Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFU R. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 7. maí 1909. Jfc£20. Sambandsmálíð var afgreitt frá neðri deild 30. f. m. með 16 atkv. gegn 9 að viðhöfðu nafnakalli. Greiddi allur minni hluti atkv. gegn þ^í. Málið var sett í nefnd í neðri deild og birtist á öðrum stað hér í blaðinu nefndarálit meiri hlutans þar (Sigurður Stefánsson, Jens Pálsson og Ari Jónsson). Minni hlutinn (Lárus H. Bjarnason og Stefán Stefánsson), bar fram hinar sömu breytingartillögur við frv. eins og minni hlutinn í Nd. eða því sem næst, en þær breytingartillögur voru allar felldar í Ed. við 2. umræðu málsins þar í fyrra kveld, eptir miklar umræður. Auk fram- sögumanns meiri hlutans (Sig. Stef.) og framsögumanns minni hlutans (L. H. Bjarnason) töluðu þeir Stefán Stefánsson, Steingrímur Jónsson, Jens Pálsson, Ari Jónsson, Kristinn Daníelsson og Sig. Hjörleifsson. Lýsti sér allmikil frekja i ræðum flestra minni hluta manna. Stóðu umræður alls samfleytt 8 stundir frá kl. 4 e. h. til miðnættis. í dag var málið samþykkt til fullnaðar, eins og Nd. samþykkti það. Til þess að sýna í glöggu yfirliti, hver munur sé á írumvarpi milli- landanefndarinnar og því frumvarpi, er alþingi hefur nú samþykkt, eru bæði frumvörpin prentuð hér hvort við hliðina á öðru, grein fyrir grein. Á þann hátt geta menn fljótlegast áttað sig á mismuninum, miklu betur en á löngum og flóknum útskýringum. En vitanlega mun verða tækifæri síðar að skýra einstök afriði þessa mikla máls. Frumvarp millilandanefndar: i. gr. ísland er frjálst og sjálfstætt land, er eigi verður af hendi látíð. Það er í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er báðir aðilar hafa orðið ásáttir um að telja sameiginleg í lögum þessum. Danmörk og ísland eru því i ríkjasambandi, er nefnist veldi Danakonungs. í heiti konungs komi eptirorðið: »Dan- merkur«, orðin: »og íslands«. 2. gr. Skipun sú, er gildir i Danmörku vim ríkiserfðir, rétt konungs til að hafa stjörn á hendi í öðrum löndum, trúar- Iirögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er ófullveðja, sjúkur eða fjarstaddur, svo og um það er konungdómurinn er laus og enginn ríkis- arfi til, skal einnig gilua að því er til íslands kemur. 3. gr. Þessi eru sameiginleg málDan- merkur og Islands: 1. Konungsmata, borðfé ættmanna kon- ungs og önnur gjöld til konungs- ættarinnar. 2- Utanríkismálefni. Enginn þjóðasantn- ingur, er snertir ísland sérstaklega, skal þó gilda fyrir ísland nema rétt stjórnarvöld íslenzk samþykki. 3. Hervarnir a sjó og landi ásamt gunn- fána, sbr. þó 57- e:r. stjórnarskrár- innar frá 5. janúar 1874. 4. Gæzla fiskiveiðaréttar þegnanna, að óskertum rétti íslands til að auka eptirlit með fiskiveiðum við ísland eptir samkomulagi við Danmörku. 5. Fæðingjaréttur. Löggjafarvald hvors lands tim sig getur þó veitt fæðingja- rétt með lögum og nær hann þá til beggja landa. 6- Peningaslátta. 7- Hæstiréttur. Þegar gerð verður breyting á dómaskipun landsins, get- ur löggjafarvald íslands þó sett á stofn innanlands æzta dóm í íslenzk- "m málum. Meðan sú breyting er eigi gerð, skal þess gsett, er sæti losnar t hæstarétti, að skipaður sé ,Þar maður, er hafi sérþekkingu á Frumvarp alþingis: 1. gr. ísland er frjálst og og fullvalda ríki í sambandi við Danmörku um einn og sama konung og þau mál, er dönsk stjórnarvöld fara með í umboði íslands samkvæmt sátt- mála þessum. í heiti konungskomi eptir orðið: »Danmerkur«, orðin: »og lslands«. 2. gr. Skipun sú, er nú gildir í Dan- mörku um ríkiseríðir, trúarbrögð konungs, myndugleika hans og um ríkisstjórn, er konungur er sjúkur eða fjarstaddur, skal einnig gilda að því er til íslands kemur. Sé konungur ófullveðja, gilda einnig hin sömu ákvæði og nú í Dan- mörku, þangað til löggjafarvald ís- lands gerir þar um aðra skipan. 3. gr. Þessi eru sambandsmál Dan- merkur og íslands: 1. Konungsmata, borðfé ætt- menna konungs og önnur gjöld til konungsættarinnar. 3. Utanríkismálefni. — Enginn þjóðasamningur, er snertir is- lenzk mál, skal gilda fyrir ís- land, nema rétt stjórnarvöld íslenzk eigi þátt í og leggi sam- þykki til. 3. Gæzla fiskiveiða í landhelgi íslands, að óskertum rétti ís- lands til að auka hana. Með- an Danir annast strandvarn- irnar nióta þeir jafnréttis við íslendinga að því er til fisk- veiða í landhelgi íslands kem- ur, nema um annað endur- gjald semji. 4. Peningaslátla. 5. Hæstiréttur, þangað til lög- gjafarvald íslands setur á stofn íslenzkri löggjöf og kunnugur sé íslenzkum högum. 8. Kaupfáninn út á við. 4. gr. Öðrum málefnum, sem taka bæði til Danmerkur og íslands, svo sem póstsambandið og ritsímasambandið milli landanna, ráða dönsk og íslenzk stjórnar- vötd í sameiningu. Sé um löggjafarmál að rasða, þá gera löggjafarvöld beggja landa út um málið. 5. gr. Danir og Islendingar á íslandi og fslendingar og Danir t Danmörku njóta fulls jafnréttis. Þó skulu forréttindi íslenzkra náms- manna til hlunninda við Kaupmanna- hafnar-háskóla óbreytt. Svo skulu og heimilisfastir íslendingar á íslandi hér eptir sem hingað til vera undanþegnir herþjónustu á sjó og landi. Um fiskiveiðar í landhelgi við Dan- mörku og ísland skulu Danir og íslend- ingar jafnréttháir meðan 4. atriði 3. gr. er í gildi. 6. gr. Þangað til öðruvísi verður á- kveðið með lögum, er ríkisþing og alþingi setja og konungur staðfestir, fara dönsk stjórnarvöld einnig fyrir hönd íslands með mál þau, sem eru sameiginleg samkvæmt 3. gr. Að öðru leyti ræður hvort landið að fallu öllum sínum málum. 7. gr. Meðan fsland tekur engan þátt í meðferð hinna sameiginlegu mála, tekur það heldur ekki þátt í kostnaði við þau; þó leggur ísland fé á konungsborð ogtil borðfjár konungsættmenna hlutfallslega eptir tekjum Dunmerkur og íslands. Framlóg þessi skulu ákveðin fyrirfram um 10 ár í senn með konungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra íslands undirskrifa. Ríkissjóður Danmerkur greiðir lands- sjóði Islands eitt skipti fyrir öll 1,500,000 kr. og eru þá jafnframt öll skuldaskipti, sem verið hafa að undanförnu milli Dan- merkur og íslands, fullkomlega á enda kljáð. 8. gr. Nú rís ágreiningur um það hvort málefni sé sameiginlegt eða eigi, og skulu þá stjórnir beggja landa reyna að jafna hann með sér. Takist það eigi, skal leggja málið í gerð til fullnaðarúr- slita. Gerðardóminn skipa 4 menn, er konungur kveður til, tvo eptir tillögu ríkisþingsins (sinn eptir tillógu hvorrar þingdeildar) og tvo eptir tillögu alþingis. Gerðarmennirnir velja sjálfir oddamann. Verði gerðarmenn ekki á eitt sáttir um kosningu oddamannsins, er dómsforseti hæstaréttar sjálfkjörinn oddamaður. 9. gr. Ríkisþing og alþingi getur hvort um sig krafizt endurskoðunar á lögum þessum, þegar liðin eru 25 ár frá því er lögin gengu í gildi. Leiði endurskoðunin ekki til nýs sáttmála innan 3 ára frá því er endurskoðunar var krafizt, má heimta endurskoðun af nýju A sama hatt og áður að 5 árum liðnurn frá því nefndur 3 ára frestur er á enda. Nú tekst ekki að koma á samkomulagi meðal löggjafarvalda beggja landa innan 2 ára frá því, er endurskoðunar var krafizt í annað sinn, og ákveður komingur þá, með 2 ára fyrirvara, eptir tillögu um það frá ríkis- þingi eða alþingi, að sambandinu um sameiginieg mál þau, er ræðir um í 4. 5. 6. 7. og 8. tölulið 3. greinar, skuli vera slitið að nokkru eða öllu leyti. 10. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. æzta dóm í landinu sjálfu. Meðan sú breyting er eigi gerð, skal þess gætt, er sæti losnar í hæstarétti, að skipaður sé þar maður, er hafi sérþekkingu á íslenzkri löggjöf og kunnugur sé íslenzkum högum. 4. gr: Danir, heimilisfastir á íslandi, skulu njóta fulls jafnréttis við ís- lendinga, og íslendingar heimilis- fastir í Danmörku jafnréttis við Dani. Þó skulu forréttindi íslenzkra námsmanna til hlunninda við Kaupmannahafnar-háskóla óbreytt, nema réttum stjórnarvöldum beggja ríkjanna semji um aðra skipan á þvi efni. 5. gr. í umboði íslands fara dönsk stjórnarvöld með mál þau, er talin eru í 3. gr., unz uppsögn fer fram af annari hvorri hálfu, samkvæmt íyrirmælum 7. gr. Að öðru leyti ræður hvort landið að fullu öll- um sínum málum. 6. gr. Meðan Island tekur ekki frekari þátt i meðferð sambandsmálanna en um getur í 3. gr., tekur það heldur ekki þátt í kostnaði við þau, nema hvað ísland leggur fé á konungsborð og til borðfjár kon- ungsættmenna hlutíallslega eptir tekjum Danmerkur og íslands. Framlög þessi skulu ákveðin fyrir- fram um 10 ár í senn með kon- ungsúrskurði, er forsætisráðherra Dana og ráðherra ísands undir- skrifa. Ríkissjóður Danmerkur greiðir ríkissjóði íslands eitt skipti fyrir öll 1,500,000 kr., og eru þá jafn- framt öll skuldaskipti, sem verið hafa að undanförnu milli Dan- merkur og íslands, fullkomlega á enda kljáð. /. gr. Með eins árs fyrirvara getur Rík- isþing Dana og Alþingi hvort um sig sagt upp sáttmála þessum að nokkru Ieyti eða öllu, þá er 25 ár eru liðin frá þvi, er hann gekk í gildi. Ákvæði sáttmálans um kon- ungssamband, sem og um borðfé fil konungs og konungsættmenna, verður þó eigi sagt upp. 8. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi .

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.