Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.10.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐ OLFUK. 179 þeir hafa haft hver í sínum verkahring1 enda yrði það oflangt mál. Fyrstur þess- ara frægu jatnaldra andaðist Mendelsohn- Bartholdy. Hann andaðist 1847, 38 ára gamall. Poe og Chopin önduðust báðir sama árið og í sama mánuðinum (októ- ber 1849), fertugir að aldri, og sé Poe fæddur 19. febrúar, þá hafa þeir andazt öldungis jafngamlir, því að Chopin, er var fæddur 10 dögum síðar en Poe, and- aðist einmitt 10 dögum stðar en hann. Þótt hin ytri æfikjör þeirra væru að vissu leyti ólík, og Chopin meiri ham- ingjumaður að því er virtist, þá áttu þeir báðir við mikil vonbrigði og mikla heilsu- veiklun að strtða, enda báðir þunglyndir mjög að eðlisfari og þreyttir orðnir á líf- inu, þótt aldurinn væri ekki hærri. Að ánægjuspilli fyrir Chopin stuðlaði einkum hverflyndi og ótryggð skáldkonunnar Ge- orge Sand, er hann unni hugástum, og er enginn efi talinn á. að það hafi flýtt fyr- ir dauða hans. Að þessum tveimur mönnum og Mendelsohn-Bartholdy var mikill sjónarsviptir, einmitt er þeir voru komnir á beztu þroskaár sín. Fjórðijafn- aldrinn, Abraham Lincoln, varð 56 ára gamall (myrtur 1865). Næst á eptir hon- um andaðist Daiwin 1882, 73 ára gam- all, þá Tennyson 1892, 83 ára, og síðast Gladstone nær ntræður, 1898. Vér Islendingar eigum engan þjóðkunnan merkismann, er aldarafmæli eigi á þessu ári. Það er að eins einn fátækur, umkomu- laus, ólærður maður, er langmerkastur hefur orðið þeirra íslenzkra manna, er fæddir eru 1809. Aldarafmæli hans var 27. júlí síðastl. Og það er ekki nema skylt, að Þjóðólfur láti að minnsta kosti nafns hans getið. Þessi maður er D a ð i Níelsson hinn fróði. Hann varð úti milli bæja, .47 ára gamall. Og öll æfi hans var barátta við fátækt og harð- rétti. En gáfurnar voru góðar, fróðleiks- fýsnin óþrjótandi og eljan og ástundun- in við ritstörf óþreytandi. Hann var miklu merkari og virðingarverðari mað- ur, en margir þeirra, sem hærra er hoss- að í heiminum og miklu vitrari og marg- falt fjölfróðari, en allur þorri skólageng- inna manna, er ekki hefur snefil af þekk- ingu á þeim efnum, er Daði ritaði mest um, og þykjast jafnvel menn að meiri. Og það er ekkert vafamál, að einstæð- ingurinn og fátæklingurinn Daði fróði er langmerkastur þeirra íslenzkra manna, er fæddir eru 1809 og aldarafmælis eiga á þessu ári. Það er vonandi, að vér íslendingar get- um árið 2009 minnzt aldarafmælis ein- hvers ágætismanns meðal þjóðar vorrar, eins eða fleiri, að árið 1909 verði hér hjá oss tiltölulega jafnmikið happaár í þessum skilningi, eins og 1809 virðist hafa verið hjá öðrum þjóðum, en svo furðusnautt hjá oss. Hver veit ? Þessi einkennilegi og einræni landi vor andaðist snemma í sumar í bænum Ta- coma í Washingtonríki á Kyrrahafsströnd, sjötugur að aldri. Séra Matthias Joch- umsson mun vera hinn eini Islendingur á sfðari tímu'm, er haft hefur við og við bréfaskipti við Bertel og kynnzt honum að nokkru. Hefur hann ritað eptirmæli eptir hann í »Norðra« 16. f. m., en fyrir 14 árum (1895) reit hann grein í Þjóð- ólf um þennan sama mann. Eptir þess- um og öðrufn heimildum, sem fáanlegar eru, er þetta kunnugt um æfiferil hans: Hann var sonur Stefáns Gunnlaugsson- ar land- og bæjarfógeta í Reykjavík, er dó gamall í Kaupmannahöfn 13, apríl 1883, og fyrri konu hans, Ragnhildar(ekki Þurtðar, eins og segir í »Norðra«) Bene- diktsdóttur Gröndals yfirdómara, og var Benedikt Gröndal yngri og Bertel því systrasynir. Bertel var fæddur í Reykja- vfk 29. maí 1839 og var hið fyrsta barn, er skírt var í dómkirkjunni úr skírnar- fonti Alberts Thorvaldsens. Mun piltur- inn þessvegna hafa hlotið nafnið Bertel, verið látinn heita í höfuðið á listamann- inum, en Högnanafnið var nafn móður- föður Stefáns Gunnlaugssonar — bónda í Múlasýslum, og höfðu þau hjón misst nokkru áður dreng með því nafni. — Geir gamli Zoéga kaupmaður man eptir því, er Bertel var skfrður í dómkirkjunni og var Geir þá 9 vetra gamall. Þá er Bertel var á 3. ári missti hann móður sína, er dó 15. okt. 1841 af barnsförum, en 3 árum síðar kvæntist faðir hans apt- ur Jórunni Guðmundsdóttur, bóndadóttur úr Flóa, og varð sambúð þeirra með lft- illi ástúð, og heimilisbragur ekki sem skemtilegastur. Sleppti Stefán embætti og fór litlu sfðar (1852) af landi burt til Kaupmannahafnar, en skildi konuna eptir. Tók hann þá með sér Bertel son sinn 13 ára gamlan, og sá hvorugur þeirra fsland sfðan. En Ólafur bróðir Bertels var þá við háskólanám. Var hann 8 ár- um eldri og útskrifaðtir úr Reykjavíkur- skóla 1848. Mun Bertel hafa gengið á skóla f Höfn, en lítt mun hann hafa stundað þar háskólanám, því að brátt tóku þeir bræður katólska trú, og hætti Ólafur þá námi í Höfn. Fóru þeir bræð- ur þá báðir til Rómaborgar. En síðar fór Ólafur til Parísar og varð þar ritstjóri að merku blaði og í miklu áliti. Hann andaðist úr krabbameini í maganum 22. júlí 1894, saddur lífdaga, eins og sjá má af síðásta bréfi hans, er hann ritaði Bert- el bróður sínum, tæpum 3 mánuðum fyrir andlát sitt og kafli er birtur úr 1 47. árgangi Þjóðólfs 16. ágúst 1895. Var Ólafur lærdómsmaður mikill og gáfu- maður. Frá Bertel er það að segja, að hann fór frá Jesúltaskólanum í Róma- borg til Kairó á Egyptalandi og fékkst þar við háskólakennslu 8 ár. Lagði hann mest stund á Austurlandamál, einkum sanskrít og arabiskn. Var og mjög vel að sér í rússnesku og öðrum Norður- álfumálum, sömuleiðis í bókmenntum Austur-Asíu og ritaði í mörg vísindaleg stórblöð og tímarit. 8 ár var hann há- skólakennari í Neapel og ferðaðist á yngri árum víða um heim, til Sýrlands og Ara- bíu og komst alla leið til hinnar ginhei- lögu borgar Mekka í Arababúningi með pílagrímum, og mun enginn íslendingur hafa þangað komið áður né síðan. Sfð- an var Bertel nokkur ár á Englandi, og var þar kennari stórhöfðingja og jafnvel konungsættarinnar. Hitti séra Matthías hann í Lundúnum 1876, og þótti maður- inn nokkuð kynlegur og einkennilegur, en góðmannlegur. Hafði hann þá enga fasta atvinnu, og var fremur fátæklega til fara, að því er séra Matthfas segir. Eirði hann hvergi til lengdar og gleymdi stund- um að semja sig að háttum höfðingja, en ef um það var vandað, rauk hann þegar úr vistinni og lifði á útigangi. Skömmu eptir 1880 fór hann til Chicago og var þar 8 ár í þjónustu dr. Páls Carusar, hins þýzka heimspekings, útgefanda tímarits- ins »Open CourU. En þá er heimssýn- ingin var þar 1893 þaut Bertel þaðan vest- ur til Tacoma, sem er nýr bær á Kyrra- hafsströndinni, hafði 380 íbúa 1880, en 1890, 36,000. Þar hélt hann sér uppi við kennslu Austurlandamála og við fyrir- lestra. — Ritaði hann séra Matthíasi bréf við og við, optast á ensku, en stundum á íslenzku, þar á meðal sfðast nú fyrir 7—8 árum, og kvaðst þá vera þreyttur orðinn á lífinu: »Ó, því tók guð mig ekki«, segir hann á íslenzku, »þegar eg ungur og óspilltur lá veikur á Hákon- senslopti*) í Reykjaví?« — Séra Matthí- as lýsir Bertel svo í Þjóðólfi 1895 : »Hann er meðalmaður vexti, grannlegur og hvat- legur, skarpleitur og mikill yfir sig, eygð- ur mjög vel og hvass á brún, ekki eins frfður og Ólafur bróðir hans var, er þótti manna prúðastur og skartmenni«. Það er auðsætt, að Bertel hefur verið þung- lyndur og einrænn í skapi og því ekki getað notið hæfileika sinna til fulls, en lent á hrakningi sem hálfgerður auðnu- leysingi, eirðarlaus, heimilislaus og átt- hagalaus. Hann hefur ekki fengið ham- ingju og frægð nafna síns í skírnargjöf, en hann hefur kannað ókunna stigu og vfðar farið um heim en flestir Islending- ar, en eflaust komizt að þeirri niður- stöðu að leikslokum, «ð alt væri hégómi. Hið einræna Islendingseðli, er hann hef- ur fengið í vöggugjöf, hefur aldrei skilið við þennan einstæðing, þennati stórgáf- aða, hálærða landa vorn. Og mætti um hann segja, eins og Stephan G. Stephan- son kveður: »Þótt þú langföiull leggðir Sérhvert land undir fót. Bera hugur og hjarta Samt þíns heimalands-mót«. Veðurátta hefur verið stillt sfðari hluta þessa mán- aðar en töluverður snjór fallið á jörð hér syðra, og nú síðustu dagana hafa verið óvenjumikil frost um þetta léyti árs, t. d. 90 C. hér niður á sjávarbakka í gærmorgun, en í morgun 150 á Grímsstöðum áFjöllum. Samáby rgðarst jóri. Framkvæmdarstjóri fyrir samábyrgð ís- lands til vátryggingar á þilskipum (sbr. lög 30. júlí 1909), er skipaður 21. þ. m. til 5 ára Jón Gunnarsson verzlunar- stjóri í Hafnarfirði. Auk hans sóttu: Arni Jóhannsson biskupsskrifari, Einar Gunnarsson cand. phil., Ingólfur Jónsson *) Þ. e. í húsi Einars hattasmiðs Há- konarsonar, þar sem Breiðfjörðsbúð nú er. verzlunarstj., Jón A. Egilsson f. kaupmaður, Jón Laxdal f. verzlunarstjóri, Matthías Þórðarson skipstjóri, Sigfús Bergmann kaupm. í Hafnarfirði og Sigurður Eggerz sýslumaður, Merkur fornmenjafundur. Nýkominn er hingað á forngripasafnið merkur fornmenjafundur frá landnámstíð, hinn fyrsti þess kyns, er fundizt hefur hér á landi, en það eru ýmsir silfurmunir, einkum baugar (hringar), er voru gjald- eyrir fornmanna. Gangsilfur þetta fannst í sumar i bæjarrústum eyðijarðar nokk- urar fram af Bírðardal, nálægt svo nefndri Hafursstaðahlíð, og ætla menn, að það séu rústir af Hafursstöðum, sem gripirnir fundust í, en óvíst er það samt. Á svæði þessu hefur verið allmikil byggð til forna, sem fyrir ævalöngu er komin í eyði, að minnsta kosti fremstu bæirnir. Byggðin þar íremst í Bárðardalnum hefur smátt og smátt eyðst og skammt síðan, að byggð lagðist niður á jörðum þeim, sem nú eru næst byggð, t. d. íshóll og Mjóidalur. Daníel Bruun hefur áður rannsakað þessi eyðibýli að nokkru 1897 og ritað um þau sérstaka ritgerð (fylgirit við Ár- bók Fornleifafélagsins 1898). Sf ldveiði hefur verið allmikil hér á höfninni þessa dagana. Islenzkar sagnir. Sagnir úr Austfjörðum. Eptir Pétnr Sveinsson í Hamarsseli.1) I. Frá séra Vigrfúsi Ormssyni á Vaiþjófsstað, Séra Vigfús Ormsson varð prestur á Ási 1 Fellum 1777, en fékk Valþjófsstað 1789 1) Pétur var fæddur 6. sept. 1823, og var son Sveins á Bessastöðum í Fljótsdal Pálssonar frá Fremri-Víðivöllum Þorsteins- sonar á Melum. Smáþættir þessir, sem hér verða teknir, eru ritaðir á árunum »890—1894 í Hamarsseli í Geithellnahreppi. 157 á öndinni, því að eg var hræddur um, að hann hefði á einhvern hátt orðið áskynja um návist mína. Svo heyrði eg rödd húsbónda míns fyrir innan. Eg gat ekki séð dyrnar, sem hann kom inn um, og eg gat heldur ekki séð hann sjálfan, þar sem hann stóð, en eg heyrði allt sem hann sagði. Eg sá, að höfuðs- maðurinn varð fyrst eldrauður 1 framan, og síðan náfölur, meðan hann hlustaði á þau ómjúku orð, sem flettu ofan af svívirðu hans — hefnd mín var sætari, langtum sætari heldur en eg hafði dirfzt að gera mér von um, jafnvel í bíræfn- ustu draumórum mínum. Eg sá húsbónda minn ganga að náttborðinu, halda pappírsmiðunum yfir ljósinu, henda öskunni af þeim í ofninn og sópa gullpen- ingunum niður í lítinn, brúnan léreptspoka. Þegar hann sneri sér við og ætl- aði að fara, greip höfuðsmaðurinn um úlflið hans og grátbændi hann f nafni móður þeirra um að hafa meðaumkvun með sér; og eg man, hve vænt mér þótti um húsbónda minn, þegar eg sá hann vinda sig út úr höndum hans og yfirgefa þrælmennið skríðandi á gólfinu. Og nú vaknaði fyrir mér vandasöm spurning, því að eg var í efa um, hvort réttara væri fyrir mig að gera, að drepa hann undir eins, eins og eg hafði ásett mér í fyrstu, eða láta hann lifa, því að úr því að eg var kominn á snoðir um leyndarmál þessa manns, hefði eg ef til vill fengið í hendur beittara vopn og banvænna heldur en veiðihníf húsbónda míns. Eg var viss um, að Avon lá- varður gæti hvorki né vildi Ijósta upp um hann. Eg þekkti svo vel ættarstolt yðar, herra lávarður, að eg var viss um, að þessu leyndarmáli var óhætt í yðar höndum. En eg bæði gat og vildi gera það; og þegar hann væri svo alveg kominn í hundana og væri rekinn burt frá herfylki sínu og úr klúbbnum sínum, þá gæti ef til vill komið til minna kasta á einn eða annan hátt«. »Ambrosius, þér eruð manndjöfulk, sagði frændi minn. »Við höfum allir sömu tilfinningarnar, sir Charles, og þér verðið að leyfa mér að geta þess, að þjónn getur fundið alveg eins mikið til þeirra ranginda, sem hann verður fyrir, eins og hefðarmaður, þó að hann ekki geti rétt hluta sinn með einvígi. En eptir beiðni Avons lávarðar segi eg yður hreinskilnislega frá öllu því, sem eg hugsaði og gerði þessa nótt; því mun eg halda áfram, enda þótt mér takizt ekki að ávinna mér yðar lof. Eptir að Avon lávarður var farinn, lá höfuðsmaðurinn á hnjánum og grúfði andlitið niður í stól. Síðan stóð hann upp og gekk hægt aptur og fram um herbergið með hökuna niður á bringu. Endrum og sinnum reif hann í hárið og ógnaði út 1 loptið með hnýttum hnefum, og eg sá, að svitinn lak af enninu á honum. Ofurlitla stund missti eg sjónar af honum, og heyrði hann opna hverja skúffuna á fætur annari, eins og hann væri að leita að einhverju. Því næst kom hann aptur í ljós frammi við náttborðið og sneri bakinu að mér.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.