- manns enn meir frá Sveinunga-gerfinu en gert hefur verið. Annars leikur Árni hlutverk sitt vel. Frú Stefanla er óvenju- lega ástrík móðir og á líklega að vera það eptir leikritinu, en full blíðlát virðist hún þó vera við drenginn sinn (Jens Waage) svo mjög sem hann er þó af barnsaldri kominn. Prestkosning er um garð gengin í Staðarhólsþingum og hlaut kosningu séra Sveinn Guðmunds- son verzlunarmaður í Skarðstöð, fyrrum prestur í Goðdölum. Jarðskj álpta varð vart í Biskupstungum aðfaranótt- ina 23. f. m. um kl. 33/4 árd., og var kippurinn allharður og stóð um eina mín- útu. Varð hans vart á flestum bæjum í sveitinni. Aðfaranóttina 26. og sömuleiðs aðfaranóttina 27. f. m. fundust og kippir, en þeir voru minni en hinn fyrsti. Fyrsta kippsins varð einnig vart á flestum bæj- um í Laugardal. Jarflakaup. Vigfús Guðmundsson óðalsbóndi f Haga í Eystrihrepp hefur keypt 2/3 hluta Eng- eyjar af Bjarna trésmið og dbrm. Jóns- syni í Rvík fyrir 32,000 kr., en upp 1 það hefur Bjarni tekið jörðina Haga á 9000 kr. Smásöguna „Sigurbjörn sleggju", eptir Guðmund Magnússon skáld, hefur Heinrich Erkes fræðimaður í Köln þýtt á þýzku („Rauf- bold Sigurbjörn") og er hún prentuð í blaðinu „Rheinischer Hausfreund" 11. f. m. Erkes hefur áður snúið fleiri sögum Guð- mundar á þýzku. Sr. Úiafur Ólafsson fríkirkjuprestur hefur tekið aptur umsókn sína um annað prestsembættið við dóm- kirkjuna. Þér hafið, herra ritstjóri, tekið það réttilega fram í innganginum fyrir síðusturitsmíð L.P. um aðflutningsbannið, að mál þetta sé svo þyðingarmikið, að ekki megi ræða það einhliða, og vona eg þess vegna, að yður sé ekki á móti skapi, að flytja í blaðinu nokkrar athugasemdir við áminsta grein. (Þjóðólfur 2.tbl. 1909). Eg þarf ekki að svara L. P. orði til orðs, því bæði hefur hann gert grein fyrir því, að hann ætli ekki að »fara út í neitt þref«, um mótmæli þau, sem komið hafa lram gegn fyrri ritgerðum hans um málið, svo mér þykir sennilegt, að hann hafi fallist á þau, að undanskildum þeim at- riðum, (»nokkrum stöðum«) þar sem hon- um finnast þau á engum rökum byggð, og í öðru lagi hefi eg ekki beinlínis tek- ið þátt í ritdeilunni við L. P., svo að eg þurfi að halda uppi svörum fyrir því, sem hann nú þykist vera að hrekja. Eg vil biðja lesandann athuga það, að þó L. P. segi það máske satt, að þeir sem á móti honum hafa ritað, séu allir sammála um, að »leggja áfengistollinn, (o: það sem honum svarar af tekjum land- sjóðs) á nauðsynjavöru«, þá er þetta eng- in stefnuskrá vor aðflutningsbannsvina, og eg fyrir mitt leyti hefi í »Austra« síðastl. vor og sumar bent á aðra aðferð. Til viðbótar við það, sem eg þar hefi sagt, skal eg bæta því við hér, að eg vil láta þennan hluta skattanna — eins og yfir- leitt alla skatta eða flesta, — koma niður á gjaldþol landsmanna hlutfallslega, sem beina skatta með stighækkun allmikilli í stað þess að nú kemur megnið af skött- unum niður á neytendur tollvörunnar og má segja að fari stighækkandi eptir því sem fjölskylda gjaldandans er stærri, að minnsta kosti hvað kaffi og sykurtoll snertir. Það er því langt frá mér, að vilja fjölga tollskyldum vörum eða að inn- leiða »faktúrutoll« því hvortveggi hlýtur að koma harðast niður á þeim, sem flest- um hafa fyrir að sjá til fata og matar. En þó nú svo færi, að eitthvað af sköttum landsins, sem á þarf að leggja, þegar áfengistollurinn hverfur úrsögunni, kynni að koma óréttlátlega niður á gjald- endur, líkt og allir tollarnir gjöra nú, þá get eg ekki fallist á, að það sé árás á ssaklausa menn«. Hverjir eru sak- lausir, þegar um skatta til landsjóðs, — til almenningsheilla, þarfa og þrifa — er að ræða? Aðra fjarstæðu fer höfundurinn með, þegar hann segir, að þ e i r (c: aðflb.vinir) vilji að vínneytendur skapi þessa skatta« — á saklausa menn — Hvað er hugsunarvilla, ef ekki þetta? Þarfir landsins skapa skattana, en heill og framfarir þjóðarinnar skapa þarfirnar. Væri nokkuð hæft í því, sem L. P. segir, þá mætti eins vel bregða L. P. sjálfum, öllum bindindismönnum og yfirleitt öllum, sem spara við sig einhverja tollvöru, að þeir »skapi skatta á saklausa menn«, því fái landsjóður ekki nægar tolltekjur þá verður að hækka tollana eða leggja á menn nýja skatta. Þetta hefir reynslan sýnt undanfarin ár. L. P. reynir því næst að draga þá J. Stuart Mill og W. Goldstone með sér út í moldviðrið. Því miður hefi eg ekki tök á að athuga hvort L. P. tilfærir ummæli Mills rétt, því eg hefi ekki rit hans við hendina, en grunsöm þykir mér þau; eg vil þó taka þau, — eins og þau eru þarna, — sem góða og gilda vöru, því L. P. segist til- færa þau orðrétt. Mér vitanlega hafa engir bannlagamenn haft á móti því, að áfengissala sé »verzl- un« — »sem vér höfum á móti —« né því, að slík verzlun sé ekki »íhlutun í frelsí seljanda og neytanda« og auðvitað er það rétt hjá Mill, að ríkið gæti eins vel bannað mönnum að drekka, eins og að fyrirgirða vínsöluna á annan hátt; en slíkt bann, gerði ekki sama gagn, næði svo miklu síður tilganginum, sem er: að útrýma ofdrykkjunni og allri freisting til hennar úr 1 a n d i v o r u. Það að hvorki Mill né Gladstone stungu upp á aðflutningsbanni meðan þeir voru á dögum, sannar álíka mikið eins og það að hvorki Schierbeck, Jónassen eða Guðmundur Björnsson hafa stungið upp á þvl, að banna með lögum skottulækn- ingar og undralyf. L. P. er þó víst kunn- ugt um, að þessir þrír landlæknar og á- gætismenn í sinni grein, álíta hvorugt þetta til þjóðþrifa, heldur miklu fremur hið gagnstæða, þó til kunni að vera heið- arlegar undantekningar. Almenningsálitið hefur haldið dauða- haldi í bæði skottulæknana og undralyfin llkt og til skamms tíma 1 áfengið. Nú hefur almenningsálitið snúizt á móti á- fenginu og þessvegna er réttmætt og sjálf- sagt að það falli úr sögunni — og þó fyr hefði verið -— og ekki er ómögulegt, að sá dagur kunni að koma, er dómurinn gengur yfir skottulæknana og kynjalyfin. (Niðurl.).

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.