Þjóðólfur - 30.04.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 30.04.1909, Blaðsíða 1
n w ÞJOÐOL 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 30. apríl 1909. M 18. Verkfæravélar og* smíðatól. Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. <£il einsíaRíinga. AUskonar vefnaðarvöru, bæði tízkuefni og hversdagsefni, bæði fínar og grófar vörur sendast eptir pöntun. Sýnishorn frankó frá »Messen« í Köbmagergade 44, Kaup- mannahöfn. »Méssen« er ein af stærstu vefnaðarvöruverzlunum í Danmörku og hefur útbú í 62 dönskum bæjum. €rlcní símskeyti til Pjóðólfs. Kaupmannahöfn 28. apríl, kl. 10 árd. Stjórnarbyltingin í Miklagarði. Stórskotahríð undanfarið, og haja WO fallið. Soldán er afsettur i dag. Uppvís að verabyltingarforingi (0: upphafsmaður byltingarinnarj. Ept- irkomandi er Reschad soldánsbróðir. Upphlaupsmönnunum harðrefsað. Það mega kallast góð tíðindi, að Ab- •dul Hamid 2. er settur írá völdum, og að Ungtyrkir hafa náð yíirráðum 1 Mikla- garði, en vandgætt verður þeim þeirra valda vegna fylgismanna Abdul Hamids, er einskis munu láta ófreistað til að ná J yfirtökunum aptur og setja soldán aptur á veldisstólinn. AbdUl Hamid er nú 67 ára gamall, og hefur setið að völdum 33 ár (síðan 1876). Bróðir hans Múhammed Reschad Effendi, sem nú er tekinn við ríkisstjórn, er 2 árum yngri (f. 1844). Hann mun nefnast Muhammed 5. Elzti bróðiririnn Murad 5., er varð soldán 30. maí 1876 eptir Abdul Aziz föðurbróður sinn, var settur frá ríkisstjórn 31. ágúst s. á. og lýstur geðveikur, enda upp frá því í sterkri gæzlu, unz hann lézt 1904. Ungtyrkir fullyrtu, að hann væri alls ekki geðveikur. Alþingi XI. Thorefélagstilboðid sem mjög mikið hefur verið rætt um í minnihlutablöðunum sérstaklega, var fellt við aðra umræðu i neðri deild 26. þ. m. með því að samþykkt var með 12 atkv. gegn 11 svo látandi rökstudd dagskrá frá Skúla Thoroddsen: »í trausti þess, að landsstjórnin afli sér glöggra skýrslna þekkingarfróðra manna um allt er að eimskipaútgerð lýtur, sem og um óskir landsmanna, að þvt er millilanda- og strandferðir snertir og leggi fyrir næsta alþingi, ásamt tillögum stn- um um málið, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskránnk. Með þessari rökstuddu dagskrá greiddi allur minnihlutinn (9) í deildinni atkvæði, 3 meirihlutamenn: Skúli Thoroddsen, Hálfdan Guðjónsson og Jón á Hvanná, en tveir meirihlutamenn (Jón Þorkelsson og Sigurður Sigurðsson) voru fjarverandi, er atkvæðagreiðslan fór fram. Mál þetta var orðið að miklu kappsmáli beggja meginn, en varð ekki gert að eindregnu flokksmáli í meirihlutanum, þvt að ýmsum í þeim fiokki þótti það athugavert, og alls ekki svo vel undirbúið, sem vera þyrfti, til þess að landssjóður réðist nu þegar í jafnstórfellt fyrirtæki. Það fór því eflaust vel sem fór, að ekki var hrap- að að þessu nú, heldur frestað um sinn, enda má óhætt fullyrða, að almenningur var yfirleitt móthverfur því, að taka til- boði þessu í þetta sinn og hefði eflaust orðið hið mesta æsingamál meðal þjóð- arinnar, ef því hefði nú verið ráðið til lykta af þinginu. Sambandsmálið var til 2. umræðu í Nd. 1 fyrradag. Umræður voru fremur hóflegar og ekki ýkja langar. Auk framsögum. meiri hl. (dr. J. Þorkelss.) og framsögum. minni hl. (J. Ólafss.), er mest áttu orðaskipti saman, töluðu t málinu Hannes Hafstein, Skúli Thoroddsen, Jón Maguússon og Bjarni frá Vogi. Breytingatillögur meiri hl. voru flestallar samþyktar með 15—16 samhlj. atkv. Minni hlutinn greiddi hvorki atkvæði með þeim némóti. — Málið er til 3. umr. 1 deildinni í dag. Húskólinn var samþykktur í Nd. f fyrradag eptir allharða snerru milli framsögumanns máls- ins dr. Jóns Þorkelssonar og séfa Hálf- dans Guðjónssonar er bar fram rökstudda dagskrá um að fresta málinu í þetta sinn, en hún var felld með 17 atkv. gegn 7 og háskólafrumvarpið sjálft samþykkt til fullnaðar sem lög frá þinginu með 21 atkv. gegn 4 (Björn Sigfússon, Björn Þor- láksson, Hálfdán Guðjónsson og Ól. Briem), 2 gieiddu ekki atkv. (Sig. Sig. og Þorl. Jónsson) og töldust því með meiri hlutanum. Frv. um laun háskóla- kennara var og samþ. með 14 gegn 9. Lenging þingtímans. Ráðherrann hefur í dag framlengt þing- tímann til 8. maí. Fallin frumvörp Efri deild hefir slátrað nýlega 4 frumv.: um úrskurðarvald sáttanefnda, um breyt- ingu á ráðherra eptirlaununum, um breyt- ing á lögum um sölu kirkjugarða, er öll höfðu verið samþykkt 1 neðri deild, og um sölu á prestsetrinu Húsavík með kirkjujörðinni ÞorvaldsstöðumJ í^öíí' fi'ú. ulþing^i. 16. Um breyling á lögum um kosning- ar til alpingis frá 3. okt. 1903. 1. gr. Aukakjörskrá þá, sem um er rætt í 12. gr. laga um kosningar til al- þingis 3. okt. 1903, skalsemja í maímán- uði, svo að hún sé fullbúin 15. dag þess mánaðar, og skal hún þann dag lögð fram til sýnis á sama eða sömu stöðum og að- alkjörskrá og liggja frammi næstu 7 daga. Á aukakjörskrá skulu þeir settir, er ekki hafa kosningarétt, þá er kjörskrá gengur 1 gildi (1. júlí), en vitanlegt þykir að full- nægja muni skilyrðum þeim, sem til kosn- ingarréttar þurfa, einhvern tíma á árinu, er kjörskrá gildir fyrir, svo og þeir, er eigi var vitanlegt um, þá er aðalkjörskrá var samin, að mundu fullnægja þessum skilyrðum fyrir 1. júlí. Ennfremur skal setja á aukakjörskrá þá kjósendur, er fallið hafa burt af aðalkjörskrá og einhverra orsaka vegna ekki hafa átt kost á að koma fram með aðfinnslur við kjörskrána i tæka t(ð. 2. gr. Með kærur og aðfinningar við aukakjörskrá skal fara sem við aðalkjör- skrá, en þó þannig, að frestir allir séu */3 styttri og að samrit aukakjörskrárinn- ar skuli sent oddvita yfirkjörstjórnarinnar fyrir 1. júlí. 3. gr. Frestur sá, sem í 21. gr. kosn- ingarlaganna er ætlaður yfirkjörstjórn tií að fullgera kjörseðla, skal vera 10 dagar. 4. gr. Nú deyr frambjóðandi, áður en kosning fer fram, en eptir að framboðs- frestur er liðinn eða á næstu 3 sólarhring- um fynt það tímamark. Má þá annar maður innan 8 daga bjóða sig fram til þingmennsku, ef fullur helmingur af með- mælendum hins Látna eru meðal meðmæl- enda hans. Ef fresta þarf kosningu í kjördæminu af þessum ástæðum, stofnar stjórnarráðið til nýrrar kosningar á þann hátt, sem fyr- ir er mælt í 54. gr. kosningarlaganna. 5. gr. Almennar reglulegar kosningar til alþingis, sem með 25. gr. kosningar- laganna er ákveðið að fari fram 10. dág ' septembermánaðar, skulú hér eptir frám' fara fyrsta vetrardag. 6. gr. Ef kjósandi skýrir kjörstjórn frá því, að hann sé eigi fær um'að kjósa á fyrirskipaðan hátt, og færir sérstakar á- stæður fyrir því, er kjörstjórn metur gildar, skal sá úr kjörstjórninni, er kjósandi nefn- ir til, veita honum aðstöð til þess í kjör- herberginu. Þettá skal bókað í kjörbók- inni að tilgreindum ástæðum. 7. gr. Þá er kosning þingmanns. er ó- gilt samkvæmt 29. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. 41. og 48. gr. kosningarlaganna, skal stjórnarráðið skipa fyrir um nýja kosningu svo fljótt sem verða má. 8. gr. Nú ferst kosning fyrir í ein- 1 hverjum hreppi á hinum ákveðna degi sökum óveðurs eða af öðrum óviðráðan- legum orsökum, kveður þá undirkjörstjórn til kjörfundar að nyju á þann hátt, sem mælt er fyrir um í öðrum málslið 51. gr. kosningarlaganna. 17. Um að liggja jörðina Naust í Hrafna- gilshreppi i Eyjafjarðarsgslu undir lög- sagnarumdœmi og bœjarfélag Akuregr- arkaupstaðar. 18. Um bregting á lógum nr. 3, ri. febr. 1898 um aðgreining holdsveikra f'rá óðr- um mónnum og flutning þeirra á opin- beran spítala. ^ambandsmálið. JLieidx-éttiiig'. I nefndaráliti meirihlutans um sam- bandsmálið í neðri deild, sem birt er að nokkru leyti í »ÞjóðóIfi« 23. þ. m. stend- ur meðal annars: ¦»Kröfur þær á bls. 23 í gerðum nefnd- arinnar (o: sambandsnefndarinnar) eptir einn af nefndarmönnum (L. H. Bjarnason) — þar sem meðal annars er farið fram á að endurskoða hin svo kölluðu stöðu- lög frá 2. jan. 1871 — og talið er, að íslendingar gerðu »með tilliti til stöðu landsins í hinu danska ríki.«* teljum vér allsendis ónógar og ó- samboðnar þjóðréttarstöðu íslands, þeirri sem vér ætlum, að því beri að lögura. Öðru máli er að gegna um kröfur þær, er islenzku nefndarmennirnir i samein- ingu settu fram 7. marz. Þær kröfur eru í öllum höfuðatriðum í samræmi við rétt- arstöðu þá, sem íslendingar hafa jafnan talið að landið ætti að réttum og órofn- um lögum«. Hér er fyrst pg fremst gefið í skyn, að eg hafi sagt Dönum, að íslepuingar mundu sætta sig við »stöðu landsins í hinu danska rfki« — og að eins hugsað til endurskoðunar á stöðulögunum. I annan stað er það gefið í skyn, a ð eg hafi haldið þessu fram í nefndinni. Og i þriðja lagi er mönnum peflað, að lesa það á milli. línanna, a ð svona lítil- þægur hafi eg einn verið. ¦ Þetta er;aHt;á sömu bókina lært. Allt gersamlega tilhæfulaust. Eg hef, al;drei sagt neitt því líkt, sem haft, er eptir mér eða gefið í skyn hér að framan. Og ekkert;því líkt kom til Qrða ísam- bandslaganefndinni. Það., sem hér er átt við, er söguburð- ur danska hraðskeytafélagsins »Ritzau's« af viðtali alþingismanna við , ríkisþings- menn i þingmannaförinni 1906. Eg hafði þar fyrstur orð alþingismanna og lýsti þeim óskum, sem þingmenn höfðu komið sér saman um að halda fram. Eg minntist ekki einu orði * endurskoðun stöðulaganna, eða stöðu íslands í hinu danska ríki, enda er auðséð á blaðsíðu þeirri í nefndargerðunum, sem vitnað er til, að feitletruðu orðin innan kenni- merkjanna eru orð »Ritzau's«, en ekki mín. Og jafnsammála og vér alþingismenn vorum í þingförinni 1906, jafn sammála vorum vér nefndarmenn allir, þangað til hr. Sk. Th. slitnaði aptan úr á síðustu stundu. Annars hvorki sá né heyrði eg neitt um þetta Ritzau-skeyti, fyr en það var lesið upp i nefndinni, og óskaði þá þegar leið- réttingar á því. En formaður nefndar- innar svaraði mér því, að hér væri ekki *) Auðkent af nefhdarálitinu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.