Þjóðólfur - 13.08.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.08.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 133 nafn Tómasar Klogs landlæknis í Nesi. Dætur E. Z. og frú Margrétar eru: Val- gerður gipt Einari skáld Benediktssyni, Sigríður gipt E. Jacobsen kaupmanni í Rvík og Ingigerður gipt á Englandi New- mann loptskeytaverkfræðing, er hér um um árið hafði umsjón með Marconistöð- inni við Rauðará. Öll eru börn E. Z. hin gerfilegustu. — Hann var og á yngri árum frfður maður sýnum, eins og hann átti kyn til, fjörmaður og röskleikamaður og að mörgu vel gefinn, enginn fordild- ar- eða hégómamaður, en hreinn og beinn og tryggur 1 lund og einlægur vinur vina sinna, en hirti ekki um að verða hvers manns hugljúfi. er nú gerður af ráðherra samkvæmt sím- skeyti til landritara 7. þ. m. svo látandi: »Tíu ára samningur er gerður við Thore- félagið og Sameinaða gufuskipafélagið um því nær vikulegar, reglubundnar milli- landaferðir, 48 alls, 2 kælirúmaskip. — Thore hefur Hamborgarferðir og þing- áskildar strandferðir á nýjum aðalstrand- bátum, báðum með kælirúmum«. Um samning þennan vita menn ekki frek- ar að svo stöddu, nema hvað heyrzt hefur, að Thorefélagið fái allan landsjóðsstyrkinn (60,000 á ári) og auk þess 13,000 afþeim 40,000, er greiddar eru úr ríkissjóði Dana, en hið Sameinaða 27,000, en hvort sú fregn er rétt eða ekki, verður ekki fullyrt að svo stöddu. Ganga má að þvf vísu, að samningur þessi, sem gerður er til 10 ára, sé hagfelldari en fá hefði mátt hjá hinu Sameinaða einu saman fyrir 2 ár að eins, þvf að í fjárlögunum, þar sem stjórninni er heimilað að gera 10 ára samning um ferðirnar, er beint tekið fram sem skil- yrði, að mun betri ferðir fáist á þennan hátt, að kælirúm fáist í minnst tveimur skipum, er fara milli landa, ogaðminnsta kosti eitt skip fari nokkrar ferðir á ári milli Hamborgar, Leith og íslands. Og eptir því sem skeytið hermir, virðist þessum skilyrðum fullnægt. Það mun eflaust gleðja vini hins Sameinaða hér á landi, að því er ekki bægt frá að halda uppi skipagöngum milli Islands og Dan- merkur, og að það fær þær ferðir, er bezt borga sig. En betri og hraðskreið- ari skip þyrfti það þá að hafa í förum, en það hefur haft nú um hríð, til þess að menn verði ánægðir með það næstu 10 ár. Bæði »Laura« og »Vesta« geta t. d. hvorugt talizt viðunanleg fólksflutninga- skip landa á milli eptir nútíðarkröfum. yjirráðgjaji Dana er orðinn Mogens Frijs greifi, því að í símskeyti frá Höfn 10. þ. m. er sagt, að honum sé falið að stofna nýtt ráðaneyti. Frijs greifi er sextugur að aldri, fæddur 4. maf 1849 og heitir fullu nafni Mogens Christian Krag-Juel-Vind-Frijs. Er hann sonur hins nafnknnna stjórnmálamanns og fyrrum yfirráðgjafa Dana (1863—1870), Christian Emil Í’rijs-Frijsenborg (f 1896). 1880 varð Frijs greifi landsþingsmaður og hefur átt þar sæti jafnan síðan. Hefur hann síðari árin verið foringi hinna svo- kölluðu frjálslyndari íhaldsmanna (Frikon- servative), sem raunar eru fáir talsins (8— 9), en valdir menn, og hefur flokkur þessi, þótt lítill sé, haft mikil áhrit í þing- inu. Frijs greifi dró sig í hlé í fyrra, er Albertihneykslið steypti Christensen, vildi þá ekki takast ráðáneytisforstöðuna á hendur, þótt honum væri, að sögn, boð- in hún, en nú hefur hann tekist þennan vanda á hendur, og má vænta allmikilla breytinga á ráðaneytinu við þessi forsæt- isráðherraskipti. Frijs greifi er einhver hinn auðugasti danskra aðalsmanna og á jarðeign afarmikla, Frijsenborggóss á Jót- landi, en undir það liggja 12 stórbú, og 24 kirkjur. — Greifinn er hæfileikamaður og frýr honum enginn vits. Þótti á yngri árum nokkuð stórbrotinn og gázkafullur, og lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna, var og íþróttamaður og vel fær í flestan sjó, hefur ferðazt víða um heim, farið á dýraveiðar austur á Ceylon og suður í Af- ríku og víðar. Hann hefur þótt atkvæða- maður á þingi, og verið þar mikils met- inn. Afmæli. í dag er Júlíus Havsteen amtmaður sjö- tugur að aldri (f. 13. ágúst 1839), og er óvenjulega ern og fjörugur eptir aldri. Þjóðólfur sendir honum árnaðaróskir. Mannalát. Hinn 5. þ. m. andaðist Jens Jóns- s o n hreppstjóri og dbrm. á Hóli í Hvammsveit á 76. aldursári (f. 28. nóv. 1833). Hann var sonur Jóns bónda í Sæl- ingsdalstungu og Asgarði (-j- 1863) Magn- ússonar rímnaskálds á Laugum (f 1840), er talinn var son Magnúsar á Efra-Núpi í Miðfirði Pálssonar lögmanns Vídalíns. Jens bjó fyrst á Skarfsstöðum í Hvamms- sveit, en flutti þaðan 1863 að Hjarðarholti í Dölum, bjó svo 1 ár f Pálsseli í Lax- árdal, en flutti 1865 að Hóli í Hvamms- sveit, og bjó þar alla æfi síðan, 44 ár samfleytt. Hann var sæmdur heiðurs- merki dannebrogsmanna 9. ágúst 1907. Hann var þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Ingibjörg dóttir Þorleifs prófasts Jóns- sonar í Hvammi. Þau giptust 1860, en hún andaðist 1863. I annað sinn kvænt- ist hann 1865 Jóhönnu Jónasdóttur bónda í Litla-Langadal á Skógarströnd Jóhann- essonar. Synir þeirra eru Bjarni bóndi í Asgarði og Friðjón læknir á Eskifirði. Þriðja kona Jens heit. var Sigríður Daní- elsdóttir prests í Ögurþingum (f 1865) Jónssonar. Hún andaðist 30. júlí 1907. Dætur þeirra eru: Jensína kona Guð- björns Guðbrandssonar bókbindara 1 R.- vík, Valgerður kona Jóns Jónassonar rit- stjóra í Hafnarfirði og Jóhanna ógipt. Jens heit. var í fremstu röð bænda vest- ur þar, og mjög við almenn mál riðinn, enda greindur og glöggur. Hann var bú- höldur góður, dugnaðarmaður og fram- kvæmdarmaður, og bætti mjög ábýlisjörð sína. ,,Skálholt“ kom úr hringferð norðan og vestan um land í gærmorgun. Ráðherrann er væntanlegur heim 24. þ. m. með »Ingólfi«, aukaskipi frá Thorefélaginu, Hafði hann brugðið sér til Noregs ásamt Lag’askólinn. Þeir, sem ætla að ganga í Lagaskólann næsta haust, eru minntir á, að umsóknar- bréf eiga að vera komin til forstöðu- manns innan loka þessa mánaðar. Reykjavík 12. ágúst 1909. Lárus H. Bjarnason. sonum sínum, Sveini yfirréttarmálaflutn- ingsmanni og Ólafi cand. polit., sem ný- kvæntur er Borghildi Thorsteinsson (dótt- ur Péturs Thorsteinsson frá Bíldudal) og koma þau öll með sama skipi. Biskupinn kom 1 gær með flóabátnum »Ingólfi« úr Borgarnesi, og hafði þá lokið kirkna- skoðunarferð sinni um Strandasýslu og vfðar. Smj örframleiðsla n á búunum austan fjalls, gengur vel og með bezta móti. Stærstu búin, þar á með- al Rangárbúið, Rauðalækjarbúið, Hróars- lækjarbúið og Baugstaðabúið í Arnessýslu, höfðu, þegar smjörið var mest, 400—500 pd. á dag. Með Sterling 27. júlí voru sendar út 250 smjörtunnur og með »Laura« 26. s. m. fóru 432 tunnur. Langmestur hluti þessa smjörs er frá búunum í Ar- ness- og Rangárvallasýslum. Slátiu-félag Snðiirlainls hefur nú starfað tvö ár. Það byrjaði slátrun sauðfjár 1. okt. 1907, og slátraði þá um haustið nálægt 10,000 fjár. Sfð- astliðið haust var slátrað í sláturhúsi fé- lagsins í Reykjavík 13,953 fjár og í slát- urhúsinu í Borgarnesi 7,707 fjár, eða alls 21,760. Auk þessa var slátrað í Reykja- vík árið sem leið 270 nautgripum. Af kjöti var saltað niður og sent út 880 tunnur, þar af 740 tn. til Danmerk- ur, og seldust þar sem hér segir; 186 tunnur á 68 kr. hver 222 — '63 — — 92 — - 60 — — 9i — - 58 — — 50 — - 56 — — Það, sem þá var eptir, seldist fyrir i34 „Alveg eins og í fyrri daga“, sagði hann brosandi við Belcher. „Varaðu þig, Jack!“ hvíslaði aðstoðarmaður hans kvíðafullur. „Þú hefur tekið við öllu meiru, heldur en þú hefur endurgoldið". „Vera má, að eg þoli líka að taka við meiru ennþá", sagði hann stillilega, um leið og Caleb Baldwin strauk njarðarvettinum um andlitið á honum. Eg réð það af viðræðum manna umhverfis mig, að útlitið liefði versnað fyrir Harrison eftir þessa atrennu. „Hann hefur sína gömlu kosti og sína gömlu galla", sagði sir John Lade. „Hann er jafnseinn í snúningum og átektum eins og í fyrri daga. Wilson gæti barið hann eins og honum sýndist". „Wilson getur ef til vill komið á hann þrem höggum meðan hann kemur að eins einu á Wilson, en þetta eina högg jafnast á við hin þrjú", sagði frændi minn. Alt í einu sló öllu í dúnalogn. Hnefleikamennirnir voru aftur komnir fram á sjónarsviðið. I þessari atrennunni tókst Harrison að veita Wilson tvö högg fyrir brjóstið, svo að hann hrökklaðist með andköfum út að snúrunni, en þeg- ar hann ætlaði að veita honum þriðja höggið, sneri Wilson sér undan því, en Harrison missti jafnvægið og féll á grúfu niður í grasið, sumpart af því, hve fast hann fylgdi eftir högginu, og sumpart af höggi, sem Wilson sló hann á eyrað. »Högg til jarðar fyrir Wilson!« kallaði leikdómarinn upp, og í sömu svipan kváðu við þrumandi fagnaðaróp, og mörg hundruð hatta var haldið á lopt. »Hvernig líður yður, Harrison?« spurði frændi minn, þegar hnefleikamað- urinn hafði sezt á hnéð á aðstoðarmanni sínum. »Einsog nýsleginn túskildingur, sir«. Við þetta glaðlega svar hvarf áhyggju- svipurinn af andliti frænda míiis. I næstu atrennunum veitti eg því eftirtekt, að hann kenndi mikið til undan höggunum, sem hann hafði fengið fyrir brjóstið, en virtist samt ennþá jafn- léttur og liðugur sem fyr og lét höggin dynja á smiðnum, en hann tók við þeim með mestu hægð; við og við kom hann þó þungu höggi á skrokkinn á andstæðing sínum, en hæð hans og aðstaða hlífði andlitinu á honum. Við lok fimmtu atrennunnar veðjuðu menn fjórum gegn einum um að Wilson yrði hlutskarpari, og sveitungar hans vorti í sjöunda himni. Eg tók eptir því, að bæði Belcher og Baldvin voru mjög áhyggjufullir á svipinn, og eg þóttist vita, að nú yrðu að verða umskipti, ef gamla sögnin um æsku og elli ætti ekki að rætast. En sjöunda atrennan sýndi, að gamli hnefleikamaðurinn átti enn töluvert ónotað afl í fórum sínum, og þeir fóru að verða vondaufari, sem höfðu haldið, 131 vinur minn Bill Warr og Tom Belcher. Þeir höfðu allir á höfðinu háan, hvít- an hatt, sem þá var notaður af öllum, sem vildu fylgja tízkunni. Þeir héldu á silfurbúnum svipum, sem merktar voru með fangamarki hnefleikafélagsins. Ef nú nokkur vogaði sér að smjúgja inn fyrir ytri snúruna, þá tók þetta lög- reglulið syndarann og lét svipurnar dynja á honum, hvort sem hann var æðri eða lægri, þangað til hann hypjaði sig út fyrir aptur. Og þeir hötðu nóg að gera; opt á tíðum voru þeir næstum því jafn-uppgefnir og sjálfir hnefleika- mennirnir um það bil, er leikurinn var úti. Þegar búið var að koma öllu í lag, birtist Crab Wilson inni í hringnum og var honum tekið með miklum fagnaðarópum. Með honum voru hollenzki Sam og Mendoza, sem bar vatns- skálina, njarðarvöttinn, brennivínsdunkinn og önnur merki um starfsvið sitt. Þegar Wilson kom inn í hringinn tók hann af sér gula klútinn og hnýtti hon- um um einn af hornstaurunum, svo að hann blakti þar fyrir vindinum. Því næst fékk hann hjá aðstoðarmönnunm nokkra mjóa borða af sama lit og gekk hann með þá á meðal þeirra, er næstir voru og bauð þeim þá til minningar um hnefleikamótið fyrir eina gíneu hvern. Þessari verzlun hélt hann áfram þangað til Harrison kom inn í hringinn. Fagnaðarópin, sem kváðu við á móti honum voru jafnvel ennþá ákafari heldur en þegar Wilson kom, og þau lýstu öllu meiri aðdáun, þvf að mannfjöldinn hafði áður haft tækifæri til þess að sjá vaxtarlag Wilsons, en Harrison kom þeim óvænt. Þessi aðdáun var líka mjög eðlileg. Eg hafði opt tekið á sterklegu hand- leggjunum og hálsinum á smiðnum, en aldrei fyr séð hann nakinn niður að mitti eða gert mér nokkra grein fyrir samræminu í vaxtarlagi hans, sem var þess valdandi, að höggmyndasmiðirnir í Lundúnum keptust um að ná í hann sem fyrirmynd við líkneskjugerð sína. Hver vöðvi sást greinilega; þeir vöfð- ust eins og ræturnar á gömlu tré frá brjóstinu út að öxlunum, og frá öxlun- um niður að olnbogunum, og jafnvel þegar hann hvíldist sást móta fyrir vöðv- unum í skugga hans. Þegar hann gekk inn í hringinn, var hann að sjúga sítrónu og rétt á ept- ir honurn komu' Jim Belcher og Caleb Baldwin ávaxtasali. Harrison labbaði út að staurnum, þar sem klútur Wilsons blakti, og hnýtti bláa klútnum sínum fyrir ofan hann. Sfðan gekk hann til andstæðings sfns og rétti honum hendina. Eg vona, að yður Ifði vel, Wilson«, sagði hann. »Já, mætavel«, svaraði hinn. »Við fáum nú að talast við öðruvísi, áður en við skiljum, býst eg við«. »En jafngóðir vinir fyrir því«, sagði smiðurinn. Báðir hnefleikamennirnir brostu út undir eyru, og fóru hver út í sitt horn, svo sem þeim var til vísað.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.