Þjóðólfur - 12.11.1909, Side 1

Þjóðólfur - 12.11.1909, Side 1
61. árg. Reykjavík, föstudaginn 12. nóvember 19 09. Jti 48 Fjölgun ráðherra. Eg var einn þeirra mörgu, er fagnaði því, er Hafnarstjórnarstefnan — valtýsk- an svo kallaða — var niður kveðin og V'ér fengum æztu stjórnina innílandið — ráðherra búsettan hér. Það var mikill sigur, og tvlmælalaust hinn Jglæsilegasti, er unninn hefur verið í íslenzkri pólitík. Og þeir menn eiga miklar þakkir skilið, er- mest unnu að því og fremstir stóðu í fylkingu í baráttunni fyrir þessum mik- ilsháttar vísi íslenzks sjslfstæðis. Það verður og ekki heldur annað sagt, en að aðstaða vor út á við hefur stórum batn- að við þessa breytingu, að vér erum nú herrar i okkar eigin húsi miklu fremur en áður, og að vér erum ekki lengur í samskonar hapti hjá dönsku stjórninni sem fyr. Munurinn á stöðu landshöfðingj- ans áður og stöðu ráðherra nú er geysimiklll. Landshöfðinginn átti allt að sækja undir náð manns, sem var dansk- ur dómsmálaráðherra og hafði íslands- mál á hendi sem aukagetu, sem aptaní- hnýting við dönsk mál. Það var því engin furða, þótt íslenzkum málum væri htill sómi sýndur og hið eiginlega vald landshöfðingja saraa sem ekki neitt, þvl að hagaði lanrShöfðihgi sér í tillögum sínum ekki, eins og hann vissi, að danska ráðherranum mundi geðjast, mátti hann ganga að því vísu, að tillögur hans væru í^J'ettugi virtar. Þar' var einmitt freisting fýrir landshöfðingja, ef hann vildi nokkru ráða, að snúast á sveif dönsku stjórnar- innar og vera henni auðsveipur t öllu, gagnvart óskum landsmanna, enda þótti það brenna við, og er afsakanlegt, því að stöðu landshöfðingja var svo háttað, að örðugt var að gegna henni, svo að báðum likaði vel — íslendingum og Dön- tim. Það hefur jafnan verið erfitt að þjóna tveimur herrum í senn með fullri tryggð á báða bóga. Stöðu ráðherrans íslenzka er allt öðru- •vísi háttað. Hann ber að vísu ábyrgð gerða sinna gagnvart alþingi, sem lands- höfðinginn gerði ekki samkvæmt stöðu sinni, en ráðherrann er llka hins vegar nærri því einvaldur, meðan hann situr i embættinu og nýtur hylli meiri hluta þingsins. Hann á eingöngu við konung einan, og er að litlu eða engu leyti háð- ur eptirliti eða yfirráðum dönsku ráð- herranna, þótt hann að nafninu til eigi ^æti í ríkisráðinu. Vitanlega gæti það komið fyrir, að ríkisráðið hindraði fram- gang einhvers máls, er dönsku ráð- herrunum þætti varhugavert vegna sam- bands landanna, því þeir mundu telja sig hafa rétt til þess, en slíkt ’nefur ekki enn komið fyrir, svo að menn viti. Og 'það eru allar horfur á, að ríkisráðið beiti ekki því valdi. Það sést meðal annars á staðfestingu aðflutuingsbanns- laganna, er þó komu allmjög í bága við ekki að eins danska hagsmuni, heldur við .hagsmuni annara ríkja, er Danir verða að taka tillit til. Það vérður því ekki annað sagt, en að vald fslenzka ráðherr- ans sé svo víðtækt, sem eptir ástæðum verður vænzt. En af því að svona mikil völd eru í eins manns höndum, er svo afaráríðandi, að vel sé með þau farið, og að ráðherrann sé stöðu sinni vax- inn. — En er nú unnt að ætlazt til þess af einum manni, að hann sé jafnfær í öll- um þeim greinum, sem í öðrum löndum eru falin sérstökum mönnum? Og er ekki hætt við því, að völd í eins manns höndum geti leitt til ofmikils einræðis, ofmikillar hlutdrægni, þar sem ákafir flokkadrættir eiga sér stað og ráðherrann á völd sín undir fylgi og stuðningi á- kveðins stjórnmálaflokks? Fyrri spurningur.ni má svara með jafn- ákveðnu nei, eins og hinni með jái. Reynslan virðist hafa staðfest þetta. En hver ráð eru þá til þess, að bæta úr þessum annmörkum ? Hvað á að gera til að koma í veg fyrir þau óþrot- legu illindi og ofstækisfargan, sem Is- landsráðherra virðist eiga við að búa, sé hann einn um völdin? Hinni fyrverandi stjórn hefur hugsazt það ráðið að skipta völdunum milli þriggja, hafa ráðherrana þrjá og leggja um leið niður landritaraembættið. I stjórnarskrárfrumvarpi því, er lagt var síðasta þing, er 7. gr, svo látandi: »Með lögum má ákveða, að ráðherrar skuli vera fleiri en einn. Nú er ráðherrum fjölgað og skiptir kon- ungur þá störfum með þeim. Einn þeirra kveður hann til forsætis og stýrir hann ráðherrastefnum. Starfssvið ráðherrastefnu skal nánar ákveðið í lögum. Hver ráðherra undirskrifar með kon- ungi ályktanir um þau málefni, er undir hann liggja sérstaklega, og ber ábyrgð á stjórnarathöfnunum. Sá ráðherra, sem konungur hefur til forsætis kvatt, ber að jafnaði málin fram fyrir konung, einnig fyrir hönd hinna ráðherranna. Þegar hann þannig 'ber fram fyrir konung mál, sem anuar ráðherra hefur nafnsett, ber hann að eins ábyrgð á því, að málið sé rétt fram flutt, nema hann sérstaklega taki að sér stjórnarskipulega ábyrgð á efni málsins, með því að setja einnig nafn sitt undir það. Að öðru leyti gilda um hvern einstakan ráðherra þau fyrir- mæli, sem sett eru um ráðherra Islands í stjórnarskrá þessari*. I athugasemdum sínum við frumvarp- ið tærir stjórnin meðal annars þessar á- stæður fyrir ráðherrafjölguninni: sjafnvel þótt eigi þyki enn næg ástæða til þess að fastbinda það 1 stjórnarskrá, að ráðherrarnir skuli vera fleiri en einn, þykir hins vegar nauðsynlegt að opna veg til þess að hægt sé að gera þá breyt- ingu, án þess að raska stjórnarskránni. Það hlýtur sem sé að koma betur og bet- ur í ljós, eptir því, sem umbætur eru reyndar og framkvæmdar í þeim marg- víslegu greinum, er þess þurfa við, að það er mjög undir hælinn lagt, að einn rnaður geti gegnt ráðherrastörfum full- nægjandi, ekki svo mjög vegna þess, hve störfin eru mikil, heldur vegna þess, hve þau eru margvísleg og hvert öðruóskyld. Það er enganveginn sennilegt, að sami maður geti haft jafnan kunnugleika og áhuga á öllu þvf, er lýtur að fjármálum, dómsmálum, kirkjumálum, sveitamálum, kennslumálum, samgöngumálum, búnaðar- málum, vísindaframförum, fiskiveiðum, verzlunarmálum, verklegum framkvæmd um o. s. frv., og auk þess snúist við gestaviðtökum og framkomu út á við fyrir landsins hönd, og er þvf hætt við, að eitthvað af þessu sitji á hakanum, er til lengdar lætur, ef sami maður á að hafa frumkvæði, framkvæmd og ábyrgð á öllu þessu, þótt lítið sé tiltölulega af hverju um sig í samanburði við stærri lönd. — — —«. Astæður þessar eru 1 sjálfu sér gildar og góðar, enda var þetta atriði — fjölgun ráðherra — eitt þeirra, er nefndin í stjórnarskrármálinu á síðasta þingi kom fram með í þingsályktun sinni um málið í neðri deild. Nefndin vildi einmitt, að þetta atriði væri tekið til greina við væntanlega stjórnarskrárbreytingu. Síðar hefur Iftið eitt verið á þetta minnzt í blöðum, t. d. 1 »Þjóðviljanum« og mælir hann með þessari breytingu. (Niðurl.). Brlend tíöindi. Aftaka Feppers. Uppþot í ýinsum stórhæjum. Hér í blaðinu hefur þess áður verið getið, að víðsvegar um heim hefðu orð- ið uppþot og óspektir út af aftöku Fran- cesco Ferrer’s, er sakaðar var um hlut- deild í uppreisninni í Barcelona í sumar. Nú eru komnar nánari fregnir af þessu máli. Fyrir herrétti í Barcelona 9. f. m. var 1 einu hljóði kveðinn upp dauða- dómur yfir honum. Æzta herráðið sam- þykkti dóminn og því næst var hann sendur spænska ráðaneytinu til athugun- ar, er eptir litla umhugsun undirskrifaði hann einróma, og þóttist enga ástæðu sjá til, að mæla með því, að konungur náðaði Ferrer, svo að það Iítur út fyrir, að honum hafi ekki einu sinni verið sýndur dómurinn, en ráðaneytið allt tek- ið á sig ábyrgðina. Var Ferrer því næst skotinn í Barcelona að morgni 13. f. m. og varð vel við dauða sínum, en hélt því stöðugt fram, að hann væri alsaklaus af þvf, er hann var sakaður um. Jafnskjótt sem aftaka þessi varð heyrin kunn, urðu óspektir allmiklar meðal jafn- aðarmanna víðsvegar hér í álfu, fyrst í Parísarborg og síðar annarstaðar. I París beið einn lögregluþjónu bana í þeim ó- eirðum, og Lepine, æzti lögreglustjóri borgarinnar, slapp með naumindum úr klóm múgsins, er hann ætlaði að stilla til friðar. I frakkneska þinginu bar einn þingmaður upp fyrirspurn til stjórnarinn- ar, hvort liún ætlaði að láta mál þetta afskiptalaust, en utanríkisráðherrann sagði, að þetta kæmi stjórninni frakknesku ekkert við, og fyrirspyrjandi fékk ekkert fylgi 1 þinginu. í bæjarstjóm borgarinnar var borin fram uppástunga um, að láta eina götu bæjarins heita Ferrersgötu og að bærinn tæki að sér til uppeldis barna- börn hans. En þessar tillögurvoru felld- ar og varð þá svo mikið uppþot og ærsl, að formenn bæjarstjórnarinnar sögðu af sér. — I Lundúnum varð afarmikill mannsafn- aður á götunum sunnudaginn 17. f. m., og margar ræður haldnar þar undir beru lopti til að mótmæla »morði» Ferrer’s. Harðorðastur var þar einn þingmaður, mr. Grayson. Eptir þvf, sem »Times« skýrir frá, sagði hann meðal annars: »Þótt höggvinn væri hausinn af öllum konungum í Evrópu á morgun, mundi það ekki vera helmingsvirði á við líf Ferrers. (heyrl). Játvarður konungur hef- ur verið beðinn að beita áhrifum sínum til að hindra morð Ferrer’s, og hann hefði getað gert það. Hann hlýtur að hafa vitað um, hversu miklar tilraunir voru gerðar til að vernda líf mannsins, en hann skarst ekkert í þetta. Hvað sem svo gerðist næstu viku eða næsta mánuð, ætti fólkið enga sök á dauða þessa manns, en ábyrgðin hvíldi á Játvarði konungi 7. (heyr!) Játvarður Grey (utanríkisráð- herra) hefur verið ráðunautur konungsins í þessu, en Grey hefur komið fram sem bleyða og skálkur í öllu, er snertir vel- ferð þessa lands« o. s. frv. — Hvað mundi verða sagt, ef íslenzkir þingmenn töluðu svona um æztu stjórnendur landsins? Það er málfrelsi á Englandi. — Að loknum ræðunum hélt mannfjöldinn allur af stað með rauða fána í broddi fylkingar og söng hersöng Frakka. Ætlaði múgurinn að ráðast á hús spánska sendiherrans, en ríðandi lögreglulið aptraði og sleit fánana afþeim, sem báru þá. Á einn þeirra, er tveir menn báru, var letrað stórum stöf- um: »Til helvítis með morðingjann Al- fonso« (þ. e. Alfons Spánarkonung). Þann fána var lögreglan ekki lengi að krækja í, reif hann allan sundur i tætlur og braut stöngina í smámola. Á Ítalíu urðu og allmiklar óspektir, en ranghermt er það, sem staðið hefur í blöðum hér, að dómkirkjan í Písa hafi verið brennd til kaldra kola og halli turn- inn nafnkunni hafi verið i hættu. Múg- urinn gerði að eins tilraun til að kveikja í kirkjunni, og hafði eldurinn læst sig í aðalhurðina, en var slökktur, áður en verulegar skemmdir urðu af. Hins vegar komst múgurinn inn i aðra kirkju i Písa, »kirkju hins heilaga kross í Jerúsalem«, velti þar um koll ölturum, fleygði skraut- gripurn kirkjunnar og búnaði á víð og dreif, og stórskemmdi málverkin, og voru eitt eða tvö allmikils virði. Á Spáni urðu ekki verulegar óeirðir út af lifláti Ferrers, en það hafði samt þau áhrif, að ráðuneytið sá sér ekki fært að vera við völdin, eptir allmikla sennu í þinginu. Forsætisráðherrann, Maura, sem talinn er mikill og rökfimur ræðugarpur, hélt tveggja klukkutíma langa ræðu, til að svara árásum Moret’s foringja frjáls- lynda flokksins, er ákærði stjórnina fyrir ýmiskonar gerræði, bæði liflát Ferrers o. fl. Og þótti Maura svara svo vel fyrir sig, að mennhugðu, að stjórninmundi sitja föst eptir sem áður, en litlu síðar varð einn ráðherrann

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.