Þjóðólfur - 05.11.1909, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 05.11.1909, Blaðsíða 1
Þ JÚÐÓLFUR. 61. árg. Reykjavik, föstudaginn 5. nóvember 190 9. J0 47. Heiðraðir kaupradur Þjóöólfs eru minntir á, aö gjalddagi blaðsins var 15. júlí í sumar, svo að þeir, sem ciga óborgaðan þennan árgang eða eldri árganga, eru beðnir um að grciða skuld sína soiii fyrst. Landvarnarmenn Þjóðræðismenn á þingi. (Niðurl.). Samþykkt landsmanna um -samband landanna á Þingvallafundinum 1907, hljóðar á þessa leið: »a. Fundurinn krefst þess, að vœntan- legur sáttmáli við Dani um afstöðu land- anna sé gerður á peim grundvelli einum, að fsland sé frjálst land í konungssambandi við Danmörku, með fullu jafnrétti og fullu valdi yfir öllum sínum málum. En peim sátl- mála má hvor aðili um sig segja upp.— Fundurinn mótmælir allri sáttmálsgerð, sem skemmra fer, og telur þá eigi annað fgrir höndum en skilnað landanna, ef eigi nást slíkir samningar, sem nefndir voru. b. Fundurínn telur sfálfsagt, að Island hafi sérstakan fána og fellst á tillögur Stúdentafélagsins um gerð hans. e. Fundurinn krefst pess, að pegnrétt- tir vor verði íslenzkurz. 1. gr. í lögum Landvarnarfélagsins, sem prentuð eru 1907, hermir svo: »Tilgangur félagsins er að . . . . vinna að því.aðvernda forn ríkisréttindi íslands samkvæmt gamla sáttmála og samþykkt Þingvallafundar 1907, og tá þau viðurkennd af öðrum, og afla þeim einum, er fyrir þessu vilja berjast, kosningafylgis og at- Icvæða til alþingis*. Landvarnarmenn tóku því Þingvalla- fundarsamþykktina einir allra með berum orðum rakleiðis upp á stefnuskrá sína sem beint boðorð. Það var því eðlilegt, að þeir mundu ekki geta veitt »Uppkasti« ineiri hluta millilandanefndarinnar óbreyttu fylgi sitt, af því að það fór miklu skemmra. Sumir af þeim voru og fyrstir manna að átta sig á því; að móti »Uppkastinu« bæri að berjast. Fáeinir af þeim lágu að vfsu fyrst í stað í þoku við laga- og um- þenkingastjóra, og vissu ógerla, hvert stefna skyldi. En sá stjóri slitnaði von bráðara af sjálfu sér, — og þokunni létti af yfir flestum. Af ritstjórunum kvað ritstjóri Þjóðólfs fyrstur upp úr með það, að hafna bæri »Uppkastinu«. Nokkru lengur var ritstjóri ísafoldar að átta sig til fulls, en hann kom líka með, og þá af alefli. Kosningarnar fóru eins og kunnugt er svo, að stefna landvarnarmanna vann þar algerðan sigur. Og í kosningahríðinni þótti þá svo sæmilegt að vera landvarnar- maður, að því nafni vildu þá allir heita, en enginn vildi þá láta kalla sig þjóðræðis- tnann, því að það þótti engum vænlegt til sigurs. Landvarnarmenn eiga því fullan rétt á þvf, að það sé viðurkennt, að það ein- mitt hafi verið þeir og þeirra stefna, sem sigraði í kosningunum 1908, þó að það væri með fylgi annara öflugra flokka, sem höfðu slegið sér saman við þá, og þeir allir tekið höndum saman. Hitt er allt annað mál, hvort landvarn- armenn í heild sinni hafi ástæðu til þess, að kvarta yfir því, hvernig þingmenn þeirra hafi rekið erindi þeirra á alþingi 1909. Landsmenn heimta af þeim, að haldið sé fram konungssambandi einu. — Þing- menn samþykkja lög um það. Landsmenn heimta af þingmönnum, að íslendingar hafi fullt vald yfir öllum s(n- um málum. — Þingmenn samþykkja einn- ig það í sambandslögum. Landsmenn heimta einnig sérstakt flagg. — Þingmenn samþykkja, að það skuli vera sérmál, sem íslendingar einir ráði yfir. Landsmenn heimta fslenzkan þegnrétt. — Þingmenn samþykkja einnig, að það skuli vera sérmál, er engum komi við nema Islendingum. Landsmenn heimta af þingmönnum, að landið sé frjálst »land«, með fullu jafn- rétti við Dani í sambandinu. —Þingmenn setja í lög, að Island skuli vera frjálst og fullvalda »ríki«, og ganga þar feti framar og orða ákveðnara en Þingvallafundurinn hafði lagt fyrir þá. A þeim fundi hafði einn maður (Gísli lögfræðingur Sveinsson) haft djörfung til að fara þvf fram, að orðið »ríki« væri sett í samþykkt fundar- ins, en það varð ekki að ráði. Landsmenn krefjast þess, að öllum sátt- málum, er feli Dönum um stund meðferð einhverra mála í umboði íslendinga, megi segja upp af beggja hendi1). — í frum- varpi alþingis 1909 til laga um samband Danmerkur og íslands er svo ákveðið, að öllum þeim málum, sem Dönum er þar ætlað fyrst um sinn að fara með í um- boði Islands, geti ríkisþing Dana og al- þingi hvort um sig sagt upp að 25 árum liðnum. Og hvað vantar svo á að landvarnar- menn og meiri hluti þingmanna á alþingi 1909 hafi uppfyllt a 11 a r þær kröfur í sambandsmálinu, sem til þeirra voru gerð- ar á Þingvallafundi 1907 og við alþingis- kosningar 1908? Það gat ekki komið til nokkurra mála, að halda fram skilnaði á alþingi 1909. Það hefði ekki einungis verið óhyggilegt, heldur vantaði þingmenn alla heimild frá landsmönnum til þess að fara undirbúningslaust út 1 sllk stórræði á alþingi. Þingvallafundur 1907 skipar svo fyrir, að reyna skuli fyrst að fá konungssamband eitt, — og það hlaut að vera hlutverk þingsins 1909, sem það og innti trúlega af höndum, — en næði því sambandi ekki, eptir að sú leið væri þrautreynd, þá fyrst, þegar því væri lokið, þóttust fundarmenn 1) Orðin í Þingvallafundarsamþykktinni: »En þeim sáttmála má hvor aðili um sig segja upp«, hafa orkað ýmsra skýringa og útúrsnúninga hjá mótflokksmönnunum. En allir Þingvallafundarmenn mæla þar um eitt, að þau beri að skilja svo sem hér er gert. eigi sjá »annað fyrir höndum, en skilnað landanna«. Minni hluta mönnum á alþingi í ár hefði varla getað verið betur skemmt með öðru en því, ef þeir hefðu get- að ginnt einhverja meiri hluta menn til þess að fara að halda firam skilnaði, og sumir minni hluta menn ögruðumeiri hlutanum til þess á ýmsa lund, meðal annars með því, að staðhæfa þá fjar- stæðu, að konungs s a m b a n d, sem þeir héldu fram, væri sama og skiln- aður1), og þá væri betra að taka hrein- lega nú þegar upp skilnaðarstefhu. En þessu var vitanlega enginn gaumur gefinn, og þess gætt, að málinu væri hvergi hagg- að úr réttum skorðum. Nú er eptir að fá frumvarp þingsins frá f ár um samband Danmerkur og íslands lagt fyrir rfkisþingið danska, og eptir að vita, hvernig þvf reiðir þar af, hvort það verður samþykkt, eða þvf verður hafnað. Þá fyrst sýnist, eptir því, sem þjóðin hef- ur hingað til lagt fyrir fulltrúa sína, vera kominn tími til þess, að þingið fari að halda fram skilnaði. A móti hinu getur hins vegar ekki verið neitt, að landsfólkið, — á meðan á því stendur —, geri sér það ljóst og geri sig við því búið, að til þess kunni að koma, að hildarleik um skilnað ríkjanna kunni bráðlega að bera að höndum. Reyndar sýnist það ekki sem stendur vera mjög greiðfær vegur, meðan verið er æ ofan 1 æ að reyra tjár- hag Islands með skuldum einmitt við Danmörku og danskar peningastofnanir. Eigi að sfður sýnist það vera heldur ó- þarft verk, sem ætti alveg að leggj- ast niður, að íslendingar sé að sverja sig framan f Dönum og sárt við leggja um það, að skilnaður detti engum manni 1 hug hér á landi. Menn vita lftið um það í þessu efni, sem er annara brjóstum í. Það hefur lítið verið kannað. Skilnaður getur verið mönnum hér á landi ríkari í hug en margur hyggur, þegar á reynir. Það getur og enn komið til álita, áður tekin væri upp skilnaðarstefna hér á landi, hvort ekki sé rétt að alþingi samþykki á nýjaleik frumvarp þingsins frá í ár, þó að ríkisþingið danska hafi hafnað því, eða eptir að það hefur gert það. Upp á því hefur ritstjóri Þjóðviljans stungið, og hugsar hann sér, að alþingi geri það hvað eptir annað, ef á þurfi að halda. En þar með þarf þá að fylgja það, að ráðgjafi landsins þori að hætta sér í það, að ráða konungi til að staðfesta það. Þá gefur að reyna, ef konungsstaðfesting fengist, hvort ekki mundu renna tvær grímur á ríkisþingið danska, að banna konungi sfn- um, þegar til stefjanna kæmi, að vera jafnframt konungur á íslandi, segja sam- bandinu slitið, og Danir á þá leið heimti sjálfir skilnað við ísland. Sá Islenzkur ráðherra, sem ekki áræðir slíkt við kon- ung, ef þörf krefur, á ekkert erindi í þá 1) Eg heyri sagt, að Valtýr kennari Guðmundsson taki, með honum eiginlegri og hér á landi ekki óþekktri stjórnspeki, í alvöru 1 »Eimreiðinni« upp þessa kenn- ingu, sem minni hluta menn á þingi not- uðu sem ginningu. Hr. Lárus H. Bjarna- son kannaðist þó við í þingræðum, að konungssamband væri samband, en ekki skilnaður. stöðu, meðan svo standa málefni landsins, sem nu er. Og það verður aðsjálfsögðu að ætlast til þess af hinum núverandi ráð- gjafa, að hann geri allt, sem unnt er, til þess, að skjalleg svör Dana upp á frum- varp sfðasta þings fáist svo tfmanlega, að þau séu landsmönnum kunn orðin næg- um tfma fyrir þingmálafundi þá, sem væntanlega verða haldnir til undirbún- ings undir alþingi 1911, svo að lands- fólkið geti þa afráðið, hvern upp skuli taka. Þá er nú það, hversvegna landvarnar- menn á þingi hafi ekki tekið sér sér- stöðu og myndað sérstakan flokk (cent- rum). Lftur helzt út fyrir, að það séætl- azt til, að þeir hefði sérstaklega átt að gera það í sambandsmálinu og um kosn- ing ráðgjafaefnis. En fyrst mætti nú spyrja hina ungu menn að því, hvort þeim sé það fullljóst, hvað margir hafi í raun og veru verið landvarnarmenn, þeg- ar á þing kom, og hvað margir þeir hafi verið, sem sigldu við kosningarnar inn í þingið undir landvarnarfána, en voru þjóðræðismenn eptir sem áður. Eg ætla ekki að leysa úr þeirri spurningu. Ráði þeir þá gátu, sem vilja. En landvarnar- menn hugsa eg, að hafi þó verið svo margir, að þeim var það nokkurn veg ljóst, að þeir gátu í þvf, sem þeim þótti á ríða, ráðið á ýmsan hátt úrslitummála í neðri deild, enda ætla eg, að þess megi sjá nokkur merki. Hitt var þeim hins vegar ennþá ljósara, að það gat ekki ver- ið nokkurt viðlit að taka neina aðra at- stöðu í sambandsmálinu, en þá, að hafa það fram, sem var samkvæmt stefnu þeirra, og meiri hluti landsmanna hafði fyrir þá lagt, — og það fékkst fram svona hér um bil ú t í æ s a r. En það sé hin- um hugfullu, þjóðræknu og sjálfstæðis- fullu ungu mönnum sagt í einlægni, að til þess að fá það fram, eins og varð, þurfti á alt öðru en sundrungu að halda. Til þess þurftu allir, sem að því máli stóðu, að leggja alt það fram af lægni, sem þeir höfðu til. Þar var miklu hægra að sundra en sameina.1) Landvarn- armenn eiga þvl alt annað skilið en aðfinnslur frá vin- um sínum í þvímáli. Að lyktum er um kosning ráðgjafaefn- is. Það er alkunnugt, að þar greindi meirihlutaflokkinn nokkuð á. Þjóðræðis- menn — ef það er rétt nafn á þeim öll- um — höfðu augastað á Birni Jónssyni eða Kristjáni háyfirdómara, en landvarn- armenn á Hannesi Þorsteinssyni eða Skúla Thoroddsen, sem þó var gamall þjóðræð- ismaður. En afstöðu Skúla í höfuðmáli þingsins var í þetta sinn svo varið, að eptir almennum reglum virtist svo sem hann ætti að vera sjálfsagður ráðgjafi. Stefna hans 1 millilandanefndinni, er fór 1) Þó að það væri í blaðinu »Reykja- vík« í launritstjóratíðinni — blaðið hefur verið skrifað af miklu meiri greind og viti síðan þeim tíma lauk —, að það voru bornar brigður á það, að Sigurður pró- fastur Gunnarsson, þingmaður Snæfell- inga, hefði verið til nokkurrar nytsemdar í sambandslaganefndinni á sfðasta þingi, þykir mér þó rétt að geta þess hér, af því að mér er það kunnugt, að hann var þar einmitt góður liðsmaður til þess að leiða nefndarmenn til samkomulags.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.