Þjóðólfur - 09.07.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 09.07.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR Tekjur landsímans 1. ársfjórðung 1909. Símskeyti innanlands: \ Almenn skeyti . . . . 3409,70 Veðurskeyti . . . 1200,00 4609,70 Símskeyti til útlanda: Almenn skeyti . . . . 1730,42 Veðurskeyti . . . - - 312,47 20,42,89 Símskeyti frá útlöndum 1098,76 Kr. 7751,35 (3598,04*) Símasamtöl .... ( 3946,85) Talsímanotendagjald . ( 2370,76) Viðtengingargjöld og einkaleyfisgjald . 500,00 Aðrar tekjur . . ( 397,46) Samtals kr. 18617,50 (10313,01) Reykjavík 26. júní 1909. O. Forberg. *) i. ársfjórðungur 1908. ,,V end»78Hol“, aukaskip frá Sameinaða gufuskipafélag- inu, kom hingað í gærmorgun, fór frá Höfn 1. þ. m. Settur í Strandahéraði er Magnús Júlíusson stud. med. Minninyarða hafa Rangæingar, með samskotum, reist að Stórólfshvoli yfir Ólaf héraðslækni Guð- mundsson (•{* 1906), er var mjög ástsæll meðal héraðsbúa sakir lipurmennsku og mannkosta. Var minnisvarðinn afhjúp- aður að Stórólfshvoli 14. f. m. í viður- vist fjölda fólks, og héldu ræður við þá athöfn: Kjartan prófastur Einarsson í Holti, séra Eggert Pálsson á Breiðabólstað og séra Skúli Skúlason f Odda. Dáln er hér í bænuni 4. þ. m. ekkjan Ing- nnn Magnúsdóttir 83 ára gömul (fædd á Berghyl 1 Hrunamannahreppi 11. apr. 1826). Hún var dóttir hins alkunna merkismanns, Magnúsar Ándréssonar al- þingismanns í Syðra-Langholti (•{• 1869) og lifði hún lengst allra systkina sinna, en þau voru alls 11. Hún var gipt Þór- arni Arnasyni jarðyrkjumanni, systursyni séra Tómasar prófasts Sæmundssonar, og voru þau saman í hjónabandi 11 ár. Bjuggu þau fyrst í Götu í Ytrihrepp, en slðar á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka, og þar andaðist Þórarinn fyrir 42 árum. Þau hjón áttu saman 9 börn og komust 8 til aldurs. Af þeim lifa 5: Bjarni prestur 1 Winnipeg, Árni prestur á Stóra- Hrauni í Hnappadalssýslu, Ágúst verzl- unarstjóti 1 Stykkishólmi, Þurlður, kona Guðmundar Jakobssonar snikkara í Reykja- vík, og Þóra, gipt Pétri Þórðarsyni frá Rauðkollsstöðuni, liúa f Ólafsvfk. 3 önd- uðust uppkomin: Magnús trésmiður, Jór- unn og Ánna, sfðari kona Páls Pétursson- ar Eggerz. — Ingunn heit. var mjög vel greind kona, einkar minnug og ættfróð, framúrskarandi tápmikil og kjarkmikil, glaðlynd og skemmtin. BókmenntafélaglO. Ársfundur Reykjavíkurdeildarinnar var haldinn í Iðnó ( gærkveldi. Höfðu stjórnar- andstæðingar fjölmenntí laumitil að steypa stjórninni af stóli, sem og var gert, því að forseti var kosinn Björn M. Ólsen prófessor með 27 atkv. f stað Kristjáns háyfirdómara Jónssonar, er fékk 17 atkv. Skrifari var kosinn dr. Björn Bjarnason með 24 atkv. ( stað séra Haralds Nfels- sonar, er fékk 15 atkv. Morten Hansen skólastjóri, er verið hefur bókavörður deildarinnar 25 ár, skoraðist nú undan endurkosningu, og var í hans stað kosinn Sigurður Kristjánsson bóksali með 2aatkv. Féhirðir var endurkosinn Halldór Jóns- son bankagjaldkeri með 42 atkv., en vara- forseti Steingrímur Thorsteinsson rektor, varaféhirðir Sighvatur Bjarnason banka- stjóri, varaskrifari Jón Jónsson sagnfræð- ingur og varabókavörður Matthfas Þórðar- son fornmenjavörður; endurskoðnnarmenn Björn Ólafsson augnlæknir (27 atkv.) og Kl. Jónsson landritari (8 atkv.). Rætt var allmikið um heimflutning Hafnardeildarinnar, og varð niðurstaðan sú, að nefnd sú, er kosin var í fyrra til að endurskoða lög félagsins og fhuga heimflutningsmálið, skyldi koma með til- lögur sínar um þessi efni fyrir árslok og 2 mönnum bætt við í nefndina. Ráðherrann kom til Hafnar með »Sterling« 28. f. m. Var hann þá lasinn, svo að læknir ráð- lagði honum að dvelja um tíma í Gilleleje á Norður-Sjálandi sér til heilsubótar, og mætti hann ekkert reyna á sig fyrst um sinn, yrði að hafa fullkomna hvíld. Fór ráðherra norður þangað 1. þ. m. Frétzt hefur að ríkisráðsfund hefði átt að halda í dag, en óvíst hvort ráðherra hefur getað verið þar viðstaddur. Þó er það senni- legra, og koma þá líklega einhver skeyti um það í kveld eða á morgun. Handavinnunám isi. stúlkna ytra. I efri deild alþingis nú síðast var felld- ur úr fjárlagafrumvarpinu styrkur sá upp á 300 kr. hvort árið, sem um næst und- anfarin ár hafði verið veittur til tveggja íslenzkra stúlkna til handavinnunáms hjá »Kunstflidsforeningens Friundervisning* í Kaupmannahöfn. Fyrir þennan styrk hefur stúlkunum eigi að eins verið veitt ókeypis kennsla í listasaum, munsturteikn- ingu, baldýring, knipling o. fl. um 4 mán- aða kennsluskeið, frá 1. júnf til 1. okt., heldur einnig ókeypis fæði og húsnæði; svo hefur og stúlkunum verið gefinn kost- ur á að sjá allt það í höfuðborginni og í nágrenni hennar, sem merkilegt þykir og fræðandi, undir handleiðslu kunnugra. Þar að auki hefur stórkaupmaður Þórarinn Tulinius veitt stúlkunum ókeypis far með skipum Thorefélagsins. Vegna þess að hinn umræddi fjárstyrk- ur þannig eigi verður veittur á árunum 1910 og 1911, sér félagið sér eigi fært að veita stúlkunum ókeypis vist eða fæði og húsnæði á þessu tímabili; en eptir sem áður mun það sjá stúlkunum fyrir ókeypis kennslu og hlutast til um, að vera þeirra f Kaupmannahöfn verði eins fræðandi fyrir þær sem að undanförnu. Eptir beiðni forstöðukonu félagsins, frúar Emmu Gad, bið eg yður, herra rit- stjóri, svo vel gera að birta þetta í blaði yðar, og skal þess getið, að í fyrra sumar notuðu kennsluna fjórar íslenzkar námsstúlkur í stað tveggja, og því nær að öllum jafnaði tekur ein eða fleiri stúlkur af íslandi þátt f ókeypis kennslu þeirri, sem veitt er að vetrinum til. Reykjavfk, 8. júlf 1909. J. Havsteen. Breiðfirðingar fjrir 50-60 írn. Smápisltlar eptir M. J. VII. (Síðasti kafli). Loks vil eg minnast á náunga, sem Sigmundur hét, og var kallaður drottins- karl. Hann var óskýr í máli, einfaldur eins og sauðkind, og svo bögumæltur, að ótal fáránlegar skrítlur eptir hann eru enn í hvers manns munni þar vestra. Datt fáum í hug að leiðrétta mál hans, enda hefði það mátt æra óstöðugan. Hann var þá niðursetningur á Barðaströnd, en var lofað að fara í kaupstað við og við. Hann var ávalt í ólituðum tötrum og hver spjörin utan yfir annari og með beiglaðan hattkúf á höfði. Við ungling- ar gerðum karli jafnan gott og mest til þess að fá orð úr honum. Fyrsta sinnið, er hann kom f búðina þar sem eg af- henti, spurði eg hvað gamall hann væri. Hann svaraði og heldur aumingjalega: »Eg er þetta sem eg segi — eg er sjöt- ugur fyrir utan það sem eg er kviðslit- inn«. Næsta ár spurði eg hann um hið sama, og svaraði hann þá svo: »Ha veit je ekki, en je kom undir brunaárið*. (Líklega hefur hann meint: í móðuharð- indunum 1783). Sigmundur var bjarg- maður góður á yngri árum. Eitt sinn hafði hann nær dottið fram af flugberg- inu, en náði þó í steinnybbu. Þá æpti Simbi: »Herra guð hann hljóp á mig og haldi hver í sig og hjálpi mér fram af!« Eitt sinn bað hann prest sinn að syngja yfir konu sinni. Prestur spurði, hvort hann skyldi gera ræðu eptir hana. Hann svaraði: »Hí ekki hað ? Húmátt segja, að harna var hún nóttina inn og daginn út eins og stokkur eða steinn«. Síðan bað hann prest leyfis að mega taka gröf að henni. Það er enginn siður, Sig- mundur, sagði hann. Þá þykknaði í Sig- mundi og svaraði þá þessu: »Há hefði henni ekki þótt offeitt fyrir mig, þó eg hefði fengið að ráða hennar síðasta við- skilnaði«. Hann átti son, sem Kári hét, og var pilturinn á fóstri hjá bónda þeim, er Teitur hét, og tók sá fulla fúlgu fyrir. Ekki fann Sigm. að því, heldur sagði svo: »Je vil heldur gefa hrjár vættir með Kár í Teit, en tíu í annan verri stað«. Ótal fleiri böguraus eru til eptir þennan drottinskarl, en þetta er nóg að sinni. Af alþýðuskáldum í Breiðafirði voru ekki margir aðkvæðamenn á þessum ár- um. Sigurður Breiðfjörð var þá burtu fluttur, og Bjarni á Siglunesi, vinur Ólafs prófasts Sivertsens, afgamall. Hann var gott skáld og menntur vel. Eptir hann er vísan um Barmahlíð: Blómstrin prýða Barmahlíð, ber hún fríðan vottinn fróðum lýði fyr og síð að fallega smíði Drottinn. Hagyrðinga nenni eg ekki að nefna. Bæjarímur voru þá enn ekki aldauða, og optast leirkenndar. Lakasta bæjaríma — hún var um Gufudalssveit — sem eg hygg að kveðin hafi verið, kom á gang 1848. Hún fór svona á stað: 121 »En það er þó ekki nema lítill tími, síðan menn veðjuðu sjö gegn einum um Wilsorn. »Já, en svo kom maður, sem veðjaði að jöfnu við hvern sem vildi og hann kom öðrum til að gera slíkt hið sama, og nú leggja menn jafn mikið undir frá báðum hliðum«. „Hver byrjaði á þessu?“ »Það var sá, sem liggur fullur þarna inni i göngunum. Hann hefir þamb að í sig brennivín, eins og vatn síðan hann kom hingað kl. 6«. Belcher beygði sig niður að honum og sneri höfðinu á honum að okkur. »Eg þekki hann ekki, herra Charles«. »Eg ekki heldur«, bætti móðurbróðir minn við. »En eg þekki hann«, sagði eg. „Það er John Crumming, veitingamaðurinn í Munkaeik". „Hvern skollann getur hann vitað um þetta?“ sagði Craven. »Hann veit líklega ekkert«, sagði móðurbróðir minn. „Hann veðjar um Jim af því að hann þekkir hann og vegna þess að hann hefir meira af brenni- víni en skynsemi í kollinum, en svo hafa aðrir glæpzt á að fara að dæmi hans«. „Hann var samt jafnalsgáður sem dómari, þegar hann kom hingað í morg- un«, sagði vetingamaðurinn. „Hann fór undir eins að veðja um, að maður herra Charlesar mundi sigra". »Þetta er alveg einstakt atvik, að því er eg man til«, sagði Berkeley Craven. »Nú eru ekki eptir nema tvær klukkustundir til leikmótsins og þér vitið ekki, hvort nokkur muni verða þar fyrir yðar hönd. Eg vona, að þér bíðið ekki mikið tjón, ef svo skyldi fara, Tregellis«. Móðurbróðir minn yppti öxlunum og tók í nefið með þeim óviðjafnanlegu tilburðum, sem enginn hefur síðar ráðizt í að líkja eptir- „Það verður ekki svo Ktið, drengur minn", sagði hann. »En það er nú kominn tími til þess, að við förum að hugsa um að komast út á melana. Eg þyrfti að hafa háltrar stundar næði til þess að búa mig, pví að fötin hafa alla- vega aflagazt á þessu næturferðalagi. Ef þetta á að verða sfðasti dansinn minn, þá verð eg að minsta kosti að dansa hann á vel burstuðum skóm«. Það leit ekki hóti betur út fyrir frænda mínum heldur en fanga bundnum við staur hjá Indíánum. Mestallar eigur hans voru hér í húfi, en ekki var allt þar með búið. Margfalt óbærilegri var aðstaða hans gagnvart öllum þeim fjölda manna, sem hætt hafði fé slnu í fullu trausti til skarpskyggni hans, ef hann á slðustu stundu skvldi verða neyddur til að koma með máttlausa afsökun í stað- inn fyrir hnetleikamann. Eg þekkti hann svo vél, að eg gat ráðið það af fölu kinnunum og síkvikandi fingrunum, að hann var gersamlega ráðþrota. En

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.