Þjóðólfur - 11.06.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 11.06.1909, Síða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 1 1. júní 19 09. 25. Lundurinn helgi. i. í stríðum straumi starfs, og nautna flaumi tíminn líður hralt sem hugur manns i draumi. — Hylji nautna huldar sorgir byggja, harmasjóðir undir steinum liggja; hávaðarnir drekkja angurómi innra böls, í sterkum gleðihljómi. Bíður innst í hjartans helgidómi horfins minning, þar til fer að skyggja. Er húmið hnígur hugur viða ftýgur; harmur rís i'ir djúpi, en svefn á gleði sígur. Bergmál liðins lífs í brjóstum hljóma — léttra daga brothljóð þungan óma, hroki stríðs í friðarbœn sig beygir, brosið frýs á vörum, tungan þegir; lokast mannavegir, andinn eygir eldinn helga að fjallabaki Ijóma. II. Sjá, draumsins lielgu, hljóðu vé, sem himins auðlegð létu’ í té þeim ríka sem þeim snauða. Hér blómgast eilíf bjarkatré á bakka hafsins auða, sem bjóða skugga, skjól og hlé í skúrum böls og nauða. — Drag skó af fólum, fall á kné við fórnarlogann rauða. Pín fórn sé hrein — þitt hjartablóð, hvern hugans dýrsta menjasjóð legg fús á bjarta bálið. Sem andann hreinsar harmsins glóð og liylur sorann, prjálið, við eldinn mótast moluð Ijóð, þar meittast egg í stálið. Legg sál og hjarta í hvern þinn óð svo hljómi feðramálið. Rís upp, og streng við stokkinn heit, að standa fast í þinni sveit um lundinn helga, hljóða. Hver undrasýn er augað leit, hvað andinn hafði að bjóða, lwað fagurt, göfugt veröld veit — allt vex um lundinn góða. I þessum helga, liöfga reit er liœli allra þjóða. III. Bálsins bjarmi blikar yfir hvarmi varminn alla strengi stillir skálds í barmi. Bylgjuhvísl og hafrót harpan geymir, húmsins blœ og storm í tónaheimi; við himins dýrð sem jarðarbölið bitra bergmál hjartað gefur, strengir titra. Par sem gróðurskúrir söngsins sitra síðast andinn marki sínu gleymir. Sigurður S/gurðsson. V erkíæravólar og smíðatól. Kjöbenhavn. Gl. Kongevej ÍD. Þegar neydin er stœrst, er hjálpin næst. Ef veiztu ei hvar verð er lægst og vænst að gera lcaupin, til Bjarnasonar bregð þér næst, þá borguð færðu hlaupin. Verzlun B, H. Bjarnason. Hvert stefnir? Síðan sambandslögin voru samþykkt á alþingi, eins og kunnugt er, mun flestum vera það ljóst, að með þeirri samþykkt hefur fulltrúaþing þjóðarinnar skýrt og skorinort niarkað þá stefnu í íslenzkri framtíðarpólitík, er ekki verði hörfað frá vanvirðulaust afíslendinga hálfy, og mark- mið þessarar stefnu er fullkomið sjálfstæði íslands, eða svo mikið sjálfstæði, er sam- rýmzt getur við sameiginlega konungs- stjórn beggja ríkjanna, Danmerkur og Is- lands, það er með öðrum orðum, að Is- lendingar geti því að eins sætt sig við sambandið við Danmörku, að þeir hafi ekki annað sameiginlegt, en konunginn einan, og að málefnasambandi því, sem * til bráðabirgða eigi sér stað milli ríkj- anna, sé svo háttað, að það sé leyst þá er Islendingar óska, þeir geti sagt því upp (eins og Danir líka fyrir sitt leyti) með stuttum fyrirvara. Hversu sá upp- sagnarfrestur er langur frá beggja hálfu, getur auðvitað orðið samningsatriði, og skiptir f rauninni ekki miklu. Það er því ekki gerandi mikið úr því, þótt fyrirvari þessi sé 1 styttra lagi í frumvarpi þingsins. Nú mun mega ganga að því alveg vísu, að Danir samþykki ekki þetta frumvarp þingsins óbreytt, að minsta kosti ekki nú þegar. En hins vegar er sú fullyrðing al- ger fjarstæða, að Danir muni aldrei á þetta fallast. Vér erum þvert á móti sannfærðir um, að þeir gera það síðar, einhvern tíma síðar. En hitt skal ósagt látið, hversu langan tíma vér þurfum til þess að sannfæra þá um, að þetta sé þeim áhættulaust og útlátalaust, ef þeim annars þykji nokkurs virði að varð- veita samband landanna. Hlutverk nýju stjórnarinnar verður nú t. d. að vera það, að koma dönskum stjórnmálamönn- um í þennan skilning, og hún verður að leggja mikla, ákveðna áherzlu á, að hún l geti ekki ábyrgzt þær afleiðingar, er verða kunni af því, að þvertekið sé fyrir alla samninga eða samningatilraunir á þessum grundvelli, er alþing nú hefur lagt. Hér verður íslenzka stjórnin að sýna bæði festu og hyggindi, til þess að hafa ein- hverja von um einhvern árangur, því að þess verður vel að gæta, að afstaða máls- ins nú er töluvert öðruvísi gagnvart Dön- um, eptir að alþingi hefur samþykkt frum- varp frá sínu sjónarmiði, heldur en áður, meðan frumvarp sambandslaganefndar- innar lá fyrir, og ekki var útséð um, nema það yrði ef til vill samþykkt af þinginu. Eða svo gátu Danir ímyndað sér, eptir þeim fréttum, er þeim voru bornar fyrir þing um afstöðu flokkanna í þessu máli. Meðan svona stóð, var ofur skiljanlegt, að Danir vildu ekki gefa kost á öðru betra, en nefndarfrumvarpið hafði að bjóða, því að þeir gátu hugsað á þá leið, að slökuðu þeir ekkert til, þá mundi al- þing þó heldur samþykkja frumvarpið ó- breytt, heldur en að fella það. Þeir vissu hvort sem var, að harðlega hafði hér verið barizt ti) að smella þvl á þjóðina, eins og það kom úr 'smiðju nefndarinn- ar, og að sá flokkur var allharðsnúinn með Hannes Hafstein í broddi fylkingar. Að vísu mun dönskum stjórnmálamönn- um hafa komið óvart stjórnarskiptin hér, en samt sem áður munu þeir ekki hafa verið vonlausir um frumvarp nefndarinnar, fyr en eptir að forsetarnir komu til Hafn- ar, og Dönum var sagt, að frumvarpið yrði alls ekki samþykkt nema með gagn- gerðum breytingum 1 þá átt, er forset- arnir skýrðu Neergaard frá 30. marz. En auðheyrt var það á honum, að hann ósk- aði helzt eptir, að málið yrði ekki sam- þykkt í frumvarpsformi á alþingi, sízt 1 báðum deildum, heldur afgreitt t. d. með rökstuddri dagskrá eða svæft sjálfsagt helzt. En gefið var honum aptur fyllilega í skyn, án þess forsetarnir gætu neitt ákveðið um það sagt, að þingið mundi helzt vilja af- greiða til fulls frá sinni hálfu frumvarp, er fæli í sér allar fyllstu sjálfstæðiskröfur þjóðarinnar, eins og líka raun varð á, og eflaust var eina, rétta leiðin, sem þingið gat farið, og hlaut að fara sóma síns vegna. Spurningin er nú þessi: Hefur afstaða Dana í þessu máli nokkuð breytzt við þessa samþykkt þingsins, eða eru nokkr- ar líkur til, að undirtektir þeirra verði nú nokkuð á annan hátt en áður? Um það verður ekkert fullyrt að svo stöddu, fyr en ráðherrann hefur leitað hófanna við danska stjórnmálamenn og dönsku stjórnina. Verði hún ófáanleg til að sinna málinu á nokkurn hátt, eða taka kröfur alþingis að neinu leyti til greina, þá verð- ur ekki frekar að gert að svo stöddu. Og er málið þá kæft um sinn. En óhætt væri þá, þótt Danir væru látnir skilja, að eintómur þvergirðingur frá þeirra hálfu mundi heldur ýta undir skilnaðarhreyfingu hér, gefa henni vind í seglin. Þetta getur komið fram sem bending á kurteislegan hátt, alls ekki sem ögrun, sem ætti held- ur ekki við. Sú bending skynsam- lega notuð gæti einmitt haft mikil á- hrif til að hrinda sambandsmálinu áleið- is í það horf, er vér óskum, því að sé það nokkuð, sem getur knúð Dani til að

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.