Þjóðólfur - 17.09.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.09.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR. 153 hafi margfaldazt síðan. Og það er óhætt að segja, að hvergi annarstaðar hn hér mundi slík borgun nú talin boðleg fyrir jafnmikið trúnaðarstarf, jafn yfirgripsmikið og jafn áríðandi, enda eru slík störf annarstaðar mjög vel launuð, og hvergi talin meðal bitlinga. Og þótt Lögréttudulan sé að ropa um þetta, rnun hvorki eg eða hin nú- verandi stjóm blikna né blána fyrir henni út af þeim „bitlingnum". Og það hygg eg, að Lögréttudulunni verði aldrei trúað fyrir því starfi. Þá kemurdulan að alþingistíðindunum, og segir, að „eg reikni sjálfum mér fram undir 1000 kr. fyrir ritstjórn þeirra". Þetta lítur nógu laglega út á pappírnum hjá þessari Lögréttudulu. En við þetta er ekki allfátt að athuga, og má sumt vera dulunni kunn- ugt t. d., að hvorugur forsetanna ávísar sjálfum sér nokkurt fé fyrir störf, er hann vinnur, og að það erbein skylda beggja deildarforsetanna, samkvæmt skýrum lagaákvæðum þingskapanna, að sjá um út- gáfu alþingistíðindanna. Það er sjálfsögð skyldukvöð, er á þeim hvílir sem forsetum, báðum í sameiningu. Þéir geta ekki undan henni skorazt, og fá ekki nema hæfilega þóknun fyrir unnið starf. En auk þessa verða for^etarnir að gegna ýmsum störfum milli þinga, er þeir fá alls enga þóknun iyrir. En þess virðist Lögréttudulunni vit- anlega óþarft að geta. Þá nær upphæð sú, sem dulan segir, að eg fái fyrir ritstjórn þingtíðindanna, engri átt, að mínum hluta. En geta má þess, þótt duluna varði reyndar ekki um það, að borgunin fyrir starf þetta nú mun verða til muna minni tiltölulega eptir Iengd þingtíðindanna nú, heldur en hún var fyrir samskonar starf hjá forsetum þingsins 1907 (Júl. Havsteen og Magnúsi Stephensen), og tóku þeir þó ekki nema sanngjarna þóknun fyrir starf sitt. Og hvor- ugur okkar forsetanna mun blikna né blána, þótt við séum settir á bitlingaskrána hjá þessari dulu sakir þessa skylduverks okkar. Okkur er engin vansæmd að því, að aðrir eins menn og Júlíus Havsteen amtmaður og Magnús Stephensen landshöfðingi voru þá samskonar ,,bitlingamenn“(!) hjá hinni fyr- verandi stjórn. En engu minnihlutablaði kom þá til hugar að setja þá á „svörtu töfluna" íyrir þær sakir, eða illskast við þá- verandi stjórn út af því, að hún hefði stung- ið þessum „bitlingi«(!) að þessum flokks- mönnum sínum. En svona fer öllu fram, þar á meðal og ekki sízt — lubbaskapnum í íslenzkri blaðamennsku. Þar hefur „Lög- rétta“ tekið miklum og skjótum framförum. Hannes Þorsteinsson. Smjörsalan. Slmskeyti frá konsúl G. Davidsen smjör- sala í Leith, 14. þ. m., tilkynnir, að smjör- ið, sem sent var með »Ceres« 7. þ. m., sé allt seltfyrir97—100 shilling pr. centw (ioi1/^ pd.) nettó. Það verður sama sem 86—87 a. pd. j. V. Faber & Co. í Newcastle símar s. d. (14. þ. m.): »Smjörið, sem sent var með s/s »Ce- res«, kom hingað í dag og er selt. Verð- ið var 4—5 krónum hærra en síðast fyr- ir hundrað pundin. Markaðurinn er fastur*. Strandbátarnir. Gufuskipafélagið »Thore« hefur nýlega gert samning við Helsingör skipasmíða- stöð um smíði á 2 gufuskipum til strand- ferða við ísland. Stærð skipanna á að verða|: lengd 160 Jfet, breidd 267* fet, með tvöföldum botni. Skipin verða bæði eins, útbúin með kælirúmi. Fyrsta far- rými á að rúma 36 farþega, og annað Loks er nú búið að taka upp og koma fyrir birgðum þeim, sem Skóvcrzlun Lárusar G. Lúðvíg’ssonar, Þingholtsstræti 3, fékk með síðustu skipum, og þær eru að þessu sinni svo miklar og fjölbreyttar, að slíks eru ekki dæmi til fyr. ♦♦♦ Margar nýjungar. ♦♦♦ Skófatnaðurinn er allur nýr, keyptur beint frá framfeiðendunum, fen verður þó seldur með mínu al- þekkta, lága verði. Auk mikils af'sláttar. ef keypt er meir en eitt par, fylgir hverju pari kærkominn kaupbætir. Virðingarfyllst Lárus Gr. Lúdvígs^on. farrými 42 farþegja. Skipin eiga að hafa 10 mílna hraða. „Sterliiig11 kom hingað 13. þ. m. frá Höfn og Austfjörðum. Farþegar voru meðal ann- ars: Sæm. Bjarnhéðinsson holdsveikra- læknir, Einar Helgason garðyrkjumaður, Björn Sigurðsson stórkaupm., Eggert Briem frá Viðey, frú Helga Berthelsen, frk. Berthelsen, ungfrú Laufey Vilhjálmsdóttir, frú María Össursdóttir (frá Flateyri), Trolle kapteinn, Nathan vörubjóður, Thaulow stórkaupmaður o. fl. „Skálholt“ kom úr hringferð norðan og vestan um land 13. þ. m. Með því komu úr Stykk- ishólmi: Guðm. Guðmundsson héraðslækn- ir, Guðm. Eggerz sýslumaður og Jón A. Egilsson kaupm. „Flora‘, kom hingað frá Noregi norðan og vest- an um land 12. þ. m. með allmarga far- þega, fór aptur i gær vestur og norður um land, áleiðis til Noregs. „Vesta“ kom frá útlöndum að morgni 13. þ. m. með fátt farþega. Dáiuo er í Altona 19. f. m. landi vor Einar Bessi Baldvinsson, á 79. aldurs- ári. Hann var sonur hins nafnkunna efn- ismanns,Baldvins Einarssonar frá Hraunum, er flestir íslendingar munu kannast við, og landi voru var svo mikill sjónarsviptir að, er hann burtkallaðist svo sviplega í Kaupmannahöfn 9. febrúari833, rúmlega þrítugur að aldri. Einar sonur hans var fæddur í Kaupmannahöfn 30. marz 1831, og var þvi tæpra 2 ára, er faðir hans dó, en móðir hans var af dönskum ættum, Jo- hanne Hansen að nafni, og giptist hún 1838, 5 árum eptir dauða Baldvins, Lohse tollembættismanni í Altona. Var hún fædd 1803 og andaðist 1897, g4áragöm- ul. Árið eptir lát föður síns, 1834, fór Einar til Islands og var fyrst hjá afa sfn- um, Einari Guðmundssyni dbrm. á Hraun- um, en síðar lengst hjá Lárusi Thoraren- sen sýslumanni í Enni á Höfðaströnd og um tíma hjá Benedikl prótasti Vigfússyni á Hólum. 1840 fór hann héðan af landi burt til móður sinnar og stjúpföðUr og ólst upp hjá þeim á Holsetalandi, gekk á skóla í Glúckstadt, bjó um hríð í Tön- der, en 1869 fékk hann embætti við toll- heimtu 1 Altona, er hann þjónaði 33 ár, en fékk lausn frá því starfi 1902. Hann var kvæmtur danskri konu, LauruFrand- sen (f. 1844, f 1906) ættaðri frá Born- holm. Einkason þeirra, Baldvin að nafni (f. 1868) hefur embætti á stjórnarráðs- skrifstofu í Berlín, en býr utanbæjar, kvæntur þýzkri konu. Þeir feðgar, Ein- ar heit. og Baldvin son hans, komu hing- að skemtiferð í fyrra sumar, seint í júlí- mánuði, og dvöldú hér í bænúm viku- tíma hjá frséíida sfntim, Páli bofgarstjóra Einarssyni. Hafði gamli rnaðurinn mik- ið gaman af þeirri fetð.en naumast muhdi hann þá eptir veru sinni hér álandifyrir 68 árum, sem varla var að búast við, er hann fór héðan 9 vetra. Hann vargerfi- legur maður sýnum, íjörugur í anda og gamansamur. — Hann kvað hafa verið mjög skyldurækinn og samvizkusamur í embætti sínu og að öllu hinn mesti sæmd- armaður. Banamein hans var krabba- mein 1 lifrinni. Ljigaskólinn Um aukakennarastarflð þar (1600 kr. árslaun) sækja lögfræðingarnir Björn Þórð- arson, Bogi Brynjólfsson, Jón Kristjánsson, Mugnús Guðmundsson og Magnús Sig- urðsson. Driikknun. Nýlega drukknuðu 2 menn á Eyjafirði innarlega. Annar þeirra var Eiríkur Hall- dórsson bóndi á Veigastöðum á Sval- barðsströnd, merkur maður. Ráðlierranu kom til bæjarins nú í vikunni. Hafði dvalið hálfsmánaðartíma á Neðra-Hálsi í Kjós sér til hvfldar og hressingar, enda sagður nú miklu hressari en áður. Rveldskóli fvrir ungt fólk (yngst 14 ára) verður séttur á stofn hér 1 bænuni í haúst fyrir forgöngu Ásgríms kennara Magnússonar, og byrjar kennslan fyrsta vetrardag (23. okt ). Þar getur fátækt námsfólk fengið mjög ódýra 3—4 tfma tilsögn á dag, t. d. í tungumálum, skript, reikningi, teikning og söng. Umsóknir um skólann á að senda til hr. Ásgr. Magnússonar, helzt fyrir lok þ. m, »ís»f ol«l« (8. sept.) skýrir frá því, að eg hafi komið hingað til þess að sjá um sölu á Vinaminni. Til þess kom eg ekki. Sigridur E. Magnússon. €rlení simskeyti til Pjóðólfs. Kaupm.höfn 17. sepl. Peary rengir Cook. Alheims- rifrildi um það. Tvísýni á að fjárlagafrumvarp Breta verði samþykkt. 145 og móður, fá nýtt nafn og ný metorð, það mundi sjálfsagt geta truflað þá, sem sterkari heila hafa heldur en eg. Móðir mín bað mig um að koma með sér og eg fór með henni. Vagninn beið eptir okkur, en rétt þegar við vorum sezt og ætluðum að fara að aka á stað, þreif einhver náungi í hestana og tveir aðrir fantar réðust á okkur. Eg barði annan þeirra f höfuðið með svipuskapt- inu, svo að hann slepti stafnum, sem hann ætlaði að berja mig með; síðan sló eg duglega í hestana og slapp undan þeim. Eg skil ekkert í, hverjir það hata getað verið eða hversvegna þeir hafa ætlað að ráðast á okkur". „Máske sir Lothian geti frætt yður á því", sagði frændi mmn. Fjandmaður okkar þagði, en litlu, hvössu augun hans voru líkust sem í morðingja, er hann leit til okkar. Þegar eg var kominn hingað og hafði fundið föður minn, fór eg niður. —“ Frændi minn greip fram í fyrir honum með undrunarópi. „Hvað segið þér, ungi maður? komuð hingað og funduð föður yðar! Hérna á Kóngsklöpp?" „Já, sir“. Frændi minn fölnaði. „En segið okkur þá í guðs nafni, hver faðir yðar er!“ Jim svaraði engu en benti bgra aptur fyrir okkur, og þegar við litum við, sáum við, að tveir menn voru komnir inn í herbergið inn um dyrnar á bak við okkur. Annan þeirra kannaðist eg undir eins við. Þetta hreyfingarlausa and- lit og þessi undirgefnissvipur sýndi það ótvírætt, að það var enginn annar en Ambrosius, fyrverandi þjónn frænda míns. Hinn var honum mjög ólíkur, en þó jafnvel ennþá kynlegri. Hann var hár maður vexti, í dökkum kufli, og hall- aðist þreytulega fram á staf sinn. Hann var toginleitur og var andlitið svo magurt og skinið, að nærri lá, að það væri gagnsætt. Aldrei hef eg séð nokk- urn mann svo náfölan nema á líkbörunum. Gráa hárið og bogna bakið bentu til þess, að hann væri gamall maður, en dökku augabrýrnar og skæru augun, sem tindruðu undir þeim, vöktu samt hjá mér efa um, að svo væri. Það varð dauðaþögn eitt augnablik, en svo rauf sir Lothian Hume hana með kröptugu blótsyrði. „Avon lávarður!" Kallaði hann upp yfir sig. „Hér er eg, herrar mlnir", svaraði kynlegi maðurinn í kuflinum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.