Þjóðólfur - 13.08.1909, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.08.1909, Blaðsíða 2
132 ÞJOÐOLFUR. allt það áfengi, sem þá er ekki útflutt, skal vera eign landssjóðs. Frá þeim degi er lög þessi verða stað- fest, má ekkert leyfi til vínsölu né vín- veitinga veita hér á landi, né endurnýja eldri leyfi. 10. gr. Um leið og ákvæði i. greinar um bann gegn aðflutningi áfengis hingað til lands ganga í gildi, skulu lögreglu- stjórar rannsaka áfengisbirgðir þeirra manna, sem vínsöluleyfi eða vlnveitinga- leyfi hafa. Jafnframt skulu þeir semja nákvæma skýrslu yfir áfengisbirgðirnar og merkja öll áfengisílát glöggu heimildar- merki á þann hátt, er stjórnarráðið skipar fyrir um. Þessi rannsókn áfengisbirgða skal end- urtekin á 6 mánaða fresti meðan vínsölu- menn og vfnveitingamenn hald söluheim- ild innanlands og skulu þá jafnfram ó- nýtt heimildarmerkin á þeim ílátum, sem tæmd eru. 11. gr. Þær áfengisbirgðir, sem ein- stakir menn kunna að hafa 1 vörzlum sínum i. janúar 1915 er ekki skylt að flytja burtu úr landinu, en eigendur þeirra skulu skyldir að gefa lögreglustjóra vott- orð, að viðlögðum drengskap, um hverjar og hve miklar birgðir þeir hafi. Slík vott- orð skal síðan gefa, um hver áramót, um hverjar og hve miklar birgðir séu óeyddar, hnz birgðirnar eru þrotnar. Afengi það ei hér ræðir um, má aldrei flytja burt af heimili eiganda, nema hann flytji sjálfur búferlum, eða það sé áður gert óhæft til drykkjar. 12. gr. Nú er maður grunaður um ó- leyfilegan aðflutning eða óleyfilega sölu eða veitingu áfengis, og má þá gera heim- ilisrannsókn hjá honum eptir dómsúrskurði, ef það er talið nauðsynlegt til þess að komast fyrír málið. Komi það í Ijós við heimilisrannsókn- ina, að áfengi sé í vörzlum þess manns, er rannsókn fer fram hjá, skal hann skyld- ur til að skýra frá því, hvernig standi á birgðunum. Geri hann það ekki, skal hann teljast sekur um brot gegn 1. gr. 13. gr. Nú sést maður ölvaður, og skal þá heimilt að leiða hann fyrir dómara. Skal hann skyldur til að skýra fiá, á hvern hátt hann hafi ölvaður orðið, og þá hvernig og hjá hverjum hann hafi fengið áfengið. 14. gr. Brot gegn 1. gr. laga þessara varða í fyrsta sinn sektum frá 200— 1000 kr. Brot í annað sinn varðar sektum frá 500—2000 kr. Brjóti nokkur optar gegn ákvæðum þessarar greinar varðar það sektum frá 1000—5000 kr. Fjárnám fyrir sekt á hendur skipstjóra má gera í skipi hans. Jafnan skal hið ólöglega aðflutta áfengi verða eign landssjóðs. 15. gr. Nú sannast það á skipstjóra, að hann skýrir lögreglustjóra rangt trá um áfengi það, er hann hefir meðíerðis, og skal hann þá sekur um 200—1000 kr., ef ekki liggur þyngri hegning við samkvæmt lögum og má gera fjárnám fyrir sektun- um í skipi hans. Brot gegn þeim ákvæðum i lögum þess- um, er óheimila að veita, gefa, selja eða á annan hátt láta af hendi áfengi til annara manna, varða sektum 50—500 kr., ef ekki liggur þyngri hegning við að lög- um. Ef brot er ítrekað, varðar það sekt- um frá 100—1000 kr. Sama hegning liggur og við því, ef Iyfsali lætur áfengi af hendi án skriflegrar lækn- isforskriftar eða optar en einu sinni eptir sama læknisseðli. 16. gr. Brot gegn|[7. gr. laga þessara varða sektum 50—1000 kr. og skal hið flutta áfengi ásamt íláttim verða eign landssjóðs. 17. gr. Nú verður læknir sannur að sök um að hafa látið af hendi læknisseð- il um áfengi í þeim tilgangi að það verði notað öðruvísi en sem læknislyf, og skal hann þá í fyrsta sinn sekur um 100—jooo kr., og skal sektin tvöfaldast, sé brotið endurtekið. Verði læknir sannur að sök um slíkt optar en tvisvar, má sviptahann læknisleyfi um stundarsakir, eða að öllu, ef miklar sakir eru. 18. gr. Allar sektir eptir lögum þess- um renna í landssjóð. 19. gr. Með brot gegn lögum þessum skal fara sem almenn lögreglumál. 20. Sveitarstjórnum og lögreglustjórum er sérstaklega skylt að sjá um að lögum þessum sé hlýtt. 21. gr. Lög þessi skal prenta á ís- lenzku, dönsku, þýzku, ensku og frönsku og svo mörg eintök að nægi til að senda dönskum verzlunarfulltrúum í öðrum löndum. 22. gr. Með lögum þessum eru numin úr gildi þau ákvæði laga nr. 26, 11. nóv. 1899 og önnur lagaákvæði, er koma í bága við lög þessi. 23. gr. Að svo miklu leyti sem ekki er öðru vísi ákveðið í lögum þessum, koma þau til framkvæmdar 1. jan. 1912. frzðslnmál barna. Eptir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson. Ilt verk og óþarft eru þeir menn að vinna með þjóð vorri, sem eru að níða fræðslulögin nýju og vekja óvild til þeirra. Tilgangurinn er auðvitað sá, að reyna að fá þau sem fyrst numin úr gildi, og er þá eigi sparað að snerta þann strenginn, sem vanalega er viðkvæmastur, kostnað- inn við fræðslu barnanna, og kitla nízk- una og aðrar lægri hvatir manna. Það er einkum úr Arnessýslu, að hin vægðar- lausu andmæli gegn þessum yfirleitt góðu og þörfu lögum heyrast, og verður það héraðinu fráleitt til sóma í framtíðinni. Ef þessi mótspyrna gegn lögunum er haf- in með það íyrir augunum, að þetta sé vinsælt hjá fólkinu og afli lýðhylli, þá má vera, að slíkt verði í svipinn, en ef andmælendurnir halda, að sllkt verði langætt, þá villast þeir stórlega, því það mun sannast, að þjóðin áttar sig innan skamms í máli þessu og sér, hvert voða- verk hetur unnið verið, og þá kemur grimmilegt apturkast ýfir höfuð allra þeirra, er unnu að afnámi skynsamlegs fyrir- komulags á barnafræðslunni í landinu. Illar þakkir eru það og, sem aðalhöfund- ur laganna, herra Guðmundur Finnboga- son, fær, ef starf hans í þessu vandamáli er ónýtt, meðan verið er að koma því í verk. Mest líkindi eru nú samt til, þrátt fyrir alt, að þessi árás á lögin komi af skilningsleysi manna á málinu, en eigi af vondum hvötum, og liggur þá næst að segja: »Fyrirgef þeim, þvt þeir vita ekki, hvað þeir gera«. Þó vanþekking manna valdi, ber þjóð- inni að forðast villuveginn engu síður, því þeir, sem ekki vilja fræða æskulýðinn í landinu á þann eina hátt, sem vanterað fræða hann ( hverju landi sem er og vit er í, þeir eru í reyndinni að hrifsa trá þjóðinni þann hlutinn, sem beztur er með mönnum: svölunardrykk vizkuþorstar.s í mannsandanum, fræðsluna og mannvitið. Vel veit eg það, að menn þessir muni látast vilja setja eitthvað í staðinn, eða með öðrum orðum haga fræðslunniá ann- an hátt, miklu betra að ýmsu leyti, en þetta er gamla sagan hjá öllum aptur- haldsmönnum, meðan þeir eru að koma eyðileggingarverki sínu fram. íþessuefni mun það vera heimilisfræðslan, sem hald- ið er á lopti, en ávextir hennar eru auð- ■ sæir í fáfræði fólksins í landinu nú og : félagslundarleysi, sem er svo mikið, að alveg er ósamboðið vorum tímum, hrein óhæfa við upphaf 20. aldar fyrir siðmenn- ingarþjóð, sem er að berjast fyrir sjálf- stæði sínu og almennu frelsi og erþarað auki blóðhreinn afkomandi hinna spak- vitru og fróðfúsu Forn-íslendinga. Heim- ilisfræðslan er dottin úr sögunni að fullu, enda náði hún aldrei lengra almennt, en að gera börnin nokkurn veginn stautandi og láta þau læra spurningakverið utan- bókar í þulu, en slík fræðsla, ein sér, er fólki allsendis ónóg á þessum tímum. Heimilunum er, af ýmsum ástæðum, nú á dögum, eigi unnt að annast barna- fræðsluna með hinum auknu námsþörfum og kröfum. Vér getum fráleitt frætt börn vor með allt öðrum aðferðum en allar aðrar þjóðir í heimi, heldur verðum ef- laust að hafa lík ráð sem þær, ef vér hugsum til að standa þeim hér um bil jafnfætis í menntun. Eg býst við, að ýmsir kunni nú að segja, að vér íslendingar séum svo fátæk vesalmenni, að vér getum eigi staðizt kostnaðinn við fullkomna barnafræðslu. En ef Island er svo illt land, að íslend- ingar geti alls eigi orðið þannig álnum búnir, að þeir hafi efni á að fræða börn sín, þá er auðsætt, að landið er alger- lega óbyggilegt öðrum en skrælingjum, en vitanlega nær sú fjarstæða engri átt. Það er fjarri öllum sanni að segja, að sú þjóð, sem er 80 þúsundir, og auk margs annars óþarfa eyðir á einu ári í slíkar munaðarvörur sem vín og tóbak um 1 milj. 300 þús. kr. og, í viðbót, um 1,700,000 kr. í kaffi og sykur — það er í allt 3 milj. kr. — hafi eigi efni á að mennta börn sín. Þótt að eins 7*° hluta af þeirri upphæð væri eytt til barnafræðsl- unnar í landinu á ári hverju, myndi henni verða nokkurn veginn vel borgið. Eigi þurfa óvinir barnafræðslunnar og skólanna að kenna eyðslu vor Islendinga til barnamenntunar á undanförnum ára- tugum um fátækt þá og ýmislegu vand- ræði, sem nú eru yfir þjóð þessari. Eng- inn maður getur á móti því haft, að nú er gæðaárferði til sjávar og sveita og hef- ur raunar verið svo mörg undanfarin ár. Allt, sem guð og náttúran lætur í té, er í bezta lagi, en samt er allt lífið í vand- ræðum og eymdar-basli, því gervallt við- skiptalíf þjóðarinnar liggur 1 lamasessi. Ætli þetta ástand beri ekki vott um stór- lega sjúkt viðskiptalíf á undanförnum tímum og nú séu endurgjöldin að koma í Ijósmál, fremur en hitt, að vandræðin séu rð kenna ofeyðslu í barnaskóla? Mundi ekki ástandið slæma miklu heldur koma af því, aö vér höfum vanrækt að eyða fé til barnafræðslunnar hjá þjóðinni? Það er vafalaust svo, því vanþekkingin er ávalt skaðleg og kemur svo áþreifan- lega fram í því, að mentunarlítill lýður kann alls eigi að hagnýta sér góðærin, heldur safnar þá botnlausum skuldum og lendir svo í ógöngum, jafnvel í veltiár- ferði, en í vandræðum og ölmususníkjum í harðærunum. Hann kann heldur aldr- ei að láta samvinnufélagsskap sinn fara í lagi, né fara eptir góðum ráðleggingum, byggðum á reynslu annara, því hann trú- ir eigi sannindum reynslunnar og metur vfsindin, með allri þeirri hjálp, er þau megna að veita, alls einskis, svo félögin, þó þörf séu, komast sum aldrei á, en sum fara á hausinn hvert á fætur öðru. Svona hefur það oflengi og ofvíða geng- ið á landi voru alt til þessa. Og slík mein getur enginn kraptur lagfært, nema sönn menntun alþýðunnar, en sönn mennt- un er það eitt, sem elskar kristindóminn og virðir likamsvinnuna. Um leið og slík menntun fræðir vitið, glæðir hún einnig góðkenndina í öllu góðu og fögru og hressír viljaþrekið til drengskapardáða. Menntuð trú eða trúuð menntun er bezti auður hverrar þjóðar, því hún göfgar manninn til sálar og líkama. (Meira). f Kinar Zoég'a veitingamaður. Hann andaðist hér í bæn- um 9. þ. m. eptir mjög langa legu, á 68. aldursári. Hann var bróðir, samfeðra, Geirs Zoéga kaupmanns, sem nú er á 80. aldursári. E. Z. var fæddur í Sjávarhólum á Kjalarnesi á nýársdag 1842, og var móðir hans Solveig Jóns- dóttir. Jóhannes Zoéga faðir hans var fæddur 1796 og ól allan aldur sinn í Reykjavík. Faðir hans var Jóhannes Zoéga (f. 1747 -j- 1821), var hann fyrst við verzlun erlendis, en fluttist hingað til lands um 1785, um sama leyti og Lewet- zow stiptamtmaður, var umsjónarmaður við hegningarhúsið í hans tíð, en síðan borgari 1 Reykjavlk og kvæntist íslenzkri konu, Ástríði Jónsdóttur. Frá þeim hjón- um er Zoegaættin hér á landi komin. Faðir þessa Jóhannesar Zoéga var Jó- hannes Zoéga héraðsfógeti í Höjer á Suður-Jótlandi (Slésvík-Holstein) f. 1708 •f- 1761. Faðir hans, Jóhann Paul- sen Zoéga (f. 1672 -j- 1729), var prest- ur og prófastur í Aller og Taps og con- sistorialassessor að nafnbót. Bróðurson hans var Jörgen Zoega prestur í Wilstrup föðurfaðir Georgs (Jörgen) Zoéga fornfræð- ings og háskólakennara (-j- 1809), er hafði mikil áhrif á Albert Thorvaldsen. Faðir Jóhanns Paulsen Zoéga var Paul Zoéga magister, konrektor í Rípum, og síðar prestur í Wilstrup (f. 1635-1*1688). Hann var sonur Matthíasar Zoéga söngv- ara við dómkirkjuna 1 Slésvík frá 1626— 1637. En faðir hans var Matthías Zoéga, ættfaðir Zoégaættarinnar, sem sagt er að hafi verið ítalskur aðalsmaður. Átti hann heima allskammt frá Verona, en flúði til Þýzkalands, er hann hafði skotið 1 einvígi hertogann af Verona. Varð hann síðar tungumálakennari m. fl. í Liineburg, og kennari heldri manna barna í Meklen- burg. Af viðkynningu við hirðprestinn Johan Stampe hneigðist hann að siðbótinni á árunum 1570—1580, og þá erhann hafn- aði boði páfans að koma heim aptur og hverfa í skaut katólsku kirkjunnar, voru eignir hans á Italíu gerðar upptækar og mynd hans brennd í Róm (brenndur »in effigie«). Hann var tvíkvæntur, og var fyrri kona hans ítölsk greifadóttir, er sagt var að dáið hafi af hugstríði við flótta hans. Síðari kona hans var Anna Stampe, dóttir Stampe hirðprests, er fyr var getið, og varð hún ættmóðir Zoégaættarinnar. Loks varð Matthías Zoéga yfirherbergis- þjónn (»geheimekammertjener«) við hirð furstans af Holstein-Gottorp. Er mjög fjölmenn ætt at Zoega þessum komin.og eru aðalstöðvar hennar ( Slésvík og á Holsetalandi: Þeir bræður, Geir og Ein- ar Zoéga eru í 7. lið komnir í beinan karllegg frá þessum ítalska aðalsmanni, eins og rakið hefur verið hér á undan og er sú ættfærsla eflaust rétt. Einar heit. Zoöga ólst upp í Reykjavlk hjá föðtir slnum og konu hans, Ingigerði Ingimundardóttur, og naut nokkurrar menntunar eþtir því sem þá gerðist, var t. d. vel að sér ( ensku og fylgdi opt enskum ferðamönnum hér um land, dvaldi allmörg ár í Englandi, en settist síðan að í Reykjavík og gerðist veitingamaður. Hann kvæntist ungur að aldri Ástríði Jensdóttur Schram, systurdóttur Helga biskups, og voru þau fá ár í hjónabandi. Börn þeirra eru Helgi kaupmaður í Reykja- vík og Ragnheiður gipt í Ameríku. Aptur kvæntist E. Zoéga eptirlifandi konu sinni, Margréti dóttur Tómasar Klogs í Ráða- gerði á Seltjarnarnesi Steingrímssonar úr Skagafirði IUhugasonar. Bar Tómas K'og Ú T ,!

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.