Þjóðólfur - 25.06.1909, Side 1

Þjóðólfur - 25.06.1909, Side 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 25. júní 1909. M 27. V erkf æravólar og1 smíðatól. Ferd. á 1 Selmahi, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. jKaupjélagsskapur vor. Framtíöarhorfur. Niðurl. II. A lögum hinna nýstofnuðu kaupfélaga má ljóslega sjá það, að menn hafa tals- vert lært af reynslu annara kaupfélaga hér á landi, og hagnýtt sér þetta á pappírnum. Eptir er svo að vita, hvernig gengur að auglýsa hinar sönnu og j ómissanlegu félagslegu dyggðir í s k ó 1 a reynslunnar. Tímaritið óskar og vonar, að reynslan verði sem affarasælust, og vill enn á ný bendá á þau meðul, sem í þessu efni hafa hvarvetna gefizt vel, svosem: skyldurækt, tiltrú, fé- lagslund, skilsemi, sparneytni og varfærni. Eitt atriði er nokkuð einkennilegt tákn tímans um þessar mundir. Nokkrir kaup- menn bjóða nú bændum verzlanir sínar til kaups: húseignir, áhöld og lóðarrétt- indi, vöruleifar og útistandandi skuldir. Auðvitað mun þetta framboð optast vera sprottið af þvl, að kaupmaðurinn sér sitt óvænna með áframhaldið, en kemur þarna auga á þolanleg úrræði, til þess að losna úr kltpunum. I sjálfu sér er ekkert út á þetta að setja, og það g e t u r staðið svo á, að það sé eigi óhyggilegt fyrir bænda- félag að ganga að svona löguðu tilboði, og jafnvel ráða frambjóðandann sem starfs- mann fyrir félagið, sem stundum er einnig kostur á. En mjög sjaldan munu svona kaup verða affarasæl, á það hefur reynsl- an bent. Það er því mjög varhugavert, að ganga að kaupunum, þótt góð kunni að sýnast í fljótu áliti og allt líti sæmi- lega út á pappírnum, einkum eins og nú er háttað veltufé félaganna og lánstrausti, vöruvali kaupmanna, skuldastöðum þeirra og skilningi viðskiptamanna þeirra á sam- vinnufélagsskap. Það er óhyggilegt, að binda hina litlu veltufjáreign félagsins í byggingar, áhöld og lóðir, öðruvísi en jafn- óðum og brýna nauðsyn ber ti), og eyða þar að auki talsverðu af lánstrausti félagsins til slíkra hluta, umfram ítrustu þarfir. Vöru- val félagsins er vanalega talsvert ólíkt vöruvali kaupmannsins. Félagið leggur áherzlu á, að fá góðan og ósvikinn varn- ing; það bindur sig við sannar og óum- flýjanlegar þarfir neytendanna, einkum þegar harðæri er í verzlun, og hvernig sem viðrar, ættu félögin aldrei að láta samkeppnina leiða sig inn á þær brautir, sem leiða til hégómlegrar eyðslu og skað- legs munaðar. Góð kaup á óþarfa- varningi eru því skaðsemdarkaupog er þá vandhæfi mikið á því, að meta sund- urleitar vörufyrningar. Skuldastaði, þótt með »afslætti« séu, er eigi gott að meta; þar geta orðið »Hálfdanarheimtur«. Þar má og búast við, að bundið verði veltufé að nokkrum mun um óákveðinn tíma. En í þessu efni er það þó verst, að félagið brýtur vfsvit- andi bág við stefnuskrá sína og i n n - leiðir skuldaverzlun 1 stað þess að útrýma henni. Með verzluninni má búast við að fylgi talsvert af hennar gömlu viðskiptamönn- um, og við það fjölgar félagsmönnum. En það eru litlar llkur til, að slíkt verði til uppbyggingar. Þessi flokkur nýrra fé- laga er máske fjölmennari en hinirgömlu Birkibeinar, og getur þá hæglega mynd- azt óheppileg stefnubreyting. Hinir nýju félagar eru ókunnugir samvinnuhugmynd- um, og kröfur þeirra eru allt aðrar en þær, sem áður ríktu í félaginu. »Viljug- an er hvern bezt að kjósa«, svo í þessu efni sem öðrum; engin naúðung getur gefizt vel. Kraptur sannleikans, réttur skilningur á hugtökum félagsins og al- mennri hagfræði á að ráða valinu. Ef sannarlegur kraptur og festa er í samvinnufélagsskap héraðsbúanna, ættu þeir ekki að þurfa að kaupa keppinauta sína af höndum sér með dýru verði. Sé félagsskapurinn þess megnugur, að láta þá lúta í lægra haldi, þá er eðlilegast að hver fari þá götu, sem hann hefur valið sér, krókalaust, á heiðvirðan hátt, án þess að blanda því saman, sem í eðli sínu er óasmkynja. I öllum tilfellum þarf að gjalda varhuga við svona löguðum teygingum og gæta þess, að féiagið reisi sér ekki hurðarás um öxl, og varast öll þau frurnhlaup, sem geta leitt til þess, að síðari villan verði verri hinni fyrri. Síðast í ritinu er samtíningur: Um tíu kaupfélagsboðorð, er kaupfélagið »Vík- ingur« í Rvík hefur látið prenta, smá- greinar eptir I. J. og samvinnufélagaskrá eptir ritstjórann. Samkvæmt henni eru 29 samvinnufélög hér á landi, en um all- mörg þeirra vantar allar skýrslur. Þá er litið er á framtíðarhorfur kaup- félaganna eptir þeim skýrslum, sem fyrir hendi eru, þá eru þær að vísu ekki glæsi- legar, sérstaklega þar sem bændur hafa keypt gamlar verzlanir og byrjað á því, að hleypa sér í skuldir fyrir þær. Svo hafa þeir orðið að bæta við ábyrgð á ábyrgð ofan til reksturskostnaðar og til vörukaupa, og afleiðingin hefur víða orð- ið sú, að félagsmenn hafa ekki getað sætt betri kaupum í sínu eigin félagi, heldur en hjá fastaverzlunum á staðnum, en bor- ið auk þess svo þungan ábyrgðarskuld- bindingabagga fyrir félagið, að farið hef- ur langt fram úr réttu gjaldþoli þeirra, ef að væri gengið. Þetta fyrirkomulag með öllu ótækt, auk þess, sem það er er afarhættulegt, og getur haft gersam- legt eignatjón í för með sér fyrir bænda- stétt vora, og væri það sannarlega illa farið. Aðalmeinið virðist hafa verið það, að menn hafa ekki kunnað að snlða sér stakk eptir vexti, ráðizt í meira, en þeir voru í raun og veru færir um, byrjað of stórt, verið of stórhuga. Framfarastór- hugi er vitanlega ágætur að vissu leyti, en þó því að eins, að nauðsynleg fyrir- hyggja og gætni sé honum samfara. Nú sem stendur eru erfiðir tímar í öllum at- vinnugreinum hér á landi, meira að segja mjög erfiðir og alvarlegir hvar sem litið er. Því verður ekki neitað. En þótt ó- vænlega horfi um sinn, þá er alls engin ástæða til að örvænta um framtíðarhag þjóðarinnar, eða líta með óhugð fram í tímann fyrir þessar sakir. Komist lands- menn nokkurnveginn klaklaust, eins og vænta má, út úr því öngþveiti, sem þeir nú eru staddir 1 um stund, þá geta þeir horft ókvíðnir framíókomna tímann. Þá hafa þeir lært þá aðalreglu, sem alstaðar gildir, að menn verða að sníða sér stakk eptir vexti, ef vel á að fara, verða að miða útgjöldin við tekjurnar og varast að lifa yfir efni fram. Og þetta gildir ekki síður um allan félagsskap en um ein- staka menn, Eins og ritstjóri Kaupfélags- timaritsins einmitt tekur fram, þá þurfa kaupfélögin að takmarka vöru- k a u p s í n svo sem mest má verða og gæta þess vandlega, að misbrúka ekki lánstraustið á neinn hátt. Þá réttast þau smátt og smátt úr fjár- hagsbeygjunni. Jjagjræíisskýrslnr. Til athugunar fyrir skipa-afgreiðslu- menn og kaupmenn. Frumvarp það, sem alþingi samþykti í vetur um breytingar og viðauka við hagfræðisskýrslurnar, er eitt af þeim frum- vörpum, sem þeim, er eptir þeim lögum eiga áð lifa, er nauðsynlegt að fá sem fyrst vitneskju um. Breyting eldri laganna er í því fólgin: 1. að þeir, sem flytja að vörur frá út- löndum eiga nú að gefa skýrslu urn innkaupsverð varanna að við- bættum flutningskostnaði til landsins. Hingað til hafa þessar skýrslur verið samdar eptir útsöluverði, og þar í innifalinn tollur af öllum aðfluttum vörum. 2. Sú breyting er og gerð á eldri lög- um um þetta efni, að nú eiga kaup- menn hér að skýra frá, frá hvaða landi þeir k a u p i vörurnar, sem að flytjast. Áður var það svo, að þeir áttu að skýra frá, hvar vörurnar kæmu um borð í skipin, sem flytja þær hingað. Viðbæturnar við eldri lög umhagfræð- isskýrslur eru þessar: 1. Skipa-afgreiðslumenn og aðrir, er taka á móti farmskrám (Manifest) eða hleðsluskýrteinum (Connossement), sem koma í farmskrár stað, eru skyldir til að láta lögreglustjóra í té staðfestan útdrátt úr farmskrám, eða hleðslu- skfrteinum, sem koma í farmskrár stað, yfir a ð fl u 11 a r vörur, sem sýni nafn viðtakanda, nafn skipsins, er vörurnar flutti, stykkjatal, tegund, vigt eða teningsmál allra varanna, sem á farmskrá standa. Ef aðeins ein farmskrá fylgir skipi, sem samkvæmt farmskránni á að af- ferma á fleiri en einni höfn, þá skal sá, er síðast veitir farmskránni mót- töku, láta útdráttinn í té. Útdrætti þessa á að afhenda lögreglustjórum í í sfðasta lagi innan hverra ársloka að viðlagðri allt að 500 kr. sekt. Útdrætti þessa á að láta í té yfir allar vörur, sem til landsins koma frá ársbyrjun 1909. 2. Forstöðumenn fastaverzlana, pöntun- arfélaga, kaupfélaga, iðnaðarfyrir- tækja og aðrir, er reka lánsverzlun að meira eða minna leyti, eru skyldir til að láta landstjórninni í té áreiðanlegar skýrslur um s a m a n- 1 a g ð a r skuldir og innieignir h é r- 1 e n d r a viðskiptamanna sinna, ann- ara en banka, eins og þær eru 31. desember ár hvert, Þannig á að af- henda lögreglustjóra útdrátt- inn úr farmskránum, en stjórnar- r á ð i n u skýrslurnar um skuldir og inneign verzlana. Minní Grímsnessveitar 10. júní 1909. Kæra landnám Ketilbjarnar, kappans mikla, sveit, þú með hyldjúp vötn til varnar víkings óðalreit; fjöllum skyggð og skógi vafin skartar þú í dag; ljóss og friðargeisla gjafinn gæti’ að þínum hag. Sögudís, ó, seg hvar leiztu sagnir dýrri’ en hér, engar frónskar fegri veiztu, falleg mörg þó er: Ymsa garpa gat að líta gædda sigurvon, Hallkel, Grím og Gissur hvíta, Gissur Isleifsson. Hver vill nú á hólmi verjast heldr’ en flýja byggð? fyrir siðum betri berjast, blindi viðurstyggð? leik hver vill hjá vantrú skakka, vekja kristna hjörð? hver vill gjöf til guðs síns þakka gefa Skálholtsjörð ? Mosfell, Búrfell, Hestfjall heima halda vörð í sveit, fjölmörg sagnafræði geyma forn, sem engin reit; elds og syndar eitri blandin opt var saga þín; berst í voða víkingsandinn vitur gætti sfn. Æskan vill þér endurbæta alla gengna raun,

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.