Þjóðólfur - 22.10.1909, Page 1

Þjóðólfur - 22.10.1909, Page 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. október 1909. Jú 45. —EE Haiiikepniii liíi ! Húrra l =— Sápueyðsla vex með vaxandi siðmenning. Pað er pví ekki lítils um vert að geta fengið góða sápu fyrir lítið verð. Verzlun undirritaðs heflr pví láni að fagna að geta boðið borgarbúum og öðrum ííóða {rrænsápu fyrir lítið verð. Merkin eru tvö og lieita: Demantssápa. verð i 100 pd. tn. kr. 13,25, í 10 pd. kössum 1,45 au. Krystallssápa, verð í 100 pd. tn. kr. 15,25, í 10 pd. kössum 1,65 au. _________ Allar umbúðir ókeypis. _______ Nfí. Til eftirbreytni fyrir »H/f Sápuhúsið« mætti gcta pess, að verzlunin kaupir aftur hina tómu sápukassa, séu peir óskemdir, fyrir 10 au. stykkið. Rcynið sápu pessa og berið gæði hennar saman við sápu pá, er pér haflð notað undanfarin ár, og munuð pér úr pví ckki kaupa grænsápu annarsstaðar en í verzlun B. II. B JARN ASON. Eg hef i dag selt hr. bankarit- ara Pétri Zóphóniassyni eignar- og útgáfurétt minn að Pjóðólfi frá næstu áramótum ásamt öllum útistandandi sknldum kaupenda blaðsins á peim tíma, og tekur hann þá við ritstjórn þess. Skuldir þeirra manna, sem úr btaðinu eru gengnir, fytgja ekki með i lcaupunum og verða þœr afhentar öðrum lil innheimtu. Til þess að koma i veg fyrir mis- skilning og ósannindaþvaður í sam- bandi við sötn þessa, skal þess að eins þegar getið, að blaðið er selt með öldungis sama verði og sömu kjör- um, sem meirihlutaflokknum stóðu til boða, en hann þóttist ekki geta sinnt. Reykjavík 18. okt. 1909. Hannes Þorsteinsson. Bókmenntir. Jóhann G. Sigurðsson: Kvæði og sögur. fíúið hefur til prentunar Ben. Bjarnarson. Itvík 1909. Kostnaðarmaður Signrð- ur Kristjánsson. 232 bls. 8. — Með mynd höf, Framan við.bók þessa er allvel rituð æfisaga höfundarins eptir vin hans og skólabróður, Benedikt Bjarnarson kennara á Húsavík, og lýsir hann honum efiaust rétt. Jóhann Gunnar varð ekki gamall maður. Hann andaðist úr berklaveiki 1906, 24 ára gamall, útskrifaður þá úr lærða skólanum fyrir tveimur árum. Hafði hann átt við heilsuleysi að stríða mestan hluta þessarar stattu æfi sinnar, og er því engin furða, þótt ljóð hans séu nokkuð svartsýn og þungbúin. En þau bera vott um allmikinn andlegan þroska og allgóða skáidskapargáfu, er hefði mátt vænta meira af, ef höf. hefði orðið lengra lífs auðið. En nú er þetta að eins brot eitt, og verður ekki við aukið. Flest bera kvæðin það með sér, að höf. þeirra hef- ur fundið sárt til þess, að verða að kveðja lífið á svo ungum aldri, eins og auðséð er, að honum hefur verið ljóst síðustu árin, þá er veiki hans var tekin að magnast. »Veik er mundin, opin undin, óskin bundin, þreytt er lundin, löng er stundin, lokuð sundin«. Og síðustu erindin í þessum ljóðmæl- um hans eru kveðja til llfsins og von- nnna sinna: »Eg elskaði lífið og Ijósið og ylinn, nú liggur það grafið í djúpa hylinn, Og vonirnarar mínar, sem voru fleygar, sumar dánar, en sumar feigar«. Eins og höf. æfisögunnar tekur fram, hefur þetta unga skáld eins og fleiri orð- ið fyrir áhrifum af skáldskap Jónasar Hallgrímssonar, er honum þótti vænst um allra íslenzkra skálda. Kennir þeirra áhrifa allmjög 1 ljóðum þessum. Svipar þeim að sumu leyti til kvæða »Hu!du« (sbr. síðasta blað), en eru tilfinninganæm- ari og viðkvæmari yfirleitt, er eflaust staf- ar meðfram af sjúkleika. »Hulöa« er hraustbygðari, tápmeiri andlega og Iík- amlega, mun og einnig hafa átt við betri kjör að búa. Til Huldti kveður Jóhann Gunnar heit. ástarljóð (bls. 72—73 og 93 —95), en hvort það er Hulda skáldkona, þorum vér ekki að fullyrða, sennilega ekki, heldur einhver önnur dís með dul- arnafni, (huldu nafni) er annaðhvort hef- ur verið til eða skáldið búið til, verið aðeins hugsjón hans. Það skiptir og minnstu. En erfiljóð hefur Hulda skáld- kona ort eptir Jóhann Gunnar. Sá er ritar æfisögu hans segir meðal annars: sAlltaf var hann hálfórólegur út af heilsu sinr' og ástæðum, vonir um bata og vonleysið börðust í sál hans, svo að hugurinn var á reiki, enda var slfkt eng- in furða. Óvissan — kveljandi óvissan um líf eða dauða verður eins og sínag- andi ormur og lætur manninn engan frið hafa og er þá ekkert undarlegt, þótt þungar stunur heyrist um kaldar og dimm- ar andvökunætur og kallað sé á hjálp og líf og ljós. Þetta fundu vinir Jóhanns og fundu hvernig honum leið, og var hann þó dulur nokkuð um dýpstu kenndir sínar jafnvel við þá og forðaðist jafnan að hafa hátt um sársauka sinn og sviða. Og það er sárt fyrir ungan mann með öra og viðkvæma sál og brennandi þrá til lífs- ins að ganga með þann grun nótt og nýtan dag, að hann beri dauðann í blóð- inu og allar vonir lífsins séu dæmdar til að tölna og verða að engu eptir skamm- an tíma«. Sögurnar eru ekki sérlega veigamiklar. Hin lengsta þeirra, »Ást og auður«, er um fátæka og umkomulausa, en fríða stúlku, er bregður heiti við almúgamann, er hún elskar, og giptist auðugum kaup- manni, en verður brátt óánægð í hjóna- bandinu, hleypur burtu frá manninum, verður sjúk og deyr. Öllu betri saga er hin næsta, »Gyðjan«, um hviklynda stúlku, er einnig bregður heiti við unnusta sinn, efnalausan skólapilt, og giptist efnuðum skósmið, og lýkur þar þeirri sögu. Þá eru »Bréf« nokkur, er sjúklingur skrifar á banabeði, vini sínum Og er sjúklingurinn auðvitað höf. sjálfur, eða ekki verður annað séð. Hann setur sig að minnsta kosti í spor sjúklingsins. Og bréf þessi ber því í raun réttri að skoða sem regluleg sendibréf til vinar hans, enda þótt þau hafi ekki rituð verið með því millibili, sem þar segir eða nokkru sinni send verið. Þessi bréf eru einmitt hið bezta í allri bókinni, bæði í bundnu ' og óbundnu máli, svo þýð og viðkæm, en sorgarmóða yfir öllu, og orðum mjög hóglega stillt, enginn ofsi eða örvílnan, heldur kyrlátur friður og ró með svo óend- anlega miklum raunablæ. Alaður kynnist höf. jafnvel betur af þessum bréfum, en af öllum ljóðmælum hans. Síðast í bók- inni eru tvær smágreinar, »GuIl« og »Við ána«. Þessi bók Jóhanns Gunnars opnar enga nýja, ókunna heima 1 skáldskapnum, og flest í henni gleymist eflaust fljótt. En það er þó sumt í henni, sem ef til vill mun lifa lengur en höf. auðnaðist að lifa. Og þá hefur hann ekki lifað til einskis. fjárkreppan og framtíðarhorfur bæjarins. Eptir Hjarranda. Vanalega er það viðkvæðið, er menn hitt- ast á strætum og gatnamótum hér í bænum, að deyfðin f öllum viðskiptum hafi aldrei jafnmikil verið, og atvinnuleysið í fram- tíðinni sé mjög ískyggilegt, útlitið yfirleitt hið allra versta, og sennilegt, að menn verði að flýja bæinn undan skattafargi og allskonar álögum, er stöðugt margfald- ist að sáma skapi og gjaldþol manna minnki. Væri þetta rétt, þá væri veruleg hætta á ferðum fyrir bæinn. Og svo er að vísu, að þessar kvartanir eru á nokkrum rökum byggðar, þótt útlitið sé ekki jafn- fskyggilegt, eins og menn gera sér 1 hug- ariund. En gott er það alls ekki, þótt vonandi sé, að betur rætist úr en á- horfist. Af hverju stafar þá þessi apturkippur, þessi skyndilega apturför og hnignun á hag almennings? Það er ekki svo erfitt að gera sér grein fyrlr því. Ástæðurnar eru hverjum manni auðsæjar. Það er lnnn afargreiði aðgangur að peningalánum 1 bönkunum að undan- förnu, og þarafleiðandi fjárgróðabrall einstakra manna, óskynsamlegar húsa- byggingar og óeðlilegur vöxtur bæjarins, ekki byggður á aukinni framleiðslu eða aukinni velmegun bæjarbúa, heldur á al- gerlega lausum, ótraustum grundvelli, nfl. skyndilegri, geysimikilli verðhækkun á fasteignum bæjarbúa, einkanlega á öllu landi bæjarins, langt fram yfir sannvirði eða rétt verðgildi eignanna. Þetta óeðli- lega verð gat haldizt uj)pi meðan pen- ingaveltan var sem mest og allt var í uppgangi, að því er virtist. En það var fyrirsjáanlegt, að þetta var hrófatildur eitt og að apturkastið hlaut að koma þungt og alvarlegt, þá er peningalindin tók að þverra, jafnframt því, sem menn áttu að innleysa skuldbindingar sínar. Það sem meðal annars hratt mjög fram þessari óeðlilegu og óheillavænlegu verð- hækkun var meðal annars þessi fávíslega gullsótt, er greip bæjarbúa, eptir að menn þóttust finna gullvott í Vatnsmýrinni. Þá ætlaði allt að umhverfast. Og það er þessi svonefndi gullfundur, sem gert hef- ur bænum stórtjón. og gert apturkastið enn þyngra, en það ella hetði orðið. Þessi »gullfluga« kom þvl einmitt á versta tfma þarna upp úr mýrinni. Hefði hún t. d. komið nú, hefði hún ekkert ógagn Unnið. En af þvl að hún flaug um bæ- inn á þeim tíma, þá er boginn var ann- ars spenntur svo hátt, sem unnt var, þá gerði hún illt verra. Framtíð Reykjavík- ur verður trauðla byggð eða tryggð á Vatnsmýrargullinu, sem enginn veit um, hvort þar muni fyrirfinnast að nokkru iáði, og sízt svo, að það borgi sig nokk- urn tíma. Það er að minnsta kosti of snemmt að meta Reykjavíkurland til pen- inga eptir þeim mælikvarða, að þar sé alstaðar gnægð gulls í jörðu. En í raun- inni var það gert jafnskjótt sem gullvott- urinn fannst (hafi hann þá nokkurntíma fundizt) og löngu á eptir. Það er fyrst nú fyrir skömmu, að gulltrúin hefur gugn- að svo, að hún hefur ekki getað haldið lóðum bæjarins í hinu óeðlilega verði. En með verðfalli lóðanna hefur auðvitað fylgt verðfall allra fasteigna, allra hús- eigna í bænum. Og það er þetta verð- fall, samfara peningaþurð í bönkunum, er valdið hefur apturkipp þeim, sem nú er kominn og mörgum hefur orðið að fóta- kefli, svo svinnum sem ósvinnum. Þvi að það er einmitt hið lakasta á öllum vandræðatímum, að skuldin skellur ekki eingöngu á þeim, sem mest hafa valdið hnignuninni, heldur á öðrum, sem sogast óvörum inn í hringiðuna, og komast ekki út úr henni aptur, nema ef til vill með stórkostlegum eignamissi og stundum með gersamlegu gjaldþroti. Það er auðvelt að stofna margskonar og margbrotin fyrirtæki, þegar allt er i uppgangi og trúin mikil. Þá er auðvelt að ánetja marga. En svo, þá er hinir erfiðu dagar koma, þá er stór tekjuhalli verður í reikningnum, i staðinn fyrir á- ætlaðan stórgróða, og allt gengur hröðum fetum niður á við, þá getur það orðið svo tilfinnanlegur hnekkir fyrir fjölda manna, að langan tíma þttrfi til að losna aptur úr þeim læðingi. Og því fleiri, sem eni við slík fyrirtæki riðnir, því víðtækari verða afleiðingarnar. Oskilsemi og óáreiðanleiki i viðskipt- um hefur verið einn aðalfylgifiskur þessa óholla, ranghverfa viðskiptalífs, er höfuð-

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.