Þjóðólfur - 02.07.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 02.07.1909, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 2. júlí 1909. J* 28. Úti mni. Ferðamaðurinn, sem opt á að saekja á móti hretum og kuldahríðum, hefur ein- att komizt að raun um, hve lítið afdrep getur verið mikils virði fyrir hann. Ef til vill hefur snjóskafl, steinn eða lítið barð orðið til þess að forða honum frá bráðum bana. ólíkt betri lífvörður er þó fyrir hann, þó ekki sé nema lltið steingerði, eða byrgi af mannahöndum gert. Þar getur verið unnt að búast um og halda nokkru af hlýjunni kyrri inni fyrir. En þegar til lengdar lætur, verður hann þess brátt var, að þetta er ónógt hæli; það þarf meira; það þarf hús — mannahíbýli. Þar, innan þeirra dyra, fær hann fyrst öruggt skjól, því að þar hefur mannshönd- in lagt til skerf sinn á hagkvæman hátt, miðað hann við þarfir mannlegs líkama. En mannshöndin hefurþá einnigvenju- lega gert meira en að eins byggt hús- kofa. í nánd við hann og umhverfis eru dálitlir blettir, sem hún hefur einnig lag- að að meira og minna leyti. Ferðamað- urinn er kominn utan af auðninni inn á engið — inn á þann blett, sem menn- jrnir hafa gert sér undirgefinn — lagt nndir sig. Á eggjagrjótinu urðu ferða- manninum sárir fæturnir, á melunum fylltust sokkarnir sandi og skórnir möl, á mýrarflákunum urðu fætur og fótleggir blautir og stirðir af rakanum og þreyttir af vatnsburðinum og i frostinu færðist helkuldi um allan líkamann. Inni i kof- anum var aptur á móti hæli og þar fékk hann lækning þeirra kauna, er hann hlaut fyrir utan. En i nánd við kofann var Jika græddur blettur. — Þar sem höndin plægir, þar er skjól ífyrir skafrenningi og afdrep fyrir ofviðri; þar fæst sollinna sára bót — þar er lind lifsins. Fögur er hún, hugmyndin sú, sem vakn- ;að hefur hjá ungmennnafélögunum og þau hafa sett sér að berjast fyrir — rækt- ¦unar-hugmyndin. Mörgum er það kunn- ugt, að víðsvegar um land hafa þau feng- •ið afmælda bletti, sem þau hyggja að girða vandlega og taka til ræktunar. Munu skógræktartilraunir þær efst á baugi hjá flestum þeirra. Vinna félags- menn mest að þessu sjálfir í frístundum sínum. Standa einstaklingarnir og hin ,ýmsu félög mjög misjafnt að vígi, er til framkvæmdanna kemur. Er það undir staðháttum og öðrum sérstökum atvikum komið, hve stóran skerf hver og einn getur í té látið. Eiga flestir kaupstaða- ibúar og þorpa hægara aðstöðu en þeir, er til sveita búa, enda mun hugmyndin runnin undan rifjurn þeirra fyrnefndu. Því þéttbýlla sem byggðarlagið er, því auðveldari verður öll samvinna. Þó eru ýms ungmennafélög í strjálbyggðum sveit- um þegar tekin til starfa í þessa átt. Eg sagði, að þessi hugmynd væri fög- ,ur — og þá jafnframt takmarkið, sem keppt er að — vegna þess að eg býst ,við. að margur muni sá unglingurinn, sem ljær henni fylgi sitt í orði og verki, ^einmitt vegna þess, að grænu trjákrón- ttrnar, sem hann sér hylla undir í fram- tíðarfjarlægðinni, hafa heillað hug hans. Og sú von hefur gripið hann, að i skjóli þessara skínandi laufskála, muni hann síðar fá að reika i tómstundum sínum með ungu kynslóðinni, sem þá verður risin upp í broddi framkvæmdar fylking- arinnar. Þessi von er mikils virði, þvi að hún hlýtur að knýja til látlausra starfa og ötullar framgöngu. En eg þykist þess fullviss, að óhætt sé að gera sér fagrar vonir um, að fá að sjá margt og miklu fleira á blettunum, sem ungm.fél. eru nú að nema og umhverfis þá, ef hyggilega er að farið. Er ekki óhugsandi, að sum- um kunni að þykja sú hlið takmarksins girnilegri og verði því fúsari til að leggja sinn skerf af mörkum, er þeir hafa virt hana rækilega fyrir sér, ef þeir hafa ekki gert það áður. Fyrir því vil eg með fáum orðum skýra frá, hvernig mér virð- ist, að umhorfs æ 11 i að verða á þess- um blettum, og jafnframt benda á, hvern- ig mögulegt virðist vera, að það megi takast. Þið, ungmennafélagar, fáið ykkur af- mældan blett og girðið hann svo vand- lega, að engin skepna komist inn á hann. Þið veljið hann þar sem svo hag- ar til, að vel liggi við að bæta við hann, þegar ykkur vex fiskur um hrygg og þið færið út kvíarnar. Fáið í upphafi loforð fyrir þeirri viðbót. Bletturinn, sem þið getið fyrst girt, verður eflaust sjaldan stærri en það, að þið plantið hann allan trjám. Á því getur staðið nokkur ár. En á þeim tíma má jafnframt undirbúa þann blett, sem næst verður tekinn til ræktunar. Þegar kleift er, afgirðið þið hann líka. En hann notið þið ekki all- an til skóggræðslu. Nokkurn hluta hans gerið þið að túni, nokkuð að kálgarði, jarðeplagarði. Ennfremur reynið þið að rækta fóðurrófur og sá höfrum. Afurð- irnar verður auðvelt að selja. Andvirði þeirra hamlar á móti ýmsum beinum út- gjöldum, sem ekki verður komizt hjá í girðingarefni, ef til vill vinnu að ein- hverju leyti og svo frv. Væri ekki ó- hugsandi, að kostnaður og ábati stæðust á eptir nokkur ár. Þið sjáið svo um, að tún og kálgarðar hafi skýli af trjánum, þegar þau stækka. — Þannig haldið þið áfram, aukið dálitlu við akra, tún og garða árlega, þar til þau gefa af sér nægilegt fóður handa nokkrum kúm og hestum. Og þá verðið þið búin að gróð- ursetja svo mörg tré, að nema mun mörg- um tugum og ef til vill hundruðum þús- unda. Þegar svona langt væri komið, sjá all- ir, hvað næst lægi að gera. Mörgúm mundi þykja þessi blettur »fagur á að líta og girnilegur til eignar«. Þá seljið þið hann hæstbjóðanda með þeim skil- yrðum, að hann reisi þar hús yfir fólk og fénað, er samboðin séu kröfum tím- ans. Hér væri þá risið upp sjálfseignar- nýbýli, með öllum þeim þægindum og vinnusparnaði, sem flest gömlu býlin vanta svo tilfinnanlega. Þar yrði ekki óálitlegt að setjast að. Skógurinn væri orðinn svo vaxinn, að höggva þyrfti úr honurn. Þaðan fengist nægilegur eldivið- ur, svo að ekki þyrfti að brenna áburð- inum. Með því að túnið væri slétt, hús- in byggð úr varanlegra efni en nú ger- izt almennt og sárfátt sauðfé, gæti ábu- andinn varið miklum tima til að bæta og stækka tún sitt og akra. Hann mundi ryðja skákir i skóginum og gera þær að túni, en gróðursetja tré á öðrum stöðum sem þv( svaraði. Mundu þeir blettir verða grasgefnir, þar sem þeir meðal annars lægju i hlé fyrir öllum næðing- um og skjólgarðarnir væru lifandi verur, sem þroskast og vaxa ár frá ári — (Niðurl. næst). ViðhUejanði ,£ögréttu'. Bitlingur Þorleifs á Hólum. » ... 111 ráð hefur maðr opt þegit annars brjóstum ór«. Svo virðist Lögréttu enn hafa hent, er hún hefur gleypt við fiapri sögu- manns síns, um þingstörf Þorleifs í Hólum. Ekki minnist eg á erindi þetta at því eg sé hræddur um, að trúnaður mikill verði á það lagður — þvi flestum mun nú nokkurn veginn í ljettu rúmi liggja, hvað blaðið flytur undir ábreiðunni þægilegu: »ólyginn sagði mér«, heldar fer eg um það nokkrum orðum af hinu, að eg hygg ekki rétt að slík ummæli séu látin afskiptalaus. Aður en eg held lengra skal eg geta þess, að guðspjall það stendur í 29. tbl. Lögr. þ. á. (8. júní 1909) ognefnist »Bitl- ingur Þorleifs í Hólum«. Ræða þeirra hjónaleysanna, »Lögréttu« og sögumannsins, snýst um Laxárbrúna. Meðal annars stendur þar sktifað: »Nú koma þær fregnir með mönnum að austan, að lítið þyki þar til koma þessa eina afreks hans á þinginu, að herja út brúna«. Mikill meiri hluti A.-Skaptfellinga mun e k k i líta svo á, að þetta sé hið eina af- rek Þorleifs á þinginu í vetur. Kosning hans til þings mun næg — og sú bezta — sönnun fyrir því, að atkvæðagreiðslu hans í sambandsmálinu álíta þeir meira virði, en öll önnur þingstörf hans. Atkvæðagreiðsla kjósenda þar eystra um aðflutningsbannið 10. sept. síðastl. er glöggasti vottur þess, að þeim hefur ekki þótt framkoma hans á þingi i því máli lítils virði. Starf hans í óðrum málum munu þeir allfiestir honum mjög þakklátir fyrir. Svo það, að fá veitt fé til Laxárbrúarinnar, sé »hans eina afrek á þingi«, dæmir sig sjálft. Eða hitt, að »lítið þyki til þess koma«, að fá brú á Laxá, munu fáir A.- Skaptfellingar undirskrifa. Svo kemur nú heimspekingurinn — náttúrufræðingurinn fram, en bíldóttur þó — og æpir hátt: »um mikla misvexti i bergvatni, er ekki að tala«. Svo það er nú glöggt, að fræðimönnum hefur blaðið á að skipa. Og til þeirra vildi eg því leyfa mér að beina þessari spurningu: Hvað orsakar það, að bergvötn, sem eru optast lítil eða vel reið, verða á ýmsum tímum algerlega ófær til yfirferðar ? Þetta hvortveggja á sér opt stað um Laxá. Eg skal fræða þau hjónaleysin um það, að Laxá verður opt iU yfirferðar og stundum óreið, þó að í langvinnum sumarþurkum verði hún ekki dýpri en Lögrétta hefur eptir póstinum. Og það má Lógrétta i minni festa, að áin getur orðið ófæröðr- um en sauðkindum — jafnvel póstum hennar hátignar. I prédikuninni stendur, að »á vetrum sé óþægilegt að koma fé yfir ána, en þess þurfi Hólabóndinn, enda sé það aðalgagn- ið, sem að þeirri brú verði«. Svo mörg eru þessi orð — óheilög þó. Skyldu nú skinnin geta staðfest orð þessi með góðri samvizku, sem sannleika ? Já, hver skyldi annars efast um það! Eða myndi mann- orð þingflokksins í veði, þó einhver flokk- ur í landinu reyndi mátt sinn á því, að rýra virðingu hans eða smánarta í bak honum, fyrir engar sakir? Eða væri að- ferðin svo sem ekki jafnheiðarleg, hverj- ar sem afleiðingarnar yrðu? Þeir um það. Orð Lögréttu, sem eg minntist á áðan, skýra frá því, að Hólabóndinn muni aðal- lega nota brúna á Laxá. Svo stendur nú á, að frá landi Þorleifs í Hólum og að ánni mun vera hér um bil T/= míla. Laxá er ekki nálægt landi hans. Af því mega nú allir sjá, að Þorleifur muni e k k i undir neinum kringumstæðum geta notað brúna fyrir fé sitt, jafnvel þó hann v i 1 d i. Hvert ætlar Lögrétta Hólabónd- anum að halda með sauðkindur sínar. Hyggur hún að Þorleifur muni beita fé sínu í högum annara þann tíma árs, er hann heldur því að húsum. Ef til vill þykist hún hafa spurt það? Lögrétta er víst »lukkuleg« yfir fyndn- inni, þegar hún segir: »En sæmilega fjárbrú handa Þorleifi mætti leggja yfir ána fyrir svo sem 1000 kr.« — Ef hún fengi reikningshöfuðið hans Ruuólfs gamla í rekkjuna til sín, mundi útkoman ekki verða ósvipuð þessu. En hversu mikið yrði svo eptir af því fé, þegar hann væri búinn að »vaga« fram á sólsetur hins 6. dags með hópafmönn- um með sér til að styðja stikurnar og stilla kikirinn að auganu — og — segja honum til — er óreiknað. Líklega yrði það ekki meira en svo, að það hrykki handa honum til að hrópa: Verði hlykk- ur! Sjá það var harla gott! Og ein- hverjum hinum merkasta hollvini Lög- réttu, Jóni Þorlákssyni, hefur reiknast þetta á annan veg en henni. Hann hefur sagt, að ekki veitti af 10,000 kr. til brú- ar á Laxá. Og það má. hann eiga, að hann telur sjálfsagt, að þjóðvegabrýr séu traustar — úr steini eða járni. En Lög- 1 rétta álítur það nú máske misráðið, að gera þjóðvegi svo úr garði, að þeir verði færir ferðamönnum ? Af því eg þykist sjá, að Lögrétta sé ekki vel kunnug þarna eystra í þessu at- rið: — þótt annað sé nú hljóðið ístrokk hennar — skal eg leyfa mér að benda henni á, að " svo er ástatt þar, að allar sveitir í A.-Skaptafellssýslu — nema 1, Lónið — hafa mikil not af brú þessari. En Hólabóndinn og aðrir þeir, er sunnan

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.