Þjóðólfur - 21.05.1909, Page 1

Þjóðólfur - 21.05.1909, Page 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. maí 1909. 22. £varfí~s£óli. Haustjörð bringuhvelfd sig náttar. Héruð kyrrast, lœgja róm. Litverp kveldsól leitar áttar; lagar hvel í skuggum háttar. Loptin eru í eyði og tóm. Árnar depla hinnstu glœðum. Myrkrið vefur mjúkum slœðum moldarbrjóstsins leyndardóm. Staðir drúpa í dánarlitum; dimmleit niða vötn og flóð. Apiangjósta í andarslitum eimi blœs af köldum vitum. Innra sýður etdsins blóð. Öldur freyða af hamrajöxlum. Likklœdd snjófjöll yppta öxlum yfir Vítis rauðu hlóð. Svipþung felur svarðargríma svartaskóla í dauðakyrrð. Voðagátur geims og tíma galdrafingur bleikir ríma inni i myrkra hljóðri hirð. Hugi magnar, töfrar, leiðir hann, er nœtursálir seiðir, siðan Edens hurð var byrgð. Meistarans er rökkurrúna rómur djúpur, tunga flá; háð á grön, en hrafnstrið krúna. Heipt og slœgð er milli brúna. Náttsvört skikkjan, náföl brá. Naðarblik í augum reika. Skimur feigðarfölskva leika feluleik við góm og tá. Hér er þróttur heilans œfður, hjartað gert að andans þjón; vonir deyddar, kviði kœfður, kœti þögguð, liarmur svœfður. Lœgð i duptið sálarsjón. Sundrað, brotið allt i kjarnann. Virt að sorpi sólin, stjarnan. Sœlu og friði búið tjón. Niðdimm verk sér námsmenn temja, nái vekja af sœ og haug, sœra eigin sál og gremja, seið við hjartans altar fremja, herða í ógnum hverja taug; heyra, líta Vítis skelfing, þreyta í dimmri heljarhvet/ing hljóðan leik við ára og draug. Óhrein fylgd þó famasi illa. Fordœmd líf og dauðra bein jarðarbörnin blinda og villa, blóðsins innstu lindum spilla; skjótast inn i augans stein, ofsjón vekja, geðið naga; kvikna um nœtur, dvína um daga, deyða — og vinna sálarmein. Geig í hugar dýpsta djúpi dimma hofsins sveit því ber. Undir galdrahamsins hjúpi hjartað þó í felur krjúpi, kjarninn sami um eilífð er. Aldrei hverfur lífsins gildi. Neista af himins miklu mildi myrkurskyggna augað sér. Djöfuls afl og engils veldi eru af sömu máttarlind. Hann, sem dómur himins felldi hefur Ijósið gert að eldi og siit guðdómseðli að synd; en í skuggasvipsins dráttum böls og hels í blökku gáttum birtist öfug drottins mynd. Lifsins œzla, innsta speki af sér sjálfri bannið þvær; hálfkuklarinn sálarveki sakleysist á liœrra reki. Eins og Ijóssins tíking nœr loks hjá smiðnum skuggamyndin, komist andinn upp á tindinn aptur svip síns guðs hann fær. Bréitt mun krefjast vonda valdið vinnulauna í sveina hring. Einum skal í Heli haldið. Hver vill borga skólagjaldið? Allra horfa augu í kring. Einn þeir stöðvast fyrir framan; spyrja allir senn og saman Sœmund fróða, íslending. y>Sveinar, jeg skal siðast gangaa svarar hann, y>úr skólans vist. Próf vort er, skal fjandi fanga fá oss eptir námið langa, og hann grípur aptast fyrst. Ef jeg heptist skal þvi hlýta. Fold og sól jeg fyrst vil líta fullnuma í ormsins list«. — Mannsfeng hlakkar mikilsverðum magur djöfull aflasœll. Snúðugt hinn og snar í ferðum snýst með kápu á báðum herðum. Náið skella hurð og hœll. Hendur kölska plaggið greipa. Völundurinn vítis reipa verður klerksins fifl og þræll. Rúnir hans og rammi óður runnu af dýrri frónskri œð; enda hvarf hann aptur góður, andaður, til sinnar móður. Stef hans ern ei endurkvœð. Aldrei dýpra skyggndist landinn. Stríðs og sigurs sterki andinn stendur efst í sólarhæð. Einar Benediktsson. Alþingi XV. Löfi' frá alþinjii: 40. Um adflntning'sbann. (Þau verða birt síðar). 41. Um sölu á þjóðjörðinni Kjarna í Hrafnagilslireppi. (Ráðherra veitt heimild til að selja hana Akureyrarkaupstað fyrir ro,ooo kr.). 42. Námulög. (Allmikill lagabálkur, er breytir að miklu námulögunum 22. nóv. 1907, og eru þau þar með fallin úr gildi). 43. Um undanþágu frá lögnm nr. 18, 8. jálí 1902 nm breyting á lögum 6. apríl 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum. Heimilt er landstjórninni, þá er sér- stakar ástæður mæla með að veita skip- um, er skrásett eru sem eign hér á landi, undanþágu um eitt ár í senn — frá ann- ari málsgrein í lögum nr. 18, frá 8. júlí 1902 um breyting á lögum 6. aprfl 1898 um bann gegn botnvörpuveiðum. Skyld skulu skip þessi að sýna sérstakt og glöggt merki samkvæmt nánari fyrirmælum land- stjórnarinnar. 44. Fjdraukalög 1906—1907. (í þeim eru veittar 278,655 kr. og 13 au. 1 viðbót við gjöld þau, er veitt voru 1 fjárlögum það fjárhagstímabil). 45. Um vátrygging fyrir sjómenn. 1. gr. Það skal eptirleiðis vera skylt, að vátryggja llf hérlendra sjómanna, er lögskráðir eru á fslenzk skip, hvort sem þeir stunda fiskiveiðar, eru f förum með fram ströndun landsins eða landa á milli. Ennfremur er skylt að vátryggja líf hér- lendra sjómanna, er reka fiskiveiðar á vélarbátum eða róðrarbátum fjórrónum eðá stærri, minnst eina vertfð á ári. 3. gr. Hver sá sjómaður, sem vátryggð- ur er eptir lögum þessum, er skyldur að greiða f vátryggingarsjóð þann, er síðar getur um, gjald, er nemur 18 aurum fyrir hverja viku, sem hann er lögskráður tyrir eða ráðinn í skiprúm, og reiknast gjaldið frá lögskráningardegi eða þeim degi, er hann kom f skiprúm. Þriðjung á móts við gjald skipverjanna allra greiðir út- gerðarmaður. Utgerðarmaður þilskips greiðir skránings- stjóra gjald þetta fyrir sig og fyrir skip- verja sína gegn endurgjaldi af kaupi þeirra eða hlut, og innheimtir skráningarstjóri það gjald. Gjald þetta greiðist, þegar lög- skráningin fer fram, og má taka það lög- taki. — Formaður vélarbáts eða róðrar- báts greiðir gjaldið fyrir útgerðarmann og skipverja til hreppstjóra eða bæjarfógeta gegn endurgjaldi af afla bátsins eða hlut- um hásetanna. Gjald þetta má og taka lögtaki. Skráningarstjóri skilar gjaldinu í vátryggingarsjóð fyrir lok desember- mánaðar ár hvert, að frádregnum 2% innheimtulaunum af þilskipum og 4% af vélarbátum og róðrarbátum, og gengur helmingurinn af hinu síðarnefnda gjaldi til hreppstjóra, þar sem hann hefur inn- heimtuna á hendi. 5. gr. Nú drukknar sjómaður eða deyr

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.