Þjóðólfur - 09.07.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.07.1909, Blaðsíða 1
 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. júlí 19 09. 29. V erkf æravélar og smíðatól. Fri & Á. Sctaiahl, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. Æðardímn. Umboðsmaður til að kaupa æð- ardún óskast. A/s Nordisk Fjerfabrik. Frihavnen. Kjöbenhavn. Vildarkjör. = fyrir tvær krónur = geta nýir kaupendur fengið síðari helming þessa ytirstandandi (61.) árg. Þjóðólfs frá júlíbyrjun til árs- loka, og þar að auki í kaupbæti: Vesturförina. Sanna sögu um Ameríkufara, vel og skemmti- lega ritaða, og Hina fróðlegu íslenzku sagnaþætti, 2. hepti, er allir vilja eiga. í hepti þessu, sem er 80 bls. að stærð, er þátturinn af Árna Grímssyni (Ein- ari sterka í Skoruvík), saga um Bjarna prest Jónsson í Möðrudal (f 1716) og frásögnin um hinn nafnkunna Hjaltastaðarfjanda, eptir skýrslu prestsins, er þá var á Hjalta- stað, séra Jóns Oddssonar, og er sú frásögn því miklu fyllri og áreið- anlegri en í Þjóðsögunum. í þessu hepti eru og sögur um Eirík Styr- bjarnarson á Hauksstöðum og Metú- salem sterka í Möðrudal. Hepti þetta er alls ekki til lausasölu, og geta því ekki aðrir fengið það en nýir kaupendur, eða skilvísir eldri kaupendur, sem ekki standa í skuld við blaðið. — Bókhlöðuverð á Vesturförinni og Sagnaþáttun- um mundi vera 1 kr. fyrir hvort- tveggja °g 1(l P<1 nýú' kaupendnr blaðið í raun réttri fyrir 1 krónu frá júlibyrjun til ársloka (rúm 30 tölublöð). En vitanlega er áskript þá bindandi fyrir næsta árgang 1910. Ef menn óska heldur, geta nýir kaupendur fengið i stað »Vestur- fararinnar«: sérprentun aí siðasta sögusafni Pjóðólfs (13. hepti) með- an upplagið hrekkur. Fylgiritin eru afhent um leið og borgað er fy HátAvirtir kanpendnr blaðsins eru minntir á. aö g;jalfldag'i blaðsins er 13. þ. m. Prestasteta á Þingvelli. Hún var haldin þar föstudag og laug- ardag 2. og 3. þ. m. og hófst með guðs- þjónustugerð, er biskup flutti 1 Þingvalla- kirkju á föstudaginn, en að henni lokinni var gengið til samkomustaðarins, skála landstjórnarinnar, er Mikliskáli kallast, og þar setti biskup prestamót þetta. Skrif- ari var kosinn séra Jón Helgason lektor. En þessir prófastar og prestar sóttu presta- stetnnna: Ur Norður-Múlasýslu: Sigurður P. Si- vertsen Hofi. Ur Vestur-Skaptafellssýslu: Magnús Björnsson Prestbakka. Ur Rangárvallasýslu: Kjartan Einarsson Holti, Eggert Pálsson Breiðabólstað, Þor- steinn Benediktsson Landeyjum, Skúli Skúlason Odda og Ólafur Finnsson Kálf- holti. Ur Arnessýslu: Kjartan Helgason Hruna, Valdimar Briem Stóra-Núpi, ÓlafurBriem Stóranúpi, Ólafur Sæmundsson Hraun- gerði, Gísli Skúlason Stóra-Hrauni, Ólafur Magnússon Arnarbæli, Jón Thorsteinsson Þingvöllum. Ur Gullbringu- og Kjósarsýslu: Krist- inn Danfelsson Utskálum, Jens Pálsson Görðum, Magnús Þorsteinsson Mosfelli, Halldór Jónsson Reynivöllum. Ur Reykjavík : Jóhann Þorkelsson dóm- kirkjuprestur, Haraldur Níelsson, Jón Helgason lektor, Magnús Helgason, Ólafur Ólafsson fríkirkjuprestur. Úr Borgarfjarðarsýslu: Jón Sveinsson Skipaskaga, Einar Pálsson Reykholti. Úr Mýrasýslu: Jóhann Þorsteinsson Stafholti, Stefán Jónsson Staðarhrauni. Úr Dalasýslu: Asgeir Asgeirsson Hvammi. Úr Barðastrandarsýslu: Magnús Þor- steinsson Patreksfirði. Úr Vestur-ísafjarðarsýslu: Böðvar Bjarna- son Rafnseyri. Úr Húnavatnssýslu: Eyjólfur K. Eyj- ólfsson Melstað. Úr Skagafjarðarsýslu: Björn Jónsson Miklabæ. Alls 32 auk biskups, Mál þau, sem til umræðu komu, voru þessi: Skilnaður ríkis og kirkju. Þar var séra Böðvar Bjarnason máls- hefjandi, og færði ástæður með og móti skilnaði. Var sjálfur á móti skilnaðinum. Nefnd, er kosin var til að íhuga málið (Böðvar Bjarnason, Gfsli Skúlason, Jón Sveinsson, Kjartan Einarsson, ÓlafurMagn- ússon) lagði degi síðar fram eptirfarandi álit: „Vér höfðum fyrir oss nefndarálit neðri deildar alþingis 1909 um aðskilnað ríkis og kirkju. Vér könnumst við það, að nokkurt undanfarið árabil hefur talsvert verið ritað um aðskilnað ríkis og kirkju og það mál enda nokkuð komið til umræðu einkum á þingmálafundum og þar jafnaðarlega verið samþyktar tillögur um þetta efni; en hins- j vegar dylst oss það ekki, að á slfkum fund- I arályktunum er fremur lítið að byggja, þar sem öllum þorra þeirra, er atkvæði greiða, er naumast fullljóst, hverjar afleiðingarnar yrðu, ef til framkvæmdanna kæmi. Og að minnsta kosti er það víst, að meiri hluti vor nefndarmanna hefur aldrei heyrt á þetta mál minnst innan safnaða vorra f þá átt, að þar í lægi ósk um að fá því framgengt — þvert á móti. Og það, að „verulegar raddir" — eins og nefnarálit alþingis kemst að orði — ekki hafa komið fram gegn aðskilnaðar mál- inu, er án efa vegna þess, að söfnuðirnir hafa álitið málið svo fjarri því að koma til framkvæmda, að ekki þyrfti að hefja mót- mæli. Vér getum eigi heldur viðurkent, að þjóð- kirkja sé óeðlilegt fyrirkomulag. Svo fram- arlega sem þjóðin viðurkennir þann sann- leika, að siðgæði borgaranna sé þýðingar- mesta atriðið í hverju mannfélagi og að trúin sé öflugasti þátturinn í að efla það, þá er það ekki nema sjálfsagt, að hið opin- bera styrki trúarfélögin og þá fyrst og fremst evangelisk lúterska kirkju, sem lang- mestur hluti -þjóðarinnar nú telst til. Hitt er rétt athugað, að alþingi ætti engin af- skipti að hafa af kirkjunnar málum, en því má kippa í lag með stofnun kirkjuþings. Vér erum í engum efa um, að sú skoðun alþingis-nefndarinnar er alveg röng, að ríkið geti með réttu lagt eignarhald á kirkjueign- irnar. Þvf þótt mest af þeim hafi gefið verið til hinnar katólsku kirkju, á meðan hún var þjóðkirkja hér á landi, þá er það auðskilið, að tilgangur gjafanna var sá, að efla kristnihald í landinu, en um aðra trú en hina katólsku var þá ekki að ræða. Vér sjáum því ekki, að nokkur vafi geti á því leikið, að sú kirkjudeild, er á hverjum tíma hefur flesta áhangendur í landinu, sé réttur arftaki katólsku kirkjunnar að eignum henn- ar. Og að því er sölu kirkjuhúsanna snert- ir, þá getur varla komið til mála að taka þau af söfnuðum, er þegar hafa á löglegan hátt fengið þau til eignar og umráða. Af framangreindum ástæðum leggjum vér það til: að kirkjan sé frjáls þjóðkirkja í sambandi við ríkið. Að öðru leyti leggjum vér til, að presta- stefnan Iýsi yfir þvf, að hún sé algert mót- fallin aðskilnaði ríkis og kirkju. En ef skilnaður reyndist óhjákvæmilegur, þá verði hann þó að eins framkvæmdur með þeim skilyrðum, er hér greinir: 1. Að skilnaðurinn sé borinn undir at- kvæði þjóðarinnar, þar sem öllum 15 ára að aldri sé gefinn kostur á að greiða at- kvæði, og 3/5 hlutar greiddra atkvæða sam- þykki skilnaðinn. 2. Að skilnaðarmálið sé undirbúið af kirkjuþinginu. 3. Að öllum eignurn kirkjunar sé vr.rið til viðhalds og styrktar kristnum trúarfélög- um í landinu eptir ákveðinni tiltölu. Hinn naumi tími leyfir oss því miður ekki að taka meira fram þessu máli við- víkjandi, svo mikil nauðsyn sem þó hefði á því verið að íhuga þar margt og mikið. Vér höfum að eins bent hér á aðalskekkj- una í nefndaráliti neðri deildar og tekið fram í aðaldráttum þau atriði, er oss virðist prestastefnan ekki mega víkja frá. Þó vilj- um vér að sfðustu taka það fram, að vér fáum ekki séð, að þjóðkirkjufyrirkomulag í sjálfu sér þurfi að hafa deyfandi áhrif á kirkjulífið í landinu, sé því viturlega og frjálslega beitt, og þeir menn fái um kirkj- unnar mál að fjalla, er mestan áhuga hafa á þeim. Og vér höfum heldur ekki sann- færzt um, að fríkiikjufyrirkomulag hafi þá kosti fram yfir þjóðkirkju, að það sé eptir- sóknarvert fyrir oss. Og þótt það fyrir- komulag hafi gefizt allvel, t. d. f Ameríku, þar sem kirkjan hefur frá því fyrsta starfað án sambands við ríkið, þá er það ekki víst, að það gæfist vel hér á landi, þar sem þjóðkirkjufyrirkomulag er jafn gamalt kristn- inni og staðhættir og allar kringumstæður svo gagnólíkar; enda virðast þær tilraunir f frfkirkjuátt, sem gerðar hafa verið í sveit- um hér á Iandi, ekki hafa gefizt vel. Það er og jafnan varhugavert að breyta því fyrirkomulagi. sem orðið er jafn samgróið þjóð og þjóðlífi, eins og þjóðkirkjan er hér á landi". Allmiklar umræður urðu um þetta nefnd- arálit, og voru prestarnir yfirleitt skilnað- inum mótfallnir. Breytingartill. er séra Eggert Pálsson bar upp 1 fríkirkjuáttina, var felld með öllum þorra atkvæða. En tillaga nefndarmanna um að kirkjan sé frjáls þjóðkirkja í sambandi við ríkið, var samþykktmeð 25 atkv. gegn 2 ogskilnaðar- skilyrðin í nefndarálitinu voru samþykkt með 22 atkv. gegn 4. Uþpsagnarvald safnaða. Með því mælti einkum séra Kjartan Helgason og var samþykkt svolátandi td- laga: sPrestastefnan telur nauðsynlegt, að biskup beitist fyrir því að fá prest leystan frá embætti, þar sem þorri safnaðar af réttmætum ástæðum vill losna við hann, og ítrekaðar tilraunir til að bæta sam- komulagið, hafa reynzt árangurslausarx. Um kirkjuþing flutti séra Sigurður P. Sivertsen alllangt erindi, og var að ræðulokum kosin nefnd 1 málið (Haraldur Níelsson, Kjartan Helga- son, Kristinn Daníelsson, Valdimar Briem, Sig. P. Sivertsen). Var eptirfarandi till. samþ. með 26 samhljóða atkvæðum: „Prestafundurinn álftur, að vor kirkjulegu mein stafi ekki af því, að kirkjan er í sam- bandi við ríkið, heldur af öðrum orsökum, meðal annars af því, að sambandi ríkis og kirkju er óhaganlega fyrirkomið, og að kirkjan hefur ekki nægilegt frelsi til þess að ráða síoum eigin málum. Fundurinn skorar því á alþingi, að samþykkja lög um kirkjuþing fyrir hina íslenzku þjóðkirkju, er komi saman annaðhvort ár, sé skipað prest- um og leikmönnum, hafi fullt samþykktar- vald í sínum eigin innri málum og tiUögu- rétt í öllum þeim almennum löggjafarmál-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.