Þjóðólfur - 22.10.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.10.1909, Blaðsíða 3
f'JOÐOLFUR. 175 hann 1 Kaupmannahöfn 10. þ. m. og sótti konungur og fólk hans fyrirlestra hans. Var Shackleton gerður að kommandör af dannebrog og sæmdur gullmedalíu land- fræðisfélagsins, samskonar heiðursmerki og Cook, en ekki var Shackleton þó gerður að heiðursdoktor við háskólann, og hefði þó Dönum verið það óhættara en veita Cook þá óvenjulegu sæmd, áður en saga hans var að nokkru sönnuð. Frá Kaupmannahöfn fór Shackleton til Stokk- hólms og hélt þar n. þ. m. fyrirlestur f hinu konunglega landfræðisfélagi, er lét sér nægja að gera hann að heiðursfélaga, en sú sæmd er reyndar nokkuð fágæt, því að áður voru þar að eins fimm heiðursfé- lagar, þar á meðal Nansen ogSven Hedin. Ferrers-hneykslið á Spáni. í nýkomnu símskeyti (frá 19. þ. m.) segir, að gremjan út af lífláti Fransesco Ferrer’s (sbr. síðasta blað) sé ávallt að aukast í öllum stórborgum heimsins, einkum meðal jafnaðarmanna og verkamanna, og sætir spænska stjórnin hörðum ávítum. Ensk blöð segja, að þá er hljóðbært varð, að hann mundi verða dæmdur til dauða og skotinn, hefðu borizt til Madrid mörg hótunarbréf, að Alfons konungur yrði myrtur, ef hann náðaði ekki Ferrer. Og þá þegar urðu æsingar í Róm, Amster- dam og annarstaðar, en þýzk og frakk- nesk blöð húðskömmuðu spænsku stjórn- ina niður fyrir allar hellur. Dóttir Ferrer’s, sem á heima í París og á við eymdarkjör að búa, ritaði Alfons konungi eiginhandar- bréf og bað hann um að vægja föður hennar. En allt hefur það komið fyrir ekki. Klerkastéttin er voldug þar í landi. Loptsiglingar. í .ráði er uð koina á reglulegu lopferða- sambandi milli Hamborgar og Kaupmanna, hafnar einu sinni í viku næsta vor, og er það þýzkt loptsiglingafélag, er ætlar að halda þeim ferðum uppi. Er gert ráð fyrir, að loptskipið hafi 12—15 farþega, eða ef til vill 18. En það verður dýrt gaman, að ferðast á þennan hátt, því að farseðillinn kVað eiga að kosta um 300— 350 kr. þessa leið. Cody, enskur loptfari, er ætlaði sér að vinna 180,000 kr. verðlaun „Daily Mails" fyrir flug milli Lundúna og Manchester, hetur reynt það tvisvar, en mistekizt bæði skiptin. Lombroso dauður. Svo segir í símskeyti til Þjóðólfs frá Kaupmannahöfn 19. þ. m., því að þó nafnið sé þar skakkt stafað »Lambroso«, þá er enginn vafi á, að hér er að ræða um hinn heimsfræga, ftalska geðveikra- lækni Cesare Lombroso háskóla- kennara í Turin. Hann hefur orðið tæp- lega 73 ára gamall (f. 18. nóv. 1836), og varð 26 ára gamall kennari við háskól- ann í Pavfa, en flutti síðar til Turin. Kenning sú, er við Lombroso er kennd; er mörgum kunn og á bæði marga fór- mælendur og marga mótmælendur. En aðalatriði hennar er það, að glæpa- mennirnir séu »fæddir glæpamenn«, þeir séu sérstakur mannfiokkur, með sérstök- um (glæpamanna)-einkennum, og þeir geti því ekki látið vera að drýgja glæpi, þeir hlýði þar ómótstæðilegri, knýjandi eðlis- nauðsyn, og þess vegna sé rangt að hegna þeim, t. d. með lífláti, með þvf að þeir geti ekki borið ábyrgð gerða sinna og eigi því að skoðast eingöngu sem vit- skertir menn, er hafðir séu í stöðugri gæzlu. — Um þetta efni hefur afarmargt verið ritað með og móti. Hefur þessi Lombroso-kenning þótt nokkuð einhliða og ekki nægilega rökstudd, en flestir hafa viðurkennt, að Lombroso 'hafi haft að mörgu leyti rétt fyrir sér, þótt hann færi stundum út í öfgar. Hefur hann orðið heimskunnari en nokkur annar læknir nú á tímum og myndað reglulegan skóla eldheitra áhangenda víðsvegar um heim. •j- Björn Ólafsson augnalæknir andaðist hér f bænum að- faranóttina 19. þ. m. eptir langvarandi heilsulasleik. Hann var á 48. aldursári, fæddur 11. apríl 1862 f Ási í Hegranesi og voru foreldrar hans sæmdarhjónin Ól- atur dbrm. Sigurðsson (-f- 11. júlf 1908) og Sigurlaug Gunnarsdóttir frá Skíðastöð- um. Björn heit. kom í lærða skóiann 1878 og var þar 5 vetur (1878—83), en útskrifaðist utanskóla 1884 með 1. eink- unn og af læknaskólanum 1888 með 1. einkunn, var á spítölum í Kaupmanna- höfn næsta vetur (1888—89) og stundaði þar einnig augnalækningar. Snemma árs 1890 var hann settur héraðslæknir f Rang- árvallasýslu eptir lát Boga læknis Péturs- sonar, en í júlf s. á. var hann skipaður aukalæknir á Skipaskaga og í 4 syðstu hreppum Borgartjarðarsýslu. Á þinginu 1893 var honum veittur 2000 kr. árlegur styrkur til að setjast að sera augnalækn- ir í Reyfejavík frá nýári 1894 og flutti I hann þá hingað til bæjarins. Hannþótti heppinn við augnlækningar, einkum á fyrri læknisárum sínum meðan heilsan var betri. En hin síðari ár var hann optast mjög heilsuveill og þverruðu þá líkamskraptar hans smátt og smátt. Hann var maður vel látinn, og kom hvar- vetna pruðmannlega og stillilega fram. Kvæntur var hann Sigrúnu ísleifsdóttur prests í Amarbæli (f 1892) Gíslasonar, og eiga þau tvö börn ung. Fundið lik. I f. m. fannst loks eptir langa leit Ifk Ingirnars heit. Sigurðssonar frá Drafla- stöðum, er úti varð á svonefndum Héð- insskörðum snemma í desember f. á. Fannst líkið þar undir hamrabelti 10— 20 faðma háu og lá þar á grúfu á steini, er stóð 3 fet upp úr fönninni. Hafði Ingimar heit. verið hér um bil á réttri leið, þvf að leiðin liggur undir þessu hannrabelti, en hann hafði beygt of- snemma til norðurs og hrapað þarna fram af klettunum. Við lfkskoðunina kom það í Ijós, að hann hafði lærbrotnað á hægra fæti. Hann var greptraður að Drafla- staðakirkju 18. f. m Manntjón. Hinn 9. þ. m. lagði vélarbátur úr Vest- manneyjum af stað til Vfkur 1 Mýrdal með 6 mönnum. Fóru 4 mennirnir þar 1 land, en 2 urðu eptir til að gæta báts- ins, en hann slitnaði upp um nóttina og rak daginn eptir mannlausan í Út-Land- eyjum. Er því talið víst, að mennirnir hafi farizt. „FIora“ kom loks hingað 1 fyrra kveld, og var þá orðin viku á eptir áætlun, og hafði hreppt óvenjuvont veður frá Húsavík til Isafjarðar. Fylgdi áætlun til Akureyrar °g Siglufjarðar, en fór þaðan til Húsavík- ur, því þangað hafði hún eigi komizt sök- um óveðurs. Fór frá Húsavík mánudag- inn 11. þ. m. og ætlaði beina leið til ísa- ijarðar og fór djúpt, en aðfaranótt þriðju- dagsins brast á voðaveður á norðaustan, og var hún þá undan miðjum Húnaflóa. Hrakti 1 norðvestur 20—30 mílur, og varð vart við hafís. Brotnaði handriðið á stjórnarpallinuro og stýrishjólið þar uppi, og auk þess skemdist skipið að framan. Áttavitann tók út og skipsklukkuna, og vissu menn þá hvorki átt né afstöðu. Á fimmtu- daginn slotaði veðrinu um stund, og vissu þeir þá ógerla, hvar þeir voru staddir, því til sólar sást eigi. Sneru þó við og héldu til suðausturs með hálfum hraða og fyrst um hádegi á föstudaginn sást til sólar og fengu þá hugmynd um, hvar þeir voru staddir, og var það nokkuð vestur af Patreksfirði. Náðu um kvöldið undir Látrabjarg og lágu þar fram á miðjan laugardag, því vélin hafði skemmzt eitthvað og þurfti aðgerðar við. Seint um kveldið komst „Flóra" til Patreksfjarðar, og voru því allir fegnir, því allill hafði æfi skipverja verið þennan tíma. Voru um 130 farþeg- ar með og t. d. hafði stúlka ein verið matarlaus og Ijóslaus í 3 sólarhringa, því eigi náðist til hennar. Hafoi hún orðið afarhrædd og var svo um flesta þá er á skipinu voru. „Vesta" kom hingað frá útlöndum að kveldi 19. þ. m. með fátt farþega. Þar á meðal var norskikonsúllinnnýi,Thjodolf Klingenberg. „Ingólfur", skip Thorefélagsins, kom af Austfjörðum snemma í gærmorgun. Voru með því um 250 farþegar hingað, en á 2. hundað far- þega voru með því til Vestmannaeyja og um 150 til Keflavfkur. Mestallt sunnlenzkt kaupafólk af Austfjörðum og sunnlenzkir vegavinnumenn landsjóðs úr Fagradals- brautinni. „Sterllng" fór til útlanda í gær með nokkra far- þega, þar á meðal Ó. Ólavsen konsúll með frú og 2 börn, Guðm. Sveinbjörns- son aðstoðarm. í stjórnarráðinu með frú, Philippsen steinolfufélagsforstjóri, Guðm. G. Bárðarson frá Bæ í Hrútafirði, Árni Einarsson verzl.m., Gunnar Egilsson stud. phil. með frú sinni Guðrúnu Péturs- dóttur (Thorsteinsson), ungfrú Helga Þórð- ardóttir (frá Hól), Ragnar Þorsteinsson verzlunarmaður. Æfiágrip Sverris steinhöggvara Runólfssonar Eptir sjálfan hann. (Niðurl.). ----- 1855 fór hann (Sverrir) að Eskifirði til Niels Richard Bech, er þar var verzlun- stjóri á vetrum, þá H. H. Svendsen var erlendis. Næsta haust sigldi hann með skonnortu »Jóhönnu" til Kaupmannahafn- ar, og var þar stutta stund, áður hann fór til meistara Gottfrid Krause að æfa sig í að kljúfa grjót og laga þar af brústeina til að steinleggja með götur, og var fullnuma í þvf um vorið. Þá byrjaði hann á því að læra að byggja hús úr brendum tfgul- steini, og gerði þann samning við meistara Johan Theodor Kránche að mega reyna að ganga með þeim, sem skyldi eiga að gera sveinsstykki um haustið. Það sama haust varð hann sveinn 1 þeirri iðn, og næsta vetur eptir æfði hann sig 1 teikn- ingu hjá meistaranum, sem hafði hann á kontori hjá sér, og sýndi honum að teikna. Um vorið fór hann til Borgundarhólms að læra að brenna kalk, sement og múrstein (tígulstein) hjá Carlberg, og var hann þar nokkuð við byggingu herra Bajers að byggja Nordlyst í Rönne. Svo gekk hann í kring hólminn að sjá steinverk og ann- að þar. Hann kom að Allinge, þegar þeir voru að búa til höfnina, sem átti að gerast fyrir 60,000 ríkisdali í tómri klöpp. En þegar hann var við sement- og kalk- brensluna, var það eitt kvöld, þegar úti var vinnutími, að gekk hann út til meistarans, þar sem hann var að plægja fyrir kartöfl- ur. Og á leið hans var stór þúfa á vinstri hönd við veginn. Þegar hann nálgaðist þúfuna, finnur hann, að eitthvað þrengir að augum hans, hvers vegna hann gekk að þúfunni og settist þar, og var hann þá alblindur nokkra stund, og ætlaði hann að bíða þess, að Ippsen meistari hans færi heim, og var rólegur. En eptir nokkurn tíma liðkaðist aptur um augu hans, svo hann varð alsjdandi, og hélt síð- an áfram ferðinni. Þegar hann kom aptur til Kaupmanna- hafnar, var svo á liðið sumar, að ekki var vinnu að fá þar, og fór hann því til Kjöge og vann þar, og hjá Skovridder 155 nofekur hætta væri á ferðum, hún hafði gerspillt lffi sínu og varð svo að snúa aptur með særðu hjnrta til heimilisins, sem hún hafði bakað bæði eymd og smán. Eg sá hana að eins einu sinni. Hún sagði mér, að hann hefði farið að hlæja, þegar hún álasaði honum fyrir ótrygð hans, og eg sór henni, að hann skyldi fá að borga þennan hlátur með hjaitablóði sfnu. Eg var þá óiðinn herbergissveinn, en ekki kominn í þjónustu Avons lá- varðar. Eg sótti um þá stöðu og fékk hana einungis í þeirri von, að eg mundi þar geta fengið tækifæri til þess að gera upp reikninginn við yngri bróður hans. En það var samt hræðilega langt að bfða, þangað til slíkt tækifæri gafst, og margir mánuðir liðu, þangað til gestkoman á Kóngsklöpp færði mig nær því takmarki, sem eg þráði á daginn og dreymdi um á næturnar. En þegar svo tækifærið loks bauðst, var það miklu hentugra fyrir áform mín, en eg nokkru sinni hafði dirfzt að vonast eptir. Avon lávarður hélt, að enginn annar en hann sjálfur vissi um leynigöngin á Kongsklöpp. Þar skjátlaðist honum. Eg vissi um þau — að minsta kosti eins mikið og eg þurfti á að halda. Eg þarf ekki að skýra ykkur hér nánar frá því, hvernig leynidyrnar opnuðust fyrir mér, þegar eg af tilviljun ýtti á vegg- inn í herbergi, sem eg var að taka til f handa gestunum. Eg sá að þröng göng voru inni í veggnum. Eg fór þar inn og komst þá að þvf, að þau lágu niður í stærra svefnherbergi niðri. Meira vissi eg ekki, en það var nóg. Eg var látinn ráða, hvar mönnum var vísað til herbergis, og hagaði eg þvf þá svo til, að Barrington höfuðsmaður svaf í stærra herbergivu, en eg í því minna. Eg gat þvf komið honum á óvart, hvenær sem eg vildi, án þess að nokkur gæti um það vitað. Svo kom hann. Hvernig ætti eg að geta lýst þeim spenningi og óþolin- mæði, sem greip mig, þar til sú stund kom, sem eg hafði svo lengi beðið? Þið spiluðuð heila nótt og heilan dag, og heila nótt og heilan dag taldi eg mínúturnar, sem færðu mig nær takmarkinu. Þið gátuð hvenær sem var hringt eftir nýjum birgðum af víni, því altaf beið eg tilbúinn, svo að ungi höfuðs- maðurinn hafði jafnvel einhver orð um það, að eg væri bezti þjónn í heimi. Húsbúndi minn réð mér til að fara að sofa. Hann hafði tekið eptir því, hvað eg var rjóður í kinnum og hve augun tindruðu, og hélt, að eg hefði hitasótt. Það hafði eg líka, en henni var þannig háttað, að við henni var ekki nema eitt meðal. Mjög snemma um morguninn heyrði eg, að stólunum var ýtt frá borðinu og nú vissi eg, að spilunum var loks lokið. Þegar eg kom inn til þess að taka á móti fyrirskipunum, sá eg að Barrington höfuðsmaður hafði staulast upp í herbergið sitt. Hinir voru lfka farnir, og húsbóndi minn sat aleinn eptir við

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.