Þjóðólfur - 14.05.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 14.05.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 81 Beztn og ódýrustu ~Vefnaðarvörur hét' SellU' Björn Kristjánsson. Þessvegna ættu allir, er þurfa að kaupa: Sjöl stór og smá, kjólatatt, svuntutau, tvisttau, vaskatau, silbi, handklæðadregil, gardínutau, húfur, lífstykki, verkmannaskyrtur, niilliskyrtur og nærfatnað o. s. frv., að líta fyrst inn í verzl. Björn Kristjánsson. Mannalát. Hinn 3. þ. m. andaðist EinarEiríks- s o n organleikari á Helgastöðum á Skeið- um 48 ára gamall, af krabbameinsemd í maganum, að því er menn ætla. Hann átti jafnan við mjög örðugan hag að búa og naut sín því ekki sem ella mundi, enda farinn að heilsu og kröptum síð- ustu árin, en fjörmaður á fyrri árum og margt vel um hann, þótt andstreymi og erfiðleikar lífsins vörnuðu honum vegs og virðinga, sem ekki er eins dæmi. í Landakotsspítala andaðist 4. þ. m. Jóhannes Böðvarsson snikkari frá Skarðshömrum í Norðurárdal, einkenni- legur maður á marga lund Og greindur vel, en ekki auðnumaður að sama skapi. Hinn 10. þ. m. andaðist og í Landa- kotsspftala Sveinn Jónsson .trésmið- ur frá Stykkishólmi, bróðir Björns ráð- herra. Hann kom hingað fársjúkur með »Skálholti« og andaðist samdægurs, jafn- skjótt og hann var kominn á spítal- ann. Hann hafði búið lengi í Stykkis- hólmi, og var merkur maður og vel met- inn. Lætur eptir sig ekkju og nokkur uppkomin börn. Látnir eru feðgarnir HálldórMagn- ússon og Sigfús hreppstjóri son hans á Sandbrekku í Hjaltastaðaþinghá. And- aðist Halldór 14. f. m. 83 ára gamall, (f. 1. febr. 1826). Bjuggu foreldrar hans Magnús Jónsson og Herborg Magnúsdótt- ir á Sandbrekku, en Halldór bjó um hríð í Húsey í Hróarstungu, áður en hann flutti að Sandbrekku. Var sæmdar- og dugnaðarbóndi. Sigfús son hans stund- aði föður sinn í banalegu hans og tók sömu veikina (taugaveiki), er leiddi hann til bana nú tyrir fáum dögum, tæplega fimmtugan. Var hann fæddur í Húsey 23. janúar 1860. Hann var meðal hinna merkustu bænda á Austurlandi fyrir margra hluta sakir og mesti nytsemdar- maður í sveit sinni, greindur vel, gætinn og reglufastur og hinn áreiðanlegasti í öllum viðskiptum, búhöldur góður og snyrtimenni í hvfvetna. Frd sýslufundi Árnesinga. Skýrslu- ágrip. Úr Árnessýslu er ritað 5. þ. m.: Sýslufundur nýafstaðinn. Af honum er það helzt að frétta, að 6000 kr. voru veittar til símalínunnar hér austur. Rætt var og um stöðvar fyrirhana; verður það meðal annars á Selfossi, þ. e. a. s. í »Sig- túnum« eða »Tryggvaskála« við Ölfus- árbrú. Ætti nú að fara að rugga eitt- hvað við staurunum úr þessu; það er helzt til lengi búið að dragast. Það þótti illt tilvik af sýslunefndinni, að fella f burtu styrk þann, er hún hef- ur veitt, síðan lög um áfangastaði öðluð- ust gildi, nokkrum bændum, sem orðið hafa fyrir mestum átroðningi af ferða- mannahestum, enda höfðu þeir látið af hendi ákveðin svæði til þess; verða nú líklega sömu vandræðin aptur með upp- rekstur á hestum o. fl. Þess má og geta, að 300 kr. eru veitt- ar til byggingar á traustum kömpum við mynnið á Hraunsá, þar sem hún fellur f sjó; f flóðum gengur sjór upp í hana og spillir mjög landi nágrannanna þar. — Gnúpverja- og Skeiðahreppi leyft að selja fossa í Þjórsá. Samþykkt, að hreppstjórar í sýslunni söfnuðu, hver í sinni sveit, skýrslu um vöntun á fé, er farið hefði á fjall eða tapazt úr heimahögum; nú upp á síð- kastið óvenjulega mikið um þessháttar fjárhvarf, er fer að verða afarathugavert, ef framhald verður á því. Grírasneshreppi leyft að kaupa Minni- bórg óg bygpja þar skólahús; 3 þús. kr. lántaka leyfð. Veittar voru 100 kr. til héraðssýningar við Þjórsárbrú í sumar; lá nærri, að sá styrkur félli í þetta sinn. Þykir mörgum, sem von er, þær full-þétt- ar. Sýningar í hreppum sýslunnar í sam- einingu verða haldnar hér og þar, sem bezt þykir henta ; þykir það glæða áhuga bænda um alla góða meðferð búfjár. Skorað á hreppsnefndir, að sjá um að hafa ætíð á takteinum sótthreinsunarefni eptir miltisbrandssýki. Eins og vant er, var allur þessi fyrir- skipaði fjöldi af skýrslum lagður fram, yfirfarinn og endurskoðaður; — bráðum held eg, að þetta skýrslu-moldviðri fari að nálgast hestklyfjar. — Hvert þing ungar út nýjum lögum, er hafa aukin skrifstörf í för með sér og ýms störf önnur, sem hlaðast á hreppsnefndirnar, er verða svo að vinna að þessu fyrir ekkert; þau störf sum eru þó allerfið, einkum eptir að brunabótasjóðir í sveitum voru stofn- aðir o. fl. Verkfærir menn eru 1,213. Sýsluvega- gjald 3,639 kr. Niðurjöfnun 5,000 kr. — Áætluð upphæð 9,823 kr. 20 au. Mikla hugraun vekur það meðal sýslu- nefndarinnar, hvernig vatnið skolpaði of- aníburðinum úr framhluta Eyrarbakkaveg- arins í vetur, var þó ekkert snjóhlað. Þar vantar framhald flóðgarðsins, er byrjað var á með röggsemi; fráræsluskurðir eru of grunnir og ófullnægjandi ennþá, að minnsta kosti þar að framanverðu. V i ð s t a d d u r. Veðurskýrsluágrip frá 1. mai til H. maí 1909. maí Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. I. + 2,2 + i,5 + i.8 + 20 - 2,0 _í_ 2,0 2. + 3>6 + i,o + 0,5 -T- 0,2 - 1,0 + i,3 3- + 1,2 ■+ 2,8 + 2,2 + 4,o - 8,0 6,5 4- + o,9 0,0 + 0,6 + 0,5 - 1,7 + o,6 5- -j- 8,0 4* 7,4 4* 8,0 + 5,8 + 5,3 + 3>6 6. + 8,6 + 6>5 + 5,8 + 8,5 0,0 + 7,3 7. + 9,6 + 6,4 ~h 8,2 + 12,3 -10,2 + 5,5 8. +12>5í+ 6,5 + 5-7 + 8,4 -io,6 + 4,3 9- + 12,6 + 7,4 + 2,9 + 6,o -10,2 + 3>° IO. + 6,4 + 5,4 + 3,8 + 3,5 - 2,0 + 3,1 II. + 3,° + 2,0 + 0,2 -+ i,5 - 4,8 1,2 12. + 2,6 + i,9 + i,6 + 4,1 -f-* 0,2 + o,8 i'i- + 4>5 + 4,o + 3,8 + 4,8 - 2,0 + 1,6 14- + 4,6 + 4,3 + 3751 + o,8 - 5,0 1,2 EiCjCjQvt Qlacssen jlrrfittariálalntBiBgsnnöiir. Pósthússtræti 17. Venjulega heima kL 10—11 og 4—5. Tals, 16. JÞalclca,rorö. Eg undirritaður finn mér ljúft og skylt að votta mitt alúðarfyllsta þakklæti öllum þeim nær og fjær, sem sýnt hafa mér góðvild til orða og verka í mfnu bágborna ástandi; verðugt er að geta þess, að Árnesingar eiga mikinn þátt í mannúð þessari síðan eg kom hér, að ógleymdum hinum göfuga þjóðhöfðingja, konungi okkar, Friðrik VIII., þá er hann sá mig á hækj- unum mínum og rétti mér svo ljúfmannlega | sína örlætishönd. Meðal allra minna góð- fúsu nágranna, vil eg sér í lagi nefna þau hin góðfrægu og göfuglyndu sómahjón dbrm. Ólaf ísleifsson og konu hans, Guðríði Ei- ríksdóttur á Þjórsártúni, sem skara langt fram úr og aldrei þreytast á sínum ljúf- mennskugjöfum og góðfýsi mér til handa. 011um þessum háttvirtu velgerðamönnum mínum bið eg af hjarta góðan guð að end- urgjalda fyrir mig af ríkdómi sinnar náðar, sem eg á líka fullvíst að hann gerir, þegar þeim liggur mest á. Þó þeirra nöfn séu hér ei skráð, niunu þau rituð verða gullnu ietri í aðra æðri bók en mína. Þjótanda 10. maí 1909. Jónas Jónssson. Brúkaðar fyllninga- og oka- hurðir, eldavél og ofn, ennfremur þakjárn, panelpappi og gluggar verður keypt fyrir peninga, ef sam- ið er sem fyrst. Giísli Þorbjariiarttion. Ilrlgi Ilannessoii. nýkomið á »Sterling« : Appelsinur, Plómur gr., Bananas, Sælgæti allsk., Nýlenduvörur af ö)lu tagi. Hvergi betri lcaup! Hvergi jafngóð afgreiðsla! Verzlun B. II. BJAliNASON. <Junéar6oé. Hér með boðast til aðalfundar í hlutafélaginu Reykjafoss, sem haldinn vei'ður á Eyrarbakkaþriðju- daginn 15. júní næstkomandi og byrjar kl. 3 eptir hádegi. Eyrarbakka 28. apr. 1909. Vegna stjórnar Glrudiii. ísteif§§on. 3 Tækifæris- i ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ ◄ kaup! ► ► ► ► ► Vandað eikar-Buffet, l\ ^rírs gamalt, vel útlítandi, £ 4 4 til sölu nú þetjar Afgr.y i . , ► 4 msar a. y er íluttur á Laufásveg 27, og befur hann þar framvegis til sýn- is hin alþekktu og ágætu Orgel- Harmoníum U. M. F. I. ^íngmcnnqfunéur verður haldinn í Bárubúð sunnu- daginn 16. maí kl. 4 síðd. Verða þar rædd ýms áhugamál ung- mennafélaganna, og er ætlazt til, að allir þeir ungmennafélagar, sem því geta við komið, sæki fundinn, hvort sem þeir eru utan samhands- ins eða innan þess. Sérstaklega er skorað á alla ung- mennafélaga utan Rvíkur, sem hér eru staddir, að sækja fundinn, því að til hans er aðallega stofnað þeirra vegna. Klapparstíg 20. Rvík 14. mai ’09. Forkell I*. Cleinentz, formaður Sunnlendingafjórðungs. cBrunaBótagjölé 6- rreiéé vcréa 6ráé~ lcga scné til lögtaRs. £il leigu eða sðlu er tún og jarðeplagarður í Reykja- Vík í góðri rækt og vel girt. Lyst- hafendur snúi sér til Tryggva Guiinarssonar. Góðar fermingargjafir fást hjá jtfagnúsi Jenjamínssym. Di jki er ómótmælanlega bezta og langódýrasta A. 11 líflryggingarfélagiö. — Sérstök kjör fyrir bindindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- menn. Allir ættu aö vera líftrygöir. Finniö að máli aðalumboðsm. 1). 0STLUND. Rvík. cTZammalistar. Skrifið eptir tilboðum. Snekkeriten Guldli§teíabrik Snekkersten, Danmark, (ágætis vörur, ávallt eitthvað nýtt úr mahóní, gulli, eik. Stærsta verksmiðja á Norðurlöndum). Olíuvélar, 3-kveikjaðar, á 3 kr. 15 a. og 8 kr. 35 aura i Verzlun B. II. Bjarnason. itaii og allt þar til heyrandi er ómót- mælanlega langbezt og ódýrast í verzlun undirritaðs. T. d. Terpentína, pt. á kr. 1,00. rernisolía, bæjarins lang-bezta, pt. á 65 aura, og aðrar vörur með til- tölulega lágu verði. Spyrjið hr. málara Jón Reykdal og aðra um gæðin. B. H. BJAKNASON.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.