Þjóðólfur - 25.06.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.06.1909, Blaðsíða 2
104 ÞJ OÐOLFUR planta, vökva, girða. gæta, græða blásin braun, bera frjó að rotnum rofsins, runna blómgað fá; glatað silfur »höfuðhofsins« hún vill endurslá. Geislar fara’ um lirjóstið bjarta, brosa holtin þín, ljósgræn blóm í lautum skarta, laða hug til sín. Altar v(gi vorsins gróður; vinna, strengjum heit, frjálsir niðjar frjálsrar móður, fyrir Grímsnessveit. E. E. Sv. jtfinningarsamkoma. [Eptir skýrslu úr Grímsnesi ds. 12. þ. m.]. Gripasýning í Grímsnesi var haldin að Klausturhólum 10. þ. m. Voru þar sýnd- ar 43 kýr, 80 ær, 15 hryssur, 3 hrútar og 1 graðhestur. Verðlaun hlutu 20 kýr, 27 ær, 8 hryssur, 3 hrútar og 1 grað- hestur. Sýningin var ágætlega sótt, enda var veður hið bezta, og fleira á þann fund að sækja, en sýninguna eina, því það hafði verið látið berast um hreppinn, að stjórn sBúnaðartélags Grímsneshrepps« ætlaði á eptir sýningunni að minnast 23 ára starfs og tilveru búnaðarfélagsins, sem þá hafði starfað og staðið réttan aldar- fjórðung. Sýningin fór vel og reglulega fram, undir yfirumsjón herra ráðunauts Sigurðar Sigurðssonar alþingismanns, sem kom fram að vanda með sinni alþekktu mannúð og lítillæti. A eptir sýningunni hélt hr. S. S. langa og leiðbeinandi tölu viðvíkjandi sýningum og búfjárrækt. Lýsti ánægju sinni yfir því, hvað sýningin væri vel sótt og hvað margir fallegir gripir hefðu verið sýndir, hvatti mjög til kynbóta, einkum á naut- gripum, og lýsti gæðaeinkennum til leið- beiningar í því vali o. s. frv. Að afstaðinni ræðu ráðunautsins hófst 25 ára æfiminning búnaðarfélagsins, og byrjaði með því, að sungið var kvæði, sem Eiríkur E. Sverrisson barnakennari hafði ort við tækifærið [prentað hér næst á undaní blaðinu]. Því næst steig form. bún- aðarfélagsins, Kristinn Guðmundsson búfr. í Miðengi, á ræðupallinn og hélt langa og snjalla ræðu, lýsti í stuttu máli bún- aðarástandi þjóðarinnar frá fyrstu, og sagði sögu »Búnaðarfélags Grímsnes- hrepps*, var það fróðleg skýrsla og ná- kvæm. Sungið var áeptir: »Ó! fögur er vor fósturjörðc. Þá steig séra Gfsli Jóns- son á Mosfelli f ræðupallinn og mælti fyrir minni prestakallsins og sagðist vel. Sungið var á eptir: »Vorið er komið og grundirnar gróac. Þá steig Magnús Jóns- son f Klausturhólum á ræðupallinn og sneri máli sínu aðallega til kvennanna og Islenzkra kvenna í heild sinni, og var að ræðu hans góður rómur gerður. Sungið var á eptir: »Fósturlandsins Freyja«. Þá varð stundarhlé, sem notað var til að drekka kaffi, sem veitt var á staðnum og til að úthluta verðlaunafénu, sem var að upp- hæð 200 krónur, og 25 bændur urðu að- njótandi eptir verðleikum. Því næst tók við ungmennafélagið »Hvöt« að halda skemmtun fyrir fólkið, og byrjaði á því að syngja : »Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur*. Þá steig formaður U. M. F.;, Björgvin Magnússon í Klausturhólum, á ræðupallinn og talaði fyrir minni fé- lagsins, skýrði frá störfum þess og til- gangi, og mæltist vel. Sungið var á eptir: »Eg elska yður, þér íslands fjöll*. Þá steig annar ungmennafélagi á ræðupallinn, Jóhann Ingvason á Snæfoksstöðum, og mælti fyrir minni íslands og talaðist vel. Sungið var á eptir: »EIdgamla Isafold*. Þrefalt húrra var hrópað fyrir ungling- unum á eptir ræðum þeirra, sem ekkert þóttu viðvaningslegar. Þegar hér var komið sögunni, gekk ungmennafélagið í skrúð- göngu undir íslenzka fánanum, frá bænum Klausturhólum, þar sem ræðurnar fóru fram, út fyrir túnið á rennsléttan leik- VÖll, þar sem fóru fram glfmur, söngur dans og Ieikir í tvær kl.stundir. Sleit svo þessum fundi með því, að menn tóku hesta sína og riðu heim til sín, er liðið var að miðnótt, með glaðri endurminn- ingu um samkomu þessa, sem þótti ein- hver hin skemmtilegasta, sem haldin hefur verið í Grímsnesi, jafnvel 1 manna minn- um, og sú einkennilegasta að því Ieyti, að ekkert vín var um hönd haft, og engin áfengismerki sáust á nokkrum manni, sem opt hefur átt sér stað við slík tækifæri, þótt það hafi ekki verið í stórum stíl á síðari árum. Mikið hnossgæti þykist »Lögrétta« hafa klófest handa kaup- endum sínum, er hún hremmdi til birt- ingar prentað bréf, er flokksstjórn meiri hlutans á þingi sendi fyrir skömmu nokkr- um mönnum Ut um land, ásamt hjálögð- um skírteinum handa þeim, er styðja vilja baráttu Sjálfstæðismanna með örlitlu til- lagi — einnar krónu árgjaldi —, er hvern einstakan munar Iítt um. Það er ekkert í þessu bréfi, er ekki þolir birtuna, og »Lögrétta« má ekki hlaupa með hvert á land sem hún vill. En hún gat varla vænzt þess, að því yrði tranað framan í hana, áður en það var prentað ogsentút. Enginn maður með óbrjálaðri skynsemi getur með réttum rökum vítt það, þótt stjórnmálaflokkar leiti að einhverju leyti styrktar flokksbræðra sinna, til að halda uppi málstað sínum og berjast fyrir hon- um. En það verður ekki gert með nægi- legum krapti, nema margir leggi saman, leggi sinn skerf til starfsins á einhvern hátt. I öðrum löndum er þetta talið svo nauðsýnlegt, að þar hafa stjórnmálaflokk- arnir sérstaka, öfluga sjóði, til þess að standast kostnaðinn við efling og útbreiðslu skoðana flokksins. Og það dettur engum lifandi manni í hug, að hneykslast á sllku, sem er hreint og beint lífsskilyrði fyrir hvern pólitiskan flokk, og þá ekki síður hér en annarstaðar. Og það situr sannar- lega illa á »Lögréttu« og flokksbræðrum hennar, að ropa hátt og tala um »betl« og »betliskjal« m. fl. afkáralegum ónot- um, þótt pólitiskir andstæðingar þeirrar flokkskllku leiti fyrir sér um það, hvort áhuginn á þvf að efla og tryggja sjálf- stæði landsins, sé ekki svo mikill í land- inu, að menn vilji ofurlítið af mörkum leggja til að styðja þann málstað. Það er eflaust mörgum kunnugt, að núverandi stjórnarmenn hafa haft og hafa eflaust enn, álitlegan flokksjóð, er flokksmenn þeirra gjalda tillög til, og dettur Sjálf- stæðismönnum ekki í hug að úthrópa það sem einhverja óhæfu, eða gefa f skyn, að því fé sé til annars varið en flokksþarfa. Munurinn liggur þá að eins í því, að Lögréttumennirnir — þessir þjóðfrægu i pólitíkusar — hafa svo öfluga efnamenn — embættismenn og aðra burgeisa — í sfnum flokki, að þeir eru einhlítir um að standast allan kostnað flokksins, standa straum af dýrri blaðaútgáfu o. fl. o. fl., með því að leggja stórfé fram árlega úr sínum eigin vasa. Það er náttúrlega ágætt í sjálfu sér og mikið happ fyrir flokkinn, að vera svona vel stæður. En Farísea- hræsnin f »Lögréttu« sæmir sér ekkert betur fyrir það. Hún og hennar flokkur verður ekkert virðulegri fyrir það, þótt hann berji sér á brjóst og þakki drottni fyrir, að hann sé ekki eins og þessir toll- heimtumenn, ólukkans Sjálfstæðismenn- irnir, sem orðnir eru svo miklir þyrnar i augum hinnar valinkunnu Lögréttuhjarðar. Utan úr heimi. Nafnknnnur anðmaður, A. H. Chauchard, andaðist í Parfs 5. þ. m., 88 ára gamall, stofnandi og að- aleigandi »Magasin du Louvre«, hinnar alþekktu stórverzlunar með allskonar kvenfatnaði, er hann stofnsetti 1854 með hlutafé, ekki miklu, er síðar var aldrei aukið, en ávaxtaðist svo, að síðustu árin voru árlegar tekjur af hverju hlutabréfi jafnháar hinu upphaflega ákvæðisverði þess. Og Chauchard sjálfur átti flesta hlutina, og voru árstekjur hans reiknaðar 3,600,000 krónur. 1885 sleppti hann yfir- umsjón verzlunarinnar, en varð þá hrædd- ur um, að henni mundi hnigna svo, er hann sleppti tökum á hénni, að hann kæmist á vonarvöl í ellinni. Chauchard er nafnkunnastur fyrir listaverkasafn sitt, mikið málverkasafn, er kostaði offjár og arfleiddi hann málverkasafnið í Louvre að því öllu. Meðal þessara málverka eru 7 eptir Millet (*j* 1875), °f? Þar fremst í röð hið fræga málverk »Angelus«, er selt var til Ameríku, en Chauchard keypti þaðan aptur fyrir 540,000 franka. Fyrir annað málverk, >Smalann«, eptir sama málara (Millet) borgaði hann yfir 720,000 fr., og fyrir þriðja höfuðmálverk hans 900,000 fr. 40 málverk eptir frakkneska málarann Corot (-j- 1875) keypti Chauc- hard fyrir 2 miljónir franka, en þau eru nú talin tvöfalt meira virði. Málverk eptir málarana Daubigny (J- 1878) og Diaz (-J- 1876) kosta og stórfé. Málverk þau, er hann átti eptir Meissonier eru metin nokkuð á 3. miljón fr. Auk þess- arar stórkostlegu arfleiðslugjafar, ánafnaði Chauchard Louvresafninu i'/2 miljón fr. til að standast kostnað við flutning mál- verkanna, koma þeim fyrir og gæta þeirra. Eptirlátnar eigur Chauchards voru reikn- aðar 180 miljónir fr, og erfðafjárskattur- inn, er ríkið fær af þeirri eign, nemur 18 miljónum fr. Samkvæmt arfleiðslu- skrá Chauchards, ánafnaði hann vini sín- um, Loubet fyrv. forseta, vasaskildinga að upphæð 7 miljónir fr. og öðrum vini sínum, G. Leygues þingmanni og fyrrum kennslumálaráðherra í ráðaneyti Waldeck- Rousseau, 15 miljónir fr., ennfremur Cal- mette, aðalritstjóra blaðsins »Figaro«, 2 miljónir fr., starfsmönnum við stórverzl- un hans, »Magasin du Louvre*. 3 milj. og fátæklingum í París 200,000 fr. og þótti lítið, svo að við óspektum lá við greptrun hans, er var mjög hátíðleg og stórfengleg, eptir fyrirlagi Chauchards sjálfs, er ákvað, að til viðhafnar við greptrunina skyldi verja 200,000 fr. Lík- kistan ein kostaði 144,000 fr. Aðalerfingi hans, að frádregnum dánargjötum, er kona nokkur að nafni Boursin, og hefur hún þegar bætt 1 miljón fr. við dánar- gjöfina til starfsmannanna við »Magasin du Louvré« og sömuleiðis 1 miljón fr. við dánargjöfina til fátæklinga Parísar og mælist það örlæti afarvel fyrir. Jarðarför Chauchards var einhver hin fjölmennasta, er verið hefur í Parfsarborg nú um lang- an tíma, og lögreglan átti fullt í fangi með að halda reglu. Einna mesta eptir- tekt hafði vakið fátæklegur blómsveigur, er settur var á miðja kistuna, innan um hrúgald af skrautlegum, afardýrum sveig- um. Blómsveigur þessi var frá systur- dóttur Chauchards, er ekki hafði erft einn einasta skilding af auðæfum hans. Jarðskjálftar. í Provence á Suður-Frakklandi urðu allmiklirj jarðskjálftar 11. þ. m., eins og getið var um í sírnskeyti 1 síðasta blaði. 7 smábæir eru að mestu í rústum og 54 lík voru tundin, er síðast fréttist, en mörg hundruð manna meiddust. Eignatjónið talið um 3 miljónir franka. í Marseille varð jarðskjálftakippurinn allharður, svo að fólk flýði úr húsunum og hafðist við undir berum himni, en manntjón eða eignatjón varð þar ekki, né í hinum stærri borgum þar suður við Miðjarðar- hafið. I Lissabon hafa og verið margir jarðskjálftakippir við og við síðan í marzmánuði og stundum valdið tjóni. í Barcelóna varð og jarðskjálfta vart, og fólk þar syðra orðið allhrætt um, að Messína-voðinn vofi yfir, því að hrær- ingarnar eru alltíðar, þótt smáar séu optast. Heimskautsfarinn Schackleton hinn enski, er næst hefur komizt (suður)heimskautinu allra fyrir- rennara sinna, kom heim til Lundúna 14. þ. m., og var tekið þar með afarmikilli viðhöfn, eins og vænta mátti. Þykir för hans hin frægasta orðið hafa. Komst hann á 88,23 stig suðlægrar breiddar. En lengst hafa áður komizt að norðurheims- skautinu Abrúzzahertoginn, eða réttara sagt, fylgdarmaður hans, Cagni, á 86,33, og Friðþjófur Nansen á 86,4 breiddarstig. Kristniboðarnir frá Kína. Charles Hayes læknir og frú Steinunn Hayes kona hans (sbr. síðasta blað), hafa haldið tvær samkomur hér í bænum síðan þau komu, hina fyrri 17. þ. m. í húsi K. F. U. M., en hina síðari í kirkjunni á laugardagskveldið var, 19. þ. m. Við samkomuna í kirkjunni var Skapti Brynj- ólfsson frá Ameríku túlkur fyrir dr. Hayes, er mælti á enska tungu; en kona hans talaði á íslenzku, þótt hún ætti nokkuð erfitt með það. Dr. Hayes lýsti einkum skoðun Kfnverja á sjúkdómum og bygg- ingu mannsins, sem eru æði fáránlegar og gamaldags, enda kunna Kínverjar ekkert í lyfjafræði né lífeðlisfræði, og kínverskir læknar eru því gersamlega óhæfir í stöðu sinni. Vestrænir læknar hafa því fengið mikið orð á sig þar eystra, og þess vegna hafa flest kristniboðsfélög sameinað lækna- starf við trúboðsstarfið, sami maðurinn bæði trúboði og læknir. Þá gengur greið- ara að kristna Kínverja. Frú Hayes tal- aði einknm um kvennfólkið í Kína, og lýsti því, við hversu bág kjör það ætti að búa, ekki sízt í hjónabandinu. Hún kvaðst vonast eptir og biðja þess, að margir Is- lendingar yrðu til þess að fara til heið- ingjalandanna í trúboðserindum, til að hjálpa og fræða heiðingjana þar. En hætt er við, að sú von frúarinnar rætist ekki að nokkru ráði. — Kirkjan var troðfull af fólki að hlusta á þau hjón. Inngang- ur ókeypis. Gasstöð fyrir bæinn hefur bæjarstjórnin nú á- kveðið að koma upp, með því að sam- þykkja lántöku til þess fyrirtækis á fundi 17. þ. m. með 9 atkv. gegn 7, skoðan- irnar svo skiptar um þetta mál í sjálfri bæjarstjórninni, og þá ekki síður meðal annara bæjarmanna. Er svo að heyra, sem enda fleiri séu mótfallnir gasstöðinni, en vilji heldur rafmagnsstöð, ef unnt væri, en vitanlega skortir almenning þekkingu á að dæma um þetta stórmál til hlítar. Tíminn verður að leiða í ljós, hvort þetta er heppilega ráðið, betur að svo reyndist. Er búist við að byrjað verði á verkinu innan skamms. Ráðherrann fór utan með »Sterling« 22. þ. m. til

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.