Þjóðólfur - 16.04.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 16.04.1909, Blaðsíða 2
62 ÞJOÐÓLFUR. vissum, að Danir vilja alls ekki unna oss jafnréttis við þá, og að litlar horfur eru á, að sú þvergirðing falli niður á næstu árum, þótt N. tæki ekki af um það, að síðar kynni að finnast einhver samkomu- lags-miðlun eða samkomulagsgrundvöllur í þessu máli. En á þesskonar yfirborðs- ummælum er lítið að græða, þegar menn ef tii vill eru sannfærðir um hið gagn- stæða. Samkvæmt tilmælum Neergaards og 1 samráði við hann, var Ritzau-hraðskeyta- skrifstoíu send yfirlýsing um viðtal þeíta til að koma í veg fyrir ranga skýrslu um það. Hún er svo látandi 1 íslenzkri þýð- ingu: sAlþingisforsetarnir þrír settu fyrst fram kröfur sínar þ. e. kröfur meiri hluta al- þingis í stuttu máli og var í höfuðatrið- unum farið þar fram á persónusamband við Danmörku, en forsætisráðherrann lýsti þvf þá yfir, að stjórnin danska yrði að telja þá tilhögun öldungis ófáanlega. Því næst voru nánar rædd einstök at- riði í nefndaruppkastinu og létu hinir íslenzku stjórnmálamenn uppi þær mót- bárur, er þeir höfðu fram að færa gegn þeim, ef svo færi, að hugsað væri um frekari samninga á þeim grundvelli, þ. e. innan umgerðar uppkastsins. Það voru einkum þau mál, er eptir uppkastinu eiga að vera sameiginleg, sem nákvæmlega voru rædd, og óskuðu alþingismennirnir, að þau yrðu svo fá, sem framast mætti verða. Þá er það nú kom í ljós, að skoðan- irnar voru svo mjög andstæðar, ekki að eins um höfuðgrundvöllinn, heldur og, að ekki var tekið í mál af hálfu Dana að ganga að nokkrum hinum minnstu efnis- breytingum á frumvarpstextanum, og lögð sterk áherzla á það, að meiri hluti hinna dönsku nefndarmanna hefði þokað svo langt til samkomulags, sem roeð nokkru móti væri unnt — þá varð úrslita-álitið, að sem stendur væru engar horfur á þvf, að málið gæti náð fram að ganga á við- unanlegan hátt. Þar á móti voru í ljós látnar, bæði af liálfu alþingisforsetanna og forsætisráð- herrans góðar vonir um, að síðar meir mætti takast að finna leið til þess að náiægja skoðanirnar hverja annari með til- hliðrunarsemi á báða bóga, svo að af samningunum yrði verklegur árangur, er miðaði til þess að festa og efla gott sam- komulag meðal landanna«. Þess skal getið, að tvær fyrstu máls- greinarnar eru samdar af alþingisforset- unum öllum í sameiningu, og féllst Ner- gaard á orðalag þeirra óbreytt, en sfð- ustu málsgreininni (um samkomulagsvon- ir o. s. frv.) óskaði hann að fá viðbætt, eflaust mest fyrir forms sakir. Sá er þetta ritar var ekki viðstaddur, er þess- ari klausu var bætt við, og gat ekki náðst í hann til samþykkis, áður en öll yfirlýsingin var send Ritzau, en þetta skiptir engu máli, því að viðbót þessi er svo almenns efnis, og svo meinlaus, að það hefði verið meinbægni ein, að fallast ekki á hana svona orðaða. Úr því að Neergaard óskaði þessa viðauka, var oss forsetunum öldungis meinfanga- laust að sýna honum jafn-sjálfsagða kurteisi. Eitt blað héríbænum (»Lögrétta«) seg- ir það berum orðum, að samkvæmt skýrslu þessari þurfi ekki framar að ótt- ast skilnaðarhreyfinguna, forsetar sjálf- stæðisflokksins hafi ábyrgzt það (!!). Það er dálítið undarleg fullyrðing eptir skýrsl- unni, er blaðið sjálft birtir. Forsetarnir hafa hvorki þar né annarstaðar ábyrgzt nokkurn skapaðan hlut gagnvart forsætis- ráðherranum, því að það lá vitanlega al- veg fyrir utan verksvið þeirra, enda opt- ar en einu sinni tekið fram, að vér flytt- um að eins erindi flokksins í þessu eina máli, en gætum að öðru leyti ekkert um það sagt, hvernig flokkurinn mundi haga meðferð þess á þingi, eins og áður var skýrt frá. Vér lýsum hvern þann réttan og sléttan ósannindamann, er ber oss það á brýn, þar sem vér áttum allir hlut að máli í sameiningu, að vér höfum gefið Dönum nokkrar skakkar hugmyndir um afstöðu málsins, eða hvikað á neinn hátt í kröfum þeim, er oss var falið að fylgja fram, enda getur enginn gert það, nema ljúgandi. En ekki verður oss um kennt, þótt árangurinn af förinni yrði ekki ann- ar en sá, að fá það ómótmælanlega stað- fest, að Danir vilja oss einskis frekar unna að svo stöddu, en þeirra réttarbóta(l) er þeir þykjast af náð einni hafa viljað veita oss með uppkastinu. En eptir þeim upplýsingum, sem nú eru fram komnar um hið sanna eðli uppkastsins, þykir oss harla ólíklegt, að nokkur íslenzkur stjórn- málamaður í hverjum flokki sem hann telst, vildi samþykkja frumvarpið öldung- is óbreytt, eins og það nú liggur fyrir. Vér erum í engum vafa um, að jafnvel hinir æstustu frumvarpsliðar frá því 1 sumar, mundu nú alls ekki vilja sam- þykkja það óbreytt, þótt þess væri kost- ur. Það getur verið, að þeir vilji ekki kannast við það, vilji ekki láta málið á sig ganga. En hika mundu flestir við það, ef á ætti að herða. Og sem góðir íslendingar gætu þeir ekki annað. Það er því margfalt betra, þótt leitt sé að sætta sig við status quo um sinn, úr því að engin tök eru á öðru, heldur en að gera stórkostlegt axarskapt, er vér hlyt- um að bera kinnroða fyrir gagnvart öld- um og óbornum. En það gerðum vér, ef vér samþyktum uppkastið óbreytt, eins og Danir ætluðust til. Eptirkomendur vorir munu aldrei hallmæla oss fyrir, að vér ginum ekki við þeirri flugu. Það sannast, hvernig sem framtfðarpólitfk vor að öðru leyti verður. Það getur vel ver- ið, að erfiðir tímar fari í hönd á ýmsa lund, mest fyrir sundrungu sjálfra vor, ein- þykkni, úlfúð og ódrenglyndi, en hvern- ig sem allt veltist, er það trúa vor, að vel muni farnast að lokum, og að hin kæra fósturjörð vor eigi fagra og glæsi- lega framtlð fyrir höndum, ef oss tekst að sigrast á sjálfum oss, sigrast á sundr- ungunni, illindunum, ósvífninni og valda- sýkinni, er virðist ætla að gagnnsýra ís- lenzka pólitík, frekar en nokkru sinni áður. Það er sorglegt, en satt, því miður. RáOherrann nýi, Björn Jónsson, undirskrifaði (akontra- signeraði«) sjálfur skipunarbréf sittískrif- stofu íslenzka ráðaneytisins í Höfn 31. f. m. og voru deildaforsetarnir þar sjón- arvottar að þvf, en Hannes Hafstein hafði sjálfur undirskrifað lausnarskjal sitt frá embættinu. Hið margumtalaða undir- skriptarmál er því úr sögunni, og er það f rauninni verk H. Hafsteins, er hafði fengið loforð um, að þessu skyldi þannig hagað við næstu ráðherraskipti. Er skylt að geta þess honum til vegs. Yar og auðheyrt á Neergaard, að honum þótti þetta ekki lítilsháttar tilslökun, er stjórnin eða forsætisráðherrann mundi fá skammir fyrir. En ekki höfum vér orðið þess varir í dönskum blöðum, nema lítitð eitt í sam- bandi við háðmynd í »Vort Land« 5. þ. m., en á þvf blaði tekur enginn mark. Þá var og sú nýbreytni ákveðin fram- vegis, að íslenzku málin ganga nú eptir- leiðis til undirskriptar beint til konungs frá forstjóra ísl. ráðaneytisskrifstotunnar 1 Höfn, en ekki fyrst til forstjóra konungs- skrifstofunnar, eins og áður hefur tíðkazt, og mun sú nýbreytni frá konungi sprottin. Hinn 1. þ. m, kom nýi ráðherrann á rikisráðsfund og var heilsað þar með ræðu af konungi, eiris og títt er, þá er nýir ráðherrar koma í fyrsta sinn á þessar samkomur. Um kveldið var B. J. í boði k.onungs ásamt dönsku ráðherrunum. Allmikið uppþot hafði verið hér í bæn- um um mánaðamótin síðustu út af skeyt- um, er send voru frá Höfn um viðtal nýja ráðherrans við ýmsa danska blaða- menn. Prentuðu andstæðingablöðin alla- vega lita og litskreytta fregnmiða, þar sem ummælin voru skráð feitu letri, þau er mest þótti veigurinn í. Ög kvað þá hafa verið kátt á hjalla 1 herbúðum minni hlut- ans. En nú eru dönsku blöðin komin með allri goðgánni, og hyggjum vér, að þá er viðræðurnar eru lesnar í samanhengi, verði uppskeran ekki svo ýkja miki), þótt sumt hefði mátt orða heppilegar, en gert hefur verið. Annars er gert miklu meira veður úr þessu en ástæða er til, og snertir í raun réttri ekkert höfuðatriði máls þess, sem hér er um að ræða — sambands- málið — því að þar hefur B. J. komið fram alveg eins og honum var á hendur falið af flokknum og hvikaði ekki á nokk- urn hátt frá þeim grundvelli. En þótt hann hafi ef til vill verið heldur um of viðmælismjúkur og viðtalsfús við danska blaðamenn, þá er lítil ástæða til að gera þann hégóma að stórpólitisku æsinganúmeri, er leiða kynni til flokks- sundrungar, enda má óhætt fullyrða, að svo verður ekki. Annars lætur Þjóðólfur sig þetta mál litlu skipta, og kemur ekki til hugar að leggja svo mikla áherzlu á þetta lausahjal B. J. við danska blaða- menn, að eigna því nokkra stórpólitiska þýðingu. Þess vegna þarf hér engra á- sakana eða afsakana við. Nóg að þessi gauragangur verður aðvörun og aðhald fyrir nýja ráðherrann, að vera eptirleiðis athugull og orðvar við þessa síspyrjandi blaðasnápa, er vegna þekkingarleysis á ísl. pólitík eiga afarerfitt með að hafa rétt eptir það sem við þá er talað. Þess vegna er sú reglan bezt, að vísa þeim kurteis- lega á bug, eins og deildaforsetarnir gerðu optastnær í förinni. En þeir voru heldur ekki nærri eins umsetnir og ráðherrann (B. J.). Balkanmálið. Fullveldi Búlgaríu. — Serbía við- urketwir skilgrðislaust innlimun Bosníu og hœttir öltum vigbúnaði. Ptjzkaland negðir Rússland til að viðurkenna innlimun Bosníu. — Ríkiserfðaafsal serbneska krónprins- ins. — Pétur konungur. Nú má heita, að friðsamlegur endi sé loksins bundinn á það mál, sem haldið hefur Evrópu í stöðugum ófriðarótta síð- an í fyrra sumar, er það gerðist allt í sömu svifum, að stjórnarbylting varð á Tyrklandi, Búlgaría lýsti yfir fullveldi sínu og Austurríki innlimaði Bosníu. Um miðjan f. m. urðu samningar með sendiherra Tyrkja í Pétursborg og utan- ríkisráðherra Rússa um að láta skaða- bæturnar frá Búlgaríu koma upp 1 skuld Tyrkja við Rússa frá ófriðnum síðasta. Jatnskjótt sem samningur þessi verður staðfestur af tyrknesku stjórniuni — ená því er enginn efi talinn, að svo verði — mun Tyikland viðurkenna sjálfstæði Búlg- aríu, og þar með er það mál úr sögunni. Um mánaðamótin síðustu var loks síð- asti hnúturinn leystur, þar sem Serbía eptir ráðum stórveldanna sendi Austurríki skeyti, er lýsti því yfir, að Serbía sætti sig við innlimun Bosníu í Austurríki, úr því að stórveldin vildu svo vera láta, og að Serbía vildi vera í vinfengi við Aust- urríki og mundi því senda heim aptur það lið, sem boðað hefur verið út fram yfir það sem venja er.til. Þegar skeyti þetta var lesið upp í serbneska þinginu, var því tekið með algerðri þögn; engihn þingmaður sagði eitt eiriasta orð. Þessi snöggu veðrabrigði í Serbíu stafa af því, að rússneska stjórnin lét í Ijósi, að hún vildi samþykkja innlimun Bosníu í Austurríki, án þess að til nokkurs stór- veldafundar kæmi. En til Rússlands hafa Serbar sett allt sitt traust, ef til ófriðar kæmi við Austurríki, og hefur það að líkinaum ekki verið alveg að ástæðulausu, því að Rússum er það allt annað en ljúft, að efla veldi Austurríkis á Balkanskagan- um, auk þess sem Serbar eru frændur þeirra og hafa þvl mikið fylgi þar í landi. Það var þvf ekki af fúsum vilja, að Rússland tók þann kost, að sleppa alveg hendinni af Serbum og hætta allri mót- stöðu gegn Austurrlki, heldur eingöngu vegna þess, að Þýzkaland setti því svo stólinn fyrir dyrnar, að það neyddist til þess að láta undan. Þýzka stjórnin hélt þessu máli svo fast að Rússum, að hún lét í veðri vaka, að ef Rússar viðurkenndu ekki þegar í stað innlimun Bosníu í Aust- urríki, mundi allur þýzki herinn verða kallaður saman til ófriðar. Til enn frek- ari áréttingar skrifaði Vilhjálmur keisari Rússakeisara eiginhandarbréf um þetta mál. Þegar Rússar sáu, að Þjóðverjum var full alvara, sáu þeir sér þann kost vænstan, að brjóta odd af oflæti sínu og láta undan, því að þeir vissu sig vanbúna til ófriðar við Þjóðverja. Um það er ýmsum getum leitt, hvað komið hafi Þjóðverjum til þess að beita sér svo mjög 1 þessu máli, því að ósenni- legt þykir, að það hafi verið af einskærri umhyggju fyrir Austurrfki. »Times« er þeirrar skoðunar, að þetta hafi verið til- raun til þess að losa um vináttuböndin milli Rússa og vesturþjóðanna, Frakka og Englendinga; Þjóðverjar hafi viljað'- sýna Rússum, að vesturþjóðirnar gætu ekki veitt þeim nægan stuðning á Balkan- skaganum gegn Miðevrópuþjóðunum (Þjóð- verjum og Austurríkismönnum), svo að- þeir lærðu það af óförum sínum í þessu máli, að leita heldur athvarfs hjá Þjóð- verjum, heldur en hjá vesturþjóðunum. En jafnfiamt spáir »Times« því, að þetta bragð lánist ekki betur heldur en bragðið- sem Þjóðverjar beittu til þess að eyða vináttu Frakka og Englendinga, er þeir neyddu Frakka til að steypa Delcassé og ganga að því, að Marokkómálið yrði út- kljáð á stórveldafundi, en sem mistókst svo gersamlega, að það varð einmitt til þess að efla vináttu Frakka og Englend- inga enn meir, en einangra Þjóðverja. Eins og getið var í símskeyti í næstsfðasta blaði Þjóðólfs, afsalaði Georg Serbakrón- prins rétti sínum til ríkiserfða í lok f. m., en svo virðist sem það hafi ekki stafað af pólitiskum ástæðum, heldur af því, að honum var gefið það að sök, að hanre væri valdur að dauða þjóns síns. Reynd- ar heíur stjórnin gefið út skýrslu um dauða þjónsins, til þess að sanna, að hann hafi einungis orsakazt af slysi, en það hefur samt ekki getað bjargað krónprinzinum að fullu. Mælt er, að Pétur konungúr vilji líka gjarnan losva við konungdóminn, ef hon- um yrði séð fyrir nægilegum lífeyri, en á þvf hefur hingað til staðið. Alþing'i. IX. Hæstiréttnr. Nefnd í því máli (Sk. Th., Jón Þork., Jón Magn., Ben. Sv. og Jóh. Jóh.) er öll á því máli að nauðsyn beri til þess að dómsvald það allt, er menn hér á landv verði að hlíta, sé í landinu sjálfu, og telur hún því tilgang frumvarpsins réttan. Töluverður ágreiningur hafði orðið í nefnd- inni um það, hvort málfærslan fyrir hæsta- rétti skyldi heldur vera skrifleg eða munn- leg; því munnlega málfærslu vildu sumir nefndarmennirnir fremur hafa og það jafri- vel í öllurn málum, en þó einkum í meið- yrða- og sakamálum. Nefndin hefur þó komizt að þeirri niðurstöðu, að mál-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.