Þjóðólfur - 14.05.1909, Page 1

Þjóðólfur - 14.05.1909, Page 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. maí 1909. JTs 21. V erkíæravólar og1 smlðatól. Fd.i 1, Sdmahi, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Alþingi var slitið 8. þ. m. kl. 5 e. h., og hafði það þá staðið 3 vikumánuði, einum degi fátt í, en frá þeim starfstíma dregst rúm vika (páskaleyfið) er þingfundir voru ekki haldnir, svo að reikna má n vikna vinnu- tíma. Er það lengsta alþing, er haldið hefur verið hér á landi fram að þessum tíma, og var ástæðan til þessa langa þing- halds, að stjórnarskipti urðu á sjálfum þingtímanum, og að nýja stjórnin tók ekki við, fyr en liðinn var hinn lögskip- aði þingtími (8 vikur). Voru þá ekki nema 4 vikur eptir til afgreiðslu hinna stærstu og þýðingarmestu mála þingsins, er höfðu verið látin að mestu leyti hvíla sig, með- an forsetarnar voru í utanförinni. Þingið samþykkti alls 53 lagafrumvörp, þ e. 14 stjórnarfrumvörp og 39 þing- mannafrumvörp. 3 stjórnarfrumvörp (um dánarskýrslur, verðlækkun Arnarhólslóð- arinnar og löggilding Viðeyjar) voru felld, og í raun réttri 4. málið lfka, um skipun varabiskups, með því að samþykkt var annað frumvarp: um tvo vígslubiskupa í stað hins. 5. málið, stjórnarskrárbreyt- ingarfrumvarpið, var svæft með rökstuddri dagskrá. Alls voru felld 17 þingmanna- frumvörp, 4 tekin aptur, en 20 óútrædd. 20 þingsályktunartillögur voru afgreiddar, | flestar frá neðri deild, auk 12, er sam- þykktar voru, en ekki afgreiddar í þings- ályktunarformi, og 7, er annaðhvort voru felldar, teknar aptur eða ekki útræddar. Rökstuddar dagskrár voru og allmjög tíðkaðar á þessu þingi, náðu tugnum, og 2 fyrirspurnir komu fram. Það er því mikill rnálafjöldi, er legið hefur fyrir þessu nýlokna þingi. Vitanlega er þar margt smávægilegt, en sumt þó svo stórfellt, að það gnæfir langt yfir flestallar samþykktir undanfarinna þinga, Og má þar fyrst og fremst nefna sambandsmálið, er þingið nú afgreiddi að sínu leyti í þeirri mynd, er bezt þykir fullnægja sönnum sjálfstæðiskröfum þjóðarinnar. Að vísu eru ekki horfur á samþykkt þessa nýja sáttmála frá hálfu hins málsaðilans, en vonlaust er þó ekki um árangur, ef til vill áður en mjög langt um lfður, sakir þess, að vænta má, að Dönum skiljist það von bráðar, að bezta ráðið til að tryggja samband landanna, sem Danir leggja svo mikla áherzlu á, er að veita íslendingum svo mikið sjálfstæði sem unnt er, að sam- j bandinu órofnu, t. d. eins og farið er j fram á 1 þessum nýja sáttmála frá þing- inu. Að koma Dönum í réttan skilning um þetta, á meðal annars að verða hlut- verk nýju stjórnarinnar. Og það g e t u r orðið fyr en flestir ætla, að Danir öðlist þennan skilning. Annað stórmálið ftá þinginu, er mest ber á og víðtæk áhrif hlýtur að hafa á þjóð vora síðar meir, er háskóla- m á 1 i ð, samþykktin um stofnun háskóla hér á landi, þótt ekki sé til ætlazt, að sú stöfnun taki til starfa, fyr en té er veitt til þess. En þess mun tæplega langt að bíða. Verður sfðar minnst rækilegar á það mál. Þriðja stórmálið, er þingið nú afgreiddi, er aðflutningsbann áfengis, því að hvað sem um það má segja, og hversu skiptar sem skoðanir eru um það afrek þingsins, þá getur enginn neitað því, að það er þýðingarmikið mál, og hefðu sjálf- sagt fáir Islendingar trúað því fyrir 10— 20 árum, að löggjafarþing landsins mundi nokkru sinni stfga svona lagað spor í bindindismálinu. Nú er eptir að vita, hversu máli þessu reiðir af, fyrst hjá stað- festingarvaldinu ytra, og sfðar í almenn- ingsálitinu hér. Af öðrum þýðingarmiklum málum, er þingið afgreiddi, er helzt að telja elli- styrkinn (prentað áður hér í blaðinu) og nokkur önnur smærri lagafyrirmæli, t. d. um styrktarsjóð handa barnakennurum, um vátryggingarfélag fyrir þilskip, um vátrygg- ingar sjómanna, samþykktir um kornforða- búr til skepnufóðurs, um girðingar, um sóknargjöld, heimildarkaup fyrir stjórnina á bankavaxtabréfum landsbankans, breyt- ing á alþingiskosningalögunum (færsla kjördags o. fl.). Alþing’i. XIV. Fjáplögln 1010-1911. Tekjur landsjóðs eru áætlaðar 2,930,- 530 kr., en útgjöldin eru áætluð 2,994,- 440 kr. og 33 aurar, og tekjuhallinn því 63,910 kr. 13 a. Tekjuáætlunin var hækkuð um 318 þús. kr. frá frv. stjórn- arinnar, þar á meðal áfengistollur áætl- aður 560 þús. í stað 380 þús., og er bú- izt við, að innflutningur áfengis verði svo inikill, áður en aðflutniugsbannslög- in ganga í gildi. Hinar helztu fjárveitingar bæði árin að samanlögðu, eru: vextir og afborgun af láni 1 'ir ríkissjóði Dana 105,333,33. Til hintiar œztu stjórnar 100 þús. Kostnað- ur við alping og yfirskoðun landsreikn- inganna 61,600 kr. Dómgœzla og lög- reglustjórn o. fl. 217,930 kr. Lœknaskip- un 298,050 kr. Til samgöngumála eru alls veittar 987,227 kr., þar af til póst- stjórnarinnar 204,400 kr. Til vegabóta 246,300 kr. (til llutningabrauta: Borgar- fjarðarbraut 30 þús., Húnvetningabraut 4,500, Heykjadalsbraut 10,000, Fagradals- braut 6,000, Holtavegur 5,000, Grímsnes- braut 10,000 og til viðhalds 14,000, alls 79,500); til þjóðvega'95,000: Mosfellssveil- arvegur 12,000, Stykkishólmsvegur 12 þús., Holtavörðulieiðarvegur 16,000; Lag- arfljótsbrúarvegur 4,000, Skaptárhrauns- vegur 12,000, til brúar á Laxá i Horna- firði 10,000 og aðrar vegabætur og við- hald 29,000, til fjallvega 10,000, til Breið- dalsvegar 15,000, til brúar áSandáíÞist- ilsfirði 10,000 o. fl.). Til gufuskipaferða 120,000 og til gufu- og mótorbátaferða 78,000. Til ritsíma og talsima eru veitt- ar 256,300., (til Siglufjarðarsíma 25,000, til að strengja talsíma frá Rvík tilNorð- tungu 29,000 og milli Akureyrar og Valla 12,000, til ransóknar símaleiða 14,000, til starfrækslu landsímanna 78,500 kr.). Til vita 82,227 (þar af um 25,000 veittar til vita á Rifstanga og 25,000 til vila á Dyr-' hólaey). Til kirkju- og kennslumála eru veittar 502,040 kr., þar af fær andlega stéttin 92,200 kr., prestaskólinn 24,620, læknaskólinn 19,300, lagaskólinn 25,020, mentaskólínn 66,740, Akureyrarskólinn 25,000, kennaraskólinn 24,400, stýri- mannaskólinn 11,200 og til annarar kennslu 213,560. Til vísinda og bók- mennta eru alls veittar 145,320 kr.; þar af fer til landsbókasafnsins 31,520, til landskjalasafsins 8,500, til forngripasafns- ins 10,200, til Náttúrufræðisfélagsins 1600, til safnahússins 7,200, til kaup- staðabókasafna 4,000, til bókasafnsins á ísafirði f. á. 2000, til bókasafnsins á Ak- ureyri 1000 kr. f. á., til sýslubókasafna 3000, til Bókmenntafélagsins 4000, til Þjóðvinafélagsins 1,500, til Fornleifa- félagsins 800, til Sögufélagsins 1500, til aö rita og gefa út ítarlegt rit um þjóð- réttarstöðu íslands alt að 2,500 kr. f. á., til útgáfu Fornbréfasafnsins 1,600, utanfar- arstyrkur til Lárusar Bjarnasonar kenn- ara 500 kr. f. á., til Sigfúsar Blöndals 600 kr. (til að vinna að íslenzk-danskri orðabók), til Brynjólfs Jónssonar til undirbúnings fornleilaskrár 800 kr.; skáldastvrkir: til Einars Hjörleífssonar 2,400, Þorsteins Erlingssonar 2,400, Valdi- mars Briems 1600, Guðm. Magnússonar 1,600, Guðm. Guðmundssonar 800 og Guðm. Friðjónssonar 800; til Magnúsar Einarssonar til söngkenslu á Akureyri 600, til Sigfúsar Einarssonar til eflingar sönglistar 2,400, til alþýðufræðslu Stúd- entafélagsins 1,000, til Bindindissamein- ingar Norðurlands 600, til Stórstúku góð- templara 4,000, til útgáfu dómasafnsi ns 300, til Leikfélags Reykjavikur 2,000, til Boga Melsteðs 1000 f. á., til Jóns Ólafssonar til að semja íslenzka orðabók alt að 3,000 kr., til Jóns Ófeigssonar til að semja þýzk- islenzka orðabók alt að 2,000, til Jóns sagnfr. Jónssonar 2,000, til Sighv. Gr. Borgfirðings 200 f. á., til Ágústs Bjarna- spnar til að gefa út heimspekilega fyr- irlestra alt að 1200, til að gefa út laga- safn handa alþýðu ætlaðar 800 f. á., til Bjarna kennara Sæmundssonar til fiski- rannsókna 1,200, til landmælinga á ís- landi 10,000, til Helga Þéturssonar til jarðfræðisrannsókna 3,000, til Guðin. G. Bárðarsonar til utanfarar til jarðfræðis- náms 1,000 f. á., til Ólafs Þorsteinsson- ar til að ljúka námi við fjöllistaskólann 1,000, til llelga Jónssonar til mýra og grasfræðisrannsókna 3,000, til jarð- skjálptarannsókna 600, til veðursimskeyta innanlands 9,600, og til Einars Jónsson- ar myndasmiðs 2,400. Til verklegra fyr- irtœkja veittar 439,520 kr.: til bændaskól- ans á Hólum 24,700 (þar af 18,000 til skólahússbyggingar), til bændaskólans á Hvanneyri 51,800 (þar af 46,000 til bygg- ingar skólahúss úr steinsteypu), til Torfa Bjarnasonar til búnaðarkennslu 3,000, til Eiðaskólans 3,000 og 20,000 bygging- arstyrkur, til Jónínu Sigurðardóttur til matreiðsluskólahalds 2,000, til búnaðar- félaga 44,000, til Búnaðarfélags íslands 108,000, til undirbúningsrannsókna Skeiða- og Flóaáveitu 4,000 f. á., laun skógrækt- arstjóra 6,000, til skóggræðslu 21,000, til Ungmennafélaga 2,000, til sandgræðslu 8,000, til samvinnumjólkurbúa 26,000, til verkfræðings til aðstoðar landstjórn og liéraðsstjórnum 7,000, til dýralækninga 5.400, til iðnskóla í Reykjavík 10,000, til iðnaðarmannaskóa á Akureyri 2.000 til kvöldskóla iðnaðarmanna á ísafirði 1200, til kvöldskóla iðnaðarmanna á Seyðis- firði 600, utanfararstyrkur iðnaðarmanna 4,000, til verzlunarsltóla í Reykjavík 10 þús., til viðskiptaráðunauta erlendis alt að 24,000, til byggingarfróðs manns 3,200, til fiskimatsmanna í Reykjavík og Isafirði 4,800, til síldarmatsmanna á Akureyri og Siglufirði 2,400, til vörumerkjaskráritara 720, til efnarannsóknarstofu í Reykjavík 6.400, til fiskiveiðasjóðs 12,000, til iðnað- arsýningar í Rvík 3,000 kr. s. á., leiga eptir Gullfoss 6,000, til ábúanda á Tví- skerjum á Breiðamerkursandi 600 kr. til kirkjugarðsbyggingar um Hólakirkju 500 f. á, og til lendingarsjóðs Bolungarvik- ur 1,000 f. á. Til eptirlauna og styrkt- arfjár o. fl. eru veittar 126,220. Úr við- lagasjóði veitt heimild til að lána alt að 500,000 kr. til allskonar fyrirtækja. Hlntabréf í íslandsbanka. I slðasta blaði var getið álits nefndar þeirrar, er efri deild skipaði í þetta mál, og lauk því svo, að 7. þ. m. samþykkti deildin svohljóðandi rökstudda dagskrá: »1 því trausti, að landstjórnin athugi banká- mál landsins til næsta þings, þar á með- al hvort tiltækilegt sé, að landsjóður kaupi hluti I Islandsbanka, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá*. Vinum Islandsbanka þótti þessi mála- lok allill, og komu með samskonar rök- studda dagskrá, viðvtkjandi heimild til að kaupa bankavaxtabréf Landsbankans, en hún var telld, og var það frumvarp sam- þykkt af þinginu. Forseti sameinaðs þings var kosinn Skúli Thoroddsen nokkru fyrir þinglok í stað ráðherrans, sem var veitt lausn vegna stöðu hans, en varaforseti var kosinn Sigurður Gunn- arsson þm. Snæfellinga. Lög frá alþingi: 37. Um samþykktir nm kornforðabár til skepnuféðurs. 1. gr. Heimilt er sýslunefndum að gera samþykktir fyrir einn hrepp eða fleiir um kornforðabúr til skepnufóðurs. 2. gr. Þegar sýslunefnd þykir þörf á eða fær óskir um það frá einni sveitar- stjórn eða fleirum innan sýslu að gera samþykkt fyrir sýsluna eða nokkurn hluta hennar, skal hún með nægum fyrirvara kveðja til fundar á svæði, sem ætlazt er til að samþykktin nái yfir. Eiga atkvæðis- rétt á þeim fundi allir, er á þ;í svæði búa og kosningarrétt hafa til alþingis. 38. Um breyting á lögum nr. 34, 16. nóv. 1907 um skipun læknishéraða 0. 11. Þingeyrar læknishérað í Vestur-ísa-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.