Þjóðólfur - 04.06.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 04.06.1909, Blaðsíða 1
61. árg Reykjavík, föstudaginn 4. júnf 1909 JS 24. Sigurður Daníelsson á Kolviðar- hóli óskar eptir duglegum og rösk- um dreng yfir sumartímann. — Upplýsingar íást hjá Árna Einars- syni, Laugaveg 28. Silfur-iirfesti hefur tapazt á hvíta- sunnudag milli Kolviðarhóls og Reykjavíkur. Skilist til Gunnars Einarssonar kaupm. Rvík, eða Sig- urðar Daníelssonar á Kolviðarhóli. jslenzkt háskölinn fyrirhugaði verður í fyrstunni ekki nema háskóla-vísir, en svo hafa flestir háskólar verið í upphafi í öðrum löndum. Það er ekkert einkennilegt fyrir íslenzka há- skólann, þótt hann byrji í smáum stýl. Vér vonum, að hann eigi fyrir höndum að eflast svo og magnast, að hann geti hlutfallslega þolað samjöfnuð við sam- kynja stofnanir í öðrum löndum. Og því verður alls eigi mótmælt, að í öllu, sem Islenzk fræði snertir, hlýtur íslenzki há- skólinn að standa öllum háskólum í heimi framar. Og smátt og smátt mundi hann geta bætt við sig góðum kennslu- kröptum í öðrum almennum, sérstökum vísindagreinum, t. d. í náttúrusögu, efna- fræði, eðlisfræði, málfræði, stærðfræði o. s. frv. En að sinni getum vér ekki von- ast eptir stofnun kennaraembætta við há- skólann í þessum greinum, að minnsta kosti ekki öllum. En þegar undirstaðan er fengin, þá er hægra að byggja ofan á, eptir því sem efni þjóðarinnar Ieyfa. Og það er enginn efi á, að þá er stundir líða þykir þjóðinni vænt um þessa stofn- un sína og verður fús til að hlynna að henni eptir föngum. Að vísu verður nokkuð erfitt uppdráttar í fyrstu, sérstak- lega meðan ekkert háskólahús er reist, því að þótt háskólinn geti tekið til starfa, án þess sérstök bygging sé til handa hon- um, þá nýtur stofnunin sín ekki til fulls, fyr en hún getur haft alla bækistöð sína i sérstöku húsi. Fyrst í stað mætti Ifk- lega notast við efra loptið í almenna menntaskólanum, en auðvitað væri það að eins til bráðabirgða, óviðunandi til frambúðar. Aðalkostnaðurinn við háskólastofnun- ;ina er vitanlega bygging háskólahúss, þvf að öðru leyti er kostnaðaraukinn sára- lítill fram yfir það, sem nú er við hinar 'þrjár menntastofnanir, er vér höfum: iprestaskólann, lagaskólann og læknaskól- ann. Og úr því að lögin eru nú $am- þykkt af þinginu og konungsstaðfesting þeirra viss nú þegar, þá er engin ástæða til að Iáta þau liggja lengi í salti, án þess að koma til framkvæmda,- Það ætti líka mjög vel við, eins og stungið hefur verið upp á, að háskólinn íslenzki gæti tekið til starfa 1911, á 100 ára afmæli Jóns Sigurðssonar, er fyrstur manna varð til þess að hreyfa háskólahugmyndinni í þjóðskóla-uppástungu sinni 1845. Og þótt stofnsetningin væri ekki hnitmiðuð við afmælisdaginn 17. júní, þá mætti kalla að svo væri, þá er fé væri veitt til skólans frá 1. júlí s. á. og kennslan byrjaði 1. okt. Aukafjárhæð þá, er þyrfti til viðbótar (fyrir heimspekisdeildina) þann árshelming, mætti veita á aukafjárlögum 1911. Lengur en til 1914 eða 1915 mætti svo byggingin naumast dragast, ef ekki væri veitt fé til hennar á fjárlögun- um 1912 og 1913, sem æskilegast væri. Fyrir landsjóð skiptir það hér um bil engu, hvort féð er veitt árinu fyr eða ár- inu síðar, en stofnunina getur skipt það miklu að vera sem skemmstan tíma leigu- liði ( óhentugu húsnæði. Jafnvel þó það muni vera hlutverk hins svonefnda bygg- ingarsjóðs að reisa háskólahús, þá má ef- laust lengi bíða eptir þv(, að hann hafi nægilegt fé til umráða, svo að útgjöldin lenda í raun réttri á landsjóði. Sam- kvæmt áætlun stjórnarinnar í ástæðunum aptan við háskólafrumvarpið, er gert ráð fyrir, að sæmilegt háskólahús, sem þar er nánar gerð grein fyrir, mundi kosta 158,500 kr., og fór stjórnin þvf fram á, að alþingi veitti allt að 160 þús. kr. til að reisa háskólahús, en þingið sá sér það ekki fært, fjárhagsins vegna, að þessu sinni. Þá er háskólamálið er nú leitt til sig- urs eptir langa baráttu, væri ástæða til að rifja nú upp aðalatriðin í sögu þess hingað til, en bæði hefur það verið gert í Þjóðólfi áður, í tveimur allítarlegum grein- um (1895 og 1907) og auk þess nokkr- um sinnum á alþingi og í nefndarálitum, svo að almenningi mun það nokkuð kunnugt. En síðar munum vér ef til vill taka mál þetta til nánari athugunar, eins og það horfir nú við, samkvæmt lögum þeim, er alþingi samþykkti, og birtum vér þau í heild sinni hér á eptir, bæði lögin um stofnun háskólans og lögin um laun kennaranna. 1. gr. í Reykjavík skal setja á stofn há- skóla. Skólinn nefnist „Háskóli íslands". 2. gr. í háskólanum skulu fyrst um sinn vera þessar fjórar deildir: guðfræðis- I deild, lagadeitd, læknadeild og heimspekis- deild. Koma hinar þrjár fyrstu í stað hinna æðri mentaskóla, sem nú eru, presta- skóla, lagaskóla og læknaskóla. En í 4. deildinni skal kenna heimspeki, íslenzka málfræði, sögu íslands og sögu íslenzkra bókmenta að fornu og nýju. 3. gr. Stjórn háskólans er falin rektor háskólans og háskólaráði. Háskólaráðið helur úrskurðarvald 1 öll- um þeim málum, er snerta starfsemi há- skólans, samkvæmt reglugerð, sem kon- ungur setur. Háskólaráðið fer með undir- búning þeirra mála, er leggja á fyrir kon- ung, löggjafarvald eða stjórnarráð, og snerta háskólann. Það lætur stjórnarráð- inu í té allar þær upplýsingar, sem það þarf á að halda og snerta háskólann sér- staklega. 4- gr. Rektor er kosinn á almennum háskólakennarafundi fyrir eitt ár í senn. Prófessorar einir eru kjörgengir, en kosn- ingarrétt eiga allir kennarar háskólaná. Sá prófessor er rétt kjörinn rektor, sem fengið hefur meiri hluta greiddra atkvæða enda hafi tveir þriðju hlutar kosningar- bærra kennara átt þátt í atkvæðagreiðsl- unni. Rektorskosningin fer fram í lok hvers háskólaárs. Hafii enginn fengið yfir helming atkvæða, skal kjósa af nýju um þá tvo eða fleiri, er flest atkvæði fengu, og er sá þá rétt kosinn, sem flest atkvæði fær. Séu at- kvæði jöfn, ræður hJuíkesti. Rektor má endurkjósa, en ekki er hann skyldur að1 taka við endurkjöri fyr en ár er liðið frá því er hann lét af rektorsstörf- um. Birta skal stjórnarráðinu úrslit rektors- kosningar. Verði rektor að fara frá áður en rekt- orsár hans er úti, skal sá af deildarfor- setum háskólans, sem elztur er að embættis- aldri, hafa störf hans með höndum, þang- að til nýr rektor getur tekið við. Rektor tekur við störfum með byrjun háskólaárs. 5. gr. Rektor og forsetar deildanna tjögra eiga sæti í háskólaráði. Rektor er sjálfkjörinn forseti ráðsins. En varafor- seta kýs háskólaráðið sér sjálft úr sínum hóp. Háskólaráð heldur fund eptir þörfum. Æski tveir menn úrháskólaráði fundar, er rektor skyldur að boða til þess fundar. Svo er og ef einn þriðji hluti kennara æskja fundar. Sé fundur haldinn eptir ósk kennara, er ekki eiga sæti í ráðinu, eiga hvatamenn fundar rétt á að senda jafnmarga fulltrúa á fundinn og margir eru menn í háskólaráðinu, og hafa þeir fulltrúar þá málfrelsi, en atkvæðisrét eiga þeir ekki. 6. gr. Háskólaráð setur nánari reglur um starfsvið sitt og rektors og eru þær reglur gildar, er staðfesting stjórnarráðs kemur til. 7. gr. Kennarar háskólans eru prófess- orar, dósentar og aukakennarar, en auka- kennarar eru þeir kennarar nefndir, sem jafnframt gegna embættum eða öðrum aðalstörfum. Konungur skipar prófessorana, en ráð- herra dósenta og aukakennara að svo miklu leyti sem aukakennarar eru sér- staklega skipaðir til kenslunnar. Aður en kennari er settur eða skipaður við háskólann, skal ávalt leita umsagnar hlutaðeigandi háskóladeildar um kennara- efnið. 8. gr. Hver háskóladeild velur úr sín- um hóp deildarforseta (dekani) og er hann jafnframt sjáltkjörinn í háskólaráðið. Deildarforseta skal kjósa til eins árs í senn. Þó má endurkjósa deildarforseta, en rétt hefur hann til að neita endurkjöri þangað til ár er liðið frá því er hann síðast gegndi deildarforsetastörfum. Allir deildarkennarar eiga atkvæði um kjör deildarforseta, en próíessorar einir eru kjörgengir. 9. gr. Hver hásKóladeild heldur fundi eptir þörfum. Deildarforseti boðar fund og eiga þar sæti allir kennarar deildar- innar. Heimilt er rektor að taka þátt í með- ferð mála í öllum deildum eptir því sem honum lízt sjálfum, en atkvæðisrétt hefur hann þó að eins 1 sinni deild. 10. gr. Hver deild semur lestrar- og kennsluáætlun fyrir sig og skal þar gerð nákvæm grein fyrir því, hvað heimtað er til embættisprófs og skýrt frá þvl hvernig kennarar hagi kennslu sinni. n. gr. Deildarforsetar skulu sjá urc, að til séu í tæka tíð* nákvæmar skýrslur um alla fyrirlestra og æfingar, sem halda á innan hverrar deildar á kennslumissiri því, sem í hönd fer. En rektor athugar áður en skýrslurnar eru prentaðar, hvort þær séu í samræmi við kennsluáætlanir deildanna. 12. gr. Stjórnarráðið skipar ritara við háskólann. Ritarinn hefur á hendi reikn- ingsfærslu sjóða þeirra, er háskólinn eign- ast og hefur umsjón með byggingum há- skólans og innanhúsmunum. Hann ann- ast nauðsynlegar útveganir og endurbæt- ur, tekur á móti skrásetningargjöldum stú- denta og prófgjöldum. 13. gr. Kennsluár háskólans skiptist í tvö kenslumissiri: nær annað frá 1. októ- ber til 15. febrúar, en hitt frá 15. febrúar til 30. júní. 14. gr. Fyrirlestrar fara fram í heyr- anda hljóði. Yfirheyrsla og æfingar eru þó fyrir stúdenta eina. Alla fyrirlestra, æfingar og próf skal halda á háskólanum sjálfum að svo miklu leyti sem því verður við komið. 15. gr. Heimilt skal hverjum kennara háskólans að halda fyrirlestra á háskólan- um um sjálfvalin efni, að svo miklu leyti sem það kemur ekki 1 bága við skyldu- kennslu, en tilkynna skal hann rektor há- skólans það áður. 16. gr. Öll lögskipuð háskólapróf, hvort heldur eru undirbúningspróf eða fullnaðar- próf, skulu haldin í sfðasta mánuði kennslu- misseris. Hver deild ræður sjálf hvort hún heldur uppi kennslu meðan á prófi stendur eða ekki. 17. gr. Hver sá, kona sem karl, er lok- ið hefur stúdentsprófi við hinn almenna menntaskóla eða annan lærðan skóla hon- um jafngildan, á rétt á að verða skrásettur háskólaborgari gegn því að greiða skrá- setningargjald til háskólasjóðs, enda sé mannorð hans óflekkað. Sama rétt getur háskólaráð veitt útlend- ingura, er fullnægja ofangreindum skil- yrðum. Hver sá, er æskir skrásetningar, skal fyrir byrjun kenslumisseris tilkynna það ritara háskólans, og tekur ritari við skrá- setningargjaldinu. Skrásetningargjaldið er iskrónur. 18. gr. Skrásettur stúdent fær háskóla- borgarabréf hjá rektor. 19. gr. Skrásettui stúdent segi forseta þeirrar deildar, sem hann ætlar að stunda nám í, til sín þegar eptir skrásetninguna, en forseti rítar nafn hans á skrá yfir nemendur þeirrar deildar. Skipti stúdent um námsgrein ber hon- um að tilkynna það forseta þeirrar deild- ar, sem hann áður var í, jafnframt því sem hann lætur skrásetja sig af nýju í deild þeirri, sem hann ætlar sér eptirleið- is að stunda nám í. I byrjun hvers skólaárs skulu allir stú- dentar háskólans rita nafn sitt, bústað sinn og nárasgrein í bók, sem geymd er á skrifstofu háskólans. 20. gr. Stúdentar mega ganga undir embættispróf þegar þeim sýnist, hafi þeir áður staðist fyrirskipuð undirbúningspróf, þar á meðal próf í heimspekilegum for' spjallsvísindum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.