Þjóðólfur - 21.05.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.05.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 85 eggjaði fast að losa skyldi festina og leggja frá. Enda voru óvinir þeirra, er áræðnastir voru, komnir á kreik, Her- tnann varð skjótastur, þvl að hann var bæði hugaður og harðfengur; hann stökk niður í bátinn og greip tveim höndum fyrir kverkar M. Kvaðst hann hafa kom- izt í þá raun versta, að losa hendur hans, og er það tókst, skaut hann manninum langan spöl og lenti hann á grúfu í skipsbátnum. Segir ekki af honum síð- an. Stýrimaður einn, mikill sem tröll, fékkst á meðan við Andrés. Lauk þeirra viðskiptum svo, að Andrés hóf hann hátt á lopt og stakk honum á höfuðið útbyrð- is. Við þetta náði nafni að losa festina, greip síðan tvær árar og reri í land. Þessa sögu hafði Matthías sagt mér áður sjálfur, og bar þeim Andréoi svo vel saman, að mér þótti sem engu skeikaði í frásögninni — utan því einu, að M. gat þess (en ekki A.), að þegar M. reri frá, afsagði A. að flýja frá skipinu, og „pd hamadist hann og beit úr póttu. bdtsins, pað sem tennur tóku". Kvaðst M. hafa aldrei reiðst, beldur hlegið sí og æ. Engar urðu hefndir at hálfu hinna útlendu, en ýmsir gengu þeir með ákomur og plástra. Slys urðu engin, og aldrei kvaðst nafni minn hafa gert hundi mein, þvl síður manni. Trúði egþvível, og öllu sem hann sagði. Eyjamenn öf- unduðu hann, að mér sýndist, og ein- hverju sinni fengu þeir nafna í tusk við sig; var hann þá góðglaður, og bauð hverjum út, sem vildi. Hann var þá vel sextugur. Jón hét maður, kallaður for- maður. Hann réðst fyrstur á móti garp- inum. Hann var vaskur maður og vanur áflogum. En M. brá á glens og þóttist vera kominn í krappan dans, en er minnst varði snaraði hann Jóni frá sér svo hart, að fætur fuku fram yfir höfuð. Var þá hlegið dátt, og flaska sótt 1 búðina. Þá sýndi nafni handahlaupin, og var sú list oss öllum ókunn. Hann tók og stafprik af manni og kastaði svo furðulega langt, að leit varð úr prikinu. Eptir það leit- aði enginn á Matthías Asgeirsson. M. varð ekki mjög gamall, og varð bráð- kvaddur; var hann ávallt vinsæll og vel metinn. Kona hans var Kristín systir húsfrú Þóreyjar á Reykhólum, móður Jóns Thoroddsen. Matth. Ásgeirssón og Jón Sigurðsson voru systkinasynir. (Meira). SJóflþurð. Uppvíst hefur orðið um mikla sjóðþurð (6—7000 kr.) hjá Guðna Eyjólfssyni póst- afgreiðslumanni við pósthúsið hér, og var hann settur í gæzluvarðhald I fyrra dag. Sennilegt þykir, að einhverjir fleiri séu í vitorði með honum um þetta, með því að talið er ólíklegt, að hann einn hafi sóað jafnmikilli fjárupphæð á sköromum tíma. Frétt þessi kom mönnum mjög á óvart, því að þótt Guðni væri ekki laus við drykkjuskaparóreglu, þá uggðu samverka- menn hans á pósthúsinu og aðrir ekki ráðvendni hans. Var honum og mjög sýnt um alla afgreiðslu og kom sér vel við alla, er hann átti við að skipta. Því hörmulegri eru þessi forlög. Þjófnaður allverulegur hefur verið framinn ( »Völ- undi«, og er þjófurinn uppvls, var staðinn að verkinu. Hafði áður lengi verið í vinnu í »Völundi« og smíðaði sér lykla þar að herbergjum og hirzlum, og lauk upp með þeim. Upphæðin, sem stolið hefur verið, ætla menn að sé um 2000 kr. eða rlf- lega það. Mannalát. í Ólafsvík andaðist 8. þ. m. ekkjan Val - gerður Þorleifsdóttir, fæddáBlldu- dal 20. maí 1844. Foreldrar hennar voru Þorleifur Jónsson kaupmaður á Bíldudal og seinni kona hans Helga Sigmundsdóttir Magnússonar sýslumanns Ketilssonar. Hún ólst upp í Baulhúsum við Arnarfjörð, hjá Þorbjörgu ekkju Markúsar prests Þórðar- sonar á Álptamýri og hjá foreldrum sín- um á Bfldudal. Með þeim fluttist hún líka að Suðureyri í Tálknafirði, eptir að faðir hennar lagði niður verzlun á Bíldu- dal, og þaðan aptur að Litlueyri í Bíldu- dal. Var hún þar mjög fyrir búi eptir lát móður sinnar, þar til hún einnig missti föður sinn 1866. Þá fór hún 1 Selárdal til Benedikts prest Þórðarsonar, sem heit- mey Stefáns trésmiðs sonar hans, og giptist honum 29. nóv. sama ár. Eptir 13 ára dvöl í Selárdal, sumpart hjá tengdafor- eldrum sínum og sumpart við búskap, bjó hún á eignarjörð sinni Bakka 1 Tálkna- firði, bæði með manni sínum, sem hún missti 1883, og nokkur ár þar eptir sem ekkja, þangað til börn hennar voru kom- in úr ómegð. Eptir það dvaldi hún nokk- ur ár í Reykjavlk hjá syni sínum Benedikt kaupmanni Stefánssyni, og fluttist loks með honum fyrir 3 árum til Ólafs- víkur, þar sem hún andaðist. Af 7 börnum þeirra Stefáns Benediktssonar lifa nú 1 sonur og 4 dætur; er hin elzta þeirra gipt Helga trésmið Thordersen 1 Reykjavík, hin yngsta Árna skósmið Bjarnasyni í Ólafsvík, 2 eru ógiptar og 2 dóu í bernsku. — Valgerður sál. var dugmikil kona og sístarfandi fram á elliár, vinsæl og stjórnsöm húsmóðir. Heimilið og heill þess var henni fyrir öllu, þar undi hún bezt hag sínum, en á vegum fjöldans var hún ærið fáförul. Manni sfnum reyndist hún ástrík kona og bezta móðir börnum þeirra. Hún var varfærin í velgengninni, en þrekmikil í mótlætinu, sem hún ekki heldur fór varhluta af um æfina. Skyldurækt, staðfesta og ráðvendni til orða og verka prýddu allt llf hennar. L. Eptirmæii. Hinn 6. febr. andaðist að Háholti á Skeiðum ekkjan Guðrún Jónsdóttir, 63 ára gömul. Hún var gipt Brynjólfi Brynjólfssyni frá Bolholti. Byrjuðu þau hjón búskap á Þingskálum á Rangárvöll- um og gekk vel búskapurinn, en eymdar- og hönnungavorið 1883 fór jörðin í sand óg þau mistu allan sinn fénað. Fluttust þau hjón þá að Hlemmiskeiði á Skeiðum, því næst að Vesturkoti í sömu sveit, og bjuggu að báðum þessum stöðum við fá- tækt. Því næst brugðu þau búi og voru stutta stund í húsmennsku á Ólafsvöllum. Þaðan fluttu þau að Háholti á Skeiðum til dóttur sinnar, er þá var nýgipt; þar andaðist Brynjólfur n. nóvbr J901, 59 ára gamall. Börn þeirra hjóna eru 6 á lífi, þar af 2 gipt, öll mjög mannvænleg. Brynjólfs heitins hefur ei opinberlega verið getið, og vil eg því minnast á hann stuttlega. Hann var stakasta fyrirmynd í allri hegðun, og má víða leita að iafn- ingja hans í allri framkomu. Hann var stakur sóma- og merkismaður. Hvernig hann bar fátæktina eptir að hafa verið efnamaður er fágætt. Hann var svo laus við allt vfngl og allan barlóm, still- ingin og þolinmæðin var frábær. Hann var framúrskarandi orðvar maður, og afskiptalaus af annara hag. Hann vildi vera öllum sem hann náði til til gagns Og gleði. Hann vildi heldur að aðrir áböt- uðust á sér en hann ábataðist á öðrum. — Undirgefnin undir guðs vilja, þolin- mæði f sorgum lífsins og traustið á guði var það sem einkenndi líf hans. Hann var bezti maki og faðir barna sinna, og var hann svo virtur af þeim, að hann þurfti aldrei þeim að banna í uppvextinum, og er slíkt fágætt. Iðjumaður, reglu- og hófs- maður var hann stakur. Hann var elsk- aður og virtur af öllum, og mátti því nefn- ast stórauðugur f örbirgð sinni, vel greind- ur maður og ágætur skrifari. — Guðrún sál. var sömuleiðis eæðakona, sem elskaði og virti mann sinn, bezta móðir barna sinna. Hún var honum samtaka í öllu góðu, — þolinmóð og full af trausti til drottins. — Öllum vildi hún allt hið bezta. — Blessuð sé minning þeirra. Br. J. VínKaup reynast öllura langbezt í Vínverzlun Ben. S. I*órar- inssonar. er leiðir af þvi, að hún selur allra verzlana bezt vín og hefur stærstar og fjölbreyttastar vínbirgðir. Pessa viku mælum vér með; ITeriniiigarfbtuin, allskonar, úr sterku efni, með ýmsu verði. Sparifötum, úr vönduðu kamgarni, með nýtzku sniði og góðum frágangi. Sumarírökhum eptirnýjustu vor-tízkn; stórt úrval! Flibbum, Krögum, Slaufum. Mansolietskyrfuin, §port- skyrtum í stóru úrvali, af öllum gerðum og með allskonar verði. Brauns Yerzlun ,Hamborg‘ Aðalstræti 9. Talsími 41. Grler- og Leirvörur. Körfur. Skófatnaðurinn alþekkti. -A-llt vandaðar vörur með gæða verði í verzluninni í Aðalstræti 10 Helgl Zoega. Stir peiiinnaspanialiif er það, eins og að undanförnu, að láta sauma föt sín I Saiiisiolmi i Euhastra i I JO 1L Þar er allur saumaskapur leystur jafn vel af hendi og hjá öðrum. Snið eptir því, sem hver óskar, en þó stór- um lægra verð. Þar er útvegað allt, sem til fata þarf. Þar er hægt að fá tækifæriskaup á fataefnum. Par eru pöntuð allskonar fataefni með innkaupsverði. Þar eru Iðunnardúkar á boðstólura. Þar eru FÖT afgreidd fljótt og vel. Bankastrseti 12. GIM. SIGDRfiSSl klæðskeri. Útboð. Vatnsveitunetndin býður hér með út uppskipun á c. 500 tonn- um af járnpípum, sem væntanleg eru í lok þessa mánaðar og flutn- ing á þeim upp fyrir Elliðaár. Útboðsskilmálar verða afhentir á skrifstofu borgarstjóra. Tilboð afhendist borgarstjóra ekki síðar en mánudag 24. þ. m. kl. 12 á hádegi. Borgarstjóri Reykjavíkur 18. mai 1909. Páll Einarsson. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hftnnea Porsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.