Þjóðólfur - 24.09.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 24.09.1909, Blaðsíða 1
Þ JÓÐÓLFU R. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 24. september 1909. M 40. Taurullur stærri og smærri. Langódýrasiar í verzlun J. 5. Bjarnason. Bókmenntir. Zacharias Topelius: Sögnr her- læknisins. Matthías Jocluims- son þýddi. Þetta mikla og fræga sagnasafn finnska skáldsins Topeliusar (•{• 1898) er nú allt komið á íslenzku í 6 allstórum bindum, síðasta bindið nú í ár. Þýðingin á þessu stóra safni er þrekvirki, sem hið alkunna þjóðskáld vort hefur leyst mætavel af hendi, þegar á allt er litið, því að það er sannarlega ekki auðhJaupið að því al- staðar, að snúa »Feltskárns beráttelser« úr sænskunni á góða, lipra íslenzku, en það hefur séra Matthíasi tekizt víðast hvar ágætlega, og sumstaðar eru engu minni skáldleg tilþrif i íslenzkunni hjá honum, en í sænskunni hjá höf. Það má óhætt fullyrða, að ritsafn þetta hefur ekkert skemmst við það, að færast í ís- lenzkan búning. Séra Matthías er ein- mitt ágætur þýðari slíkra sögurita, sakir þess, að hann er svo kunnugur islenzku fornsögunum, /slenzka sögustílnum, að honum veitir svo létt að líkja eptir hon- um, en jafnframt gætir hann einmitt með- alhófsins, forðast alla óeðlilega forneskju- tyrfni i stílnum, er spillir nautn manna við lesturinn, þá er hver setning ber það með sér, að hún er ófimleg og saman- skrúfuð stæling með harmkvælum fædd. Úr slíkum óskapnaði verður hvorki fugl né fiskur, hvorki fornmál né nútíðarmál. Fyrir slík sker syndir séra Matthías í þýð- ingum sínum, því að þar rennur gamla ¦og nýja málið saman í eina samsteypta heild, sem ágætlega fer á. Og þótt finna rnætti að stöku orðatiltækjum eða setn- ingum í jafnstóru safni, sem þessu, þá ¦eru þeir gallar svo smáir, að þeirra gæt- ir alls ekki í samanburði við hina miklu kosti þýðingarinnar. Og þegar á allt er Jitið, er oss næst að halda, að þessi þýð- ing séra Matthíasar komist næst eða standi jafnvel jafntætis íslenzkri þýðingu k öðru enn frægara sagnasafni, en það er þýðing Steingríms Thorsteinssons á »Þús- nnd og einni nótt«, sem lengi hefur við- brugðið verið sem fyrirmyndarþýðingu. Hvorttveggja þessar þýðingareru og verða toókmenntalegt þrekvirki, og þá er þess er gætt, að séra Matthías hefur unnið verk þetta á gamalsaldri, þá er mönnum ¦tekur að förlast þróttur og fjör, þá má það furðu kalla, hve gersamlega stíllinn er laus við öll ellimörk og andlega þreytu. Það sést hvergi á þýðingunni, að maður á áttræðisaldri hafi að henni unnið. En vitanlega hefur verkið verið erfitt og þreytandi, því að svo erti allar þýðingar, er vanda skal. Og vér minnumst þess, .að þýðandinn lét þess getið i bréfi. er hann hafði lokið þýðingunni, að feginn væri hann, er þeim steini væri af honum létt, þótt honum hefði verið ánægja að koma þessu snilldarverki Topeliusar á ís- lenzka tungu, og kvaðst hann vona, að margir mundu hafa skemmtun af sögum þessum. Og í því fer hann naumast villt, því að sögum þessum er þannig háttað, að þær munu verða kærkomnar íslenzkri alþýðu, og hin ágætasta skemmtun á vetr- arkvöldum. Annars þarfnast sagnabálk- ur þessi ekki sérstakra meðmæla hér, því hann er fyrir löngu viðurkenndur sem eitthvert hið ágætasta skáldsagnarit á sannsögulegum grundvelli, er birzt hefur á Norðurlöndum. Eins og kunnugt er, þá eru fléttuð inn í sögur þessar ýms höfuðatriði úr sögu Svíþjóðar um meira en hálfa aðra öld, frá því á dögtim Gúst- afs Adolfs fram á daga Gústafs konungs 3. Sérstaklega er það lýsingin á ýmsum þjóðháttum og Jþjóðsiðum Svía á þeim tímum, sem þar kemur svo greinilega fram, samtvinnuð við þjóðtrúna og ýmsa dularfulla hluti, er verpur einskonar töfra- blæ yfir frásögnina, sem heldur lesendun- um föstum, svo að hann þreytist ekki við lesturinn, því að myndirnar, sem höf. bregður upp, eru svo margbreytilegar og þó allar tengdar saman í eina heild, að söguþræoinum er hvergi sleppt, svo að þá er einu bindinu er lokið, veit lesand- inn, að mörg æfintýri eru enn ósögð af sögupersónum þeim, er hann hefur kynnst. Og hann verður fíkinn »að fá meira að heyra«, byrja á næsta bindi. En nú eru bindin komin öll, svo að ekki þarf leng- ur að bíða eptir framhaldinu. Þótt bókin sé nokkuð dýr öll, sem eðli- legt er, þá er enginn vafi á því, að út- gefendurnir fá kostnað sinn endurgoldinn, og meira til að lokum, enda ættu þeir það skilið, því að þar var í mikið ráð- ist af fremur efnalitlum alþýðumönnum, og bókaútgáfa svo dýr hér á landi, að það tekur optast nær langan t/ma að ná upp beina kostnaðinum, hvað þá heldur nokkr- um verulegum ágóða. Og útgáfa þessi, jafnumfangsmikil sem hún er, hlýtur að hafa orðið útgefendunum kostnaðarsöm. Útgefendurnir eru einnig svo kurteisir að afsaka hinn ytri frágang bókarinnar, að honum sé ábótavant að mörgu leyti, en þeim hafi þótt betra að láta sögurnar koma út, þótt í fátæklegum búningi væri, heldur en að það væri ógert. Þetta sýn- ir, hversu vel þeir hafa viljað vanda all- an frágang bókarinnar, því satt að segja finnst oss, að hann sé í góðu lagi og enda miklu betri, en á flestum skáldsög- um þeim, sem nú eru gefnar út á íslenzku, bæði að pappír og prentun. Það er hvorttveggja fullsómasamlegt. Eiga út- gefendurnir þakkir skilið íyrir að koma þessu merka sagnasafni á íslenzku í jafn- góðri þýðingu. Útgefendurnir eru: Bjarn- héðinn Jónsson járnsmiður í Rvík, Krist- ján H. Jónsson ritstjóri »Vestra«, Ólafur Oddsson ljósmyndari á Fáskrúðsfirði og Sigurður Jónsson bókbindari í Rvík. Áramót. Fimmta ár 190i). i?6 Ms. 8. Þetta ársrit hins evangelisk-lútherska kirkjuféfags íslendinga í Vesturheimi er nú nýkomið hingað. Ritstjóri þess er for- seti kirkjufélagsins séra Björn B. Jónsson, bróðurson Kristjáns heit. Jónssonar skálds. Hann var kosinn forseti þess í fyrra, þá er séra Jóni Bjarnasyni var hrundið úr því sæti, er hann hafði skipað alla tíð frá stofnun þessa félagsskapar 1885. Þessi árgangur Áramóta hefst á prédik- un, er séra Björn flutti við kirkjuþings- setningu í Winnipeg 24. júní síðastl., og nefnist hún »Trúarlegt viðsýni«. Fremur lítið er á þeirri hugvekju að græða, | og tekur hún ekki venjulegum prédikunum fram. Langmerkasta ritgerðin í þessum ár- gangi er »Apologia pro vita sua« eða »Sjálfsvörn«, eptir séra Jón Bjarna- son, — fyrirlestur, sem hann flutti á kirkju- þinginu. Það er málsvörn fyrir afstöðu hans í trúmálum og afskiptum hans af »nýju guðfræðinni«. Líkir hann þessari málsvörn sinni við varnarræðu Páls post- ula af tröppum Antoníakastala, er getur um i Postulanna gerningum. Skýrir séra Jón frá því í upphafi máls síns, að fyrir honum sé líkt ástatt og Páli postula, að hann hafi fyrir skemmstu orðið íyrir að- ! súg allsterkum af háifu landa sinna nokk- urra, sem í andlegum efnum hafi ekki getað fengið samfylgd sína, og fyrir þá sök talið hann hinn mesta skaðræðis- mann. Lýsir hann stuttlega undirbúnings- kennslu undir skóla hjá föður sínum.en veru sinni í lærða skólanum lýsir hann all- rækilega, og hrósar lítt kennslunni þar á þeim tímum, og anda þeim, er þá ríkti í skólanum, er meðal annars hafi lýst sér í því, að það hafi enginn heiður þótt í því, að vera iðinn og ástundunarsamur við skólanámið, heldur óllu fremur van- heiður. Allt átti að gerast af gáfum ein- um, en ekki lestri, og vítir höf. þá vit- leysu, og gefur í skyn, að ýmsir hafi spillzt af þessu og trassað námið. Segir hann að markroið menntunarinnar, er veittist í skólanum, hafi augsýnilega verið að setja sameiginlegt mót á alla, er færu gegnum þá andlegu mylnu, laga þá svo til, hrista þá svo, sveigja þá svo, þæfa þá svo, merja þá svo, að þeir yrðu allir í öllu verulegu með sama sniði, eins og ver- ið væri af öllum kröptum að troða ull í poka, áður en hún skyldi flutt í kaupstað, og leggur höf. frekar út at þessari samlíkingu. Hann dæmir mjög hart um prestaskólann, sérstaklega í tíð Péturs biskups sem forstöðumanns. Segir, að skólinn hafi í almenningsálitinu verið í fyrirlitning, og hafi reyndar verið það frá upphafi, og lakast, að sú stofnun verð- skuldaði þá fyrirlitning að mörgu leyti eptir hans skoðun; sér hafi verið Ijóst, að nauðalítið þótti verða úr þeim, er lentu í prestaskólanuni, og hvorki for- stöðumaðurinn né hinir kennararnir þar hafi verið færir um, sem menn eða kenn- endur, að afla prestaskólanum þeirrar virð- ingar, sem lífsnauðsyn hafi verið fyrir þá stofnun. Þótt eitthvað kunni að vera hæft í þessum harða dómi um prestaskólann í tíð Péturs biskups, þá er enginn efi á, að hann er öfgakenndur og ósanngjarn i meira Iagi, og virðist höf. þar þjóna um of ádeilulund sinni og óvildarhuga til Péturs biskups. Um séra Helga Hálf- danarson talar hann hins vegar fremur hlýlega, en segir, að hann hafi þó verið »nærri því of lúterskur í sumum greinum fyrir sig«. Hann finnur það að honum, að hann hafi verið »raunalega íhaldssamur í kirkjulegum efnum öllum, og gert sér óskiljanlega lítið far um að hafa áhrif til trúvakningar eða lifsglæðingar á kirkju- lýðinn í landinu, nema auðvitað óbein- línis gegnum lærisveina sína í prestaskól- anum«. Og niðurstaðan hjá höf. verður sú, að séra Helgi hafi 1 rauninni verið á eptir tímanum. Þessi dómur er og heldur ekki allskostar sanngjarn. — Höf. kvaðst með engu móti hafa viljað verða islenzkur pokaprestur, en þó tók hann prestsvígslu, sem aðstoðarprestur hjá föður sínum, en vék úr þeirri stöðu bráðlega, með því að faðir hans þurfti hans þá ekki með. Fékkst hann við kennslu í Reykjavík frá 1870— 1873, en sótti þó allopt á þeim árum um prestaköll, án þess að fá bænheyrslu, er sýndi þó, að hann ætlaði sér að verða prestur hér, en 1873 fór hann eptir bend- ingu séra Páls Þorlákssonar til Vestur- heims, og var þá fyrst í þjónustu hinnar svonefndu »norsku synódu«, en kúnni þar ekki við sig, og varð kennari við aðal- skóla sýnódunnar í Decorah í Iowariki, en slepti þeirri stöðu að 2 árum liðnum, varð svo ritstjóri við norskt blað (»Bud- stikken«) i Minneapolis, en 1877 prestur hjá íslendingum i Nýja íslandi. En starf- semi hans þar varð ekki lengri en til 1880, er hann hvarf aptur heim til ís- lands, og þjónaði Dvergasteini sem settur prestur frá 1880—1884. Segir hann, að sérstakar ástæður hafi valdið því, að hann hafi hlotið að hætta starfi sínu meðal ís- lenzkra frumbyggja í Nýja-íslandi, og kveðst hann ekki hirða að gera neina grein fyfir þeim ástæðum. Ekki lætur hann neitt vel yfir veru sinni hér heima þessi ár, segir að mammon hafi ráðið öllu öðru fremur ummyndun Seyðisfjarðar á þeim tímum, og hafi sér tekizt að koma nokkru til leiðar í framfaraátt, þá mundi það helzt hafa verið til eflingar bindindi, og í annan stað að losa um trúna hjá almenningi á hinar lögbundnu, kirkjulegu »seremoníur«, sem fyrir æfarlöngu hafi verið orðnar um allt Island að ömurleg- um steingervingum. Hefði þar átt vel við að geta þess, að fyrir áhrif hans mun það hafa verið, að svili hans, séra Lárus Halldórsson þáverandi prestur og prófastur á Valþjófsstað, fann upp á þeirri »sérkreddu«, er hratt honum úr þjóð- kirkjunni og gerði hann upp þaðan að einmana, einrænum manni, er lagði að minnsta kosti hina tímanlegu velferð sína að miklu leyti í sölurnar fyrir þá skuld Að áliðnu sumri 1884 fór séra Jón al- farinn héðan af landi til Vesturheims, og hefur hann nú verið þar 25 ár samfleytt sem prestur hins fyrsta lúterska safn- aðar í VVinnipeg. Og þar hefur hann unnið aðallífsstarf sitt, er hann víkur að eins lauslega á í þessari »Sjálfsvörn« sinni, því að hann telur það mörgum kunnugt þar vestra, sem vitanlegt er, og sömuleiðis er það nokkuð þekkt hér heima Nokkuð misjafnir haía dómarnir um það starf orðið, eins og geta má nærri.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.