Þjóðólfur - 05.11.1909, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.11.1909, Blaðsíða 3
ÞJOÐOLFUR að taka að sér að meira eða minna leyti atvinnumálin og samgöngur á landi. Þó að óráðlegt sé, sem stendur, að ráð- ast í annað eins fyrirtæki og þetta fyrir landið vona eg að þess verði sem stytzt að blða, að vér sjáum oss fært að taka undir umsjón rlkisins atvinnumál og satn- göngur vorar að öllu leyti og þá eingöngu fyrir landsjóðs reikning. G. €rlení simskeyti til Pjóðólfe. Kaupm.höfn 30. okt. . Ráðgjafarnir í Zahle-ráðuneytinu hafa afsalað sér öllu litlatogi (há- göfgis-heiti o. s. frv.) oq óskað að losna við einkennisbúning ráðgjafa. Vœnla hins sama af íslandsráð- herranum. 3. nóv. Pingrof er ólíklegt í bráðina, nema stjórnin fái skyndilega van- traustsyfirlýsingu í þinginu. Stjórn- in œtlar að leggja fyrir þingið frumvarp um nýja kjördœmaskip- un, og er sennilegt, að þingrof verði afleiðing þess. Manntjón. Drukknun tvegrgja manna af vélarbát. Um þetta ritar nákunnugur maður úr Vestmannaeyjum Þjóðólfi á þessa leið: »Fimmtudaginn 7. okt. lagði mótor- bátur frá Vestmannaeyjum á stað til Vík- ur í blíðskaparveðri að kveldi, og kom um miðjan dag daginn eptir til Víkur. Báturinn var með flutning, og komu Víkur- búar um »borð« og fluttu 2 ferðir í land af dóti og 5 menn, sem 1 bátnum voru, en 2 urðu eptir, Formaður fyrir uppskipun þessari var Einar Hjaltason 1 Vík, og kvað hann öllu óhætt fyrir bátverja að fara í land, og útrétta það, er þeir þyrftu i landi, sem mun hafa verið kjötkaup m. fl., þar eð sjór var brimlaus, enda kvaðst hann mundi gera þeim aðvart, ef sjó brimaði. Voru þessir 5 menn and- varalausir í landi, þar til þeir heyrðu tal- að um að sjórinn væri farinn að brima, viku þeir þá strax að og fóru til áður nefnds Einars og tjáðu honum, að þeir vildu fyrir hvern mun komast um »borð«, og þar sem aðrir góðir formenn voru þar viðstaddir og töldu alfært um »borð«, báðu þeir Einar um að flytja sig fyrir ríflega borgun, því þeir álitl of lítið fyrir tvo menn að vera í bátnum, ogþverneit- aði hann þvf, þrátt fyrir það, að hann hefur mest með þessháttar vinnu að gera þar. Sneru bátverjar sér því til Halldórs Jónssonar í Vík, sem ætlaði að senda full- fermi með bátnum til eyja, og báðu hann að útvega menn og bát, er var tilbúinn við flæðarmál, til þess að þeir gætu kom- izt út, en það fór á sömu leið, að Hall- dór taldi öll vankvæði á því. Urðu þeir því að vera í landi um nóttina, en ein- mitt þá sömu nótt gerði eitt með meiri austanveðrum, svo báturinn flæmdist burt um nóttina, og næsta dag á eptir rak hann upp á Þykkvabæjarfjöru í Vestur- landeyjum, þó með flestu, eru honum átti að fylgja, (en mannlausan, og er talið vist, að þeir 2 menn, er á bátnum voru, Sigurjón Jónsson og Magnús As- geirsson úr Vestmannaeyjum hafi drukknað). Þetta ætti að vera nóg til þess, að Ein- ar og Halldór ásamt fleirum, sýndu ekki optar slíkt kæruleysi og slóðaskap, ef bát bæri þar aptur að, enda mundu fáir, er til þekktu, naumast trúa slíku afHall- dóri, að hinum slepptum. Þetta og því um likt er ekki til að greiða fyrir sam- göngum þangað, sem Víkurbúar og fleiri telja sér þó allnauðsynlegar. Það er því vonandi, að þeir sýni meiri dugnað og framtakssemi næst, er mótorbátur eða annað skip skyldi vitja þeirra«. M. F. Póstafgreiðslumenn eru skipaðir 3. þ. m.: 1. í Reykjavík Ole P. Blöndal póstskrifari í stað Guðna Eyjólfssonar, er vikið var frá stöðunni í sumar. 2. á Blönduósi Böðvar Þorláks- son skrifari í stað Gísla sýslumanns Is- leifssonar, er sagt hefur þessu starfi af sér. 3. í Vopnafirði Einar Runólfsson sfma- stjóri þar. 4. í Keflavík Ólafur J. A. Ólafsson verzlunarmaður. Nýtt kvlkmyndafélag, er nefnir sig »Alþjóðaleikhús Reykja- víkur«, er nýlega tekið til starfa hér í bænum. Það stendur í sambandi við norskt kvikmyndafélag, en íslenzkur mað- ur, Jón Guðmundsson kaupm. á Lauga- vegi, veitir því forstöðu. Félagið hefur leigt Bárubúð til sýninganna í vetur, og að sögn einnig hornleikaraflokkinn til skemmtana við sýningarnar. P'yrstu sýn- ingarnar voru haldnar 29. f. m. og boðið tíl þeirra fjölda bæjarbúa, en aðgangur ekki seldur. Næsta kveld hófust sýning- arnar fyrir almenning og ráðgert að halda þeim áfram á hverju kveldi. Verðið er 35 a. betri sæti, 15 aurum minna en hjá gamla kvikmyndafélaginu, »Biografteatret«, 1 Breiðfjörðshúsi, er nú neyðist eflaust til að setja verðið niður jafnt hinu, ef það á að geta staðið hinu á sporði. Aðsókn hefur verið mjög mikil undanfarna daga hjá nýja félaginu og myndir þess þótt góðar og vel sýndar. Það hefur meðal j annars sýrt komu Zeppelins í loptfari til Berlínar 29. ágúst og fagnaðarviðtökurnar þar, ennfremur ágæta mynd af siglingu eptir Gautaskurðinum f Svíþjóð. „Hólar komu úr síðustu hringferð norðan og austan um land 1. þ. m., og voru orðnir meira en viku á eptir áætlun. Allmargir farþegar voru með skipinu, þar á meðal frá Vestmannaeyjum Gunnar Ólafsson alþm. snöggva ferð. Með Hólum kom og Kr. Ó. Þorgrímsson kaupmaður úr skulda- kröfuferð frá Austfjörðnm. Drukknun. Aðfaranótt 3. f. m. drukknaði við hafn- arbryggjuna á Akureyri Jón Jónsson, kvæntur maður, frá Uppsölum í Svarfað- ardal, um fertugt. dugnaðarmaður og vel látinn. »Norðurland« segir, að hann muni hafa dottið í sjóinn í ölæði. Mannalát. Hinn 7. f. m. andaðist á Húsavík EI- izabet Ólafsdóttir (dannebrogs- manns á Sveinsstöðum Jónssonar) ekkja Jakobs Helgasonar síðast kaupmanns á Vopnafirði, 73 ára gömul. Hún var síð- ari kona Jakobs og átti með honum 2 syni, er dóu í æsku og eina dóttur, frú Kristínu, sem er gipt Stefáni Gudjohnsen verzlunarstjóra á Húsavík. Fyrir skömmu er látinn Einar Er- Stofa með svefnherbergi, sérinngangi, húsbúnaði og afnot af talsíma, óskast í mið- bænum eða grenndinni. Tilboðum merkt 20, veitir blað þetta viðtöku í nokkra daga. lendsson á Draflastöðum í Fnjóskadal, 86 ára gamall (fæddur 1823 á Rauðá 1 Ljósavatnsskarði). Hann var á yngri ár- um lengi í vinnumennsku hjá séra Gunn- ari Gunnarssyni í Laufási, og kvæntist þar Sigríði dóttur merkisbóndans Þorsteins Gíslasonar á Stokkahlöðum. Var Sigrlð- ur tvíburi við frú Dómhildi konu Ólafs Briems timburmeistara á Grund. Þau hjón, Einar og Sigríður, bjuggu lengst á Vatnsenda við Ljósavatn og á Víðivöll- um í Fnjóskadal, og þar andaðist Sigrlður 17. marz 1892 (sbr. Þjóðólf 44. árg. bls. 95), Þau áttu saman 5 börn og dóu tvö þeirra á barnsaldri og stúlka fullorðin, en tveir synir lifa: Jóhann bóndi á Drafla- stöðum og Gunnlaugur fyr bóndi í Ein- arsnesi, nú 1 Suðurríki í Borgarfirði. Einar heit. var mesti fjör- og eljumaður, örlyndur og léttlyndur, lá síðustu 9 árin í rúminu, opt við allmikil harmkvæli, hafði dottið af hesti og meiðst stórkost- lega. Úr Mjóafirði eystra er skrifað 21. f. m.: »Sjávarafli heldur rýr hér eystra. Þó hafa einstöku mótorbátar aflað allvel, um 200 skpd. af verkuðum fiski. — Síld hef- ur veiðst hér í lagnet löluvert, og einnig í nætur, og má það nýtt heita. Margir voru farnir að óttast, að síld væri hætt að gariga hér, kennt um hvalveiðunum, en nú virðist slíkt hugboð á litlum rök- um byggt, eins og von var, Heyskapur hefur geugið vel, nýting hin bezta og hey manna með mesta móti. Aptur hefur verzlun verið hér erfið, innlend vara í lágu verði, en útlend í háu. Yfir höfuð að tala, efnahagur og afkoma manna heldur erfið hér eystra«. í83 Islenzkar sagnir. Sagnir úr Austfjörðum. Eptir Pétnr Sveinsson í Hamarsseli.1) I. Frá séra Yigfúsi Ormssyni á Yalþjófsstað. (Frh.). Það var löngu síðar, þá Oddur var orðinn vel fullorðinn og var vinnu- maður á Brú í Jökuldal, að Odd- ur kemur inn, í baðstofu og segir: „Nú, nú, nú kemur andskotans prestur- inn". Það var séra Sigfús Finnsson prest- ur íHofteigii húsvitjan áEfradalinn. Nú fer prestur að húsvitja Brúarfólk, sem venja var til, og fær nú Oddi bók til að lesa í. Já, Oddur lftur á hana og segir, þ. þ. þ. „Og hann sér það ekki gæzkan mín, þú lest prýðilega Oddur minn“ og svo var ekki meira um það. Séra Vigfús kom því til leiðar, að lögð var niður kirkjan á Skriðuklaustri, sem og sýndist óþarfi að hafa tvær kirkjur í Fjóts- dal, ekki stærri hrepp. Þegar séra Vigfús var nú búinn að búa svona um sig á Val- þjófsstað, þá fór hann að kaupa jarðir; hann keypti Víðivelli ytri í Fljótsdal og Kolsstaðagerði á Völlum, og var sagt, að hann hefði gefið fyrir þá eina á svart- kollótta, en hvort það hefur verið satt, veit eg ekki. Séra Vigfús varð fyrstur til þess í Fljótsdalshéraði, að koma á gang dönsku vefstólunum. Þegar hann var prest- ur i Asi, fékk hann mann þar úr Fell- unum, gáfaðan til munns og handa og vel náttúruhagan, Einar Kortsson að nafni. Einar haíði ætlað að læra til prests, var einn vetur hjá séra Jóni Brynjólfssyni á Hjaltastað, en þá dó sá prestur, og Einar varð að hætta við lærdóm vegna þess, ein- hverra orsaka vegna. Nú ætlaði séra Vig- fús að senda Einar suður á land, til þess að læra vefstólasmíði og vefnað, sem þar hefur þá verið komið á gang. Einar fór nú á stað úr Fellunum milli vetur- nátta og jólaföstu, og gekk ferðin vel til Djúpavogs. (Meira). 159 um, að Avon lávarður mundi Ieynast þar, og beið þvi ekki lengur boðanna, heldur fór umsvifalaust á hans fund og bauðst til þess að gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að sanna sakleysi hans«. »Hann segir alveg satt«, sagði húsbóndi hans, »en það hefði sannarlega verið undarlegt, ef eg hefði hikað mér við að leggja hrörlega elli í sölurnar fyrir það málefni, sem eg hafði af fúsum vilja lagt alla æskugleði mina í sölurnar fyrir. En ný atvik neyddu mig loks til þess að breyta ásetningi mínum. Sonur minn var vegna ókunnugleika á högum sínum kominn inn á þá braut, sem samboðin var afli hans og hugrekki, en kom í bága við erfikenningar ættarinnar. Auk þess hugði eg, að margir af þeim, sem þekt höfðu bróður minn, væru dánir, að öll nánari atvik að þessum atburði þyrftu ekki að verða uppvís, og að það mundi kasta enn meiri skugga á nafn ættarinnar, ef eg dæi grunaður um að hafa myrt bróður minn, heldur en sú synd, sem hann afplánaði með dauða sinum. Af þessum ástæðum — Avon lávarður þagnaði skyndilega við það, að bergmál af þungu fótataki kvað við um húsið. Föla andlitið hans varð ennþá fölara við þetta, og hann leit vandræðalega til konu sinnar og sonar síns. „Þeir ætla að taka mig fastan!" æpti hann upp. „Eg verð að þola þá van- virðu að vera settur fastur". „Þessa leið, sir James, þessa leið!“ heyrðum við sagt fyrir utan með rödd sir Lothian Hume’s. „Eg þarf ekki að láta vísa mér veg í húsi, sem eg hef drukkið í eins margar flöskur af góðu vlni, eins og hérna", var svarað í dimmum róm, og í gættinni sást Ovington herragarðseigandi, þrekvaxinn maður 1 geitarskinnsbux- um og kragastígvélum og með svipu í hendinni. Sir Lothian Hume stóð við hliðina á honum, og á bak við hann sást á tvo lögregluþjóna. „Avon lávarður", sagði Ovington. „Það er skylda mfn sem lögregludómara í greifadæminu Sussex að láta yður vita, að það liggur fyrir skipun um að setja yður fastan, með því að þér eruð sakaður um morð bróður yðar, Barringtons höfuðsmanns, árið 1786". „Eg er reiðubúinn að svara ákærunni". „Þetta segi eg nú sem yfirvald. En utan embættisins sem eigandi herra- garðsins á Rangham Grange verð eg að segja, áð mér þykir mjög vænt um að sjá þig, Ned; hérna er höndin til marks um það, og aldrei skal neinn teljamér trú um, að jafngóður tory1) sem þú, maður, sem með heiðri og sóma gat sýnt hesta sína við hvaða veðhlaup sem var, gæti framið svo svívirðilegan glæp“. 1) Svo nefnast íhaldsmenn á Englandi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.