Þjóðólfur - 23.07.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 23.07.1909, Síða 1
Hbagurinn miRli. Hann liggur á börum við líkið bleikt. Ljósið blaktir dapurt og veikt. Hregsið er kyrt. Par er helgi og friður, því heimurinn á ekki til neina kvöl, sem getur nagað náinn á fjöl. Nóttin er mild. Enginn vakir né biðnr. Daglauna öreigi’ er dauður í kvöld. Hann dó til að borga öll lífsins gjöld. Nú fœr hann að stara með stirðnuð beinin —- Hann stóð opt og blíndi, af því komu meinin. Á brjóstinu hvílir lielföl og köld liöndin, sem alltaf sló vankant á steininn. Nú sér hann, nú sér hann hvolfsins hjúp sem hafborð um iðustraumanna djúp; þar himna af kraptanna hvíld sig vefur um heila guðs — sem á þekking sín sjálfs; sem var og er allt milli auðnar og báls sem elskar, og skilur og lifið gefur. Nú sér hann, nú sér hann hvað eilífðin er, ódauðleg sjón í guðs minninga her. Nú skilur lifsfangi líkamans hvíta, Hvað létt er, án dauða hlekkinn að slíta, þvt moldin á ekkert, sem auðnin sér, en allt er dautt sem guð vill ekki llta. Nú lítur hann augum hið almáttka vald. Eilífðar kyrð býr hans liöfuðfald. Vetrarbrautin er belti’ um hans miðju, en blindninnar nótt er skör við hans stól. Hjartað er algeimsins sólnasól þar segullinn kviknar í frumeldsins smiðju. Hans þanki er elding en þruma hans orð. Allt þiggur svip og aft við hans borð. Stormanna spor eru stillt i hans óði; stjarnanna hvel eru korn í hans blóði. Hans bros eru geislar, og blessuð hver storð, sem blikar af náð undir Ijóssins sjóði. Og guð horfir inn, gegnum heimanna heim; til hans lítur allt í veraldargeim. Frá engilsins sál inn í krystallsins kjarna er kraptanna spil hans eigið líf — en allt sem er synd og kvöl og kif það kastast á brott, eins og hrapandi stjama. Pó holdið sjálfu sér hverfi sýn, þó hismið vinni sér dánarlín, er lifið þó sannleikur, dauðinn draumur. Hjá drottni finnst hvorki kvein eða glaumur. En volduga aftið, sem aldrei dvín er iðandi, blikandi Ijósvakans straumur. Nú skynjar hann allrar sköpunar þrá og skelfing, við bláloptin ómœlis há. Hver lifsneisti inn í efnið blásinn á sér þess takmörk og skipar þess rúm langt eða skamt, ber sitt Ijós í þess húm, unz lýkur guðs œtlun og fullgjörð er rásin. En stærðirnar hverfa hjá lífsins lind; þar Ijúkast upp augun hálfskygn og blind, þvi veran sem knýr allan veraldarsveiminn veit af sér einni um sólkerfa geiminn — sem andinn á jörð fgllir út sína mynd er alföður sálin á vöxt við heiminn. Og andans veröld á tímann ei til, þar telst hvorki ára né dœgra bil. En viðburðahringsins endalaust undur sést að eins í brotum í táranna dal. Hvað var og hvað er og hvað verða skal í vitund drottins ei greinist í sundur. Aldanna kerfi er heilagt og hljótt. Hann heyrir ei œrslin, hann sér enga nóit. Hann horfir inn gfir sólnasveiginn, hans sjón er eilífðin hádegis meginn. Með aldrinum þver manns œfi svo skjótt — það er af því hœrra tjós skín á veginn. — — Hann vill vera dropinn, sem hverfur i haf, í heild allra sálna, sem tók og sem gaf. Banvœna, helborna hvötin er þögnuð sem hreyfist á móti lifsins straum. Hann var ekkert sjálfur. Hann vaknar af draum l veldi síns herra, með nafnlausan fögnuð. Einstaklingsveran örend og kvik á að lijaðna sem bóla og ryk. Til skugganna víkur öll skipting og greining. Nú skilur hann loksins guðs heilögu meining, frumlan í kerfinu, bjarmans blik, brotið af lifi — sem varð að eining. Hann hvílist á ljósum, léttum vœng. Hann lítur á sína banasœng; þar valdstjórnar herrann lœgsti lagðist á lága garðinn i hinnsta sinn — og konan með gleði' undir grátinni kinn gáði. og hlýddi hvað vel honum sagðist. Oddviti og moldari! Allt var merkt, með augnakastinu skóþvengi verpt. Hann heyrði fingrað við lokur og lykla, sá loðbrúnir síga og brettast I hnykla. — Svo breiddist út fang svo bjart og sterkt, sem bar hann svo hátt — upp i daginn mikta. INAR BeNEDIKTSSON.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.