Þjóðólfur - 18.06.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 18.06.1909, Blaðsíða 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 18. júní 1909. Jti 26. Xaupjélagsskapnr vor. Framtiöarhorfur. í nýútkomnu hepti (3. árg. 1. h.) af íTlmariti kaupfélagannac eru ýmsar fróðlegar skýrslur og greinar um hitt og þetta, er snertir hag samvinnu- kaupfélaganna. Málefni þetta varðar mjög allan almenning og menn þurfa því að kynna sér sem rækilegast allt, er að þessu lýtur, athuga öll þau skilyrði, er félagsskap þessum geti orðið til þroska og þrifa og læra jafnframt að forðast þau sker, er hættast er við, að hann strandi á. Sérstaklega skiptir miklu, að fara gætilega, hleypa sér ekki í ofmik- inn kostnað, hvorki við stofnun eða rekst- ur félaganna, heldur færa smátt og smátt út kvíarnar, eptir þvl sem félögin þrosk- ast. Það verður affarasælasta aðferðin. En þvf miður hefur þessa ekki verið jafn- an gætt og eyðslan orðið meiri en efni félagsmanna leyfðu. Afleiðingin hefur orðið sú, að félögin hafa komizt 1 skuld- ir, sem nú kreppa allalvarlega að sumum kaupfélögunum, svo að útlitið er ekki sem glæsilegast. Og að mestu leyti staf- ar þetta af því, að menn hafa lifað yfir efni fram, einmitt í góðæri þvf, er að undanförnu hefur verið til sjós og lands, því að með sanni verður ekki annað sagt, en að svo hafi verið sfðan um alda- mót að minnsta kosti. Um þetta mál — skuldaástand deildanna og landsmanna yfirleitt — var rætt á aðalfundi Sam- bandskaupfélags íslands, er haldinn var í Reykjavík í næstl. aprílroánuði. ;Var það einróma álit, að alda eyðslu og skulda hefði gengið yfir land alt, eink- um hin síðari árin, og hagur margra kaupfélaga væri þar af leiðandi kominn í óvænt efni. Jafnframt var rætt um lánstraust félaganna út á við og um starfsfé þeirra. Var kosin þriggja manna nefnd í þetta mál (Sigurður Jónsson, Yztafelli, Guðjón Guðlaugsson og Pétur G. Guðmundsson, Rvík), og átti hún að leggj'i fram athuganir sínar og tillögur á fundinum, en ekki verður séð af fnndar- skýrslunni í Tfmaritinu, að þær hafi komið þar fram 1 það sinn, því aðnefnd- in lýsti því yfir sfðar, að henni hefði ekki verið auðið að safna í eina heild nægilega ábyggilegum skýrslum uro hag hinna einstöku kaupfélagsdeilda í Sam- bandinu. Hafa því nefndarmenn ekki treyst sér til að koma með ákveðnar til- lögur um, hvernig helzt mætti ráða bót á fjárhagsástandi deildanna. En það er þó aðalspurningin, er um framtíðarhortur þessa félagsskapar er að ræða. Annars er skýrslan um aðalfund þennan allítar- leg í Tímaritinu og ýmsar góðar og heppi- legar tillögur, er komið hafa fram á þeim fundi Og verið samþykktar, sérstaklega í kjötsölumálinu, sem er eitt aðalviðfangs- efni Sambandsins. Meðal annars voru samþykktar á fundinum ítarlegar reglur um slátrun og um meðferð saltkjöts, sem prentaðar eru í þessu hepti Tímarits- ins (bls. 18—20) með athugasemdum og skýringum (bls 21—23), ennfremur eru þar prentaðar reglur um meðferð garna og reglur um meðferð á gærum (bls. 24— 26) eptir Tómas Tómasson yfirslátrara við slátrunarhús Suðurlands. Björn dbrm. í Grafarholti ritar smá- greinar um bana-aðferðina við sauðfjár- slátrun og mælir með aðferð Sláturfélags Suðurlands — stungunni, — en ekki með skurði, rotun eða skoti. Þá flytur Tfmaritið Lög Sambands- kaupfélagsins með breytingartillögum og athugasemdum (bls. 29—38), niðurlag á fundarskýrslu (um samvinnufélög Dana o. fl.) eptir Jón Jónsson (bls. 39—44) og skýrslu um stofnun og starfsemi nokk- urra kaupfélaga (bls. 46—54), nfl. um kaupfélag Borgfirðinga eptir Jósep Björns- son (frá Svarthóli) um kaupfélag Hún- vetninga eptir Jónatan J. Líndal á Holta- stöðum, um Sameignarkaupfélag Reykja- vlkur (kaupfélágið »Víking«) eptir Pétur G. Guðmandsson og um kaupfélag Hvammsfjarðar eptir Pál Ólafsson 1 Hjarð arholti. Síðast í þessum kafla er ritgerð um nýstofnuð kaupfélög eptir ritstjórann, Sigurð Jónsson í Yztafelli. Hún er veiga- mesta ritgerðin í tfmaritinu og er þar á ýmislegt vikið, er snertir aðalkjarna þess máls, rétt og skynsamlega athugað, og birtum vér hér því meginatriði hennar í tveimur köflum. I. Þrátt fyrir harðæri það, sem nú er í verzlun og viðskiptalífi landsmanna — eða máske hvað helzt sökum þess — er svo að sjá að hugir rnanna, um þessar mundir, hneigist nú meira en áður að ýmiskonar samvinnufélagsskap, og þá einkum að stofnun kaupfélaga. Þetta sést meðal annars á lýsingu þeirra kaupfélaga, er tfmaritið hefur minnst á hér á undan. En þar að auki hefur tímaritið fengið fregnir um undirbúning og byrjunarstarf- semi kaupfélaga á ýmsum stöðum, þar sem að öllum líkindum verður meira og minna um verklegar framkvæmdir á þessu [ ári, sem yfir stendur. Um land alt er að frétta samskonar á- hrif af þeirri öldu, sem alstaðar hefur gengið yfir og hvarvetna þröngvað kosti og athafnarfrelsi allra þeirra, sem nokkur viðskipti hafa við önnur lönd. Þetta kemur niður á öllum og alstaðar, en þó er því nokkuð misjafnt háttað, hvaða á- hrif dýrtlðin og verzlunarharðærið hefur á verzlanirnar. Stórar, gamlar og sterkar verzlanir geta helzt reist rönd við þessari öldu, þær verzlanir, sem búa að gömlum höfuðstól og grónum viðskiptasamböndum, bæði innanlands, en þó einkum í útlöndum. Þar er flóðgarðuriun svo fastur og gróinn, að öldufallið úr þessari átt skolar honum naumast í burtu, ef allrar varúðar er gætt í hvívetna. En slíkar verzlanir eru eigi lengi taldar, á fingrum séf, hér á landi, og þær munu því sára fáar, sem ekki standa höllum fæti, meira og minna, eða sem hafa verulega fullt lánstraust í út- löndum og sem innlendu bankarnir vilja aðstoða. Yfirgnæfandi fjöldinn af kaupmönnum hér á landi á eigi að eins í vök að verj- ast með það, að geta haldið áfram svo lítilli lifandi verzlunarstarfsemi, heldur uppgefast þeir við það, hver á fætur öðr- um, »að troða marvaðann* og hverfa þvf niður 1 öldusveipinn, en loptbólunum skýt- ur upp á eptir: gjaldþrotum, kröfum til þrotabúanna úr ýmsum áttum, og aptur kröfum til skuldunautanna í kauptúnum og sveitum, til þeirra manna, sem ekki hata í skilum staðið. Þannig stefnir allt að því, eins og nú er ástatt, að kaupmannaverzlunin hér á landi lendi 1 höndum örfárra auðmanna, miljónafélaga eða verzlunarhringa, sem hagnýti sér þá megnu ótrú, sem nú ríkir í útlöndum, gagnvart öllu því, sem nefnist »lslenzk viðskipti«, einkum í Danmörku. Er þá vegurinn opinn til að ná föstum einokunartökum á megninu af verzlun landsmanna, nema nýrra og nýtra ráða sé almennt leitað af hálfu þeirra lands- manna, sem heldur vilja trúa á eigin mátt og megin, trúa á landið sitt og þroskaða fyrirhyggju í heimahögum, en varpa sér fyrir fætur gullkálfsins. Þessvegna er það, að þegar augu manna eru nú að opnast fyrir því, að það er ekki hin markmiðslausa samkeppni langt of margra — og óhætt að segja — opt og tíðum fáfróðra smákaupmanna, sem getur hrundið viðskiptalífi þjóðarinnar 1 hollt og heilbrigt horf, og þegar verzlun miljóna- félaganna eða járngreipar »hringanna« sýnist ekki heldur vænlegt fyrir þrif og athafnafrelsi einstaklinganna, þ á fara menn uð stinga fyrir sig fótum og líta eptir því, hvort eigi sé enn til vegar- stefna, sem menn geti lagað svo sjálfir, að vel megi við una. Og þá er það helzt samvinnufélags- skapurinn, trúin á eigin mátt og félags- lund, sem verður þar að vonarstjörnu. Að vísu eru skýin mörg, sem þar skyggja á, steinarnir margir og stórir í götunni og ýmsa villustigu að óttast, en að því stefna þó hugir manna nú, meira en áður, að reyna þessa leiðina og gera hana sem greiðasta. Samvinnufélögin hafa, eins og eðlilegt er, orðið að kenna hart á verzlunarharð- ærinu, og einstöku eitt mun verða að hlaða seglum, þvf sem næst, og bíða byrjar. Tímaritið getur eigi í þessu hepti flutt fullnægjandi skýringar um þau atvik, sem einkum hafa verið þess valdandi, að þannig hefur farið, en það væntir þess að geta það áður en þetta ár líður. Það eru og allar líkur til þess, að þar sem svo er ástatt, sé ýmislegri óvarfærni og fyrirhyggjuskorti um að kenna, og þegar það er ljóst, ætti það að verða til lær- • dóms og viðvörunar, en fráleitt til hins, að fæla menn frá því að leggja alvarlega stund á heilbrigðan samvinnufélagsskap. Að vísu má búast við því, að hin óheppi- legu dæmin verði dregin fram af mót- stöðumönnum félaganna, og þau veki óhug hjá ístöðulitlum sálum, sem aldrei hafa í raun og sannleika skilið hreyfing- una né hin sönnu þroskaskilyrði hennar, en hin almennu áhrif, sem dæmin hafa á félögin, verða væntanlega þeim til upp- byggingar. Fjöldinn allar af félögunum heldur á- fram störfum, svo mikið er víst, að eigi svo fá rfsa upp af nýjum stofni. Þótt fá félögin hafi veltufé til stórra muna og lánstraust flestra þeirra, eða allra, sé af skornum skammti hjá peningastofn- unum landsins sé máske ómaklega Iftið, f samanburði við lánveitingar 1 ýmsar aðrar áttir, þá treysta menn þvf, að félögin geti með samhug, samábyrgð, ítr- ustusparneytni ogvarfærni fleytt sér áfram, verndað og aukið sjálfstæði sitt. Á því þarf heldur enginn efi að vera, ef vel er á haldið. Víðast hvar er þegar til nokkur vísir til veltufjár, sem árlega má auka, án þess nokkur félags- maður finni eiginlega til þess, og alstaðar, að minnsta kosti í landbúnaðarsveitunum, er til geymdur gjaldeyrir, sem hægt er að innleysa með bráðabirgðarlánin, sem enn mun alstaðar þurfa á að halda. í bæjunum er það aðalreglan, að hönd selji hendi, og sé vöruforðinn hyggilega valinn, á félagið ekki mikið á hættu. Aðalþröskuldurinn er þessi fyrir kaup- félögunum, eins og nú horfir við, að geta fengið þetta nauðsynlega bráðabirgðarlán, til þess að byrja með ársviðskiptin, eða fengið hinar útlendu vörur lánaðar, þang- að til gjaldeyrir félagsmanna kemur til nota. En nokkur félög hafa þegar gömul sambönd og eru búin að ávinna sér nokkra tiltrú, og alsfaðar ætti að vera hægt að setja sæmilegar tryggingar fyrir nokkurra mánaða vlxillánum. Enginn efi er samt á þvf, að félögin þurfa að takmarka vörukaup sfn, svo sem mestmá verða og gæta þess vandlega, að m i s b r ú k a ekki lánstraustið á neinn hátt. Með allt þetta fyrir augum, sem að framan er talið, mun það vera, að menn hneigjast nú almennt talsvert meira en áður að ýmsum samvinnufélagsskap. Þetta sést á því, að þar sem slfk félög voru fyrir, hafa menn, fleiri og fleiri, viljað færa þaugað viðskipti sín, þegar öðrum viðskiptabjóðum fækkaði og tráustið á hinum, sem eptir stóðu, tók að þverra. Ennfremur sést þetta á því, að ekki svo óvíða er verið að stofna ný samvinnu- félög. (Niðurl. næst). Frá Bretum. Á Bretlandi er nú uppi fótur og fit út úr landvarnarmálinu. Eru Bretar orðnir smeikir við, hve ákaft Þjóðverjar hervæð- ast, og vilja fyrir hvern mun ekki vera eptirbátar þeirra f herbúnaðinum. Frjáls- lynda stjórnin, sem nú er við völdin (As- quith) hefur jafnvel látið f ljósi, að hún telji það sjálfsagða roeginreglu, að enski flotinn verði ávallt á við tvo stærstu stór- veldaflotana og 10% umfram, Þó hetur hún látið á sér skilja, að þar með meinti 1 hún flota stórveldanna í Evrópu, en ekki Bandaríkjanna, því að þaðan þyrftu Bretar einskis ófriðar að vænta. En íhalds- mönnum, sem aldiei geta fengið nóg af herbúnaðinum, líkar þetta illa, og vilja láta Breta hervæðast, ekki einungis í kapp við Frakka og Þjóðverja, heldur lfka 1 kapp við Bandaríkin. Vígbúnaðaræðið, sem gripið hefur mikinn hluta þjóðarinn- ar, er svo mignað, að fu*ðu gegnir um svo gætna menn og óflasfengna, eins og Englendingar eru taldir að vera. Sjá þeir

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.