Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.04.1909, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 23.04.1909, Qupperneq 1
% 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 23. apríl 1909. M 17. c7// cinstaRlinga. Allskonar vefnaðarvöru, bæði tízkuefni og hversdagsefni, bæði fínar og grófar vörur sendast eptir pöntun. Sýnishorn frankó frá »Messen« í Köbmagergade 44. Kaup- mannahöfn. »Messen« er ein af stærstu vefnaðarvöruverzlunum í Danmörku og hefur útbú í 62 dönskum bæjum. Sambandsmálið. Kafli úr nefndaráliti meiri hlutans. Meiri hluti nefndarinnar í neðri deild, þeir Benedikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Jón Þorkelsson, Ólafur Briem, Sigurður Gunnarsson og Skúli Thoroddsen hafa nú látið uppi álit sitt, er skrifari nefnd- arinnar, dr. Jón Þorkelsson, hefur samið, og er það alllangt mál og ítarlegt, álit- ið sjálft 30 bls. og fylgiskjöl um 40 bls. Gerir meiri hlutinn fyrst í alllöngu máli glögga grein fyrir réttarstöðu lands- ins samkvæmt Gamta sáttmála, og sfðar skýrt frá því, að Jón Sigurðsson hafi byggt á hinum sama réttargrundvelli í Nýjum Félagsritum. Þá er löng skýrsla um und- irbúningsfundarhöld og fundasamþykktir undir þjóðfundinn 1851 og umÞingvalIa- fundina 1848, 1849, 1850 og 1851. Er sá kafli hinn fróðlegasti, og sýnir, hversu ljósan skilning landsmenn þá höfðu á réttarstöðu landsins, og hversu framarla þeir gengu f kröfum sfnum, svo að jafn- langt eða lengra var ekki gengið í fulla hálfa öld þar á eptir, ekki fyr en á Þing- vallafundinum 1907. Þá er skýrsla um þjóðfundinn sjálfan, og tekinn kafli úr nefidaráliti meiri hlutans í stjórnarskip- unarmálinu til að sanna, að þjóðfundar- menn hafi haldið því skýrt og skörulega fram, að ísland hafi gengið sem fullvalda ríki undir Noregskonung, jafnrétthátt Nor- egi í öllum greinum. — Þá er stuttlega minnzt á Þingvallafundina 1852, 53, 54, 55 og 61, og svo á Þingvallafundinn 1907 og ályktun hans prentuð. Þessi sögulegi inngangur nefndarálitsins er 24 bls. og margt á honum að græða. Meginkafli meirihluta-álitsins, er ræðir <um uppkastið sjálft, er svo látandi, að slepptum neðanmálsskýringum og tilvitn- unum: »Vér skulum ekki fara út í langt mál um það, að nefnd, bæði af íslenzkum al- þingismönnum og dönskum ríkisþings- mönnum, var með konungsúrsknrði skip- nð stil undirbúnings ráðstöfunum til nýrr- ax löggjafar um stjórnskipulega stöðu íslands í veldi Danakon- ungs. En vér verðum að líta svo á, að um þ e 11 a atriði ættum vér ekki að þurfa að semja við aðra en konung vorn. Vér skoðum það svo, sem hann sé enn ein- valdur f öllum þeim málefnum íslands, er hann hefur eigi takmarkað vald sitt 1 með stjórnarskrá landsins frá 5. janúar 1874. Hefði þessa nefnd verið að skoða einungis sem ráðunaut fyrir konung í þessu máli, og að gerðir nefndarinnar því næst hefðu verið lagðar fyrir alþingi og konungur og alþingi síðan útkljáð málið í sameiningu, þá teljum vér, að það atferli hefði verið samboðið þjóðréttind- um landsins. Hitt sjáum vér eigi, að það liggi að neinu leyti undir afskipti eða aðgerðir rfkisþingsins danska að ákveða það, hver réttarstaða landsins sé, og því álftum vér, að frumvarp það um þetta efni frá greindri nefnd hefði ekki átt að leggja í heild sinni fyrir rfkisþingíð danska. Vér álftum, að konungur og alþingi eigi í sameiningu að gera út um það, hver þfóðréttarstaða Islands sé. Það eina at- riði í þessu máli, sem vér ætlum, að sé samningsefni af vorri hálfu við hið danska löggjafar- og fjárveitingarvald, eru hin gömlu skuldaskipti milli Islands og Dan- merkur. Eigi að síður erum vér fullvissir um það, að konungi vorum hefur gengið gott eitt til að vilja hrinda málinu áfram til úrgreiðslu í þessu horfi. Og því höf- um vér, í heiður við konung vorn, viljað taka þetta málefni, sem varðar Island svo miklu, til sæmilegrar meðferðar og gaum- gæfilegrar íhugunar, til þess að ótvíræður vilji þingsins mætti nú koma fram í mál- inu. Kröfur þær á bls. 23 á gerðum nefnd- arinnar, sem hafðar eru eptir einum af nefndarmönnunum (L. H. Bjarnason), — þar sem meðal annars er farið fram á að endurskoða hin svo nefndu stöðulög frá 2. janúar 1871, —• og talið er að íslend- ingar gerðu »með tilliti til Btöflu landslns i Iiinu danska rfki«, teljum vér allsendis ónógar og ósamboðn- ar þjóðréttarstöðu Islands, þeirri, sem vér ætlum, að því beri að lögum. Öðru máli er að gegna um kröfur þær, er íslenzku nefndarmennirnir í sameiningu settu fram í nefndinni 7. marz. Þær kröfur eru í öllum höfuðatriðum í samræmi við réttar- stöðu þá, sem Islendingar hafa jafnan talið, að landið ætti að réttum og órofn- um lögum. I þessum kröfum hafa nefnd- armenn því rekið vel og rækilega erindi landsins. Geta þeir þess að upphafi, »að hið danska löggjafarvald sé að lögum ekki bært að setja lög, er gildi á íslandi«. Síðan mæla þeir svo: »Skoðun þessi á rót sína að rekja til sannfæringarinnar um það, að fslenzka þjóðin hafi aldrei að lögum afsalað sér 1 hendur nokkurri ann- ari þjóð fullveldi því, er Island ómótmælt átti við að búa sem allsherjarríki um margar aldir. Að vísu gekk Island frá lýðstjórninni og tók við konungsstjórn, þegar landið með sáttmálanum 1262 (Gamla sáttmála) gekk á hönd Hákoni Noregskónungi Hákonarsyni, en það var fjarri því, að landið með þessu játaði sig undir eða innlimaðist í Noregsríki. Það var öðru nær; menn áskildu sér að halda frjálsri stjórnarskipun með íslenzkum lög- um og landstjórn og bundu trúnaðareiða sína til konungs tilteknum ákvæðum, og skyldi það vera skilyrði fyrir því, að þegn- skyldan héldist, að konungur gætti þess er áskilið var. Þá er konungum þeim, er hér á eptir komu til rfkis, voru unnir hollustueiðar, voru endurteknar kröfurnar um hin gömlu stjórnskipunarréttindi, einn- ig eptir að Island eins og Noregur, er Ólafur konungur Hákonarson kom að ríki, var komið í samband viðDanmörku; Dönsku konungunuro öllum voru unnir hollustueiðar á alþingi sérstaklega, að þvf er til Islands kom ; þannig t. d. Friðrik III. árið 1649. Einnig var einvaldanum unninn arfhyllingareiður sérstaklega á Is- landi, á líkan hátt og í Noregi, en við eið þennan er ýmislegt að athuga, að því er Island snertir, og fengu menn þá kon- úngi í hendur þau af landsins »fríheitum«, »sem kann finnast að stríða í móti Maje- statis rétti, ellegar maklega má þýðast að vera í móti Majestatis réttri einvalds- stjórn og fullkomnum ríkisráðum«. En er einveldið komst á, breyttist að lögum að eins aðstaða Islands til konungsveldis- ins, en aptur á móti ekki aðstaða þess til hinna annara landa, er konungi lutu. Öðru máli að gegna er það, að smám saman, eptir því sem einvaldið magnað- ist, var umboðsstjórn Islands ,af handahófi slengt saman við umboðsstjórn Danmerk- ur og Noregs, svo að hin dönsku stjórn- arvöld opt og einatt fóru með fslenzk mál um leið og mál hinna annara landa, en öll löndin, Danmörk, Noregur og Island, áttu sína sérstöku löggjöf, og »konungs- ins land ísland« er í lagamálinu jafnsett hinu danska og norska ríki, en ekki skoð- að sem dilkur eða hluti hvorugs(!) þessara rfkja. Að vísu verður þvf eigi neitað, að ís- land var opt nefnt á ýmsa vegu ogýmis- lega með það farið, stundum jafnvel sem nýlendu, landshluta, skattland eða »hjá- lendu« o. s. frv.; en þótt þróttur lands- manna þverraði, og það fengi eigi haldið uppi rétti sfnum vegna fátæktar þeirrar og niðurlægingar, er að nokkru leyti leiddi af sorglegri vanstjórn og óheppilegum ráðstöfunum, þá er það þó kunnugt, að fslenzka þjóðin hefur aldrei lagt samþykki sitt á nokkuð það, er með réttu mætti skýra svo, að hún hafi gerzt undirlægja annarar þjóðar. . . . Að venja sjálfráðr- ar umboðsstjórnar í ýmsum stjórnardeild- um getur eigi haft lögmæta þýðingu, að því er kemur til stjórnarlegrar réttarstöðu einnar þjóðar gagnvart annari, á þvl virð- ist enginn efi geta leikið. Það virðist og liggja í augum uppi, að íslenzka þjóðin gat eigi misst neitt af rétti sfnum, né heldur orðið undirlægja annarar þjóðar fyrir það eitt, að einveld- ið leið undir lok. í því, að landið tók við einvaldsstjórn, lá eigi minnsta heimild til þess, að konungur gæti afsalað sér réttindum landsins í hendur nokkru öðru valdi; og það er eigi heldur kunnugt, að konungur hafi látið sér slíkt um munn fara eða ætlað sér það. Úr því að svona stendur á, mætti það þykja furðu gegna, að sú kenning gat komið fram, að hið danska löggjafarvald, er einveldið leið undir lok og þingskorðuð stjórn komst á í Danmörku, umsvifalaust hafi náð því, að geta farið með mál Islands svo rétt- mætt væri, meira að segja einhliða gert ákvæði um réttindi þau, er landinu voru lífsskilyrði, án þess að samþykki þess kæmi til......... Gagnstætt þeirri kenningu, að ísland hafi engan frekari rétt til sjálfstjórnar en þann, er hið danska löggjafarvald vill unna því, svo lengi og á þann hátt, er það kveður á um, verðum vér að halda því föstu, sem grundvelli fyrir samning- um um stjórnskipuiega stöðu Islands í veldi Danakonungs, að Island de jure sé frjálst land undir krúnu Danmerkur kon- ungs með fullræði ásamt konungi yfir öll- um málum slnum öðrum en þeim, er með samningi milli Danmerkur og Islands séu eða kynnu að verða Danmörku falin til sérlegrar umsjónar«. Nefndarmenn vorir hafa því eptir því, sem nú var talið, og eptir þeim hefur nú verið haft með þeirra eigin orðum, farið vel á stað. Röksemdir þeirra hafa af engum sfðan verið hraktar með neinum nýtum rökum. Að meiri hluti þeirra að lyktum gekk að öðrum lakari kostum fyrir landsins hönd, á þess vegna, að vorri ætlun, rót sína 1 því, að þeim hafi verið það stórum hugleikið, að komast að nokkurri niðurstöðu, og þvígengið að þeim kjörunum, sem skást fengust, úr því að þess var enginn kostur, að ná þeim réttinum, sem Island á að lögum. Að hinu göngum vér vísu, að þeir hafi ekki látið sannfærast af neinu því, er fram kom í nefndinni af tilraunum tíl þess að hnekkja skýlausum rétti landsins. En nú er á það að líta, hvort kostir þeir, sem í boði eru í frumvarpi þvf, sem hér liggur fyrir, eru þess virði, að það borgi sig fyrir íslendinga að semja af sér fyrir alda og óborna þau þjóðréttindi, sem þeir eiga að réttum og órofnum lög- um. Og þá er að gæta þess, hve mikið oss er veitt og hve mikiu enn er fyrir oss haldið af þjóðréttindum vorum. Island er að réttum og órofnum Iögum frjálst og fullveðja ríki. — Þetta er ekki viðurkennt með frumvarpinu. Island hefur samkvæmt fornri — og að réttum og órofnum lögum óbreyttri þjóð- réttarstöðu sinni, rétt til þess, að vera í sambandi við Danmörku að eins um kon- unginn einn. — Þessum rétti nær það ekki með frumvarpinu. ísland hefur að réttum og órofnum lögum rétt til þess, að ráða sjálft öllum málum sínum, svo utanríkismálum sem öðrum. — Þetta fæst e k k i með frum- varpinu. ísland hefur að réttum lögum og forn- um sáttmálum engin hermál. — Eptir trumvarpinu skal það hafa hermál sam- eiginleg með Dönum. A þessum atriðum sjáum vér eptir frum- varpinu enga von að geta ráðið bætur á nokkuru sinni síðar, ef það yrði að lög- um óbreytt. Ef ágreiningur verður milli ríkjanna um það, hvort mál sé sameiginlegt eða ekki, og gerðamenn koma sér eigi saman um oddamann, þá skal samkvæmt frumvarp- inu dómsforseti hæstaréttar hins danska vera sjálfkjörinn oddamaður. Köllum vér þetta óhæfilegt misrétti, og ekki þykir oss það bærilegra — nema að óbærilegra sé — fyrir þá skuld, að sambandsnefnd- armenn vorir stungu upp á þessu ákvæði. Öll þessi atriði eru svo gersamlega ó- hafandi að voru áliti, að þau eru ein ærin, þó að ekki væri annað að frumvarpinu, til þess að ekkert viðlit getur, að voru á- liti, verið fyrir Islendinga að ganga að því, eins og það nú liggur fyrir þing- inu. En auk þessa eru mörg önnur ákvæði frumvarpsins sumpart beinlínis svo löguð og sumpart svo ónóglega skýr, að ekki getur verið í mál takandi, að voru áliti, að ganga að þeim óbreyttum. Að vísu hefur meiri hluti sambandsnefnd- armanna vorra haldið því fram, að með frumvarpinu yrði ísland fullveðja ríki, en því höfum vér og flokksmenn vorir jafn- an mótmælt, og sýnt fram á það með rök- um, að eptir frumvarpinu væri það ger- samlega heimildarlaust. Það er forðast í frumvarpinu endanna í milli að nefna Is- land nokkurstaðar rfki og því síður er

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.