Þjóðólfur - 17.09.1909, Síða 1

Þjóðólfur - 17.09.1909, Síða 1
Þ JÓÐÓLFUR. 61. árg. Brlend tíðindi. Frá norðurheimskautinu. Afrek Cooks læknis. Frásögn hans rengd. Nýjustu erlend blöð, er hingað komu með síðustu skipum, eru öll barmafull af frásögnum um ferð Ameríkumannsins Cook til norðurheimskautsins, en fréttin um, að Peary hefði einnig komizt þang- að, var að eins nýkomin til blaðanna 7. þ. m., svo að um för hans höfum vér ekki nánari fréttir hér enn, en þær, er komið hafa 1 símskeyti, að hann komst að heimskautinu 6. apríl síðastl. Mun honum hafa orðið allhverft við, er annar hafði orðið fyrri til að ná þessu þráða marki, enda er sagt, að Peary sé einn meðal þeirra, er ákafast rengja frásögn Cooks, og koma síðar nánari fréttir um þá deilu. En hver er þá þessi Cook, er unnið hefur þetta þrekvirki, að því er hann sjálf- ur segir? Hann er læknir, 44 ára gamall, heitir fullu nafni Frederich Albert Cook og er kominn af þýzkum ættum, ættarnafn hans upphaflega Koch, en fæddur er hann f Suliivanhéraði í New-York-ríki og fluttist barn að aldri með foreldrum sínum til Brooklyn, og hefur átt þar heima síðan. Hann stundaði læknisfræði við háskól- ann í New-York, og var læknir í norð- urför Peary’s 1891—1892 og síðar lækn- ir í suðurheimskautsför meðskipinu »Bel- gica« 1897—1898, og ritaði bók um þá för, reyndist hann mjög vel í báðum þeim ferðum, fékk heiðursmerki frá Belgja- -stjórn og er sæmdur ýmsum öðrum virð- ingarmerkjum. Ennfremur er hann for- seti í klúbb landkannenda í New-York. Hann hefur og fyrstur manna gengið upp á McKinleytjall 1 Alaska, hæsta fjall í Norður-Ameríku. Árið 1907 fór hann í veiðiför til Grænlands með JohnBradley, amerískum miljónamæringi, en er þang- að var komið, sagði Cook hreint og beint, að hann færi ekki heim aptur við svo búið, heldur væri hann staðráðinn í því að fara til norðurheimskautsins. Bradley reyndi að telja hann af því, en það var árangurslaust. Þetta var í ágústmánuði 1907, og var veiðiskúta Bradleys þá í Smithsundi. Lét Bradley hann hafa gnægð vista af skútu sinni og hélt síðan heim- leiðis, en Cook varð eptir hjá Eskimóun- um í Annotok, ásamt einum háset- anna Rudolf Francke, er þó tók ekki þátt í norðurförinni. Tók Cook þá að búa sig af kappi undir förina, og lagði af stað frá Annotok um sólaruppkomu 19. febrúar 1908 og voru þá saman umanns (Cook og 10 Eskimóar) með 103 sleða- hunda. Verður hér fljótt yfir sögu að fara, enda frásögnin sjálf nokkuð sundurlaus og ber ekki alveg saman eptir hinum ýmsu blöð- um. En hér er mest farið eptir skýrslu frá Cook sjálfum í »Daily Mail« 3. þ. m. Reykjavík, föstudaginn Var fyrst haldið yfir Smithsund og Elles- mereland. Var kuldinn þá afarmikill stundum 50—6o° R. og frusu sumir hund- arnir til dauðs. En ferðin gekk eigi að síður vel og gnægð villibráðar til matar, bæði moskusuxar, bjarndýr og snjóhérar. Hinn 18. marz sneru 6 Eskimóar heim aptur með 46 hunda og 3 dögum síðar (21. marz) sneru enn 2 Eskimóar aptur, og voru þá að eins eptir með Cook 2 Eskimóar að nafni Etukishook og Ahwelsh, og höfðu þeir þá 26 hunda. Voru þáeptir 460 enskar mílur til heimskautsins. Fyrstu dagana gekk þeim félögum allsæmilega, þótt kuldinn væri afarmikill. Bjuggust þeir fyrir í snjóhúsum, átu þurt nautakjöt og tólg og drukku heitt te. Hinn 30. marz sáu þeir nýtt land 1 vestri, og voru þá á 84,47 mælistigi. En þeir máttu ekki vera að tefja sig á að rannsaka strendur þessa nýja lands. Gengu þeir stöðugt á samfelldum ísi og hurfu brátt öll merki um lifandi skepnur. Vindur blés optast af suðvestri og gekk í gegnum merg og bein í hinum voðalega kulda. Við at- huganir 8. apríl voru þeir komnir á 86,36 mælistig, og höfðu þá farið rúmlega 100 enskar mílur á 9 dögum og voru þá um 200 enskar mllur frá heimskautinu. Nú tóku sleðarnir að léttast, því að vistir tók að þverra, og hundarnir týndu töl- unni, og voru þegar jetnir at þeim, sem eptir lifðu. Þá er komið var norður fyr- ir 86. mælistig varð ísinn sléttari en fyr, og milli 87. og 88. mælistigs nær mis- hæðalaus, líkast sléttu svelli. Við athug- anir 14. apríl kom í ljós, að eptir voru tæpar 100 mílur enskar til heimskautsins (88,21 mælistig). Voru þar sprungur í ísnum og hafði þar nýjan ís lagt yfir. Með því að þá var nokkuð tekið að hlýna í veðri, þótt kalt væri, spöruðu þeir fé- lagar sér það ómak, að reisa snjóskýli og höfðust við í silkitjaldi - þótti Cook það þægileg tilbreyting. Á hverjum degi virtist þeim, að þeir sæi land og fjalla- tinda og ýmsar undramyndir, en allt voru það missýningar einar, er stöfuðu frá geislum miðnætursólarinnar, er hún skein á ísflákana, er dag eptír dag voru fyrir augum þeirra í eilífu tilbreytingaleysi, svo að augun veikluðust af þessari óbreytan- legu sömu sýn. En nú var einnig mark- ið tekið að nálgast. Við nákvæma mælingu á sólinni 21. apríl, kom fram talan 89°,59’,46”, þ. e. að segja, þá voru eptir að eins i4breidd- arsekúndur og heimskautið í augsýn. Ept- ir dálítinn tfma, um hádegi 21. apríl (1908) stóðu þeir félagar á póinum. Áttirnar norður, vestur og suður voru horfnar. Hvert sem maður sneri sér var alt suður, allt vissi til suðurs. Þá er Cook skýrði Eskimóunum frá, að nú væri hinu mikla marki náð, fóru þeir að dansa þjóðdans sinn. Við fregnrita danska blaðsins »Póli- tiken«, er spurði Cook, hvað hann hefði hugsað, er hann var kominn að pólnnm, kvaðst hann hafa hugsað eitthvað á þá leið »Skál Friðrik!«, því að hann héti Friðrik, og er hann var spurður, hvað hann hefði gert, er hann stóð á pólnum, svaraði hann: »Alls ekkert. Eg stóð þar bara«. Allt umhverfis var ís, eintóm fsbreiða, en með allmiklum sprungum, 17. september 1909. ekkert land, ekkert líf, eintómur dauði f þessari íseyðimörk. Engin lifandi vera, nema þessir 3 menn og fáeinir hundar. (Cook getur þess ekki, hve margir þeirra hafi þá verið eptir). Tvo daga dvöldu þeir félagar við heim- skautið, og gerði Cook þar ýmsar athug- anir, reisti hann upp Bandaríkjafánann þar á ísnum, og í látúnspípu, er hann lagði undir fánann, lét hann skýrslu um för sína og lokaði pípunni. Svo hefur hann sjálfur sagt, en erfitt mun vera að finna þessi vegsummerki síðar, er sanni þessa sögu hans, því að undirstaðan hef- ur verið óstöðug og ísinn á stöðugu reki við heimskautið, ekki síður en annar- staðar. Hinn 23. apríl sneri Cook og félagar hans heimleiðs og áttu harða útivist. ís- inn tók að leysast sundur og rak með allmiklum hraða 1 ýmsar áttir. Hvass- viðri voru mjög tíð og sóttist ferðin seint. Vistir voru og mjög á þrotum og Cook sá fram á, að hættulegasti hluti fararinn- ar var nú eptir. Hinn 24. maí voru þeir komnir á 84. mælistig. Var ísinn þá mjög sundurslitinn og rak þá til austurs með auðum sjó á milli. Með því að fara 15 enskar mílur á dag, reiknaði Cook út, að þeir gætu dregið fram lffið, þang- að til þeir kæmu á veiðistöðvar, en þeir voru orðnir svo aðþrengdir, að þeir kom- ust með naumindum 10 enskar mílur á dag. Dag eptir dag voru þokur, svo að ekki sá til sólar, og þeir vissu ekki, hvar þeir voru staddir. Isinn var svo ógreið- ur og ójafn, að mjög seint gekk að klöngrast áfram. Eptir 20 daga rofaði loks til, og þá sá Cook, að hann var kominn í nánd við svo nefnda Heibergs- ey, en auður sjór eða öldungis ógengur ís milli hans og lands. En næsta dag vildi þeim það til lífs, að þeir gátu skot- ið birni sér til matar. Hvenær þeir fé- lagar komust til nyrztu forðahúra._sinna,_. eða hvort þeir hafa nokkru sinni hitt þau, verður ekki séð af skýrslunni. Þeir grófu sig í jarðhús, að því er virðist snemma í september, og höfðust þar við þangað til sól fór að koma aptur á lopt upp snemma árs 1909. Þeir veiddu sér til matar moskusuxa og bjarndýr, en virð- ast hafa sleppt hundunum lausum. Hinn 18. febrúar 1909 var lagt upp og haldið áleiðis til Annotok. Er svo að sjá, sem þeir hafi komist þangað 15. apríl. Til þess að komast sem fyrst heim til sín, hélt Cook suður eptir í nýlendur Dana og kom til Upernivik 21. maí. Þaðan fór hann til Danmerkur með skipinu »Hans Egede«. Kom það við Lerwick á Hjalt- landi 1. þ. m., og þaðan símritaði Cook um afrek sitt, og flaug fregnin óðar um heim allan. I Kaupmannahöfn varð sér- staklega allt á tjá og tundri og fagnaðar- lætin óviðjafnanleg, þá er Cook steigþar á land kl. 10 laugardágsmorguninn 4. þ. m. Eru langar frásagnir um þær viðtök- ur allar í dönskú blöðunum. Krónprinz- inn bauð hann fyrstur manna velkominn til Danmerkur, og sfðar um daginn tók konungsfólkið allt á móti Cook á Ama- líuborg. Var þegar tekin ljósmynd af Cook með sendiherra Bandaríkjanna, dr. Egan til annarar handar, en hinn nafn- 39. kunna enska blaðamann, W. T. Stead, til hinnar handarinnar. Þykjast Hafnar- búar aldrei hafa verið sjónarvottar að öðrum eins troðningi og öðrum eins ó- skapalátum, eins og voru utan um Cook, er hann gekk upp í bæinn og lá nærri, að hann yrði troðinn undir eða meiddur í öllu því fargani. Hvað eptir annað var hrópað úr mannþyrpingunni: »Upp með Cook! Lyptið honum upp! Vér Vilj- um sjá hann«, o. s. frv. Lögreglan réð ekki við neitt, því að fólksstraumurinn rudddi öllu með sér, og gekk eins og í öldum fram og aptur. Cook var nokkra daga í Höfn og talaði meðal annars í ráðhúsinu. Fór frá Höfn til Englands (Lundúna). En um viðtökurnar þar eng- ar fréttir komnar. Og nú er Peary kominn heim og het- ur einnig komist að heimskautinu. Kvað hann saka Cook um, að frásögn hans sé ósönn, og hafi hann aldrei á heimskaut- ið komið. Og í blöðunum, sérstaklega hinum ensku og amerísku, er Cook bein- línis vændur um pretti. En hann á auð- vitað erfitt með að sanna, að hann hafi verið á pólnum, eins og hinir eiga erfitt með að ósanna það. Knud Rasmussen, rithöfundurinn danski, grænlenzkur að móðerni, hefur talað við Eskimóana, er voru alla leiðina með Cook, og þeir staðfesta, að hann hafi komizt með þeim til heimskautsins, en blöðin segja, að vitn- isburð þann sé ekkert að marka, því að þeir hafi ekkert vit haft á þessu og Cook hafi getað talið þeim trú um, að nú væri markinu náð, þó langt væri til þess. Eru margir á því, að hann hafi ekki komizt lengra en á 87.—88. mælistig, því að þangað til sé skýrsla hans nokkurnveg- inn ljós og skiljanleg, en úr því allósenni- leg. Blöðin hafa leitað umsagna ýmissa vísindamanna, einkum heimskautafara vlðsvegar um heim, um'það, hvort þeir teldu sennilegt, að Cook færi með rétt mál, og hafa flestir svarað á þá leið, að það væri ekki unnt að staðhæfa og ekki heldur að neita því algerlega. Hinsveg- ar eru þeir, sem þekkja Cook persónu- lega, sannfærðir um, að hann segi satt, því að hann sé bæði járnduglegur og af- arharðger og ekki kunnur að ýkjum. Það er einkum skýrsla hans um ferð sína, er blöðin hafa fett fingur út í og talið grunsamlega í ýmsum atriðum. Blaðið »Daily Mail« segir, að hún sé mjög ósannfærandi, ósennileg og netnir ýms dæmi þess. Hún sé mjög ófullkom- in og undarlega orðuð, allur blærinn á frásögninni sé þannig, eins og verið sé að segja frá einhverri hversdagslegri göngu eptir sléttri grund, að einhverjum hey- stakki, en ekki frá feikilega hraðri ferð eptir ómælilegri ísbreiðu, að stað, sem enginn maður hefði fyr stigið fæti á. Og svo gagnrýnir blaðið alla skýrsluna mjög ítarlega. Einkum þykir þvl ferðhraðinn undariegur, 15—17 enskar mflur á dag, optast nær á norðurleið. En þeir, sem kunnugir eru, segja, að Eskimóar telji það ekki sérlega harða ferð með hunda- sleðum. Þá reiknar blaðið út, að hver hinna 26 hunda, er Cook lagði upp með að síðustu, hafi orðið að draga töluvert meira en 200 pund, en það sé talið alt

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.