Þjóðólfur - 12.03.1909, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 12.03.1909, Blaðsíða 4
44 ÞJOÐULFUR Hinn ii. janúarsíðastl. andaðist að Feðg- um í Meðallandi Guðmundur Eyjólfsson fyr á Grímsstöðum í sömu sveit, þar sem hann bjó allan sinn búskap. Föðurætt hans var á Austurlandi. Afi hans, Þorvarð- ur að nafni, fluttist að austan og Eyjólfur faðir Guðmundar sál. bjó sinn búskap á Grímsstöðum og svo Guðmundur eptir hann. Guðmundur sál. var á sínum ýngri árum afburðamaður að karlmennsku og kjarki og að mörgu leyti merkur og ein- kennilegur maður, ffemri flestum að hreinlæti og vandvirkur í verkum þeim er hann lagði hönd á, allvel menntað- ur eptir þeim hætti, er þá gerðist og skrif- aði einkar læsilega rithönd. Hversdaglega var hann skemmtinn og viðmótsgóður á að hitta. Gestrisinn og glaðlyndur, enþó orðvar og dulur 1 þeim hlutum, er hann vildi eða var beðinn að leyna. Sérstak- lega áreiðanlegur og skilvís í viðskiptum. Hann var nokkuð víða þekktur; þótt hann dveldi hér í bygðarlagi allan sinn aldur, ferðaðist hann þó talsvert hér um land syðra og eystra, komst t. d. austur í Múlasýslur, tór þangað nokkrar póstferðir undir nafni annars, og öðrum sinntim til funda við skyldfólk sitt þar eystra. Guðm. sál. var kvongaður maður og bjargálna á fyrri búskaparárum sínum, en efni hans gengu til þurðar á síðari árum, enda hafði hann við marga erfiðleika að stríða. Hann varð ómagamaður og missti konu sína á bezta aldri. Sömuleiðis má geta þess að hann flutti byggð sína aptur og aptur und- an áföllum af völdum náttúrunnar, er á- býlisjörð hans Iá undir (sandfoki), er allir skilja að hefir haft mikinn kostnað í för með sér. Eptir missi konu sinnar átti Guðm. sál. opt erfitt. Var einsamall í húsum sínum öðru hvoru. Af eptirlifandi börn- um hans mnð konunni eru 2 dætur á Austurlandi, og sonur hans er Guðni borgari á Dýrafirði vestra, er hann átti með Margréti Sveinsdóttur skáldkonu, ætt- aðri af Austurlandi. Hið 4. barn hans er hér í sveit, piltur 8 ára að aldri, Sigurður að nafni. Á sveit var Guðm. sál. hér 6 ár hin síð- ustu æfi sinnar, er hann var blindur orð- inn. Hann var kominn um áttrætt, er hann lézt. ”/»• 1909. Einn af kunningjum hins látna. Veðurskýrsluágrip frá 5. marz lil 12.. marz 1909. febr. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 5- H- 8,4 +" 7,5 -j-16,9 ~I2 2 +-13,0 +- 6,9 6. -r- 1,8 +- 5,i •+■ 5,o +- 5,8 +- 7,o +- 2,5 7- -T- 2,0 -r- 1,2 +- 9,8 +- 9,5 +- 9,° +- 3+ 8. + 0,5 -r* 0,1 +- 1,0 +- 1,0 +- 8,0 +- 6,5 9- + 0,2 -F 2,5 +- 3,3 +- 4,5 +- 5+ +- i,9 TO. + 0,6 + 1,0 +- i,7 +- i,5 +- 5>° +- 1,8 11. + 2,6 -F 0,5 + i,9 +- i,7 +- 4,5 -f-0,3 12. + 3.6 + 3,7 + 3,8 +- 1,8 +- 3,6 +- 2,8 Stjórnvalda-birtlngar. Skuldum skal lýsa í dbúi Þorsteins hrepp- stjóra Bergmanns á Saurum innan 6 mán. frá 25. f. m. Nauðungaruppboð auglýst á húseign Benédikts kaupm. Stefánssonar í Ólafsvík 24. apríl, húseign „Vinaminni" á Seyðis- firði 24. apríl, húseign nr. 17 við Lauga- veg 19. þ. m., smíðahúsi nr. 13 við Ný- lendugötu 25. þ. m. og jörðinni Kirkjufelli í Eyrarsveit og fiskiskipinu „Guðrúnu" eign Jóhannesar Sveinssonar á Kirkjufelli 23. apríl. Laxveiðin fyrir landi jarðarinnar »Knútskot« í Mosfellssveit, fæst leigð yfir næsta sumar, ef samið er fyrir lok þ. m. Rvik “/« 1909. Grísli Þorb|ariiarson. Aug•lýsing•. Hér með er skorað á alla þá, er skulda dánarbúi Halldórs Steins- sonar skipstjóra hér í bænum, að borga skuldir sínar til undirritaðs innheimtumanns búsins, eða semja við hann um greiðslu þeirra sem fyrst. Rvík 4. marz 1909. Grísli ÞorbJarnarMon. tbúðir fyrir einhleypa til leigu frá 14. maí í Grjóta götu 14. Góð jörð fæst í skiptum fyrir hús í Reykja- vík. Gtísli Þorbjarnarson. D1 KT er óraótmælanlega bezta og langódýrasta A 11 líftryggingarfélagið. —Sérstök kjör fyrir bíndindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. AJlir ættu að vera liftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. 1). 0STLUND. Rvik. Jorð fæst keypt og í skiptum fyrir góða húseign í Reykjavik, ef um semur. Gísli Þorbjarnarson. Sjómenn. Gleymið ekki að líftryggja yð- ur, áður en þér leggið út á sjó. Það er skylda yðar gagnvart yð- ar nánustu. í seinni tíð hefur Lífsábyrgðarfél. „DAN“ útborgað margar þúsundir króna til vandamanna eptir látna, íslenzka sjómenn, enda er það félag hið lang-ódýrasta og frjálslegasta líísábyrgðaríélag, sem starfar á Norðurlöndum. Eitt, sem hefur alveg stórkostlega þýð- ingu fyrir sjómenn, er það, að í »Dan« er hægt að láta trygg- ingarnar ganga í gildi undir- eins þegar iðgjaldið fyrir fyrsta tímabilið er greitt umboðsmanni hér, en önnur félög láta trygg- ingarnar fyrst ganga í gildi eptir að svar er komið frá útlöndum. All- ir sjá, hvílíka þýðingu það hefur, sem »Dan« í þessu efni býður. Sjómenn þurfa að vera vissir um gildi trygginga, áður en þeir leggja út. — »DAN« hefur áunn- ið sér almenningshylli þau ár, sem félagið hefur starfað hér, og fengið margfalt meiri útbreiðslu en önnur félög á sama tíma. Vér segjum enn einu sinni: Sjómenn, gerið alvöru úr því að tryggja yður, áður en þér farið út. Aðalumboðsmaður þessa fjelags er Davíð Ustlund, Þingholts- stræti 23. Leikfél, Reykjavfkur. verður leikin í Iðnaðarmanna- húsinu tostudag 12. og laugardag 13. þ. m. Verzlun yisg. 6. 6unnlaugssonar S Co. AuMturstræti 1 (á móti Hótel ísland) hefur nú fengið 7 teg. einbr. bl. lérept frá 0,18—0,32. Margar teg. tvíbr. lakalérept. Þríbreitt, lérept í undirlök. Fleiri teg. tvisttau og ftonel, og framúrskarandi góð og fögur Stumpasirz. SJ0L. Nýkomið mikið úrval af hinum eftirspurðu, lallegu og ódýra lamasjölum. Dömuklæði, mikið úrval, frá 1,60—4,00 pr. alin. Silkisvuntur, sinekksvuntur hvítar og misl. Barnasvuntur, peynur. sængurdúkar og léreft, margar tegundir. Kvenskyrtur, kvenbuxur, náttkjólar og nátttreyjur stærsta úrval, ódýrasta verð. Lítið í gluggana! Brauns verzlun „Hamborg1" AðalMtræti 9. Stnr leninnaspanaflir er það, eins og að undanförnu, að láta sauma föt sííi olimi í fiaiúastra 10 1L Þai' er allur saumaskapur leystur jafn vel af hendi og hjá öðrum. Snið eptir því, sem hver óskar, en stór- um lægra verð. Þar er útvegað allt, sem til fata þarf. Par er hægt að fá tækifæriskaup á fataefnum. Þar eru pöntuð allskonar fataefni með innkanpsverði. Par ern Iðunnardúkar á boðstólum. I’ar eru FÖT afgreidd fljótt og vel. Bankastræti 12. GIM. SIGDRÐSSÖN klæöskeri. Eitt kemur eðru meira! Svo má segja um þau hljóðfæri, sem eg útvega, — ORGEL og PIANO — sem reynslan sannar daglega að eru þau langbeztu, sem nú eru í boði hér á landi. £nda eykst eptirspurn og sala á þeim með hverjum degi. — Gerir það mönnum líka afarmikið hagræði, að eg hefi nú alltaf fyrirliggjandi fleiri tegundir þeirra liér á staðnum. Fjöldi vottorða, sem einrómá lofa gæði og gott verð þessara hljóðfæra, hefi eg með höndum; skal eg hér að eins birta eitt, — frá hr. dómkirkju- organista Brynjólfi Porlákssyni: Eg undirritaður hef reynt ORGEL-HARM. þau, er hr. Ás- geir Ingimundarson í Reykjavík útvegar, og get með góðri samvizku vott- að, að þau hafa alla þá kosti, sem góð bljóðfæri þurfa að hafa. Þau eru byggð úr því efni, sem reynsla er fengin fyrir, að er end- ingarbezt og þolir bezt misjafnt loptslag. Hljóðin eru óvanalega þýð og vel samsvarandi. — Mér er óhætt að fullyrða, að jafn yönduð og um leið ódýr harmonia hafa ekki áður ver- ið hér fáanleg. Reykjavík 18. desbr. 1908. Brynjólfur Porláksson. Gerið svo vel og leytið upplýsinga. Virðingarfyllst Ásgeir Ii 1 111111141 arsoii. Box 101. Telefon 243. Reykjavík. Rigandi og ábyrgðarmaður: Hannes í^orHteinsson. Prentsmiöjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.