Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 2
ÞJOÐOLFUR. 76 Alþiagi XIII. Sambanðsmálið. Álit meiri hluta sambandsnefndarinnar í efri deild (Sig. Stefánssonar, Jens Páls- sonar og Ara Jónssonar): Efri deild hetur fengið 'þetta mál svo seint frá neðri deild, að henni hefur verið ómögulegt að íhuga það og rökræða 1 nefnd svo sem skyldi. Á fyrsta fundi nefndarinnar kom það þegar í ljós, að nefndin gat ekki orðið á eitt mál sátt um meginatriði málsins. Meiri hlutinn tekur það þegar fram, að nefndarálit hans getur sakir tímaskorts ekki orðið nema örstutt yfirlýsing um skoðun hans á stærstu meginatriðum frumvarpsins. Sú skoðun hefur um langan aldur verið uppi hér á landi og komið fram bæði í ræðu og riti, að íslenzka þjóðin hafi aldrei að lögum afsalað nokkurri annari þjóð því fullveldi, sem hún hafði sem full- veðja ríki ómótmælt um margar aldir. Þessi skoðun hefur þó aldrei skýrzt jafn- mikð á jafnskömmum tíma, sem á þrem síðastliðnum árum, enda hefur sjálfstæðis- mál vort aldrei verið tekið til eins ræki- legrar athugunar eins og á þessu tíma- bili. Þá vill meiri hlutinn og 1 þessu sam- bandi kveða skýrt á um það, að það er ekki að eins hinn sögulegi og lagalegi réttur, sem þjóðin byggir á kröfur sínarí þessu máli, heldur og engu síður hinn þjóðernislegi og siðferðislegi réttur henn- ar til þess, að vera til og dafna í landi sínu sem sérstök þjóð, er ráði að öllu leyti öllum málum sfnum, án íhlutunar nokkurrar annarar þjóðar. Af kosningunum 10. sept. f. á. og nær öllum þingmálafundum sfðan er það aug- ljóst orðið, að þjóðin telur sjálfstæðisrétti sínum ekki fullborgið með frumvarpi millilandanefndarinnar og vill því ekki ganga að frumvárpinu óbreyttu. Hins- vegar er það lfka augljóst orðið af þess- um undirtektum þjóðarinnar, hverjar að- albreytingar hún vill fá á þessu frum- varpi. Eru þær einkum í því fólgnar að það ótvíræðlega sé tekið fram 1 væntan- legum sambandslögum eða sáttmála, að ísland sé sjálfstætt fullvalda rfki 1 sam- bandi við Danmörku um konung og þau mál, er báðir málsaðilar verða ásáttir um að Danir fari með í uraboði Islands með- an um semur, en báðum málsaðilum sé heimilaður skýlaus uppsagnarréttur að því 1 er öll þessi mál snertir, að konungssam- bandinu einu undanteknu. Þessi samn- ingsatriði tóku íslenzku nefndarmennirnir upp í tyrsta uppkast sitt í millilandanefnd- inni og byggðu þau á þeirri sannfæringu að íslenzka þjóðin hafi aldrei að lögum afsalað sér fullveldi þvf, sem hún óefað hafði sem fullveðja ríki um margar aldir, nokkurri annari þjóð, eins og þeir kom- ast að orði í samningsundirstöðu þeirri, er þeir skrásettu 16. marz f. á. Um þessi samningsatriði gat nú ekki náðzt samkomulag í millilandanefndinni, eins og kunnugt er orðið. Uppkastið, sem millilandanefndin samþykkti að lokurn, þannig vaxið að efni og orðfæri, að það veitir enga tryggingu fyrir því, að ísland, að gerðum slíkum samningi, verði í reynd- inni sjáltstætt ríki. Meiri hluta nefndarinnar þykir gagns- laust að fara hér að rekja hinn sögulega rétt íslands í þessu efni og það þvf síður sem það hefir verið gert all-rækilega í nefndaráliti meiri hlutans í neðri deild í þessu máli. Á hitt leggur hann mikla á- herzlu, að þingið hlýtur að telja sig bund- ið við skýlausar yfirlýsingar meiri hluta þjóðarinnar, sem gangg, í sömu átt og 1 hið fyrsta uppkast íslenzku nefndarmann- anna í millilandanefndinni. Það má telja allar lfkur fyrir því, að hinn samningsaðilinn í þessu máli, lög- gjafarvald Dana, vilji ekki að svo stöddu ganga að neinum efnisbreytingum á upp- kastinu og því sé ekki annað fyrir hendi en að samþykkja það óbreýtt, eða þá að gera þær efnisbreytingar á því, er f sam- ræmi eru við kröfur íslendinga í máli þessu. Með því að taka fyrri kostinn, hverfur þingið frá yfirlýstum óskum og kröfum þjóðarinnar, með hinum síðari fullnægir það þeim. Neðri deild hefur núj.tekið þennan síðari kostinn og hefur því breytt frumvarpinu í ýmsum aðalatriðum þess, beint að óskum meiri hluta þjóðarinnar. Þótt þess sé að svo stöddu lítil von, að samþykki hins málsaðilans fáist á þessum breytingum, þá telur meiri hlut- inn þó rétt að ganga að frumvarpinu ó- breyttu. Hann telur rétt af þinginu að setja fram hinar fyllstu kröfur þjóðarinn- ar eins og þær hafa komið fram við síð- ustu kosningar og skoðar því frumvarpið fremur sem stefnuskrá þjóðarinnar, er hún vilji halda fast við í aðalatriðunum, en sem samþykkt, er eigi megi víkja frá í einstökum atriðum, er minna máli þykja skipta, sé um nokkra samvinnu eða samn- ingsfúsleik að ræða af hálfu hins máls- aðilans. Því er og svo varið með frum- varp þetta, að þótt það sé nú samþykkt af þinginu, getur ekki til þess komið að gera það að lögum, fyr en hinn samn- ingsaðilinn, löggjafarvald Dana, hefir sam- þykkt það, en þangað til mun að líkind- um bæði þjóð og þingi vinnast tfmi til að athuga það nánar og koma fram með þær breytingar eða ganga að þeim breyt- ingum, sem eptir atvikum kunna að þykja heppilegar eða ekki óaðgengilegar. Hins vegar treystir meiri hlutinn því, að þótt óvænlega horfi í svipinn um sam- komulag í þessu máli, þá muni bræðra- þjóð vorri óðum vaxa svo þekking og skilningur á sögulegum, siðferðislegum og eðlilegum rétti íslenzku þjóðarinnar til að njóta óskoraðs fullveldis yfir málum sín- um, að hún, er stundir lfða, muni reyn- ast fúsari til að verða við öllum rétt- mætum kröfum vorum, en hingað til hef- ur raun á orðið. Vér ráðum því deildinni til að sam- þykkja frumvarpið óbreytt. Aðflutningsbannið var afgreitt sem lög ftá þinginu 1. þ. m. Tók það miklum breytingum í efri deild, þar á meðal um að leyfilegt er að selja áfengis- birgðir, sem eru í landinu 1. jan. 1912, er lögin ganga í gildi, til 1. jan. 1915. Frv. samþykkt þar með 8 atkv. gegn 5. Þeir er greiddu atkvæði gegn því, voru: Ágúst Flygenring, Eirfkur Briem, Júl. Hav- steen, Steingrímur Jónsson og Stefán Ste- fánsson. — Neðri deild féllst á frv. eins og það kom frá efri deild, og var það samþykkt þar með 18 atkv. gegn 6, er voru . Hannes Hafstein, Jóhannes Jóhann- esson, Jón í Múla, Jón á Hvanná, Ólafur Briem og Pétur Jónsson. Einn þingmað- ur (Ben Sveinsson) var eigi viðstaddur. Húsmæðraskóli. Landbúnaðarnefndin í neðri deild hefur samið allítarlegt nefndarálit um húsmæðra- skóla og mælir með þeim, og tekur Nor- eg þar til fyrirmyndar; var 4. þ. m. sam- þykkt svohljóðandi tillaga frá nefndinni: »Neðri deild alþingis skorar á land- stjórnina að taka húsmæðraskólamálið til rækilegrar íhugunar og rannsóknar, og leggja fyrir næsta þing tillögur um stofn- un húsmæðraskóla«. liður og drengskapnr. Efri deild hefur fellt frv. það urn eiða- töku, er þeir Jón Þorkelss. og Ben. Sveinsson báru fram í neðri deild, og þar hafði verið samþykkt. Bera þeir nú fram þingsálykt-. unartillögu um að skora á landstjórnina, að leggja fyrir næsta þing frumvarp til laga um þetta efni. Fyrirspurn til ráðherra fluttu þeir Lárus H. Bjarna- son og Ágúst Flygenring svo hljóðandi: »Hvað kemur til, að landstjórnin hefur sett 3 manna nefnd til þess að rannsaka hag landsbankans og gerðir bankastjórn- arinnar að fornu og nýju?« Fyrirspurn þessi var til umræðu í Ed. 3. þ. m., og spannst út af henni allmikil orðasenna, sérstaklega milli ráðherrans og fyrirspyrjanda (L. H. B.). Felld var með 7 atkv. gegn 6 svolátandi tillaga frá L. H. B.: »Deildin telur rétt, að landstjórnin líti eptir peningastofnun landsins, en væntir þess, að það sé gert með varúð, og tek- ur 1 því trausti fyrir næsta mál á dagskrá*. En samþykkt var með öllum (7) atkv. meiri hlutans gegn 6 (hinna konungkjörnu) svolátandi tillaga (frá Sig. Hjörleifssyni): »Með því að deildin lítur svo á, að hin umræddu afskipti landstjórnarinnar af hag landsbankans séu bæði lögmæt og sjálfsögð, lýsir hún fullu trausti sínu á ráðherranum og tekur fyrir næsta mál á dagskrá«. Sem betur fer, er nú að mestu eða öllu leyti lokið aðstreymi því til fjárúttektar í Landsbankanum, er allmikil brögð voru að fyrstu dagana eptir að kunnugt var um skipun rannsóknarnefndarinnar (sbr. síðasta blað) og bankinn því nú úr allri hættu. Er það mest að þakka hyggileg- um afskiptum þingsins, yfirlýsingu ráð- herra í neðri deild 28. f. m. og tillögum allra vina landsbankans, er þegar sýndu fram á, að ekkert væri að óttast, og að bankiun stæði á tryggum fótum. Bátakvínrstæði við Hrísey. Stefán Stefánsson Eyf. flutti þingsálykt- unartillögu um að skora á landstjórnina að hlutast til um, að verkfræðingur verði sem fyrst, á kostnað landsjóðs, látinn skoða og gera áætlun um kostnað á bygging bátakvíar við Hrísey á Eyjafirði. Háskóli. Jón Þorkelsson flutti svohljóðandi þingsályktunartillögu: »Neðri deild Alþingis ályktar að skora á landsstjórnina: 1. að leggja fyrir Alþingi, áður en vana- legur háskóli hér á landi tekur til starfa, frumvarp til laga um það, að eigi hafi aðrir rétt til embætta á landi hér en þeir, er tekið hafa próf við háskóla landsins í þeim námsgreinum, sem þar eru kenndar, að svo miklu leyti sem næg þekking í þeim grein- um er skilyrði fyrir að fá slík em- bætti, þó svo a, að eigi nái ákvæði þetta til þeirra manna, sem tekið hafa fullnaðar- próf í þessum námsgreinum við Kaupmannahafnarháskóla áður en 3 ár eru liðin frá því að háskóli hér á landi tekur til starfa, og b, að undantekning hér frá megi þó veitingarvaldið gera með ráði há- skólaráðs vors að því, er snertir kennaraembætti við háskóla lands- ins sjálfan; 2. að leita enn af nýju, samkvæmt þingsályktun frá 1905, samninga við yfirstjórn Kaupmannahafnarháskóla um það, að nokkur hluti af náms- styrk þeim, sem íslenzkum stúdentum er þar ætlaður, verði, jafnskjótt og háskólastofnun hér á landi tekur til starfa, fenginn háskóla vorum til umráða til styrktar íslenzkum stúd- entum og kandidötum við háskóla vorn og erlenda háskóla. Fyrri hluti þessar tillögu var felldur, en síðari hlutinn (2. liðurinn) samþykktur- Stjórnarskrármálið. Sambandslaganefndin í neðri deild, er fékk stjórnarskrátbreytingarfrv. stjórnar- innar til meðferðar, var öll á einu máli um það, að skora á landstjórnina að leggaj fyrir næsta þing frv. um breyting á stjórn- arskránni, er meðal annars knigi að því, að heimilt sé að fjölga ráðherrum, að afnema konungkjörna þingmenn, að veita konum kosningarrétt og kjörgengi til al- þingis, að rýmka kosningarrétt að öðru leyti, og að skilja megi ríki og kirkju að með lögum. Nefndin sá eigi fært að ganga frá stjórnarskrá landsins til hlítar, meðan sambandsmálið er eigi útkljáð. Tillögur nefndarinnar voru samþykktar í neðri deild í gær. Hlutabréf í íslandsbanka. Neðri deild hefur samþykkt frv. það, er getið var um í 17. tbl. Þjóðólfs, en efri deild skipaði nefnd í málið, þá Jens Pálsson, Jósep Björnsson, Lárus H. Bjarna- son, Eirík Briem og Kristinn Daníelsson, og leggur hún til að málið verði eigi af- greitt frá þessu þingi. Þykir nefndinni Islandsbanki þegar hafa fengið svo mikil hlunnindi frá þinginu, að lítil ástæða virðist vera fyrir hendi, að auka þau enn af nýju. Nefndin fær eigi séð að greitt yrði úr peningaþörfinni með þessu frv., því nokkur ástæða sé til að ætla, að fénu yrði varið til greiðslu erlendra skulda bankans, og ekki heldur yrðu yfirráð land- sjóðs fyllilega tryggð með þessu, því 3. miljónir væru eign annara, þótt 2 milj. væru eign landsjóðs. Nefndin getur og eigi séð, að hér sé um nein kjarakaup að ræða, þ;r sem landsjóður eigi að greiða 101 fyrir hund- rað hvert, en sannvirði bréfanna sé nú 91—92 fyrir hvert hundrað. Sjómennska á fslenzkum þilskipnm. Neðri deild samþykkti 5. þ. m. tillögu frá fiskiveiðanefndinni, að skora á land- stjórnina að semja og leggja fyrir næsta alþingi frumvarp til laga um sjómennsku á íslenzkum þilskipum, er stunda iski- veiðar eða flutninga með ströndum fram. Kosningar í þinginn: í bankaráð fslandsbankavoni þeir kosn- ir í sameinuðu þingi í gær: Ari Jónsson ritstjóri til aðalfundar 1912, í stað Jóns í Múla og Magnús Blöndahl framkvæmdar- stjóri fyrir tímabilið frá aðalfundi 1910 til aðalfundar 1913, í stað Sigf. Eymunds- sonar. í verðlaunanefnd gjafasjöðs Jóns Sig- urðssonar voru kosnir í sameinuðu þingi með hlutfallskosningu: Jón Þorkelsson skjalavörður, Hannes Þorsteinsson ritstjóri og Björn M. Olsen prófessor. Endurskoðunarmann Landsbankans kaus sameinað þing Benedikt Sveinsson ritstjóra, í stað Jóns Jakobssonar bóka- varðar. J Yfirskoðunarmaður Landsreikning- anna var af efri deild 1 gær kosin* Skúli Thoroddsen ritstjóri í stað Her- manns Jónassonar spítalaráðsmanns, og neðri deild endurkaus í dag Hannes Þor- steinsson ritstjóra. Gæzlustjóri Landsbankans var endur- kosinn í efri deild í gær Kristján Jónsson háyfirdómari í einu hljóði. Gœzlustjóra Söfnunarsjóðsins endur- kaus efri deild í g*r Júlfus Havsteen, amtmann. Þjóðvinnfélagið. í stjórn þess kusu þingmenn í diag F'orseta: Tryggva Gunnarsson, varafor- seta: Björn Kristjánsson, ritnetndarmenn: Einar Hjörleifsson, Jens Pálsson og dr. Jón Þorkelsson, endurskoðunarmenn: Einar Gunnarsson og Björn Ólafsson augn lækni.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.