Þjóðólfur - 19.03.1909, Page 1

Þjóðólfur - 19.03.1909, Page 1
Þ JÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 19. marz 19 09. M 12. Bókmeruatir. Igrúst Bjarnnson: Yflrlit yfir sögn mannsandan8. Anstnrlönd. Kostnaðarmaður Sigurður Krist- jánsson. 402 bls. 8. Þessi bólc er i. bindi af ritverki, er böf. hefur tekið sér fyrir hendur að semja um aðaldrættina í framþróunarsögu mann- kynsins, eða það sem hann kallar: yfirlit yfir vegferð mannsandans. Inngangur rit- verks þessa er ritgerð, er nefnist: »Anda- trúin og framþróun trúarbragðannac, er kom út fyrir rúmum 3 árum. I 2. bind- inu kveðst höf. ætla að lýsa andlegri sögu Grikkja og Rómverja, hinni kristnu kirkju og miðaldaspekinni, en í 3. bindinu heimspeki og vísindum endurreisnartíma- bilsins allt til loka 18. aldarinnar. Fjórða og síðasta bindið, er ræðirum heimspeki og vfsindi 19. aldarinnar, er þegar út komið. Þetta 1. bindi skiptist 1 5 aðalkafla. í ii. kaflanum ;(bls. 15—46) er skýrt frá Kín- verjum, kennifeðrum þeirra og Tao-trúnni. Næsti kafli,(bls. 47—148) er um Indverja, langt mál og all-ítarlegt um ýmislegan á- trúnað þeirrar þjóðar. Er þar lýst hinum svonefnda Asúra-átrúnaði, Devatrúnni, iheimspekinni indversku og Jainatrúnni, Búddatrúnni og Hindúatrúnni. ErBúdda- trúnni þar lýst sérstaklega nákvæmlega og getið ýmissa hinna fegurstu og göfug- ustu lffsskoðana, er Búddakenningin hefur að geyma. Þriðji kaflinn (bls. 149—188) er um Babelsbúa og Assyríumenn og birt- um vér hér dálítið brot úr honum: um hinar nýjustu rannsóknir í Mesopotamíu (milli stórfljótanna Evfrats og Tigris) til þess að örfa menn til að kynna sér bók þessa. Þar segir svo: „Vér höfum á þessum fornhelgu stöðvum að öllum líkindum fundið Eden það, er biblían greinir frá. Þar höfum vér og fund- ið sköpunarsögu, er svipar til sköpunarsögu Gyðinga, en er miklu eldri, sömuleiðis syndaflóðssögu, sem er að miklu leyti sam- hljóða frásögn biblíunnar; og loks höfum vér þar fundið bæ þann, Úr, er Abraham ættfaðir Gyðinga, kvað hafa hafið göngu sfna frá til Kanaanslands; og þar þykast loks sumir hafa fundið fyrsta frjóangann að guðstrú Gyðinga, Jahvenafnið á áletrunum babelskra fornminja. En því er ekki þar með lokið. Einnig þangað má rekja upp- runann að fjölgyðingstrú Grikkja. En það sem mest er um vert og er alveg áreiðan- legt, — frá þessum sömu stöðvum er tíma- tal vort runnið og hin mikla vfsindagrein, er stjörnufræði nefnist. Loks er þaðan runn- in trú sú, er sfðan barst út um allan hinn menntaða heim, sú trú, að vér úr stjörnunum gætum lesið forlög alls þess, sem er og lifir. Hvernig er nú umhorfs á stöðvum þess- um? Dalverpi, það hið mikla, er liggur milli fljótanna Evfrats og Tigris, leit bannig út að kunnugra mannn sögn fyrir og um ntiðja 19. öld: „Eyðimörk svo langt sem augað eygir, eintóm flatneskja með einstaka sandhólum hér og þar. Gangi menn uppá einhvern þessara hóla, sjáum vér blika á spegilflöt Evfratar, sem í einmanalegri há- tign reikar eins og konunglegur pílagrímur nm kyrlátar rústir horfinnar frægðar. Hallir allar og musteri, öll skrauthýsin eru orðin að sandi og ösku. í stað hinna svífandi ald- ingarða og hins fagra Edens við fljótsmynn- ið þekja nú reyrskógarnir mýrkennda fljóts- bakkana og einmitt þar, sem hinir herleiddu f Babylon sungu harmljóð sfn yfir Jerúsal- emsborg og slógu hörpur sínar, þar eru nú aðeins eptir grænar flatir hingað og þangað kringum sandhólana og lftilfjörleg þorp uppi á sumum þeirra, en í hinni trámuna- legu kyrð eyðimerkurinnar heyrast nú hvorki harmahljóð eða gleðióður." En einmitt sandhólarnir, sem engum gat til hugar komið að verið gætu af manna- völdum, geymdu allar fornminjarnar og þessa frægu sögu. Alstaðar gægðist sagan fram úr gleymskunni, en enginn kunni að lesa hana. Þorpsbúarnir tóku tigulsteina þá, er stungust út úr hólunum og voru alsettir einhverjum huliðsiúnum, og byggðu úr þeim kofa sína. Það var hið bezta byggingarefni, — eldfastur leir; eu hvað á þeim stóð, það gat engum til hugar komið. Svo bárust nokkrir af steinum þessum til Brezka safnsins f Lundúnum og þar kom þýzkur vísindamaður auga á þá. Hann gat þess strax til að þar sem slíkir steinarlægiu svo að segja ofanjarðar, hlyti meira að vera fyrir, og svo reit hann kunningja sínum frönskum manni, er Botta hét og átti að verða verzlunarfulltrúi Frakka í bænum Mósúl þar eystra og bað hann um að kanna þetta nánar. Og Botta var sá rétti maður. En hann átti við ramman reip að draga, tortryggni tyrkneskra yfirvalda og fáfræði almennings; — fyrstu vikurnar fann hann þar að auki ekkert. En svo kom litari einn frá þorpi einu skammt þar frá, er nú nefnist Korsabad og spurði hverju hann væri að leita að. Og er þeir sögðu honum, að þeir væru að leita að brendum leirtöflum með áletrunum,sagði hann þeim að koma til síns þorps, þar væri nóg af því dóti í sandhólnum, er þorpið stæði á. Og það stóð heima. Botta fór að grafa og ætlaði nú ekki að trúa sínum eigin augum. Hann fann þar heila konungshöll með eitthvað á annað hundrað herbergjum, alsetta hinum dýrustu alabastursmyndum meðfram veggjunum og nóg af áletrunum. Höllin sagðist sjálf heita höll Sargons Assyrfu-konungs. Þetta var árið 1843. Nú hlupu fræðimenn ýmissa menntaþjóða upp til handa og fóta og fóru ' að rjúfa sandhólana. Sá sem mest varð ágengt var Englendingurinn Layard. Hann komst í rústir Niniveborgar beint á móti Mósúl og gróf þar upp heilt bókasafn á leirtöflum, bókasafn Assúrbanipals (Sardanapals) árið 1850. Bókasafn þetta var 22 þúsund rit að stærð og var allt flutt til Lundúna. Og nú fóru menn að reyna til að lesa leirtöflur þessar. En þá vandaðist málið. Aldrei ætluðu menn að komast fram úr þótt ekki væri nema einföldu mannsnafni, svo rétt væri. Því að auk þess sem það var ritað með fleygrúnum var það á óþekktu máli og það jafnvel stundum á fleirum en einu máli, sem enginn skildi. En — þol- inmæðin þrautir vinnur allar, vísindamenn- irnir lásu og lásu og loks kom eldraun sú, er styrkti þá í trúnni. 1857 var ýmsum Assyríufræðingum sent eptirrit af sömu leir- töflunni og áttu þeir að lesa hana og út- skýra sinn í hvoru lagi. Viti menn, þegar þeir báru saman bækur sínar, bar þeim öllum saman. Þá var björninn unninn og nú fóru menn að lesa sér til gagns. En Ieirtöflur þessar, sem eru misjafnlega gerð- ar, misjafnlega ritaðar og sumar mölbrotn- ar, svo að lesa verður saman molana, eru ekki fljótlesnar; og það er nú eitthvað um 100,000 eintök af slíkum leirtöflum í Evrópu einni saman, auk þess sem flutzt hefur nú nýlega til Amerfku, svo að menn eru ekki búnir að lesa nema lítið brot úr þessari miklu sögu, en þó svo mikið, að það má fara að ráða í samhengið og sumstaðar eru heilir kaflar þegar lesnir. Þó er bezt að fara varlega með lesturinn að sinni, þvf að alltaf er að fyllast í eyð- urnar og skörðin og ýmsu þar nú þegar að víkja við, sem var of hraðlesið í fyrstu. Því verður hér ekkert til týnt nema undan og ofan af, og þá helzt það sem áreiðanlegast þykir.---------« Fjórði kafl ritsins (bls. 189—228) er um Medíumenn og Persa og trúarbrögð þeirra (Zarathústra, Mazdatrúna o. fl.) Síðasti og lengsti kaflinn (bls. 229—399) er um Gyðinga og er þar fyrst ágrip af sögu þjóðarinnar, en því næst ítarleg frá- sögn um Gyðingdóminn og kristindóminn. Er þar eflaust ýmislegt í skoðunum höf., er klerkdómurinn fslenzki samsinnir ekki, en ekki hnekkir það gildi skoðananna í sjálfu sér, því að guðfiæðingum hættir við að líta nokkuð einhliða á trúarbrögð- in i heild sinni, og eru auk þess bundn- ir við ákveðnar kreddur, er ekki má frá víkja. Það er mikill fróðleikur fólginn í bók þessari, og efnið hvorki svo flókið né einhliða, að meðalgreindir alþýðumenn geti ekki haft full not þess. Málið á þessu bindi er yfirleitt mun betra en á 4. bindinu, þótt ýmislegt megi að vísu enn að því finna, en þess verður naumast krafizt f svona löguðu riti, sem er hið fyrsta þess kyns á íslenzku að kalla má að málið sé gullaldarmál. Bókin er nyt- semdarbók og mikið starf, sem liggur til grundvallar fyrir samning hennar svo að höf. á þakkir skilið fyrir hana og ætti að geta gert sér von um svipaðan fjárstyrk og áður til að geta lokið verkinu. Alþingi. y. Fjárlögln komu til framhalds 1. umræðu á mið- vikudagsmorguninn var, og urðu litlar um- ræður, því að framsögumaður nefndar- innar (Björn Jónsson) fann ekki ástæðu til að nota þetta tækifæri, að finna að gerðum fráfarandi stjórnar, þar sem það hefði nýlega verið gert (23. f. m.). Nokkrar orðahnippingar urðu samt milli hans og Jóns Ólafssonar, er fann ýmislegt að áliti nefndarinnar, og kvaðst hafa bú- izt við, að á því sæist hvaða fjármála- stefnu hin nýja stjórn ætlaði sér að taka. En Björn Jónsson kvað enga nýja stjórn enn vera skipaða, svo það kæmi því eigi til mála, að ný fjármálastefna kæmi fram í þetta sinn. Önnur umræða fer iram í dag og á morgun, og er búizt við að henni verði lokið annað kveld, áður en forsetarnir fara utan. Eiðar og dreugskaparorð. Svohljóðandi frv. flytja þeir Jón Þor- kelsson og Benedikt Sveinsson: 1. gr. Hverjum þeim manni, er sam- kvæmt lögum ber skylda til þess að bera vætti fyrir fslenzkum dómstól eða annars kostar, þar sem eiður er unninn, ejr skylt að staðfesta skýrslu sína eða framburð, ef þess verður krafizt, á þann hátt er lög þessi greina. 2. gr. Þeir menn, er opinberlega telj- ast til einhvers kristins trúarfélags, skulu vinna eið að framburði sínum með því- lfkum orðum: Það segi eg guði, að fram- burður minn fyrir dómi hér í dag er að öllu leyti fullum sannleik samkvæmur. Guð sé mér hollnr sem eg satt segi, gram- ur ef eg lýg- 3. gr. Þeir menn, sem teljast eigi opin- berlega til neins kristins trúarfélags, skulu staðfesta skýrslu sfna með því, að leggja þar við sæmd sína og drengskap, og sé þeim eiður stafaður á þvílíkan hátt: Svo skýt eg máli mfnu til sæmdar minnar og samvizku, og svo vil eg sjálfur framast sanninda njótandi verða af öðrum mönn- um, sem eg fer með fullan sannleik um það, er nú hef eg flutt og fram borið. Þetta vitni ber eg fyrir engra muna skyld, heldur sökum rétts máls og sanninda. Njóti eg svo drengskapar míns og mann- orðs sem eg sattsegi. Níðingur ef eg lýg. 4. gr. Aður eiður sé unninn eða dreng- skapur lagður við til hæstu sanninda, ber dómara að brýna fyrir þeim, er eiðinn vinna eða drengskap við leggja, þýðing hvorstveggja. Eiðvinning og viðlagning drengskapar fer eigi fyr fram en eptir að vætti er borið. 5. gr. Eiðvinning og viðlagning dreng- skapar hafa að öllu sama gildi að lögum. Á þeim er og samur ábyrgðarhluti að lögum. 6. gr. Nú eru úrslit sakar látin vera undir því komin, að annarhvor málsaðila vinni eið eða einhver annar í þeirra stað, og og skal þá fylgt reglum 2. og 3. gr. (sbr. 4. gr.) laga þessara með þeim tilbreyting- um, sem atvik heimta. 7. gr. Eiðsdómur skal vera orðaður á þá leið, að málsaðili vinni annaðhvort eið eða leggi drengskap sinn við sann- indi þess, er í eiðstaf hans kom. Dómari eiðstöku úrskurðar, hvort fylgt skuli 2. eða 3, gr laga þessara. 8. gr. Með lögum þessum er úr gildi felld tilskipun frá 22. sept. 1846. Nefnd: Jón Þork., Jón Ól., Skúli Th., Sig. Gunn., Einar J. Bókasafn Yesturlands. Sig. Stefánsson flytur frv. um að flytja amtsbókasafnið úr Stykkishólmi til ísa- fjarðar, að undanskildum útlendum bók- um, sem eru gefnar út fyrir 1885. Skal sameina það bókasafni Isafjarðarkaup- staðar, en þær bækur, er safnið á í 2 eintökum eptir sameininguna, skal annað þeirra fara til bókasafnsleifanna 1 Stykkis- hólmi. Nefnd: Sig. Stef., L. H. Bj., Sig. Hj. Þjóðjarðasala. Jón Ólafsson og Benedikt Sveinsson flytja frv. um að seld þjóðjörð, er gengur úr sjálfsábúð næstu 10 ár, skuli landsjóður hafa forkaupsrétt á, gegn því að endur- gjalda það af kaupverðinu, er greitt hefur verið, og jarðabætur og önnur mannvirki, er gerð hafa verið, eptir mati óvilhallra manna. Landstjórnin skal eptir 3 mánuði segja til, hvort landsjóður vilji neyta kaup-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.