Þjóðólfur - 30.07.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 30.07.1909, Síða 1
Reykjavík, föstudaginn 30. júlí 1909. 61. árg. Söng’ur um sumamótt. Sumarnóttin svala, bjarta, systir vetrar rökkurdísa, ungur vakti' eg einn með þér. Pú átt streng úr hverju hjarta, heyrir þöglar bœnir rísa, sérð hvað enginn annar sér. Sumarnœtur húmið hljóða, hulduljóða fóstran kœra, þú veist margt með einum, ein. Pú hefur opnað œðir tjóða, er — inn þótt blœði — hugann næra; þú átt margan þröst á grein. — Við skulum syngja og saman eiga sumardrauminn hlýja og þíða, sem gjöful nóttin geymdi mér. Sœlustund, nú sé eg teiga sólarlandsins nýja og víða brosa móti mér og þér. Sigurður Sigurðsson. Utan úr heimi. Ástandið á Indlandi. Athugaverð hreyflng. Þess hefur verið optar en einu sinni getið hér í blaðinu, að á Indlandi væri að magnast hreyfing í þá átt, að losna undan yfirráðum Breta, og hafaorðið þar allveruleg uppþot við og við, þótt minnst af því sé kunnugt hér í álfu. Én það hefur þó ekki leynt sér, að enskum em- bættismönnum þar eystra hefur opt verið sýnt banatilræði, og að Indverjar eru nú teknir að nota sprengikúlur á níhilista vísu til að ógna yfirdrottnurum sínum. Enn sem komið er hefur þessu ekki verið svo mikill gaumur gefinn hér í álfu, þang- að til leikurinn færðist fyrir skömmu frá Bombay til Lundúna, þá er CurzonWyllie ritari indverska ráðherrans (Morley’s) var skotinn til bana i. þ. m. að lokinni veizlu í indversku félagi, er hefur það markmið, að hjálpa hinum mörgu Ind- verjum, er dvelja í Lundúnum, og koma þeim í nánari kynni innbyrðis. Sá er morðið framdi, var indverskur stúdent, að nafni Madha Lao Dhingra frá Punjab, og skaut hann einnig til bana parsneskan lækni, Lalcaca, er skundaði Curzon Wyllie til hjálpar, er morðinginn skaut á hann. Morð þetta vakti, eins og eðli- legt var, mikinn óhug í Lundúnum, því fremur sem morðinginn lýsti því yfir, að hann hefði unnið gott verk, og sýndi •engin iðrunarmerki. Verður vikið að yfir- heyrslu hans síðar. Morð þetta virðist vera einn þáttur í hryðjuverkum þeim, sem Indverjar virðast vera alráðnir f að fremja gagnvart brezkum valdsmönn- um. Það er ekkert leikfang fyrir Breta, að stjórna Indlandi, hér um bil 300 miljónum manna á 80,000 □ mílna svæði, eða hér um bil á stærð við alla Vestur-Evrópu. Og staðhættir, loptslag, lunderni og trúar- brögð er svo margvíslegt og ósamkynja á Indlandi, að erfiðleikarnir á því, að stjórna landinu, eru afar miklir. Hér um bil 3/3 íbúanna, eða um 210 miljónir telj- ast Bramatrúar, 60 miljónir Múhameðs- trúar, hér um bil 20 miljónir Búddatrú- ar, nokkrar miljónir kristinna manna, og svo allmikill fjöldi manna af ýmsum trú- arflokkum. Alþýðumenntunin er á mjög lágu stigi, og naumast x/io hluti Indverja kann að lesa. Drepsóttir og hungur- dauði mega heita þar heimagangar. Frá því í október 1906 til jafnlengdar 1907 fórust 1,200,000 manns úr austurlenzku pestinni, og árið eptir 100,000. en það var talið óvenjulega gott ár. Og þó er úrkomuleysið jafnvel enn geigvænlegra. í þurkaárum þjást miljónir manna af hungri, og margir deyja. Síðasta hungurárið 1907 —1908 varð ríkið að annast U/a miljón manna, með því að sjá þeim fyrir vinnu. Bretar hafa gert mikið til að verjast upp- skerubrestinum, grafið siki og lagt vatns- leiðslur til að veita vatni yfir stór svæði, en það hrekkur ekki nándanærri til. Járn- brautir þær, er Bretar hafa lagt um landið, skoða hinir innfæddu sem gripanga, er kúgararnir hafi teygt yfir landið, til þess að geta því betur sogið merginn úr þjóð- inni. Stjórninni er þannig háttað, að Ind- verjar hafa sérstakan ráðherra í enska ráðaneytinu í Lundúnum. Nú sem stend- ur er það Morley lávarður, vinur Glad- stones, og hinn frjálslyndasti maður. Á Indlandi er jarl eða vísi-konungur, er enska stjórnin skipar. Það embætti hefur nú Minto lávarður á hendi. Hann hefur sér til aðstoðar 3 manna ráðaneyti, er enska stjórnin skipar. Á ráðstefnu þess situr einnig æzti hershöfðinginn þar eystra, sem nú er Kitchener lávarður, sigurvegarinn úr Búa-stríðinu. Auk þess er ennfremur nokkurskonar löggjafarráð fyrir allt Indland, og eiga í því sæti 25 menn, að meðtöldum vísikonginum, hers- höfðingjanum og hinum 5 ráðgjöfum. Meiri V erkf æravólar og- smíðatól. fá á 1 SchmaJil, Kjöbenhavn. Gl. Kongevej 1D. hluta þessa ráðs skipar vísikongurinn, en að eins 5 eru valdir af héraðsstjórnum og verzlunarsamkundum. Stjórn hinna ýmsu landshluta er all- margbreytileg. Nokkuð meira en helm- ingur ríkisins með 230 miljónum lbúa, er beinlínis undir ensku stjórninni. Land- inu er skipt í héruð, sem hvert hefur sinn stjórnanda (fylkisstjóra). Hinn hluti lands- ins, með hér um bil 70 miljónum manna, eru »lýðríki«, furstadæmi með stjórn út af fyrir sig. Er talið, að á Indlandi séu nálega 700 þesskonar ríki, hið stærsta þeirra, Haidarabad, með 12 miljónum fbúa, en hið minnsta með tæpt þúsund. Furst- ar þessir stjórna hinum innri málum ríkis síns, nokkurnveginn eptir eigin vild, en þeir mega að eins hafa örlítinn flokk vopnaðra manna, og mega ekki samninga gera hvorir við aðra eða við nokkurt útlent ríki. Enskir embættismenn eru dreifðir um allt Indland, nálega 100,000 alls, og eru hálaunaðir. Eru það optast valdir menn og reyndir, er búið hafa sig ræki- lega undir þessa þjónustu, Herinn er talinn um 300,000 manns, en að eins js hluti hans er Englendingar, liitt (4/s) inn- bornir menn. I þessu hlutfalli liggur meðal annars allmikil hætta, því að ef til almennrar uppreisnar kæmi, er hætt við, að indversku hermennirnir yrðu ekki tryggir. Þótt stjórn Breta á Indlandi sé eflaust yfirleitt hagfelld, þá hefur samt á síðustu árum þróast mjög óvild gegn henni meðal innborinna manna, vegna þess, að þetta er útlend yfirdrottnun. Það er einkum meðal menntuðu mannanna, stúdentanna, sem mest bólar á þessari sjálfstæðishreyf- ingu. Margir þeirra dvelja langvistum í Lundúnum og kynnast þar frjálsu stjórn- arfyrirkomulagi, sem föðurland þeirra ter á mis við. Og þeir heyra getið um sjálf- stjórn annara enskra nýlenda. Ymsirþeirra fara yfir Ermarsund til Parísar, og heyra þar prédikaða hina »hættulegu« kenningu um almenn mannréttindi, bæði við háskól- ann ogá samkomum jafnaðarmanna. IParís er nú sem stendur hinn ákafasti og áhrifa- mesti indverskra byltingamanna, Krishna- varma að nafni, og er hann ritstjóri tfma- rits, sem kemur út í Lundúnum. Rétt áður en CurzonWyllie var myrtur, sagði hann í riti þessu, að pólitiskt manndráp væri ekki morð, og hann leggur áherzlu á það með sterkum orðum, að hver þjóð hafi ótvíræðan rétt til að losa sig undan erlendum yfirráðum með ofbeldi. Um hríð gekk hreyfing þessi nokkurn- M 32. veginn í friðsamlega átt. Þá var sett á stofn indversk þjóðsamkoma eða þjóð- þing, er kom saman á hverju ári til að ræða um hag landsins, og vann að nokkru leyti í samráði við stjórnina. En eptir sigur Japana á Rússum hefur breytzt all- mjög veður í lopti. Þessi sigur varð Ind- verjum bending uro, að Asíuþjóðirnar væru færar um að brjóta af sér ok Norð- urálfumanna. Þjóðþingið hefur klofnað, og gerbreytingamennirnir myndað flokk sér. Blöðin verða æ svæsnari og svæsn- ari í garð stjórnarinnar, og æsingin magn- ast alvarlega, en hvert banatilræðið rekur annað gagnvart enskum mönnum. Morley Indlandsráðherra hefur reynt bæði með festu og gætni að friða ind- versku þjóðina. Prentfrelsislöggjöfin og hegningarlöggjöfin hefur verið hert, og allmargir byltingaforingjar hafa verið hnepptir í dýflissu eða reknir úr landi. En jafnframt hefur hann leitast við að vinna hina gætnari Indverja með því, að leggja grundvöllinn að indverskri sjálf- stjórn, en reyndar á mjög takmarkaðan hátt. I desember síðastl. lagði hann frum- varp um þetta fyrir enska parlamentið, og fékkþað samþykkt bæði í efri og neðri mál- stofunni, þótt lávörðunum væri ekki um það. Samkvæmt þessu nýja stjórnarfyrir- komulagi, verður fulltrúum í löggjafar- ráðinu fjölgað svo, að þeir verða 63, og af þeim á nálega helmingurinn, eða 28, að veljast af héraðsstjórnum, gósseigend- um og verzlunarsamkundum. 5 af þessum 28 eiga Múhameðstrúarmenn að velja. í héraðsstjórnunumverðurmeirihlutinnkjörn- ir fulltrúar, en fylkisstjórarnir hafa synj- unarrétt. Tilslakanir þessar hafa engin áhrif haft á byltingamennina, því að tak- mark þeirra er ekki, að fá einhvern dá- lítinn þátt í stjórninni, heldur að ná full- komnu sjálfstæði. Enn sem komið er, hafa þeir lítið bolmagn gagnvart valdi Breta þar eystra. En hreyfingin getur aukizt hröðum fetum og orðið Englend- ingum hættuleg, þegar minnst varir. Þetta er og ensku stjórninni heima fyrir full- ljóst, og þess vegna gerir hún allt, sem í hennar valdi stendur, til að lægja öld- urnar þar eystra. Sem dæmi þess, hversu rík gremja Ind- verja er, birtum vér hér ummæli stúdents- ins indverska, er myrti Curzon Wyllie. Þá er yfirheyrsla fór fram um morð þetta í lögregluréttinum í Westminster 10, þ. m., bar þar meðal annars vitni ind- verskur laganemi, en þá er þeirri yfir- heyrslu var lokið, sagði morðinginn, að þessi stúdent væri svikari við föðurland sitt, eptir framburði hans að dæma. Og þé er morðinginn var spurður, hvort hann hefði nokkuð að segja sér til varnar, þá hélt hann eptirfarandi ræðu [tekin eptir »Weekly Times« 16. þ. m.]: »Eg hirði ekki um að segja neitt til að verja sjálfan mig, heldur að eins til að færa sönnur á, að eg hafi gert rétt. Að því er sjálfan mig snertir, hefur enginn enskur dómstóll nokkra heimild til að handtaka mig og halda mér í dýflissu eða kveða upp dauðadóm yfir mér. Af þessum ástæðum vildi eg ekki hafa nokk- urn málsfærslumann til að verja mig. Og

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.