Þjóðólfur - 30.07.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.07.1909, Blaðsíða 2
124 ÞJ O ÐOLFUR’ eg held því fast fram, að sé það heilög skylda Breta að berjast gegn Þjóðverjum, ef þeir ætluðu að leggja undir sig þetta land, þá er mér miklu skyldara og rétt- mætara að berjast gegn Bretum. Eg held því fram, að enska þjóðin beri ábyrgð á morði 80 miljóna indverskra manna síð- astliðin 50 ár, og Bretar bera einnig ábyrgð á því, að hafa tekið 1800 miljónir króiia á hverju ári frá Indlandi, og flutt það til þessa lands. Eg kref þá einnig til ábyrgðar fyrir það, að hafa hengt og rekið í útlegð landa mína, er elskuðu föðurland sitt og ekki gerðu annað en það, sem enska þjóðin hérna ræður lönd- um sínum til að gera. Og Englending- urinn, sem fer til Indlands, og fær, skul- um vér segja, 1800 kr, laun á mánuði, það er sama sem hann kveði upp dauða- dóm yfir heilu þúsundi hinna örsnauðu landa minna, af því að þessir 1000 menn gætu hæglega lifað á þessum 1800 kr., er Englendingurinn sóar að mestu leyti til ólifnaðar og skemmtana.— Alveg eins og Þjóðverjar hafa engan rétt á að leggja undir sig þetta land, eins hefur enska þjóðin engan rétt til að ieggja undir sig Indland, og það er öldungis rétt af okkar hálfu, að drepa Englendinginn, sem er að saurga okkar heilaga land. Eg er steinhissa á hinni óttalegu hræsni, yfir- drepskap og látalátum ensku þjóðarinnar. Hún lætur eins oghún sé vörðurmannúðar- innar gagnvart Kongobúum og rússnesku þjóðinni, og þó er hin óttalegasta kúg- un á Indlandi og hin hroðalegustu grimmd- arverk framin þar, t. d. drepnar 2 miljónir manna á hverju ári, og konur vorar sví- virtar. Legðu Þjóðverjar undir sig þetta land, og enskur maður, sem ekki þyldi að sjá Þjóðverja spranga um götur Lund- únaborgar með herramannöJcg!1 drottnunar- yfirbragðí, og dræpi einn eðá tvo þeírra, sá hinn sami yrði talinn mesti föður- landsvinur meðal sinnar þjóðar hér, og hvers vegna má eg þá ekki vinna að sjálfstæði föðurlands míns. Það sem eg annars hef að segja, er í skjali því, sem lagt hefur verið fyrir réttinn. Eg mæli ekki þessí orð til að biðjast vægðar eða meðaumkvunar. Eg óska, að enska þjóðin dæmi mig til dauða, því að þá verður hefnd landa minna því átakanlegri. Eg hef gefið þessa skýrslu til að sýna umheim- inum, einkum vinum okkar í Ameríku og á Þýzkalandi, hversu réttlátur mál- staður vor er«. Var mjög hljótt í réttarsalnum, meðan morðinginn hélt ræðu þessa. Við alla hina löngu yfirheyrslu og vitnaleiðslu var hann mjög stilltur og rólegur. Málið var því næst tekið upp til dóms, en dóm- ur ekki fallinn, er síðast fréttist. Annar indverskur stúdent ritaði »Times« bréf eptir morðið á Qurzon Wyllie, og sagði hann þar meðal ann»rs; »Listinn yfir morð á Indlandi í fram- tíðinni verður að líkindum langur, og ábyrgðin á þeirri lengd verður lögð við húsdyr þeirra manna, sem í staðinn fyrir að styðja að sjálfstæði Indlands, reyna að halda því undir yfirráðum Breta og þeim til hagsmuna*. Látnir merkismenn erlendis. Einn meðal hinna nafnkenndustu enskra stjórnmálamanna, R i p o n lávarður, markí að nafnbót, andaðist 9. þ. m., 82 ára gamall. Hann hafði gegnt ýmsum ráð- gjafaembættum, fyrst í ráðaneyti Palmer- stons, í Gladstonesráðaneytunum og 1 Cam- bell-Bannermanns-ráðaneytinu, en hætti öllum afskiptum af stjórnmálum, rétt ept- ir að Asquith kom til valda, enda þá orðinn áttræður að aldri. Hann var vísikonungur á Indlandi 1880—1884, og gerði þar ýmislegt til að bæta hag Ind- verja, veitti indverskum blöðum fullkom- ið prentfrelsi ogskipaði fræðslumálanefnd til að sjá um fræðslu innborinna manna, og gerði ráðstafanir til þess að Indverjar fengju sem mesta hlutdeild í héraðsstjórn allri. Varð hann af þessu mjög þokka- sæll á Indlandi, en Englendingum gatzt miður að þessum umbótatilraunum hans, og töldu þær of snemma gerðar, hefði har.n með þessu vakið Indverja til sjálfs- meðvitundar og til óvildar gegn yfirráð- um Breta. Svo mögnuð var þessi gremja landa hans gegn honum, út af stjórn hans á Indlandi, að »Times« kemst svo að orði í æfiágripi Ripons, er blaðið flyt- ur 16. þ. m., að þeir, sem þekki »leynd- armál Indlands«, og vilji reyna að vinna rólega að framförum þess og þroska, þeir skoði valdamennsku Ripons þar f landi, sem leiða næturmöru og hryllilega ófæru á vegi eðlilegrar framþróunar. Ripon lávarður var alla æfi frjálslyndur maður, hafði f æsku aðhyllzt kenningar Carlyle’s og annara jafnaðarmanna þeirra tíma, er kölluðu sig »kristna jafnaðarmenn«, (Maurice, Kingsly, Hughes o. fl.). Hann kom fyrst á þing 1853, varð stórmeistari frímúrara á Englandi, en lagði það em- bætti skyndilega niður og tók katólska trú 1874. Hann á einn son á lífi, de Grey lávarð, féhirði Bretadrottningar síð- an 1901, en hann er barnlaus, og er þá enginn erfingi að Ripons-nafninu og markí- titlinum: Látinn er nýlega (7. þ. m.) í París Galliffet hershöfðingi, 79 ára gamall, allnafnkenndur maður, var tekinn til fanga í orustunni við Sedan 1870, eptic mjög hraUstléga framgöngu, en er hann kom heim aptur 1871, braut hann á bak aptur borgara-uppreisnina í París, og beitti þar afarmikilli grimmd, er gerði hann mjög hataðan af múgnum. 1899 varð hann hermálaráðgjafi í ráðaneyti Wal- deck-Rousseau, fór hóglega í Dreyfusmál- inu, og ráðlagði hernum, er dómur var fallinn, að gæta hófs og láta sér úrslitin lynda. Þá er hann kom fyrst í þingsal- inn sem hermálaráðgjafi, tóku jafnaðar- menn á móti honum með ópum og ó- hljóðum, og hrópuðu: »morðingi, refur, þrælménni«. Galliffet hlustaði stundar- korn á þessi ærsl hálfbrosandi, en tók svo minnisbók upp úr vasa sínum og spurði ofur-rólega um nöfn þeirra, er hrópuðu hæst. Einn af stéttarbræðrum hans (ráðgjöfunum), er eflaust hugði, að hann ætlaði að heína sín á öllum jafn- aðarmannaflokknum, spurði hann, hvað hann væri að gera, en þá svaraði Gallif- fet: »Eg er að skrifa upp nöfnin þeirra, svo að eg geti boðið þeim til miðdegis- verðar«, I Washington andaðist n. þ. m., ein- hver hinn frægasti stjörnufræðingur nú- tímans, Simon Newcomb, fyrrum prófessor í stærðfræði og stjörnufræði við John Hopkins-háskóla í Baltimore, 74 ára gamall. Hefur hann samið fjölda rita, er þykja framúrskarandi í sinni grein. Ennfremur er nýlátinn Hans Hoff- m a n n, þýzkur skáldsagnahöfundur, rúm- lega sextugur (f. i848(. Sögur hans, eink- um smásögur, þykja að máli, efni og formi einhverjar hinar beztu á þýzkri tungu. Nýdáinn er og F rja n c o i s H. P. d e P a r v i 11 e, frakkneskur blaðamaður og rithöfundur, allnafnkenndur, rúmlega sjö- tugur (f. 1838). Hann er meðal annars höfundur ágætrar alþýðubókar, er snúið hefur verið í íslenzku og margir munu kannast við. Það er bókin »Hvers vegna — Vegna þess«, er Þjóðvinafélagið gaf út. jffndvökumynðir. Eg ligg með höfðalagið við opinn gluggann. Það er nótt. Döggin hvflir yfir hæðum og lautum eins og gagnsæ dula. Yfir tjörnum og vötnum liggja þokuslæður. — Blómin hafa lokað blöðum sínum og drjúpa höfði við jörðu.----- Himininn er heiður og dimmblár. í norð-vestri glitra nokkur skýjabönd, sem gullrendir borðar. Suður við yztu rönd sjónhringsins vaggar sér þykkur, grásvart- ur þokubakkí og spennir hann greipum til hálfs. — — Lóan er þögnuð fyrir löngu, en spó- inn vellir einstöku sinnum lágt og ámát- lega. — Enginn vindblær, þytur eða hreyfing; allt er hljótt. Náttúran hvílir 1 værum blundi, en eg get ekki sofið. Eg bylti mér á ýmsar hliðar. Þögnin og kyrðin þreytir. Þögnin er rofin. Blandaðar raddir ber- ast mér að eyra. Sumar mæla skýrt, öðrum vefst tunga um tönn. Blíðar, undurþíðar raddir heyrast í fjarska, svo að vart má greina óminn af klið þeirra. Eg legg hlustirnar við, oþna munninn, held niðri í mér andanum og hlera. Hverjum er gefin þessi undrarödd, svo mild og þfð sem vormorgunblærinn og þó svo nístandi köld sem næturhélan? Eg hlusta og hljómurinn skýrist. — — Aðstoðarlaust verðum við að berjast. Enginn réttirokkur hjálparhönd, er við getum stutt okkur við. Einmana með eigin kröptum verðum við að heyja hildarleikinn fyrir tilveru okkar, við, sem stöndum svo illa að vígi í baráttunni, við, sem ekki getum hreyft okkur úr stað að- stoðarlaust, við, sem verðum að láta okk- ur nægja það, sem að okkur er rétt. Hví gefið þ i ð okkur ekki meiri gaum, þið, sem eruð ferðafær, þið, sem ekki getið án okkar lifað, þið, sem þykist svo stór? Þið rænið okkur því sem við drögum að I okkur og getur veitt okkur þrótt, en gefið okkur ekkert í staðinn. Þið notið okkur eptir beztu föngum og nöldrið svo, þeg- ar við getum ekki látið meira í té. Við getum ekki látið meira af hendi rakna en við fáum og þið haldið flestu því fyr- ir okkur, sem við þurfum með til þess að geta gefið aptur. Við getum ummyndað og breytt, gert mikið af ónýtum eigum ykkar gagnlegt, en þið haldið því öllu föstu fyrir okkur. — — Hljómurinn breytist. Háværari, þróttmeiri raddir láta til sín heyra. Það eru neyðaróp nauðbeygðra og ganga gegn um merg og bein. Eg mundi loka eyrunum, ef eg gæti. En köllin skýrast og eru þá blönduð öðrum ómum. — — Við höfum fráa fætur og þol- góðar hlífar. Við verðum að hlaupa um urðir og klungur og klifa yfir gjár og gjögur. Við þekkjum ekki ætíð það, sem okkur er fyrir beztu, því að skammsýn erum við — en við fáum enga leiðbein- ingu. — Fæturnir þreytast og skórnir slitna, en þið gætið þess ekki og ætlið I okkur enga hvíld. Við veiklumst fyrir tímann af ónógri og óhollri fæðu og ná- um aldrei þeim þroska, sem okkur er í raun og veru ætlaður. Þið, sem hafið ráð okkar í hendiykkar — eruð þið sjón- lausir og skilningslausir ? Þið, sem þyk- ist sjá svo vel og geta rannsakað alt í jörð og á, teygt ykkur frá upphafi alls til endis þess — þ i ð sjáið hvorki né skilj- ið það, sem næst ykkur er. — Þið þyk- ist hagsýnir; við getum hjálpað ykkur til framfara og velgengni, ef þið vilduð halda hlífisskildi yfir okkur. — Þið þykist við- kvæmir og tilfinninganæmir, ekkert aumt mega sjá og þó sjáið þið okkur ekki, sem líðum við fætur ykkar----------. Þungar, ógnandi drunur, beljandi nið- ur berst mér að eyra. — — Við fáum að hamast, ólmast og leika okkur með öllu því ógnaafli, sem í okkur býr. Við hristum hamrana, kljúf- um björgin og gröfum okkur vegu gegn- um glerharða bergveggina, og erum þó jafnfjörug og óþreytt eftir sem áður. Þið standið magnþrota af erfiði og áreynslu, en takið þó ekki hið ótæmandi áfl okk- ar til hjálpar ykkur. Eigum við um ald- ur og æfi að þjóta áfram með ónotuð- um kröptum, sem aldrei slitna — fram hjá kengbognum, margdrepnum, hálfblind- um vinnuþrælum ? Ha ! ha! Þið eruð þá hlægilegustu aumingjarnir, sem við höfum séð. Víða höfum við komið og langt ferðast. Við höfum séð gular, bleik- ar, brúnar og svartar skepnur, sumar uppréttar og aðrar hálf-uppréttar, en eng- ar jafn-aumingjalegar og staurblindar og ykkur — — Eg heyri ótal aðrar raddir. — Allur sá hluti náttúrunnar, sem vér köllum venjulega hina skynlausu, hrópar svo hátt að eg get ekki sofið. — —- Eg er þreyttur. Það er orðið áliðið nætur, komið langt framyfirþann tíma, sem eg er vanur að sofna. — — Það er farið að birta aptur. Léttur, kaldur blær líður um andlit mér. Hann hressir mig svo eg opna augun. Eg sé ótal hæðir og dali. Hvarvetna blasa við mannahlbýli. Þau eru lág, með litlum gluggum og þröngum dyrum. Loptið og ljósið er lokað úti. Ibúar þeirra eru föl- ir í andliti, bognir í bakið og hoknir í hnjáliðunum; gangurinn er seinn og óviss, handtökin stirð. Þ e i r heyra víst ekki háværu raddirnar, sem halda vöku fyrir mér. Eða eru það steingervingar ? — Mér bregður í brún. Eg sé í gegn- um holt og hæðir. Þunnleit börn bylta sér á beði sínum, náfölir unglingar liggja með társtokknar brár, fullorðnir, tápmikl- ir menn stara hálfopnum augum út í myrkrið, og gamalmennin halla sér upp að höfðadýnunni með gremjusvip. Ailir sýnast þeir sofa og sumir hrjóta, en aðr- ir stynja svo hátt, að e g get ekki sofið. Hvað veldur nú þessu? Hver er or- sök allra þessara óþæginda ? Ef til vill er það að eins hugrót ímyndana minna, sem varna mér værðar. Eg sé mjóa ljósrönd á þilinu við fóta- gaflinn. Eg lít út um gluggann og sé að sólin er að gægjast upp fyrir austurfjöll- in, sem eg þekki svo ósköp vel. Eg hlýt þá að vera með réttu ráði ennþá.---------- Hvað er það þá, sem vantar ? Hverju þarf að kippa í burtu ? Það vantar 1 j ó s og 10 p t. Það vantar ljós þekkingar- innar og storm sannleikans í sálirnar; þá verður myrkur vanþekkingarinnar og stöðulopt vanans að víkja. Litla þjóð! Ennþá ber þú band fyrir augum, svo að þú sér ekki ljósið og lopt- helda peysan skýlir þér vel, svo þignæð- ir ekki. — — — Mér sortnar fyrir augum um stund.. Það birtir aptur og eg sé, að frá efstu dalbotnum og út á yztu annnes hafarisið upp hús hér og hvar, ólík þeim sem áð- ur voru og enn standa þar. Þau eru lítil, en á þeim eru stórir gluggar og víðar dyr. Sólargeislarnir fylla hvern krók þeirra og kima. Þar safnast saman börn og unglingar daglega. Þau eru dauf í bragði, undirleit og uppburðalftil fyrsttt

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.