Þjóðólfur


Þjóðólfur - 13.08.1909, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 13.08.1909, Qupperneq 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 13. ágúst 1909. 34. Vita somnium breve. Sofa auðnir sands við síormsins nið; sijndir tungl í vökum milli skgja. Um hrundar vörður dansar draugalið sem dijrki blóðlaus elli fornan sið tilgerðarkœti, kvíði dagsins níjja. — Já, gamli þulur, alll er orðið bregtt. Sá egðifriður, sem þú forðum þráðir, er þér fannsl stríðið orðið allt of heitt og œskan stjórnlaus, finnst þér tómið eitt. Tími og hugur eru bregttir báðir. Hér gekk hún áður, œskan, sömu slóð og eggði sólskinsbletti fgrir handan. Á stormsins fiðlu strauk hún hvert sitt Ijóð og slegpti orð og gerð við hjartans glóð í draumsins sœlu Eden fgrir andann. Ein leiptursgn og arnaraugun snör i úðadögg á sama bragði ftjóta; eitt tónbrot snertir hjartað eins og ör; eitt orð, og heiptin slíðrar blóðgan hjör — þess alls, þess alls fékk œska þín að njóta. Pá sá hún breiðast grasi vafða grund og gróðurilminn fann að vitum stregma. og fuglakliður fgllti bjarkalund með fögnuð alls. — Iíom enn, þú dgrðarstund og láttu elli örbirgð sinni glegma. Kom draumsins guð, og gefðu Iwað þú átt, þinn glegmsku drgkk og svala öllii’ er lifir. Pótt auðnir sandsins þunga liggi lágt, til lopts í þínum sal er alltaf liátt — þú, draumsins guð, ert hár og öllu gfir. Sigurður Sigurðsson. [Með því að það er áríðandi, að allur almenningur eigi kost á að kynnast ná- kvæmlega jafn þýðingarmiklum lögum sem aðflutningsbannslöguuum, þá eru þau prentuð hér í heilu lagi. Það mun og naumast af því veita, að almenningur fái að átta sig á ákvæðum laganna, áður en þau ganga í gildi. Hætt við, að þeim verði ekki of vel hlýtt samt. Lögunum er þannig háttað, að þau hljóta að vekja og hafa þegar vakið mikla mótspyrnu, sem að líkindum þróast fremur en minnk- ar í landinu]. 1. gr. Engan áfengan drykk má flytja til Islands til annara nota en þeirra, sem getið er um í 2. gr, og farið sé með eptir reglum þeirn, sem settar eru í lögum þess- um. En það er áfengur drykkur eptir lögum þessum, sem í er meira en 2J/4% af vínanda (alkóhóli) að rúmmáli. Duft, kökur og annað, er þau efni eru í, sem sundur má leysa í vökva, og í sér hafa fólgið slíkt áfengi, skal fara með sem á- fengan drykk. 2. gr. Heimilt skal stjórnanda eða eig- anda iðnaðarfyrirtækis, efnarannsóknar- stofu, náttúrugripasafna eða annara því- líkra stofnana að flytja frá útlöndum vín- anda eða annað áfengi til iðnþarfa og verklegra nota í stofnuninni. Svo skal og heimilt að flytja til landsins vínanda, sem ætlaður er til eldsneytis. Lyfsölum og héraðslæknum skal og heimilt að flytja til I landsins vínanda þann og annað áfengi, sem þeim er skylt að hafa tillæknisdóma samkvæmt hinni almennu lyfjaskrá. Enn skal smáskammtalæknum heimilt að flytja frá útlöndum smáskammtalyf með vínanda í, ef pöntun þeirra fylgja meðmæli hlut- aðeigandi lögreglustjóra og sóknarprests. Að lokum skal próföstum þjóðkirkjunnar og forstöðumönnum annara kirkjudeilda heimilt að láta flytja frá útlöndum messu- vín, er nauðsynlegt sé til altarisgöngu þó í því sé meira af vínanda en 2xU°lo. 3. gr. Allt áfengi, sem flutt er til lands- ins frá útlöndum samkvæmt lögum þess- um, skal fyrst flytja á land í Reykjavík. Þar skal landsstjórnin skipa sérstakan umsjónarmann áfengiskaupa,og hefur hann á höndum umsjón og eptirlit með áfeng- iskaupum, svo sem nánar er fyrir mælt í lögum þessum Umsjónarmaður hefur að launum 600 kr. á ári, er greiðast úr landssjóði. Svo fær hann og borgun fyrir húsrúm undir á- fengisbirgðir, vinnulaun handa verka- mönnum til aðstoðar og burðargjaid bréfa. Ennfremur fær hann endurgjald fyrir efni þau, er með þarf til þess að gera áfengi óhæft til drykkjar. 4. gr. Nú hefur maður heimild til á- fengisflutnings frá útlöndum eptir lögum þessum, og vill hann neyta þessararheim- ildar sinnar, og skal hann þá í tæka tíð segja umsjónarmanni áfengiskaupa til um það, hvers konar áfengi Og hve mikið hann vill fá og frá hverju verzlunarhúsi, svo og með hverri ferð frá útlöndum. Hann skal og skýra honttm frá um leið, til hvers hann ætli að nota áfengið. Svo skal og fylgja beiðninni borgun fyrir flutning til Reykjavíkur og uppskipun þar. Umsjónarmaður sendir þá pöntunina því verzlunarhúsi eða þeim vínsölumanni, sem hún er stíluð til, ogbeiðist þess, aðáfeng- ið sé sent til sín Skal umsjónarmaður, þegar áfengið kemtir til hans frá útlönd- um, tryggja sér með rannsókn, að áfeng- issendingin sé eigi önnur eða meiri en um var beðið. Nú reynist áfengið annað eða meira en um var beðið og skal um- sjónarmaður þá endursenda sendanda það tafarlaust, ef annað er en um var beðið, eða það sem umfram reynist, enda er sk.ipstjóra, sem flutti, eða útgerðarmanni skips, skylt að taka við því án borgunar á farmgjaldi. Að þvl búnu skal hann, eptir fyrirsögn efnafræðings landsins, sem skyldur er að láta honum aðstoð sína í té, blanda það áfengi, er til iðnaðarfyrir- tækja eða eldsneytis er ætlað, þeim efn- um, er gera það óhæft til drykkjar, án þess það þó missi notagildi sitt til þess sem það er ætlað. Því næst skal um- sjónarmaðui merkja áfengið með embætt- isinnsigli sínu og segja eiganda til. Eig- anda skal þá heimilt að vitja þess, en gjalda skal hann þá um leið kostnað þann, er af blönduninni hefir leitt. Nú líða svo 12 mánuðir frá tilkynningu umsjónarmanns áfengiskaupa um aðflutn- ing áfengis, að sá hirðir ekki áfengið, er pantað hefur, né lýsir heldur yfir þeirri ósk, að áfengið sé á hans kostnað endursent seljanda, og ei þá áfengið með umbúðum eign landssjóðs. Allan ógreiddan kostn- að, er leitt hefir af aðflutningnum, má þá taka lögtaki hjá þeim, er áfengið hefur pantað, samkvæmt lögum 16. desember 1885. Umsjónarmaður ber enga ábyrgð á greiðslu andvirðis fyrir það áfengi sem aðflutt er. 5. gr. Skylt er hverjum skipstjóra, er frá útlöndum kemur, að tilkynna lögreglu- stjora um leið og hann synir skipsskjölin, hvort hann hafi nokkuð áfengi til flutn- ings fyrir aðra menn, og þá hve mikið. Hann skal og skýra frá, hvort og hve mikið áfengi hann hafi meðferðis sem skipsforða, en óheimilt skal honum, með- an hann er í höfnum inni eða í landhelgi við ísland, að veita eða selja eða á annan hátt láta af hendi eða leyfa öðrum skip- verjum að láta af hendi nokkuð af því áfengi, er til skipsforða er ætlað, til ann- ara manna en þeirra, sem eru lögskráðir skipverjar. Skipstjóri er sekur við lög þessi, ef hann brýtur það, er nú var mælt. Nú hefur skipstjóri meðferðis áfengi frá útlöndum, sem ekki er ætjað til skips- forða og ekki á að fara til umsjónarmanns áfengiskaupa, og skal lögteglustjóri þá á hinni fyrstu höfn, er skipið kemur til, setja embættisinnsigli sitt á hin aðfluttu áfengisílát og ábyrgjist skipstjóri, að inn- siglin séu ekki brotin eða úr ílátunum tekið fyr en skipið er farið alfarið burt frá landinu, enda gangi lögreglustjóri úr skugga um það, áður en skip lætur úr síðustu höfn, að innsigli séu heil og ekk- ert hafi verið tekið úr ílátunum. 6. gr. Nú strandar skip hér við land og hefur meðferðis áfengi til umsjónar- manns áfengiskaupa eða frá honum, og skal hreppstjóri í forföllum lögreglustjóra þá þegar taka áfengisílátin til varðveizlu og gæta þess, að ekki sé í þau farið. Hann skýrir þegar í stað lögreglustjóra frá, en lögreglustjóri setur embættisinn- sigli sitt fyrir ílátin og kemur þeim til geymslu á óhultum stað. Áfengi þetta má lögreglustjóri ekki selja eða á annan hátt láta af hendi til annara manna, en skýra skal hann með fyrstu ferð réttum eiganda frá björgun áfengisins. Kjósi hann innan 12 mánaða að það sé sent sér á sinn kostnað skal það gert; ella sé það eign landssjóðs. Sé um skipsforða að ræða, fer um með- ferð áfengisins og tilkynning til skipseig- anda svo sem fyrir er mælt í grein þess- ari hér að framan, nema það hafi verið gert óhæft til drykkjar undir umsjón lög- reglustjóra, eða eigandi hafi látið flytja það úr landi innan 12 mánaða. Nú er ókunnugt um eiganda strand- góss og skal þá áfengið eign landssjóðs ef eigandi hefir ekki sagt til sín áður en hinn lögskipaði auglýsingafrestur er út- runninn. 7. gr. Engan áfengan drykk má flytja um landið annan en þann, sem annað- hvort er merktur embættisinnsigli um- sjónarmanns áfengiskaupa, svo sem fyrir er mælt 1 4. gr. laga þessara, eða þá þann drykk sem um getur í 6. og n, grein og farið er með eptir fyrirmælum þeirra greina, nema læknislyf sé úr lyfjabúð eða frá lækni. 8. gr. Öllum, sem samkvæmt lögum þessum hafa heimild til innflutning á á- fengi, er óheimilt að veita það, gefa, selja eða láta af hendi til annara manna, nema það sé áður gert óhæft til drykkjar. Þó mega lyfsalar og héraðslæknar selja mönnum áfenga drykki eptir lyfseðli lög- giltra lækna, en þó ekki optar en einu sinni eptir sama fyfseðli. Um sölu lyfja þeirra, er áfengi er í, setur landlæknir reglur því til tryggingar að áfeng lyf verði eigi höfð til neyzlu, heldur eingöngu til Iækninga. 9. gr. Veitingamenn og vínsölumenn, þeir sem leyfi hafa til vínsölu hér á landi, samkv. lögum nr. 26, 11. nóv. 1899, um verzlun og veitingar áfengra drykkja, mega, eptir 1. jan 1915, ekkert selja hér á landi af áfengisbirgðum þeim, er þeir þá hafa, gefa, veita eða láta af hendi til annara manna. Skulu lögreglustjórar hver í sínu umdæmi þá þegar skyldir til að rannsaka áfengisbirgðirnar, og innsigla þær. Áður en 12 mánuðir eru liðnir, skulu eigendur áfengisins skyldir til að flytja birgðirnar eða láta flytja þær burt af landi, og skulu lögreglustjórar hafa ná- kvæmt eptirlit með að það sé gert. En

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.