Þjóðólfur - 07.04.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.04.1909, Blaðsíða 1
Þ JQÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 7. apríl 1909. JS 15. Alþingi. VIII. Tj árlagafrumtarpið var afgreitt frá neðri deild á laugar- daginn var og skal hér getið helstu breyt- inganna, sem orðið hafa á frumvarpi stjórnarinnar i meðförunum í neðri deild. Tekjuhallinn á næsta fjárhagstímabili er nú áætlaður í frumvarpinu 360 þús. kr. eða 12 þús. kr. meiri heldur en í frumvarpi stjórnarinnar. í rauninni heíur deildin þó farið lengra heldur en þetta fram úr stjórninni i kröfunum til lands- sjóðs, því að útgjöldin eru nú allsáætluð A fjárhagstímabilinu 3 milj. 15 þús., eða 54 þús. kr. hærri heldur en í stj.frv. Að tekjuhallinn er samt ekki meiri kemur til af því, að tekjuáætlunin hefur jafnframt verið hækkuð um 42 þús. kr. (ábúðar- og lausafjárskattur um 6 þús., húsaskattur um 2 þús., pósttekjurnar um 10 þús. og óvissar tekjar um 24 þús. kr.). Ennfremur hafa ýmsar fjárveitingar verið fluttar úr fjárlögunum yfir i fjáraukalög 1908— 1909, enda hafa útgjöldin í þeimhækkað i neðri deild um 36 þús., upp i 170 þús. kr. Greiðslur vaxta og afborgana af */2 milj. kr. láninu, sem tekið var um áramótin síðustu hjá ríkissjóði Danmerkur, eru hækk- aðar um nærri 15 þús. kr. á næstu 2 ár- nm, en fara siðan lækkandi, í stað þess að í stj.frv. var gert ráð fyrir jöfnum greiðslum á ári allan afborgunartímann. Útgjöld við læknaskipunina hafa verið hækkuð um 15 þús., svo að þau verða nærri 200 þús. kr. Styrkur til sjúkrahúsa og sjúkraskýla hækkaður um helming, úr 1500 kr. upp í 3000 kr. og bætt við 3 nýjum fjárveitingum, 10 þús. kr. síð. árið til reksturskostnaðar heilsuhælísins á Víf- ilsstöðum, 2000 kr. f. á. til aðgerðar sjúkrahússins á Akureyri með því skilyrði, að Akureyrarkaupstaður og Eyjafjarðar- sýsla taki að sér að fullu viðhald spítal- ans framvegis, og 1500 kr. utanfararstyrk f. á. handaAndrési héraðslækni Fjeldsted til að fullkomnast í augnlækning og eyrna. Útgjöldin til samgöngumálanna hafa verið færð niður um 13 "/2 þús. Þau eru áætluð alls 1 milj. 65 þús. kr. Útgjöld til vegabóta eru hækkuð um rúml. 30 þús. kr., upp í rúml. 280 þús. kr., 10 þús. kr. fjárveiting síðara árið til Reykjadalsbrautar er flutt yfir á fjárauka- lög til þess að koma sem fyrst brú á Laxá, og sömul. 10 þús. kr. til Grímnes- brautarinnar, en f. á. er bætt við í fjár- lögunum n þús. kr. fjárveitingu til Hún- vetningabrautar frá Blönduósi vestur að Víðidalsá. í burtu er felld 4000 kr. veit- ing f. á. til þjóðvegar á Völlum í Suður- Múlasýslu, en bætt við 10 þús. kr. f. á. til brúar á Laxá i Hornafirði og 5 þús. kr. síð. á. til þjóðvegar frá Laxá að Bjarna- nesi, ennfremur 1000 kr. f. á. til þjoð- vegar frá Ljárskógum tjl Svínadals, og hækkuð veiting til annara þjóðvega um 5 þús. kr. í þvi skyni, að fjölgað verði vörðum á Þorskafjarðarheiði og bætur verði gerðar á veginum milli Þingvalla og Geysis. Þá vill n.d. veita 300 kr. hv. á. til uragferjuhalds á Lagarfljóti, 5000 kr. f. á. til Hvammstanga kaupstaðarvegar, 2000 kr. f. á. til akvegar frá Dalvik inn Svarfaðardal, 2000 kr. f. á. til Breiðdals- vegar, 4500 kr. til brúar á Hölkná í Þistil- firði og 10 þús. kr. til brúar á Sandá í Þistilfirði. Af ritsímafjárveitingum er sleppt 68 þús. kr. til þess að strengja talsíma milli Borð- eyrar og ísaíjarðar, en inn er sett ný veit- ing til Siglufjarðartalsíma frá Vatnsleysu 25 þús. kr. gegn 10 þús. kr. tillagi frá hlutaðeigandi hécuðum, og Stykkishólms- síminn hækkaður um 6 þús. og ætlazt til að hann verði lagður frá Borgarnesi, en ekki frá Búðardal. Útgjöldin til kirkju- og kennslumála hafa hækkað um rúml. 8 þús. kr. Viðbót við eptirlaun fátækra presta og prestsekkna hefur verið hækkað um 500 kr. á ári upp í 4000 kr. Við læknaskólann er bætt 300 kr. á ári, þóknun til Þórðar Sveinssonar fyrir kennslu i lagalegri læknisfræði, en þókn- un fyrir aukakennslu á lagaskólanum er færð niður um 1000 kr. á ári (niður i 800 kr.). Styrkur til kvennaskólans í Reykjavík til kaupa á húsbúnaði o. fl. er færður niður um þriðjung (niður í 2000 kr.). Ennfremur er annar styrkur til sama skóla færður niður um 2000 kr. á ári.enstyrk- urinn til kvennaskólans á Blönduósi færð- ur upp um nálegu 2000 kr. á ári, svo að þeir eru nú báðir jafnir (hafa 3000 kr. styrk og 2000 kr. námsstyrk). Styrkurinn til gagnfræðaskólans í Flens- borg hefur verið hækkaður um helming (upp í 7000 kr. hv. á.) og auk þess veitt nokkurt fé til viðgerðar f. á., og styrkur til unglingaskóla utan kaupstaða hækkað- ur um 1500 kr. hv. á. Loks er bætt við styrk til Ingibjargar Guðbrandsdóttur til að veita stúlkum leik- fimiskennslu 480 kr. á ári. Útgjöldin til vísinda og bókmennta eru hækkuð um 21 þús. kr. upp í 144 þús. Styrkur Sigfúsar Blöndals til dansk-ís- lenzkrar orðbókar er lækkaður um helm- ing niður i 300 kr. hv. á., og styrkurinn til Boga Melsteðs felldur burtu síð. á. Aftur á móti er styrkurinn til Þorsteins Erlingssonar hækkaður um 700 kr. (upp i 1500 kr.), til Guðm. Magnússonar um 200 kr. (upp í 800), til Helga Jónssonar til mýrarannsókna um 300 kr. (upp í 1500). Ennfremur hefur verið bætt við þessum nýjum styrkveitingum: 1500 kr. á ári til Einars Hjörleifssonar, 600 kr. á ári til Guðm. skálds Guðmundssonar og 300 kr. á ári til Guðm. Friðjónssonar, 1000 kr. f. á. til Guðm. G. Bárðarsonar til utanfarar til jarðfræðisrannsóknanáms, 1500 kr. f. á. til ísólfs Pálssonar til utanfarar til að afla sér tekniskrar menntunar, 1000 kr. á ári til Jóns Ofeigssonar til að gera þýzk-ís- lenzka orðabók og 1200 kr. á ári til Ein- ars Jónssonar myndasmiðs. Útgjöldin til verklegra fyrirtækja eru hækkuð um 7 þús. kr. 27 þús. kr. fjár- veiting til byggingar skólahúss á Hólum hefur verið felld niður, en bætt við 20 þús. kr. byggingarstyrk til Eiðaskólans. Auk þess hefur verið bætt við nokkrum fleiri nýjum fjárveitingum: 1000 kr. á ári til húsmæðrakennslu á Eiðum, 1000 kr. á ári til Jónínu Sigurðardóttur til mat- reiðsluskólahalds, 2000 kr. á ári til Ung- mennafélags íslands til íþrótta og skóg- græðslu. Alþingiskosning-ar. Nefndin i því máli i e. d. vill ekki að eins færa kjördaginn heldur gera líka nokkrar frekari breytingar á kosningalögunum, að aukakjörskrá verði samin nokkru síðar heldur en aðalkjörskrá, ekki fyr en skömmu fyrir fardaga og hjúaskildaga, og að þegar svo ber undir, að frambjóðandi deyr áður en kosning fer fram, en eftir að framboðsfrestur er liðinn, þá megi annar bjóða sig fram í stað hans, efhelra- ingur af meðmælendura hins látna eru honum fylgjandi. Manntalið 1910. Jón Þorkelsson flytur þingsályktunartil- lögu um, að neðri deild alþingis skori á landsstjórnina, að hún gangist sjálf fyrir þvf að taka manntal það, er fram skal fara hér á landi árið 1910, og geri sjálf allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess, svo og að hún sjálf sjái um, að unnin sé úr því allur sá hagfræðislegi fróðleikur, sem þörf er á, en Hagfræðisskrifstofan (Stati- stisk Bureau) í Kaupmannahöfn sé upp héðan leyst af þeim starfa. t (Juðbrandsbiblía. Neðri deild samþykkti 5. þ. m. þings- ályktunartillögu Jóns Þorkelssonar um hana, er getið var í síðasta blaði. Löggilding Viðeyjar. Ágúst Flygenring hefur stungið upp á að bæta henni við aðrar löggildingar verzlunarstaða og hefir efri deild fallizt á það, en málið er ekki komið aptur fyrir neðri deild. Þinghlé vegna bænavikunnar var gert i fyrra dag og stendur yfir til þriðja í páskum. Fingmenn, þeir er eiga heima hér nærlendis hafa flestir farið heim til sín, sömuleiðis hafa þeir séra Eggert á Breiðabólsstað og Einar á Geldingalæk farið austur. Brlend tíðindi. Bandaríki Suðnr-Afríku. Það hefur óefað verið mjög viturlega rdðið af frjálslynda flokknum enska, þegar hann kom til valda, að veita Búaríkjun- um gömlu, Transvaal og Oranje, sem þeir lögðu undir sig í Búastriðinu, svo víðtæka sjálfstjórn sem þær brezkar nýlendur hafa fengið, er frjálsastar eru, svo sem Kanada, Ástralía ng Höfðanýlendan (Kapland). Það virðist svo sem rigurinn gagnvart og óttinn við Englendinga hafi rénað mik- ið hjá Búunum hollenzku við þetta, svo að þeir eru nú miklu fúsari en áður að blanda reitum sinum saman við þá og gera félagsskap við þá á grundvelli jafn- réttisins. Fyrir nokkru völdu allar sjálfstjórnar- nýlendurnar i Suður-Afriku (Höfðanýlenda Natal, Oranje og Transvaal) millilanda- nefnd til að ráðgast um bandalag á milli nýlendnanna í líkingu við það, sem er i Kanada ng Ástralíu. Nefnd þessi lauk störfum sínum fyrri hluta febrúarmánað- ar og kom með frumvarp til sambandslaga sem nú verður lagt fyrir þing allra ný- endnanna, en þau áttu að koma saman siðast í fyrra mánuði (marz). Frv. gerir ráð fyrir, að allar nýlendurn- ar sameinist í bandalag eða bandaríki er er nefnist Suður-Afríka og lýtur brezka rikinu. Stjórnin verður i höndum land- stjóra með ráðaneyti og þings í tveimur deildum. Laun landstjóra eiga að vera 180 þús. kr. um árið. Sambandið ræður yfir öllum þeim málum, sem ekki eru bein- línis ákveðin sérmál hinna einstöku ný- lendna, en auk þess getur það bæði þrengt og fært út sérmálasviðið. Sérmálum nýlendnanna stjórnar ný- lendustjóri, sem skipaður er af landstjóra, með ráðaneyti og þingi. Það ereinkenni legt, að ráðaneyti þessi eiga ekki að vera valin at meiri hluta þinganna, heldurmeð hlutfallskosningu, svo að i stjórn nýlendn- anna verða æfinlega menn úr ýmsum pólitiskum flokkum. Það sem nefndin átti örðugast með að verða sammála um, var hver skyldi verða höfuðborg sambandsríkisins, því að allar nýlendurnar vildu gera sína höfuðborg að aðalhöfuðborg. Loks varð endirinn sá, að málum var miðlað, þannig að stungið var upp á að láta sambandsstjórnina sitja i Pretoriu (í Transvaal), en sambandsþingið í Höfðaborg og hæstarétt i Bloemfontein (í Oranje), en annars átti að bæta höfuðborg unum í Oranje og Natal skaðann með þvf að borga fyrir þær nokkurn hlutaaf skuld- um þeirra. Bæði málin, enska og hollenzka, eiga að verða jafnrétthá í sambandsrikinu. í öldungadeildinni eiga að sitja 8 kjörn- ir menn úr hverri nýlendu (valdir af þing- inu og stjórninni þar) og 8 menn valdir af landstjóra til 10 ára. Þó deildin sé nefnd öldungadeild þurfa meðlimir henn- ar ekki að vera eldri en 30 ára. f full- trúadeildinni eiga setu 121 fulltrúar og er þeim skift á milli nýlendnanna i hlutfalli við tölu fullorðinna karlmanna af Norður- álfuættum, en það fer eftir löggjöfinni í hinum einstöku nýlendum, hvort innfædd- ir menn fá að taka þátt i kosningunum (enn sem komið er er það einungis í Hófðanýlendu). Fyrst um sinn er ákveð- ið, að 51 þingmenn verði frá Hófðaný- lendu, 17 frá Natal, 17 frá Oranje og 36 frá Transvaal. Ef deildirnar verða ekki sammála kemur málið i sameinað þing og ræður þá afl atkvæða. Frv. þessu hefur yfirleitt verið tekið mjóg vel, neroa i Natal virðist vera tölu- verð mótspyrna gegn því, en þó aðNatal skerist úr leik, eru öll líkindi til, að hinar nýlendurnar stotni sambandið sin á milu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.