Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 07.05.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 77 Til leigu trá 14 maí. Húsið no. 32. B. við Laugaveg og kaups með mjög góðum borgunarkjörum. Grísli Porbjarnarson. I.öjj fr6 :tl |>i 11 ” í : 27. Um námsskeid yerzluuarmanna. 1. gr. Kaupmenn, kaupfélagsstjórar og aðrir þeir, sem reka verzlanir eða veita verzlunum forstöðu í kaupstöðum, skulu, þá er þeir taka unglinga yngri en 18 ára til verzlunarnáms, annast um að gerður sé skriflegur námssamningur, og ber hlut- aðeigandi lögreglustjóra að rita vottorð sitt á samninginn þess efnis, að hann sé saminn á þann hátt, sem lög þessi mæla fyrir um. Sé ákvæði þetta brotið, er samningurinn ógildur. 28. Um girðing-ar. 1. gr. Girðingar þser, sem lán er veitt til úr landsjóði, svo og aðrar girðingar, er njóta styrks af almannafé, skulu vera að minnsta kosti 42 þuml. á hæð. Eigi er vírgirðing á jafnsléttu fullgild, nema hún sé með 5 strengjum. — Garð má hlaða undir vírinn, og skal hann vera 2—3 fet á hæð og 3 strengir ofan á hon- um, ef hann er 2 fet, en 2 strengir ef garðurinn er 3 fet á hæð. 29. Um breyting á lögnm nm fræðsln barna frá 22. nóv. 1907. 1. gr. Heimiit skal stjórnarráðinu að gefa allsherjarviðurkenningu skóla, sem stofnsettur er af einstökum mönnum og fylgir sérstakri reglugerð, staðfestri af yfirstjórn fræðslumála. 2. gr. Slíkir skólar liggja undir um- sjá stjórnarráðsins, og skulu skóla- eða fræðslunefndir hafa eptirlit með hollustu- háttum skóla þessara, og sjá um, að fræðslureglum þeirra verði framfylgt. 3. gr. Börn á skólaaldri, er slíka skóla sækja, þurfa ekki að sækja um leyfi til þess hjá skólanefnd eða fræðslunefnd. En skólastjóri slíks skóla skal við byrjun hvers skólaárs láta skólanefnd eða fræðslu- nefnd 1 té skýrslu um það, hvaða börn munu sækja skólann á því skólaári. Eigi eiga slíkir skólar heimting á styrk af al- mannafé. 4. gr. Frestur sá, sem veittur er í 15. gr. laga um fræðslu barna 22. nóv. 1907, lengist um 2 ár, til 1. jan. 1912. 5. gr. Þegar barnaskólahús er reist frá stofni, stækkað eða endurbyggt til afnota, samkvæmt lögum um fræðslu barna 22. nóv. 1907, skulu bæjarstjórnir og hrepps- nefndir þær, er hlut eiga að máli, annast um bygginguna eptir uppdrætti og lýsingu, sem yfirstjórn fræðslumála hefur samþykkt, og afhenda síðan skólanefnd húsið. Nú er skólahús ekki byggt samkvæmt upp- drætti og lýsingu yfirstjórnar fræðslumála og getur þá skólanefnd krafizt þess, að úr því sé bætt, áður en hún tekur við húsinu. 30. Um brcyting og viðanka við lögr ■m hagfræðisskýrslnr nr. 29, 8. nóv. 1896 og lög nr. 20, 30. okt. 1903. 1. gr. Forstöðumenn fataverzlana, lausa- kaupmenn, þar með taldir hrossakaup- menn og fjárkaupmenn, forstöðumenn kaupfélaga og pöntunarfélaga, og aðrir, er vörur kaupa frá útlöndum, eða sem selja vöru eða sölu annast til útlanda, skulu skyldir til að láta hlutaðeigaudi stjórnarvöldum í té sem nákvæmastar skýrslur um það, hverjar vörutegundir og hve mikið af hverri vörutegund þeir flutt hafi eða flytja látið til landsins, eða frá því, svo er þeim og skylt að skýra frá innkaupsverði innfluttrar vöru, að við- bættum flutningskostnaði til landsins, og innkaupsverði innlendrar vöru, og tilgreina frá hverju landi vörurnar eru keyptar, allt eptir þvf, sem eyðublöð þau greina og reglugerðir, er landstjórnin útgefur. 31. Um stofnnn háskóla. (Verður síð- ar nánar getið). 32. Um laun háskólakennara. 33. Um eignarnámsheimild ísafjarðar- kaupstaðar á lóð undir skólahússbygging. 1. gr. Bæjarstjórn ísafjarðarkaupstaðar veitist heimild til að láta eignarnám fara fram á lóð undir barnaskólahúsbygging og aðrar nauðsynlegar byggingar og svæði í sambandi við skólann. 2. gr. Eignarnámið skal framkvæmt af tveim dómkvöddum óvilhöllum mönn- um, er ekki eiga sæti 1 bæjarstjórninni. Bæjarsjóður ísafjarðar greiðir allan mats- kostnaðinn. 34. Um riðauka rið lög nr. 80, 22. nÓT- Tember 1907. Amtsbókasöfn Norðlendingafjórðungs, Austfirðingafjórðungs og Vestfirðingafjórð- ungs, svo og bókasafn Isafjarðarkaupstað- ar, skulu fá eitt eintak hvert þeirra af þeim ritlingum, bókum og tfmaritum (blöð- um), sem 2 örkum eru stærri og prentuð eru í prentsmiðjum hér á landi, og skulu eintök þessi afhent ásamt skrá yfir þau, lögreglustjóra þess lögreglu-umdæmis, sem prentsmiðjan er í, undir árslok hvert ár, en hann annast sendinguna til safnanna þá er 1 ár er liðið frá útkomuárinu. Frá þessu er undanskilið allt það prentað mál, sem ekki er ætlað til sölu. 35. Um breyting á lögum um skipnn læknishéraðn 0. fl. ísafjarðarlæknishéraði skal skiptí eptir- nefnd tvö læknishéruð: ísafjarðarhérað: Hólshreppur, Eyrar- hreppur, ísafjarðarkaupstaður, Súðavíkur- hreppur og Vigur í Ögurhreppi. Læknis- setur f ísafjarðarkaupstað. Nauteyrarhérað: Snæfjallahreppur, Naut- eyrarhreppur, Reykjarfjarðarhreppur og Ögurhreppur, nema Vigur. Læknissetur á Langadalsströnd. Lög þessi koma eigi til framkvæmdar fyr en sérstakur læknir er skipaður í Naut- eyrarhérað. 36. Um styrktarsjóð bnnda barnakenn- urnm. 1. gr. Styrktarsjóð skal stofna handa barnakennurum landsins. Stofnfé hans, 5,000 krónur, leggur landssjóður til. 2. gr. Hver sá kennari, sem ráðinn er til kennslustarfa samkvæmt lögum um fræðslu barna 22. nóvbr. 1907, greiðir í sjóðinn á ári hverju 1% af kennaralaun- um sínum sé þau ekki hærri en 500 kr., 1 '/2% séu þau yfir 500 kr. og allt að 1000 kr. og 2% ef þau eru yfir 1000 kr. 3. gr. Sjóðurinn fær 1,000 kr. styrk úr landssjóði á hverju árk 4. gr. Þriggja manna nefnd skal stjórna styrktarsjóð þessum undir yfirumsjón land- stjórnarinnar. I nefndinni eru umsjónar- maður fræðslumálanna, forstöðumaður kennaraskólans, og hinn þriðji maður, er stjórnarráðið kýs. 5. gr. Þvl að eins getur kennari fengið styrk úr sjóðnum, að hann sé styrkþurfi; hann skal og hafa verið barnakennari að minnsta kosti í 10 ár og hafa greitt til- lag til sjóðsins að minnsta kosti í 3 ár, nema hann hafi orðið að láta af kennslu- störfum sakir heilsubilunar. 6. gr. Eigi skal verja til styrkveitinga nema vöxtum sjóðsins, þangað til hann er orðinn 20,000 kr., en síðan 3/4 af öll- um árstekjum hans-, hitt bætist við höf- uðstólinn; við hann skal og leggja gjafir þær, er sjóðnum kann að hlotnast, nema öðruvísi sé ákveðið af gefanda. 7. gr. Nánari reglur um starfsemi sjóðsins, innheimtu, styrkveiting og reikn- ingsskil semur stjórnarráðið, eptir að hafa fengið tillögu þar um frá forstöðunefnd hans. Ijliijiii á TjiUai Frá stórtíðindum þeim, er hafa verið að gerast austur á Tyrklandi og drepið hefur verið á í símskeytum í slðustu blöð- um, hafa nú borizt nokkru nánari fregnir í útlendum blöðum, erná fram til 23. f. m. Stjórnarbylting sú, er steypti stjórn Ung- tyrkja í Konstanínópel, varð 13. f. m. og var hún með álíka skjótum hætti og á- lfka ómannskæð eins og stjórnarbyltingin f fyrra sumar, er kom Ungtyrkjum til valda, og þarf því ekki að efa, að allt hafi verið vel undirbúið og með ráðum gert. Það var setuliðið í Konstantínópel er hóf uppreisnina og reis upp gegn for- ingjum sfnum; það er talið sennilegt, að aðrir hafi átt upptökin og róið undir og þá einkum soldán sjálfur, því að hann hefur alla tíð dansað nauðugur, sfðan ríki Ungtyrkja hófst. Þar við bættist svo, að ýmsir aðrir hafa verið óánægðir með stjórn Ungtyrkja, ekki einungis, þeir sem völdin höfðu áður og notuðu þau sér til margvíslegra hagsmuna, heldur líka mikill þorri trúaðra Múhameðstrúar- manna, er þótti soldán, þeirra æzti biskup og andlegi leiðtogi, hafa orðið að sæta heldur þungum búsifjum, og enn- fremur frjálslyndi flokkurinn, sem þótti Ungtyrkjar leggja ofmikla áherzlu á að auka ríkisvaldið, en vildi í þess stað veita einstökum héruðum og þjóðum meira sjálfstæði. Uppreisnin hófst um sólarupprás hinn 13. f. m.; þusti þá allmikill flokkur her- manna að Sofíukirkjunni, tók þinghúsið, sem er nálægt á sitt vald, og ritsíma- stöðvar, tóku nokkra herforingja til fanga og drápu tvo þeirra, sem voru í sam- bands- og framfaranefndinni, en svo nefn- iss flokkstjórn Ungtyrkja, er mestu hefur ráðið um framkvæmdir þeirra. Flestar aðrar liðsveitir f borginni gengu nú f lið með uppreistarmönnum. Ráðaneytisfor- setinn, Hilmi pasja, sem tekið hafði við stjórninni fyrir skömmu síðan, treystist því ekki til þess að ráðast gegn upp- reisnarmönnum með því liði, sem ennþá hélt trúnað við stjórnina og bað því sold- án um lausn. Dómsmálaráðberrann, Na- zim pasja, sem ætlaði að reyna að sefa uppreistarmennina með fortölum, var drepinn. Nú fóru liðsveitir einnig að drífa utan að til borgarinnar, einkum frá Litlu-Asíu. Söfnuðust þær allar í kringum Sofíukirkj- una og þinghúsið. Jafnframt virtist eins og byltingin breytti nokkuð blæ sínum. Um morguninn kváðu við óp um frelsi og stjórnarskrá, en um kvöldið var það allt breytt og tóku menn nú að árna soldáni langra lífdaga. Þóttust menn sjá fingur soldáns gægjast hér út um brek- ánið og frjálslyndi flokkurinn, sem í tyrst- unni hafði tekið byltingunni vel, fór nú að draga sig í hlé. Um kvöldið gaf soldán ut auglýsingu um, að hermönnunum væru gefnar upp allar sakir. Daginn eptjr var ný stjórn skipuð og heitir sá Tewfik pasja, er varð ráða- neytisforseti (stórvesír). Stjórnarskráin var látin halda sér, en yfirmaður setuliðsins í Konstantínópel, sem var einn af aðal- stuðningsmönnum Ungtyrkja var settur af og flýði hann burt úr borginni. Seinna náðist hann samt og var handtekinn. Flestir aðrir af leiðtogum Ungtyrkja tóku einnig þann kost að flýja eða földu sig einhversstaðar í borginni. Prentsmiðjur tveggja blaða Ungtyrkja voru alveg eyði- lagðar þennan dag. Brauzt skríllinn þar inn og mölvaði allt og braut. Það leið samt ekki á löngu, þangað til Ungtyrkjum fór að vegna betur. Þegar Ungtyrkir komust til valda áttu þeir það hernum að þakka. Það hefði því ekki verið komið í gott efni fyrir þeim, ef tyrkneski herinn hefði almennt farið að dæmi setuliðsins í Konstantfnópel. En Ungtyrkir höfðu æfinlega haft mestan styrk utan höfuðborgarinnar, einkum í borginni Saloniki, þar sem miðstjórn þeirra hafði áður verið og þeir hafa enn allfast skipulag. Þangað leituðu nú foringjar Ungtyrkja og herinn var ekki lengi að átta sig á, hvernig hann ætti að taka í strenginn. Var þegar sendur allmikill liðsafli undir forustu Husni pasja og var hann kominn í nánd við Konstantínópel um 20. f. m. Kvaðst hann vera kominn til þess að rétta við agann í hernum og gaf út auglýsingu, þar sem hann skoraði á alla óbreytta liðsmenn og undirforingja f Konstantínópel að sverja hershöfðingj- unum hlýðni, snúa aptur til hersveita sinna og gera hér eptir skyldu sína, en vera ekki að skipta sér af pólitík. A flestum herskipunum var eiðurinn svarinn, en liðsveitirnar í landi virðast ekki hafa verið eins auðsveipnar. Jafnframt lýsti Husni pasja yfir því, að hann ætlaði að vernda stjórnarskrána gegn öllum árásum, setja hina réttmætu stjórn aptur til valda og refsa maklega hvatamönnum uppreisn- arinnar, enn annars mundi hann ekki efna til neinnar blóðsúthellingar eða ann- ara ofbeldisverka. Svo langt var sögunni komið 23. f. m. I símskeytum, sem síðan hafa borizt, hef- ur það fréttizt, að hjálparherinn hafi náð borginni á sitt vald, soldán settur frá völdum 28. f. m. og miklar blóðsút- hellingar hafi orðið og stafar það þá að líkindum af því að allöflug mótstaða hef- ur verið veitt af hálfu borgarmanna eða setuliðsins í borginni. Um sama leyti sem hjálparherinn kom til Konstantínópel urðu mikil manndráp í Litlu-Asíu, í héraðinu Adana, en ekki er ljóst, hvort þau hafa beinlínis staðið í sambandi við stjórnarbyltinguna, þó ekki sé það ólfklegt. Mikill hluti bæjarins Adana var brenndur til kaldra kola, svo að um 3000 manns urðu húsnæðislausir, en þegar síðast fréttist höfðu verið drepnir þar um 2000 manns, mest Armeningar, en þó líka eitthvað um 200 Múhameðs- trúarmenn og um 5 þús. manns höfðu misst lífið annarsstaðar f héraðinu. Til Um i. Bjarnasonar. Með grein sinni 30. f. m. í Þjóðólfi um sambandsmálið hefir herra lagaskóla- stjóri Lárus H. Bjarnason ekki Iagfært neitt, þrátt fyrir það, þó hann kalli grein þessa »Leiðrétting«. Miklu heldur hefir hann fært úr lagi og reynt að villa um r é 11 a frásögn í áliti meiri hluta sam- bandslaganefndarinnar. Það sem í nefnd- arálitinu er tilfært, er í alla staði rétt og samkvæmt því, sem stendur f »Áliti hinnar dönsku og íslenzku millilandanefnd- arbls. 23. Og í »Áliti« því, sem flestum þykir líklegt, að fari eigi með afdráttar- laus sannindi — er hvergi hægt að sjá, að herra lagaskólastjórinn hafi nokkurn tíma í nefndinni mótmælt þvf, að það væri rétthermt upp á sig, að hann hetði gert þessar aumu og auðvirðilegu kröfur fyrir íslands hönd. Ekki vita menn heldur til að hann hafi þegar í stað né síðar mót- mælt þessari frásögn um sig þegar hún kom út í dönsku blöðunum 1906. Herra L. H. B. má því sjálfum sér um kenna,— ef Ritzaus Bureau hefur gert honum rangt til, — að á þessu er byggt, úr þvf að hann hefir ekki haft menningu 1 sér til þess að mótmæla þvf í tíma. Og ekkert þýðir fyrir hann að segja það, að hann hafi ekki þekkt efni þessara frásagnar, því að kröfur þingmanna í þingmannaförinni 1906, sem hann kvað hafa borið fram, voru hér alkunnar samsumars. En hitt er mjög skiljanlegt, að herra lagaskólastjórinn vilji nú ekki þurfa að kannast við þessar ómerkilegu kröfur, sem hann hafi gert, af því að hætt er við, að mönnum þyki nú heldur lítið til þeirra koma. Og þó er hann e i n n ekki svo mjög ámælisverður hér um, því að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.