Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 1
ÞJÓDÓLFUR. 61. árg. Reykjavík, föstudaginn 29. október 1909. Jti 46. Landvarnarmenn og Þióðræðismenn á þingi. Það hefur nú komið fram af hendi hinna yngri landvarnarmanna, einkum í Kaupmannahöfn, að þeir bæði hafa fund- ið að því og furðað sig á því, að land- varnarmenn á slðasta alþingi hafi haldið flokk með þjóðræðismönnum, en ekki stað- ið sem flokkur sér og jafnvel haldið fram akilnaðarstefnu í »sambandsmál- inu«. Eg heyri ekki til hinum upphaflegu landvarnarmönnum, og er i engu fyrir- svari fyrir landvarnarmönnum um neitt. Eg er einungis í fyrirsvari fyrir sjálfan mig. En úr því að engir þeir, sem þar til eru kjörnari en eg, hafa fundið hvöt hjá sér að gera grein fyrir afstöðu land- varnarflokksins í heild sinni, sem eg mun nú talinn til, gagnvart þjóðræðismönnum á síðasta þingi, þykir mér rétt að gera það að nokkru fyrir sjálfan mig og sjálfs mín vegna. Það er ekkert tiltökumál, þó að land- varnarmenn utanþings gefi nákvæmar gæt- ur að afstöðu landvarnarmanna og þjóð- ræðismanna hvorra til annara á þingi. Uppruni þeirra er ólíkur og stefna þeirra öll, þar til fyrir skömmu. Þjóðræðismenn eru sprottnirupp af hinum svo nefndu Val- týingum, eru gamlir Valtýingar, en land- varnarmenn e.ru brotnir af bergi hinna gömlu heimastjórnarmanna, þó að snemma slæddust ýmsir Valtýingar í för með þeim. Landvarnarmenn hófu flokk sinn, þegar þeim þótti ekki vera farið nógu langt 1 stjórnarskrárbreyting þeirri, sem varð að lógum 3. okt. 1903. En við þá breyting sættu sig þá þjóðræðismenn (Valtýingar) allir á þingi og bórðust á móti landvarn- armönnum. Og margt hefur þeim flokk- um borið á milli. Munu því margir virða það svo sem seint muni milli þessara flokka verða fullur trúnaður um allt. Markmiði þessara flokka hefur og ver- ið lýst svo á prenti, eptir orðum nærgæt- ins manns, að það mundi fult svo vel mega treysta því um landvarnarmenn sem þjóðræðismenn, að þeir berðist fyrir málefninu, en ekki fyrir völdum. Efþetta er réttur dómur, þá skilur þessa flokka nokk- uð mikið, og þá er von, að utan jþings land- varnarmenn sé nokkuð vandlátir um það, að landvarnarmenn á þingi gæti þess harðlega, að fylgja ekki þjóðræðismönn- um á neina afvegu. Hefði landvarnarstefnan í öndverðu verið nokkru stórstígari og víðtækari en hún var, skýrari og skilmerkilegri, mundi hún þegar hafa fengið meira fylgi. Víð- sýnið var ekki ýkjamikið, og jókst held- ur ekki við það, að lagamoldrykið tók því nær fyrir alla sólarsýn. 111 þessa fundu og ýmsir landvarnarmenn, og landsmenn skildu og heyrðu eiginlega aldrei vel þessa hrópandans rödd. En þjóðræðis- menn tóku þeim ekki fram. Eptirstjórn- arskrárbreytinguna 1903, sem þeir höfðu samþykkzt í, er varla hægt að sjá, að þeir hafi verið ánægðir mjög Iengi, held- ur hafa þeir talið nauðsynlegt, að eitt- hvað væri aðhafzt. Og ekki miklu síðar höfðu þeir skyrtuskipti, fóru úr valtýska hamnum og tóku á sig þjóðræðisserkinn. En fæstum mun þó enn hafa verið ljóst, hvert stefnt var um stund, nema ef telja skyldi tilraunina um eyðingu ritsímans. En hún varð að engu, og bændafundur- inn hafði enga þýðingu, nema þáeina,að bændur fengu sér skemmtiferð til Reykja- víkur og lyptu sér dálítið upp frá orfinu um hásláttinn. Og eptir það náði þjóð- ræðið ekki mjög áheyrn landsmanna. Ekki var stórum bjartara í heilahöll þingmanna í alþingisförinni til Dana 1906, svo sem ráða má af kröfum þeim, sem eptir þeim eru hafðar oss til handa þá. Þó er svo að sjá sem ekki hafi allir þing- menn, sem þögðu í það sinn, verið jafn- formyrkvaðir, Kom það í Ijós snemma vetrar á því ári, þegar hið svo nefnda Blaðamannaávarp birtist. Var það runn- ið undan rifjum landvarnarmanna, en þar til kom lfka einn nýr þáttur úr liði heima- stjórnarmanna, en það var ritstjori Þjóð- ólfs, sem með blaði sfnu hafði um mörg ár verið höfuðmáttarstoð heimastjórnar- flokksins. Þar fylgdu og með blóð þjóð- ræðismanna. Með blaðamannaávarpinu rofar óneitanlega nokkuð gegnum þok- una, en óskýrt er það á ýmsa lund og fer ekki mjög langt. En rétt um sama leyti kom út »Apturelding", rit Guðmundar læknis Hannessonar. Það var skýrt og stórtækt, og lauk upp nýju víðsýni, og byggði 4 pví einu, sem byggjandi er á, ef menn vilja ekki búa um sig á kviksyndi. Nú vissu menn, að ráðið var, að skip uð yrði af konungshendi nefnd manna af báðum þjóðlöndum til þess að hrinda sambandi íslands og Danmerkur f nokk- urt viðunanlegt horf, ef svo mætti verða. Þótti því flestum hugsandi mönnum nauð- syn á, að landsmenn gerðu sér Ijóst, hvers þeir ættu að krefjast fyrir sína hönd, enda skýrðist hugsun manna veturinn 1906—7 svo, sem samþykkt.Þingvallafund- arins 29. júní þá um sumarið ber með sér. Að sú stefna varð ofan á, á vitan- lega rót sína að rekja til margra manna, en þó einkum til landvarnar- m a n n a — nema sjálfsagt ekki laga- manns þeirra, — og það voru þ e i r, sem fengu foringja þjóðræðismanna til þessað veita þessari stefnu fylgi sitt. Það er mér kunnugt um. Hitt iæt eg ósagt, hvort þjóð- ræðismönnum var það ljúft í fyrstu. En það er þeirra sómi og allra, sem að þessu stóðu, að hér fékkst samkomulag um, að halda góðu máli skýrt fram í réttu horfi. Og nú skildi og heyrði landsfólkið. (Frh.). Fjárkrcppan og framtiðarhorfur bæjarins. Eptir Hjarranda. (Niðurl.). ---------- I mínu ungdæmi var sá maður kallað- ur ræfill og greymenni, er sveik loforðsín. Hann var alstaðar hafður í íyrirlitningu. En nú þykir það enginn stórvægur galli á mönnum, þótt þeir svíki það sem þeir lofa, og svari illu einu, er þeir eru minnt- ir á skuldbindingar sfnar. Nú þykir það jafnvel fremd og vottur um vitsmuni, að vera nógu slingur í að svíkja fé út úr mönnum og prettast um að upptylla skuldbindingar, og verða ekki taldir menn að verri fyrir það. Aðalmeinið er, að hugsunarháttur almennings hefur spillzt svo mjög við allt þetta fjármálabrask, er menn hafa flækt sig i þessi síðari ár. Skilgreiningin á réttu og röngu hefur orðið einhvernveginn svo óljós, hug- myndirnar ruglast saman um mismuninn á eign náungans Og eign sjálfs sín, mest um það hugsað að krækja í krónurnar, án tillits til þess, hvernig þær vieru fengn- ar, Vitanlega hafa margir »spilað of hátt« í góðri trú, meðan allt var í upp- gangi, haldið, að þeir mundu fljóta með þvf að vera nógu djarfir, en spilað sig á höfuðið og orðið óviljandi prettarar. Það er vitanlega afarógætilegt, en afsakanlegt þó. En hin dæmin munu miklu fleiri, þar sem tekin hafa verið lán með þeirri hugsun einni, að láta þau skella á á- byrgðarmönnunv.m. Afleiðingin af þessu atferli hér í bænum hefur meðal annars orðið sú, að áreiðanlegir og heiðvirðir menn, sem þurft hafa á láni að halda, hafa orðið að gjalda óskilamannanna og svikaranna, vegna þess, að menn eru svo stórhrekkjaðir orðnir á ábyrgðum. En það félag er illa farið, þar sem tiltrúin til náungans er svo lömtið, að enginn þorir að trúa öðrum fyrir nokkurra króna ábyrgð, nema yfirfljótanlegt veð sé fyrir. Það er sannarlega »rotið« viðskiptalíf. En þetta færist allt í betra horf, þá er bærinn hefur staðið af sér fjárkreppuþving- un þá, sem hann nú er að komast 1 og ekki er enn séð fyrir endann á. Það er ekki unnt að segja, hve lengi hún stend- ur yfir, er sjálfsagt enn ekki komin á hæsta stig, ekki nálægt því. Það verður margur hart leikinn, áður en henni lýkur, margur, sem sópast með í þeirri flóðöldu, áður en hún er riðin hjá. En þá er hún er um garð gengin, þá kemst meira jafn- vægi á allt, og hagur manna þeirra, er staðið hafa hana af sér, fer smátt og smátt batnandi. Og hinir, er hún hefur skollið yfir, geta þá einnig haft von um að komast aptur á fætur, hafi þeir á heið- virðan hátt inn í hana sogazt. En hinir reglulegu fjárbrallsmenn, féglæframenn- irnir, hverfa alveg. Það verður enginn akur fyrir þá að erja, eptir þá »general- hreinsun«. Reykjavík á einmitt nú fyrir höndum þá eldraun, sem flestir bæir hafa orðið að ganga gegnum á eptir skyndi- legum og óeðlilegum ofvexti. En hún er | vitanlega illa fær um að taka á móti J þessari þrekraun nú. En ná skiptir samt raiklu að standast hana, standa áhlaupið af sér, því að þar við liggur ekki að eins velferð þessa bæjar í framtíðinni, heldur einnig velferð landsins alls. Verði höfuð- staðnum verulega á kné komið á þessum erfiðu tímum, þá. bíður hann þess afar- seint, og ef til vill aldrei, bætur. Setjum svo, að svo mikill óhugur og vonleysi grípi fólk, að það fari t. d. að þjóta af landi burt til Ameríku. Það væri stórt þjóðarólán. Vonandi. að aldrei reki að því. En hvernig er þá höfuðstaðurinn undir það búinn, að ganga út f eldraun þessa og standast hana? Þvf er nú ver og miður, að mikið skort- ir á það, að bærinn sé svo vel við þessu búinn, sem æskilegt væri. Auk sjálfrar fjárkreppunnar og skuldaþyngslanna, sem nú þröngva mest að, er aðallega tvennt, sem stuðlar að þvf að veikja mótstöðuafl bæjarins nú um stundir. Annað stendur ekki í neinu sambandi við fjárkreppuna, hefur meíra að segja orðið hingáð til fremur til að létta undir með að gera hana ekki sem tilfinnanlegasta fyrir al- þýðu manna, en það er vatnsveitufyrir- tækið og enda gasfyrirtækið líka. En þessi fyrirtæki, sérstaklega vatnsveitan, draga þann dilk á eptir sér, að gjöld manna til bæjarins hljóta að hækka til mikill muna. Og það er afaróheppilegt á þessum tfmum, þá er gjaldþol bæjar- búa yfirleitt fer mjög þverrandi. Og þótt engum blandist hugur um, að vatnsveitan sé hið nauðsynlegasta og þarflegasta fyrir- tæki, og bænum til stórbóta, þá tjáir ekki að draga fjöður yfir það, að dýr verður hún. A gasið vil eg ekki minnast, né heldur á það, hve hyggilegt það hafi ver- ið, að hleypa þessum tveim stórfyrirtækj- um af stokkunum á einu og sama ári. Allir vita, að hagur bæjarsjóðs er hinn bágbornasti, enda þótt aldrei hafi fyr verið unnið neitt í bæjarins þarfir, er nokkurt mannsbragð er að. Það er þvf engin furða, þótt fjárhagurinn verði ekki á marga fiska hér eptir. Hitt atriðið, sem veitir bænum einna erfiðast að standa af sér erfiðleikana, er atvinnuskorturinn í bænum, sem að miklu eða mestu leyti stafar eingöngu af fjár- kreppunni. I fyrra vetur varð vatnsveitu- vinnan hjálparhella margra, og nú veitir gasið allmörgum bæjarbúum atvlnnu, og sömuleiðis heilsuhælið á Vífilstóðum, en þá er þessari vinnu sleppir, þá er hætt við almennu atvinnuleysi. En það kemur aptur á móti þungt niður á bænum og þeim gjaldendum, er eltthvað geta af mörkum látið. Fátækraframfærið hlýtur þá að aukast að miklum mun, og hefur það þótt hingað til þungur skattur. En ekki verður það mikið á móti þvf, er síðar verður, ef allur þorri verkalýðs bæj- arins verður gersamlega atvinnulaus. En að þvf getur rekið nú þegar í vetur eða síðari hluta vetrar. Svo er sjávarútveg- inum orðið nú svo háttað, að ekki eru teljandi uppgrip þau, er þar fást, fiski- skipunum, sem haldið er úti, stöðugt að fækka, og útgerðarmönuum að sama skapi, en kaupið að lækka. Þetta — atvinnuskorturinn — er hin alvarlegasta hlið málsins fyrir bæinn og hin hættulegasta, því að þá fækkargjald- endunum, þeim sem nokkuð geta af mörk- um látið, en gjóldin á hinum, er eitthvað geta, hækka svo, að ef til vill verður ekki viðvært, þá er þess er gætt, að gjaldþol manna yfirleitt er nú miklu minna en fyr, nema ef til vill embættismanna, er hafa bein laun úr landsjóði, og mtinu þeir þó fæstir þykjast hafa ofmikið, og hafa það sannarlega ekki sumir hvetjir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.