Þjóðólfur - 30.04.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.04.1909, Blaðsíða 2
70 ÞJ ÖÐOLFUR um neitt opinbert skjal að ræða. Hann hefði að eins Iesið það upp til að minna á samtal alþingismanna og ríkisþings- manna 1906. Og féll málið þá niður svo búið. Svona er hér farið með nýjan,*vottftist- an og skjallega sannanlegan atburð. Hverju má þá ekki búast við tim með- ferðina á gömlum, óljóstlm vafaatriðuth. Rvík 25. apríl 1909. Lárus H. Bjamason. £anðsbanka-nejnðin. AUmikiI æsing virðist vera hér í bæn- um að minnsta kosti, út af þeirri ráð- stöfun nýju stjómarinnar, að hún skipaði 3 manna nefnd til að rannsaka hag lands- banlcáns. í barikalögnnum frtá 1885 (26. gr.) er landshöfðingja (nú ráðherra) heim- ilað, að hann geti hvenær sem er látið rannsaka allan hag bankans. Þessarar heimildar hefur ekki verið neytt hingað til af landstjórninni, en látið nægja eptir- lit endurskoðunarmanna bankans, en ann- ar þeirra er skipaður af landstjórnlnni, en hinn kosÍDn af alþingi til 2 ára í senn. Nú hefur nýja ráðherranum, er hann tók við vöidum, fundizt að hann þyrfti að full- nægja þessari grein bankalaganna, láta eins- konar úttekt fara fram á honum úr höndum hinnar fráfarandi stjórnar, og þessvegna hef- ur hann skipað þá Indriða Einarsson settan skrifstofustjóra, Kari Einarsson aðstoðar- mann á 3. skrifstofu og Ólaf Dan Daní- elsson kennaraskólakennara 1 nefnd til að rannsaka hag bankans, og gefið nefnd þessari allvíðtækt erindisbréf. En hann hefnr eflaust ekki nægilega athugað það áður, að nefndarskipun þessi gæti orðið óþægileg fyrir stofnum þessa, hnekkt áliti hennar og lánstrausti erlendis og vakið ókyrrð hér 1 bænum, því að hefði honum verið það nægilega Ijóst, mtmdi hann eflaust hafa hagað eptirliti þessu á annan hátt, og l&tið það t. d. fara frám smátt og smátt í kyrþey. Og svo hefði það átt að vera. Það ér því leitt og afar óþægilegt að ýmsu leyti fyrir hina nýju stjórn, að mótstöðumenn hennar hafa getað nOtað þessa stjórnar- athöfn til áfellis ráðherranum og æsinga gegn stjóminni. Og þetta er því hægra, sem hér er um peningastofnun landsins að ræða, og allt það, er á einhvem hátt gæti orðið til að hnekkja áliti hennar, verður beinlínis eða óbeinllnis til að efla gengi keppinauts hennar, útlendu stoftt- unarinnar, íslandsbanka. Þess vegna Verð- ur að fara svo afarvarlega til að forðast allt það, er á nokkurn hátt eða með nokkrum rétti geti skoðazt sem vatn á mylnu íslandsbanka hioni stofnuninni til óþarftar. En því verður ekki neitað, að nefndarskipon þessi hefur að minnsta kosti f bili gert landsbankanum óþægindi, þótt vonandi sé, að það verði honum ekki til stórtjóns, því að þótt róið sé nú að því öllum árum af sumum mönnum, að svo verði, þá er enginn vafi á, að slíkt æsingafargan nær ekki tilgangi sfnum, sem betur fer. Sögur þær, sem bornar eru út um bæinn, tii að kveikja almenn- an ótta um að bankinn sé mjög tæpt staddur, og fá almenning til að rífa spari- sjóðsfé sitt útúrhonum, eru að mestu eða öllu leyti ýkjur einar, og bankinn alls ekki í nokkurri hættu staddur, með því að skiptavinum hans og lánardrottnum erlendis hefur verið skýrt frá því, sem ráðherrann lýsti yfir í neðri deiid í fyrra dag, að nefndarskipun þessi væri ekki sprottin af nokkru vantrausti á stjórn bankans og hér væri ekki um nokkra sakamálsrannsókn að ræða, heldur um yfirlitsskilagrein yfir hag bankans í hend- Barnapröf. Börn á skólaskyldum aldri (10—14 ára), sem notið hafa heimakénslu á þessu skdlaári, eiga að mæta til vor- prðfs í barnaskólahási kaupstaðarins mánudaginn þ. 10. maí næstkomandi, kl. 8 f. h. Kennarar barnanna mæti með þeim og haldi prófið. F. h. Skólanefndar Reykjavíkur 23. apríl 1909. Páll Einarsson. ur nýju stjórninni. En nefndarskipun þessi var ei að síður fljótráðin, og til- ganginum hefði jafnvel orðið náð á ann- an hátt, hljóðalaust með öllu. En nú hefur verið gerður hvellur mikill af þessu öllu saman, að vísu ofmikitl og ógeðs- Iegur á marga lund, en þó ekki ástæðu- laus með öllu, enda er það mikill fjöldi flokksmanna nýju stjórnarinnar, sem gjarn- an hefði óskað, að minni hlutinn hefði alls ekki fengið þetta tilefni til að hengja hattinn sinn á, þvl að þótt snagi sá reyn- ist ekki jafn haldgóður, sem mótstöðumenn stjórnarinnar gera sér vonir um, þá er það ekki forsjá stjórnarinnar að þakka, sem átti að íhuga það fyrirfram, að þessi ráð- stöfun gæti orðið vopn f höndum mót- stöðumanna hennar og æsingatundur, eins og raun hefur á orðið. Slysför. f f. m. datt maðtir á Mði í Eljótum ofan úr húsasundi og beið bana af. Veðurskýrsluágrip frá 23. apríl til 30. apr. 1909. apríl Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. 23- + 8,4 + 4,2 + S>5 4- 5,o 0,0 + 1,0 24. -r 3,* + +5 + 3,4 + 2,0 - 0,4 + 2,9 25. + 2,5 + 4,o + 1,2 - 1,0 + 2,0 26. + 1,0 + 0,9 + JJ 0,0 - 2,5 +- 0,4 27. + 1,0 +- 1,0 1,6 - 4,0 +- 2,0 28. -f- 0,1 +- +5 +- 0,5 -4- 1,8 - 5,o -f- 0,6 29. +- 0,1 +- 1,1 +- 9,4 -r- 1,2 - 4,5 +- i,4 30- +- 2,0 ■— 2,0 0,0 + 0,2 - 4,5 +- J,9 Oluggablóiustni* t i 1 s ö 1 u á GrettÍBgötu 27. Mannalát. Hinn 28. f. m. andaðist á Akureyri úr brjósttæringu ungfrú GujHaug Guð- laugsdóttir (bæjarfógeta Guðmunds- sonar), 25 ára að aldri (f. 27. des. 1883). Hún var heitmey Gísla Sveinssonar lög- fræðisnema. Di VU er ómótmælanlega bezta og langódýrasta A II líflryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. AJlir ættu aö vera líftrygðir. Finnið að máli aðalumboðsm. I). 0STLUND. Rvik. Cggert (Blaessen ylrrÉltariilaflntBiDpmöiir. rósthásstrætl 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—?. Tals. 16. FjárskaOar. »Vestri« getur þess 10. þ. m. að nýlega hafi fé Arnórs bónda Einarssonar á Tind- ttm í Geiradal flætt á skeri, og hafi 53 kindur farið í sjóinn. Jón Halidórsson bóndi á Galtará 1 Gufudalssveit missti allt fé sitt f sjóinn snemma f þ. m. ElnmánaOaraamkomu héldu Eyfirðingar á Grund, þriðjudag- inn fyrstan f einmánuði, 23. f. m., sem var heitdagur þeirra, er hélzt frá 1477 M 1744, að hann var aftekinn. Voru þar ræðuhöld og ýmsar skemtanir á eptir guðsþjónustu f kirkjunni, og sóttu sam- komuna yfir 600 manns. Húabruni. Aðfaranótt 28. þ. m. brann til kaldra kola fbúðarhús úr timbri á Barði f Fjót- um. Fólk bjargaðist, en nær ekkert af innanstokksmunum. Presturinn þar, séra Jónmundur Halldórsson, var eigi heima, hafði farið til Akureyrar. Húsið og inn- anstokksmunir var vátryggt. Ófrétt er um upptök eldsins. islenzku glímumenntrnir fjórir, sem fóru utan í vetur til að sýna list sína, eru nú í Kaupmannahöfn. Hafa þeir á hálfsmánaðartíma (síðan 16. þ. m.) sýnt fslenzkar glímur á fjölleikahúsinu Cirkus Variété. Auk þess segja dönsk blöð, að þeir hafi sýnt þar japanska glímu og að Jóhannes Jósepsson hafi ennfremur þreytt aflraunir og varist tr.eð glfmubrögð- um fyrir hnefleikamanni og árásum með rýtingi. Nú um mánaðamótin ætia þeir að halda til Rússlands. Eru þeir ráðnir til þess að sýna íslenzka glímu á fjölleika húsi í Pétursborg. Leikfél. Reykjavíkur, rcrður leikin í Iðnaðarmanna húflinu gunnud. 2. maí kl. S síðd. I.íklega á þetta eina sinn. j------------------------------ cftammalisfar. Skrifið eptir tilboðum. 8nekher«(en Guldlisteíabrlk Snekkersten, Danmark, (ágætis vörur, ávallt eitthvað nýtt úr mahóní, gulli, eik. Stærsta verksmiðja á Norðurlöndum). Hentug gnfuskip úr tré t ii SÖlu. 2 gufuskip úr tré í góðu standi ca. 200 og ca. 140 skrásett netto ton, Mjög hentug til flutninga á timbri, ís og kolum, einnig fyrir síldarfarma o. s. frv., eru til sölu fyrir gott verð. & Olsen, Larvik. ,Á g'uðs veg'um1 eptir Björnst jerue Bjiiriisson kemur bráðum út í íslenzkri þýð- ingu. Er þegar byrjað að prenta. Nafnkort, trnlofunar- lior*t, (einföld og tvöföld, gylt og óggltf, boðskort. paklilavt- is-kort, matseðla o. 11 hef- ur Pi*entsmiðjan Guten- berg nýlega fengið. Mjög rfiikið úr að velja sem ekki héftir áður fengist hér á landi. Einkar smekklega v a 1 i n . Prentuii á öllu mnávegis flfótast og beet af hendi legst i Gutenberg-Prentsmiðju Þingholtsstræti tí. Revkjavík. f sem hefur verið í verzlun Stui’lll Jónssonar, heldur enn áfram nokkra daga. Fataefni með óvenjulega lágu verði, er nykom- ið í verzlun Sturlu Jónssonar. mikið úrvai f verzlun Sturlu JóiiHSouar. Til sölu lítil og stór hús í Reykjavík óg góðar jatðír í grenndinni. Gísli Þorbjarnarson. KjÍHpii stórt úrval, afardýrt. Nýkomið i verzlun Sturlu Jónssonar. Til leigu Heil hús og einstakar íbúðiv aðein* góð hds, sem leigjast án þess að setja niður leignna. Gisli Þorbjarnarson. r Allskonar. Nýkomin með Vestu í verzlun Sturln jónssonar. Til leigu frá 14 maí. Húsið no. 32. B. við Laugaveg og kaups með mjög góðum. borgunarkjörum. Grísli Porbjarnarson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.