Þjóðólfur - 04.06.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.06.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR 93 Sjónleikar í „lðnó“ sunnud. 6. þ m. Fayra inalarakonan í Marly og Lyg^asvipir. Tekið á móti pöntunum í afgr. Isafoldar. höfum lært að láta hann stjórn- ast af því viti og þeirri fyrirhyggju, er til þess þarf, að láta hann koma að sem mestu haldi, af- reka það, sem vísindaleg þekking og reynsla sýnir að afreka má, ef rétt er með farið. Vér höf- um lært að berjast í þéttri, vel skipaðri fylking, en ekki dreifðri. Þaó er og ánægjulegur fram- faravottur, að vér höfum öðlazt þor til að ráðast í að stofna til annars eins mannvirkis, þess er oss mundi hafa fundizt alveg ó- kleift fyrir ekki mjög mörgum árum, og að með oss hefur skap- ast sá metnaður, að vilja halda í við aðrar mentaþjóðir heims um þær siðmenningarstofnanir, sem eru áþreifanlegur vottur um við- unanlegt menningarstig'. retta er þriðja allsherjar líknarstofnunin, er vér höfum’ráðiztí á 10—12 árum hinum siðustu, hina fyrstu, holds- veikrahæiið, raunar með annarra hjálp, þótt einir stöndum vér raunar straum af henni að öllu leyti, en hinni næstu, geðveikra- hælinu, höfum vér komið á fót aí eigin ramleik. En einna mesta ánægjuefnið hér er þó það, að ekki hefur þurft lagaþvingun lil að leggja af stað með þessa stofnun, heldur er það gert með frjálsum samtök- um að upphafi að minsta kosti, og er hún þó mest háttar af þeim öllum. Það er æðra mannfé- lagsskipunarstig,er ekki þarf keyri laganna til að koma á lqndsheilla- vænlegum framkvæmdum, held- ur' spretta þær upp af þeirri mannkærleiksgnótt, er keppist við að láta sem mest gott af sér leiða og' að gera það með jafn reglu- bundnum hætti, eins og þótt heitt væri venjulegri lagaþvingun. Það skulum vér vona og þess viljum vér óska, að einmitt fyrir það fari ekki einungis svo, að þjóðin taki meira ástfóstri við þessa stofnun en nokkra aðra allsherjar stofnun á landinu, og það framkvæmdarmiklu ástfóstri, heldur verði hún upphaf fleiri og frekari framkvæmda í líka átt. Með þessum formála lýsi eg þvi, að eg tel mig sælan þess, að mér veitist kostur á fyrir þjóð- arinnar hönd og í hennar nafni að !eSgja hornsteininn að þessu heilsuhæli«. Aðlokinniþessari ræðu sinni ias ráð- herrann upp skýrslu ritaða á bókfell um stofnun Heilsuhælisfélagsins, hvenær hornsteinn þess var lagður, hverjir nú væru æztu valdsmenn landsins o. s. frv., og var skjal þetta lagt í blý- hylki, er síðan var lóðað aptur og því næst lagt í hola undirstöðuhleðslu, er ráðherrann múraði yfir. Að lokum var sungið eptirfarandi kvæði eptir Þorstein Erlingsson : Hér hopar þó ein okkar hörmung uni fet, og hér ætti’ að koma’ á hann sári þann óvin, sem blóðtíund lúka sér lét af lífsstofni vorum á ári; hans fall væri sigur, sem munaði’ oss mest; hann markarhér ótæpt, og heimtir það flest. Hjá óbeit á lærdómi og ástleysi’ á sól við allsnægtir sat hann að stóli: með rígnegldu gluggunum aldur hann ól hjá aumingjans vonleysis bóli; og „ósvikna" röðin með a, b, c, d, var ábyrgðarsjóður hans, verðlaunafé. En kveðju þess vinar var kastað á glæ, seni kom af þeim víðbláu leiðum með heimboðin inn 1 hvern einasta bæ frá angandi túnum og heiðum að baðast þar, drekka þar dagroðans höf, unz dauðinn sat eptir hálftekna gröf. En hér skal hann búa, sá bláfjallason, og blessa hér mildur og fagur í kirkjunni fyrstu, sem vermist af von, og vígð er þér himinn og dagur. Og brjóstunum þjökuðu bjóðið þið inn að blessa hér daggeislann, lífgjafa sinn. Þú morgunsó), læknirinn, líttu hér heim með Iffsvon, er byrjarðu daginn, og hlúðu með geislunum hugunum þeim unz hnígurðu brosandi’ í sæinn. Og fylgdu loks heim til sín hverjum um sig með hatur á draugum og lofgerð um þig. Utan úr heimi. Frá Tyrldandi hefur helzt tíðindavænlegt verið að und- anförnu, en nú virðist vera komin þar á kyrrð og ró, að minnsta kosti í bili. Nýi soldáninn Múhammed 5. vann eið að stjórnarskránnií Eyubkirkjunni íMiklagarði 10. f. m., með mikilli viðhöfn. Girti hann sig þar sverði Ósmanna, til merkis um soldánstignina. Fór allt fram með beztu reglu við þá athöfn. Út af manndrápunum í Adana (íLitlu- Asíu) gengu 4 klerkar og 4 Ieikmenn úr kirkjuráði Armeninga á fund soldáns, og afhentu honum skýrslu um ástandið í Adana. Soldán tók mjög kurteislega á móti sendimönnum og Iét þá setjast við hlið sér um leið og hann mælti: »Eg er faðir yðar, og verð að hlusta sjálfur á, hvað börn mín segja«. Sendinefndin lýsti þvf næst fyrir soldáni hinu aumkunarverða ástandi í Adana (þar hafa um 25,000 manns verið myrtir, og jafnmargir orðið heimilislausir) og bað hann um sem kal- ífa að gefa út fyrirskipun til Múhameðs- trúarmanna, að forðast morð og rán, og skora á þá að lifa í friði og eindrægni við samlanda sína af öðrum trúarflokk- um. Soldán hlustaði með eptirtekt á er- indi nefndarmanna og lofaði að gefa út innan skamms slíka fyrirskipun. Bráðum ætlar og tyrkneska þingið að sanda rann- sóknarnefnd til Adana og setja þar her- rétt. Má því vænta, að illvirkjar þeir, er fyrir þessum hryðjuverkum stóðu, fái makleg málagjöld. Það voru eingöngu Grikkir og Armeningar, er myitir voru, og byrjuðu manndrápin á hroðafegum misþyrmingum og morðum á konum og börnum. Stjórn Ungtyrkja verður fyrst og fremst að sýna röggsemi í því, að refsa harðlega fyrir þessi illræðisverk og koma í veg fyrir samskonar svívirðing eptirleiðis. Það þykir nýjung mikil, að kristnir menn verða hér eptir teknir í tyrkneska herinn, en frá honum hafa þeir verið úti- lokaðir hingað til. Hafði lagafrumvarp verið borið upp á þinginu um að taka í tyrkneska herinn liðsmenn, þóttþeirværu ekki Múhameðstrúar, en þingið hafði ekki enn samþykkt það. En af því að mikill fjöldi kristinna manna hafði krafizt að ganga í herinn nú þegar, lýsti yfirhers- höfðingiinn í Miklagarði, Mahmud Shev- ket Pasha, því yfir, að heppilegast mundi að þiggja þjónustu þessa sjálfboðaliðs án þess að bíða eptir samþykkt laganna, og samkvæmt því sem honum taldist til, mundi fjórði hluti tyrkneska hersins verða héreptirkristinnartrúar. Hannsagði einnig, að kristnir nýliðar yrðu teknir í lögreglu- liðið og varðliðið. Það er ætlun manna, að þessar ráðstafanir verði til að vernda kristna menn frekar en áður gegn árásum ofstækisfullra Múhameðstrúarmanna, og bæði Grikkir og Armeningar hafa mjög fagnað þessari yfirlýsingu Shevket Paslia. Kúsiislund. Keisarinn hefur neitað að samþykkja lög um endurbætur á sjómálastjórninni, og beiddist þá Stolypin lausnar, en tók þó beiðnina aptur fyrir þrábeiðni keisara, er neitaði að taka lausnarbeiðni ráðaneyt- isins til greina, »Times« segir, að Stol- ypin sjálfur sé þeirrar skoðunar, að hann geti naumast verið við völdin eptir þessa lagasynjun keisara. Lopurchin lögreglustjóri, sá er kærður var fyrir saknæmt brall með Azeff spæj- ara, hefur verið dæmdur til 5 ára þrælk- unar, en altalað er, að hann muni verða náðaður, eptir því sem »Times« segir2i. f. m. Rannsóknin kvað og hafa verið mjög af handahófi, og vakti almenna óánægju. — Hershöfðingjarnir Stössel og Nebogatoff hafa verið leystir úr dýflissu eptir skipun keisarans, og hafði heilsu þeirra hnignað mjög í fangelsinu, og höfðu þó ekki verið þar lengur en árið, en voru dæmdir í 10 ára varðhald. Undirforingj- ar í flotadeild Nebogatoffs, er dæmdir höfðu verið annaðhvort í fangelsi eða á annan hátt, hafa einnig verið náðaðir. Keisarahjónin leggja von bráðar upp í langferð, fyrst til Stokkhólms og Polt- ava (200 ára afmæli orustunnar þar) og því næst suður á Krímskaga, en þaðan er ferðinni heitið sjóleiðis umhverfis Ev- rópu til Pétursborgar. IT-a LKlninl. Þar á stjórnin í stímabraki miklu vegna verkfalls meðal póstþjóna og símaþjóna. Hefur hún rekið úr póstþjónustu 600 mánns og skipað aðra í þeirra stað, og segist muni halda áfram með það, ef verk- fallinu sé ekki hætt. Höfuðsamband verka- manna á Frakklandi hefur verið að reyna að koma á almennu verkfalli til stuðnings póstþjónunum, en það hefur ekki tekizt hingað til, nerna á stöku stað í einstöku iðnaðargreinum. En stjórnin kveðst þá muni beita hörðu á móti, og lætur engan bilbug á sér finna. Er allmikil æsing rneðal verkamanna út af þessu, og stjórn- inni jafnvel ögrað með almennri uppreisn, með því að lýðveldið ætti ekki lengur skilið stuðning þjóðarinna, er það beitti hana harðneskju og rangindum. Abessinía. Menelik keisari hefur lengi verið mjög veikur, og kvað vera lítt fær til ríkis- stjórnar. Hinn 18. f. m. var því útnefnd- ur eptirmaður hans. Heitir hann Lidj Jeassu og er dóttursonur Meneliks. Hann er að eins 13 ára gamall, en kvæntist 16. f. m. Romanie prinsessu; dótturdóttur Jóhannesar keisara, formanns Meneliks, og er brúðurin 7 ára gömul. Loptsiglingar. Bræðurnir William og Orvile Wright hafa fyrir skömmu verið í Lundúnum, og var fagnað þar með miklum virktum. Nú eru þeir komnir aptur til Ameríku, og ætla að hafa þar mikilsháttar flugæfingar í þ. m. til að binda enda á samning, er þeir höfðu gert við hermálastjórnina, er kaupir flugvélina at þeim fyrir 90,000 kr., ef þeim bræðrum tekst að fljúga ákveðna vegalengd á tilteknum tíma. Frakkar, Þjóðverjar og Englendingar keppa hverir við aðra að koma sér upp loptbáta- og flugvélaflota, og eru Þjóðverjar lengst komnir í því, enda eru loptskip Zeppelins talin einna fullkomnust þeirra fyrirmynda, sem enn eru fram komnar. I fyrirlestri, semforstjóriZeppelinsIoptskipasmíðafélags- inshéltí Strassburg 16. f. m., ræddi hann um: hvort unnt væri að halda uppi reglu- bundnum loptskipaferðum á Þýzkalandi. Gat hann þess, að þótt hinar fyrirhuguðu loptskipaferðir væru aðallega til skemmt- unar, þá væri unnt að halda uppi reglu- legum flutningaferðum um 300 daga af árinu. Félagið væri að hugsa um fast- ákveðnar ferðir með 20 farþegum og 6 skipverjum, og stæði hver loptferð yfir 7 klukkustundir. Miðstöðin mundi verða bærinnFriedrichshafen.syðstastöðinLuzern (í Sviss) og hin nyrzta Dússeldorf. Frá Luzern mundi svo farið hringferð (í lopt- inu) umhverfis fjallið Rigi, en síðar rnundi komið á stöðugum Ioptskipaferðum mill- um Miinchen og Friedrichshafen og milli Berlin og Friedrichshafen. Ræðumanni taldist svo til, að með 3 loptskipum gæti félagið farið 600 ferðir á ári, og mundi kostnaðurinn við það verða 1,530,000 kr. (rúml. i1/^ milj. kr.). — Fréttaritari »Times« í Genúa skýrir frá því um 20. f. m., að samningar muni þá um það leyti komnir á millum Zeppelins loptsigl- ingafélagsins og bæjarstjórnarinnar í Luz- ern um ákveðið farþegagjald millum sviss- neskra og þýzkra bæja. Farseðill frá Luzern til Köln með Zeppelins skipi mun kosta 360 kr., en 90 kr. mundi kosta að bregða sér snöggvast, kveld eða morgun, í loptfarinu frá Luzern kringum toppinn á Rigi. Sagt er, að ferðamennirnir eigi að fara þessar hringferðir á eigin ábyrgð. Frakkar hafa hingað til gert lítið úr Zeppelíns loptskipunnm, en nú eru þeir komnir á aðra skoðun, og orðnir hálf- smeikir, því að Þjóðverjar hafa sett upp margar loptskipastöðvar skammt frá landa- mærum Frakklands. Frakknesk blöð segja nú, að Zeppelinsskip, er hafi stöð í Metz, geti komizt þaðan til Parísar á 6 klukku- stundum. I Þýzkalandi og víðar er nú farið að smíða loptskipin úr sérstakri trjá- tegund í stað aluminium, er hingað til hefur nær eingöngu verið notað. Skip úr tré verða bæði ódýrari og léttari en aluminium, og jafnframt fljótari í ferðum. Mestur flýtir, enn sem komið er (Zeppelin) 35 enskar mílur á kl.st.-— »Times« skýrir frá því 14. f. m,, að amerískur prófessor, Ciayton að nafni, fyrrum veðurfræðingur við Blue Hill stjörnuturninn, hafi í hyggju að fara þvert yfir Atlantshafið á loptfari, og gerir ráð fyrir að komast það á 4 dögum, með þvl að loptstraumar, frá vestri til austurs, tvær mllur fyrir ofan jarðaryfirborðið, muni ýta á eptirhonum. Til ferðarinnar þarf hann að hafa lopt- bát 200,000 kúbikfet að rúmmáli. Til reynslu ætlar hann að byrja á því, að fljúga vestan frá Kyrrahafsströnd austur að Atlantshafi, Walter Wellmann, er ætlaði að fara með loptbát frá Spitzbergen til norðurheimskautsins hér um árið, ætlar nú að herða í því, og er nú komiun á- leiðis til Spitzbergen. Þá er enn einn Ameríkumaður, Todd að nafni, sem ætlar sér að rannsaka, hversu hátt í lopt upp maður geti komizt að hættulausu fyrir lífið, og vonar hann að geta fundið þessa mestu hæð með því, að nota samþjappað lopt og sitja í aluminiumhylki, er fest sé við loptbát. Og svo hyggur hann, að hann með þráðlausum firðritunarmóttöku- tólum geti handsamað einhver merki frá Marz. Vitanlega eru þetta loptkastalar að miklu leyti. En hvað sem því líður, þá eru allar líkur fyrir, eptir þeim fram- förum, sem loptsiglingar hafa tekið allra stðustu árin, að innan skamms verði lopt- ferðir jafnöruggar sem sjóferðir, en marg- falt fljótari. Afmælisdags konungs var minnst hér í gær með fánum á hverri stöng og samsæti í Iðnaðarmanna- húsinu, er um 40 borgarar bæjarins tóku þátt í. Þar rnælti ráðherra fyrir minni konungs, Indriði Einarsson skrifstofustjóri fyrir minni íslands og séra Jón lektor Helgason fyrir minni Danmerkur. „Hólar" komu úr strandferð norðan og austan um land í gær. Meðal farþega voru Magn- ús Einarsson organleikari á Akureyri, Hall- dór Jónasson barnaskólastjóri á Seyðisfirði, Þorsteinn Mýrmann kaupm. á Seyðisfirði

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.