Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.08.1909, Blaðsíða 1
 ÞJÓÐÓLFUR 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 20. ágúst 1909. M 35. Erlend tíðindi. Bardagar í Marokkó og upphlaup á Spáni. Spánverjar hafa átt mjög í vök að verjast gagnvart Kabýlum í Marokko nú upp á síðkastið. Nálægt bænum Melilla (á norðurströnd Marokkó) lenti í mann- skæðum bardaga 24. f. m. Voru Ka- býlar 16,000 að tölu, og réðust hvað eptir annað á spanska setuliðið þrátt fyrir stóðuga skothríð frá stórskotaliðinu. Bardaginn stóð allt til kvelds. Fregnum ber ekki að öðru leyti saman um úrslitin. Segja sumar, að Spánverjar hafi haldið velli, en aðrar að þeir hafi borið lægra hlut. En mannfallið varð þó meira af hinum innfæddu. Er talið, að fallið hafi af þeim 2000 manns, en af Spánverjum 200, þar á meðal einn aðalforingi þeirra Pintos herforingi, og 20 aðrir liðsforingjar féllu eða særðust. Alls særðust í þessari or- nstu 800 manns af Spánverjum, og »Ti- mes« segir 6. þ. m., að síðan 9. júlí, eða á einum mánuði, hafi Spán/erjar misst 90 liðsforingja og 1000 manns í orustum við Marokkóbúa, og er það ekki alllítið tjón. — Hinn 27. f. m. varð einnig harð- ur bardagi á sömu stöðvum og mannfall allmikið. Með því að fregnir bárust til Spánar um, að spanska herliðið 1 Marokkó hefði farið hrakfarir, væri í nauðum statt og illa stjórnað, þá urðu uppþot víðsvegar á Spáni, einkum í Barcelona. Það var að kveldi 27. f. m., sem stjórnbyltingamenn 1 Barcelona hófu þar uppreisn, með því að leggja eld í bæinn á ýmsum stöðum. Segir fréttaritari »Times«, að þá nótt hafi verið brenndar eða skemmdar 36 kirkjur og samkomuhús. Daginn eptir voru 40 uppreisnarmenn skotnir án dóms og laga. Þá var barist á götunum og tóku 30,000 byltingamanna þátt í upphlaupinu, að því er sagt er. Einn fréttaritari lýsir svo að- fórunum í bænum h. 28. f. m., að upp- hlaupsmenn hafi grafið upp llk úr kirkju- görðum, dregið þau í böndum um göt- urnar, og skilið þau svo eptir á ýmsum stöðum. Annar fréttaritari lýsir hryðju- verkunum nóttina milli 27.—28. með enn dekkri litum, einkum grimmdinni við munka og nunnur, er drepin hafi verið fyrir ölturum, rifin í stykki og limirnir born- ir á stöngum, en sumar nunnur píndar til dauða. Eitt dýrmætt bókasafn var eyði- lagt og eitt náttúrugripasafn. Við bruna ýmsra guðsþakkastofhana urðu 5000 börn heimilslaus. Yfirvöldin í Barcelona hafa reynt að gera sem minnst úr þessu upphlaupi, en allalvarlegt var það engu að síður. Og það eru ekki eingöngu stjórnbyltingamenn, eða stjórnleysingjar, sem hrundið hafa þvf á stað og tekið jþátt í þvf, heldur »skikkanlegir« verka- menn, sem hata allan herbúnað, og hafa gripið tækifærið að leggja niður vinnu, nieðan herliðið hafði annarstaðar nóg að starfa. Annars er Barcelona aðalheim- kynni stjórnleysingja á Spáni, og æsing- um þeirra er auðvitað upphlaupið að kenna. Talið er, að í því hafi verið drepnir 100 manns, þar á meðal 75 upp- hlaupsmenn, en 1000 verið særðir. Ótt- ast menn nú allmjög um lff Alfons kon- ungs, og fær hann ekki líftryggingu hjá lífsábyrgðarfélögum nema með afarkost- um. Þjóðhöfðingjar þykja ekki óhultir á þessum tfma, sízt í Suður- og Austur- Evrópu. Feröalag Rússakeisara. Nikulás keisari er nú á hringferð sinni, sem fyr hefur verið getið um, en þorir hvergi á land að koma. Er jafnan á skipi sínu »Standard«, og varðskip allt í kringum hann. Má enginn nálgast keisara- skipið, nema »útvaldir« einir, þjóðhöfð- ingjar og þeirra nánustu, svo er hræðslan mikil, og má vera óskemmtilegt að lifa jafnan í slíkum ótta, enda er keisarafrúin orðið heilsulaus, gersamlega taugabiluð af þessari sífelldu lífhræðslu. Þau keisara- hjónin komu á höfnina f Cherbourg á Frakklandi 31. f. m., og Falliéres forseti tók þar á móti þeim og bauð þeim til morg- unverðar á skipi sfnu. Þar hélt keisari ræðu og fór hlýjum orðum um sambandið milli Frakklands og Rússlands, er væri svo ágæt trygging fyrir almennum friði. Daginn eptir var haldin frakknesk fíota- sýning til heiðurs við keisara. Frá Cher- bourg hélt keisari 2. þ. m. áleiðis til Co- wes á Suður-Englandi, og lét Játvarður konungur þrjú stærstu herskip Bretaflota sigla á móti keisara út í Ermarsund, og rétt á eptir kom konungur sjálfur á skipi sínu og gekk um borð í »Standard«, til að heilsa upp á keisara. Voru svo veizlu- höld á báða bóga næstu daga, allt á skipum úti. Að eins börn keisara fengu að stfga á land og skemmta sér nokkra hríð á götunum í Cowes, en leyndu var því haldið, að þetta væru börn keisara, en þá er það fór samt að kvisast og mannfjöldinn tók að elta krakkana til að skoða þau, þá fór lögreglan að ókyrrast, og leið ekki á lóngu, áður en þau voru fiutt aptur út á skip. Vitanlega er reynt að halda því leyndu fyrir börnunum í lengstu lög, að þau hafi nokkuð frek- ar að óttast en önnur börn, vegna þess, að þau eru börn keisarans, en fijótt fá þau auðvitað vitneskju um það, og verð- ur til þess að spilla snemma æskugleði þeirra. Frá Cowes hélt keisari 5. þ. m. til Kiel til fundar við Vilhjálm keisara. Létti þungum steini af Bretum, er heimsóknin var um garð gengin. Ráðaneytisskipti á Frakklandi. Þess hefur verið getið í símskeytum áður, að Clemenceau forsætisráðherra Frakka væri farinn frá völdum. Varð hann í minni hluta við atkvæðagreiðslu á þinginu 20. f. m., með því að trausts- yfirlýsing til stjórnarinnar var felld með 212 atkv. gegn 176. Munurinn var þó ekki meiri, ekki nema 36 atkvæði. Svo ber og þess að gæta, að það voru að eins 388, sem greiddu atkvæði af 591, sem sæti eiga á þinginu. 175 þingmenn höfðu fengið burtfararleyfi af þingi áður, og voru nokkrir þeirra á skemmtiferða- lagi á Norðurlöndum, þar á meðal í Kaupmannahöfn, en nokkrir voru fjarver- andi í leyfisleysi, höfðu gengið burt áður en atkvæðagreiðsla fór fram. Þrátt fyrir þetta tók Clemenceau vantraustsyfirlýsingu þessa góða og gilda, og rauk út úr þing- salnum ásamt öllum ráðgjöfunum, undir eins og atkvæðagreiðslunni var lokið. Það voru þeir Jaurés og Delcassé, er stóðu fyrir áhlaupi þessu á stjórnina, og sættu lagi meðan svo margir þingmenn voru fjarverandi, enda tókst að steypa henni. Það var út af stjórn flotamál- anna, sem Delcassé réðst á Clemenceau all hatramlega. En Clemenceau svaraði aptur ofsalega mjög og spillti það fyrir honum, enda segja sumir, að hann hafi gert það með vilja, verið orðinn þreyttur á stjórnarstórfum og viljað hætta. Hefur hann og verið einna lengst í embættinu, síðan Waldeck-Rousseau, eða síðan í október 1906. Komst hann inn í ráða- neyti Sarriens í marz það ár, og var þá þegar í rauninni aðalmaðurinn í því ráða- reyti. Hefur hann fengið orð á sig tyrir stjórnkænsku, dugnað og snarræði, og er nú kominn fast að sjötugu (f. 1841). Eptirmaður hans er Aristide Bri- a n d, maður á bezta aldri, 47 ára gam- all, áður dómsmálaráðgjafi í ráðaneyti Clemenceau's. Hann er jafnaðarmaður mjög ákveðinn, en nýtur almenns trausts meðal landa sinna. Sem dómsmálaráð- gjafi átt hann mestan þátt í samning lag- anna um skilnað rfkis og kirkju á Frakk- landi, og þótti koma viturlega fram í því máli. Skoðanabróðir hans Millerand er orðínn atvinnu- og póstmálaráðgjafi í þessu nýja ráðaneyti, en annars eru 6 úr hinu gamla ráðaneyti einnig í þessu, þar á meðal utanríkisráðgjafinn Pichon. Hermálaráðgjafi er Brun hershöfðingi og flotamálaráðgjafi Boué de Lapeyrére admir- áll, báðir nýir í tigninni, og mikilhæflr menn. Næstliðin 10 ár hefur forstaða flotamálaráðaneytisins ekki verið falin for- ingjum úr sjóhernum, heldur ósérfróðum mönnum í þeim efnum, og eigna Frakkar þeirri ráðstöfun hnignun sjóliðsins, en nú búast þeir við framförum. Frá Persíu. Þess hefur verið áður getið, að Mú- hamed Ali Persakeisari varð að leggja niður völdin í f. m. Mótstóðumenn hans höfðu þá náð höfuðborginni Teheran á vald sitt, og keisarinn flúði á náðir rúss- neska sendiherrans, er tók hátíðlega á móti þessum virðulega flóttamanni, og lét bæði enskan og rússneskan fána blakta yfir húsinu meðan keisarinn var þar, til að sýna, að hann stæði undir vernd beggja þessara stórvelda. Það ætla menn, að Rússar hafi hugsað sér að ná öllum yfirráðum þar f landi, með því að æsa þjóðina gegn keisara, svo að hann yrði að leita trausts og halds hjá þeirn, og yrði þá ekki annað en leiksoppur í hönd- um þeirra, þótt hann bæri keisaranafnið. En hreyfingin varð ofsterk í landinu, svo að Rússar sáu sér ekki annað fært, en láta keisarann falla og sporna ekki gegn stjórnendaskiptunum. Er Achmed Mirza sonur keisara, 14 ára gamall (sumir segja 11 ára) tekinn við völdum, en sá heitir Azed-el-Mulk, sem er forverji hans og stjórnandi. Kvað drenghnokkinn hafa farið að skæla, er hann var gerður að keisara og kann mjög illa við sig í tign- inni. Hefur hann gert nokkrar atrennur til að hlaupast burtu, heim til pabba og mömmu. Það stóð alllengi á því, að ákveða hve há eptirlaun atsetti keisarinn ætti að fá. Fjárhirzla Persa er tóm, og illt að fá lán, lánstraustið ekki mikið. Var álitið, að keisarinn mundi geta lifað sæmilega á Rússlandi með 90,000 kr. eptirlaunum á ári, en við það vildi Muhamed Ali alls ekki una, og hafði hann það loks fram, að fá 270,000 kr. í eptirlaun, en þá varð hann að sleppa tilkalli til gimsteina krún- unnar. Er þar á meðal hinn nafnkunni Daryanur-gimsteinn, systursteinn við hinn jafnnafnkunna Ko-hin-oor^ (»Ljósfjall«) Bretakonungs. I þ. m. heldur hinn fyrv. Persakeisari af stað úr Persíu áleiðis til Rússlands, og á að setjast þar að í höll á Krímsskaganum. Býr hann þar sem útlendur fursti, án nokkurrar veru- legrar gæzlu. í flugvél yfir Ermarsuud. Sunnudagsmorguninn 25. f. m. frá kl. 4r/=—5 síðdegis, flaug frakkneskur maður að nafni Blério.t fyrstur manna í flug- vél milli Frakklands og Englands, yfir sundið milli Calais og Dover, sem þar er rúmir 30 kflómetrar^á breidd. Er talið, að hann hafi farið sem svarar 68 kíló- metrum á klukkustund, og verið 27^/3 mínútu á leiðinni. Hafði Blériot í kyr- þey búíð sig undir að þreyta flug þetta, og vissu tiltölulega fáir af þeirri fyrirætl- un, en annar frakkneskur maður, Latham að nafni, hafði alllengi legið við sundið, og búið sig til að fljúga yfir. Eptir að Blériot hafði heppnast það svona vel, gerði Latham tvær tilraunir, en datt bæði skiptin í sjóinn, því að mótorinn bilaði. I sfðara skiptið meiddist hann til muna við fallið. Blaðið »Daily Mail« í Lund- únum hafði heitið 18,000 kr. verðlaunum handa þeim, er fyrstur flygi yfir Ermar- sund, og hlaut nú Blériot verðlaun þessi, enda má segja, að hann hafi til þeirra unnið, því a-ð þetta er 11. flugvélin, sem hann hefur smíðað til loptfara, 11. til- raunin, sem hann hefur gert til að gera vélina sem fullkomnasta. Gufubátur, sem átti að verða samferða honum yfir sundið til að bjarga honum, ef hann félli f sjó- inn, lagði af stað frá Calais nokkru á undan honum, en hann náði honum fljótt og varð langt á undan til Dover. Eptir 10 mínútna flug missti hann sjónar á Frakklandsströnd, en að öðrum 10 mín- útum liðnum eygði hann hæðírnar við Dower. Hann flaug optast nær um 250 feta hátt f lopti. Eins og vænta mátti, var honum tekið með kostum og kynjum á Englandi, haldnar veizlur í Lundúnum o. s. frv. Haldane, hermálaráðgjafinn enski, sagði, að hann yrði kunnur í sög- unni fyrir þetta afrek hans, er myndaði nýtt tímabil í loptsiglingum. Ekki var Blériot tekið með minni virktum, er hann kom til Parísar. Var hann borinn á höndum, og hvert heiðurssamsætið rak annað. Loptsiglingafélagið franska hefur ákveðið að reisa minnisvarða úr granit á staðnum, þar sem Bléiiot tók sig upp, er hann flaug yfir sundið. Honum hefur og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.